Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Febrúar

24.02.2018 08:36

Viðreisn stofnar félag í Árnessýslu

 


Ingunn Guðmundsdóttir.
 

 

Viðreisn stofnar félag í Árnessýslu

 

Félagið Viðreisn Árnessýslu var stofnað í Tryggvaskála þann 15. febrúar síðastliðinn. Tilgangur þess er að halda uppi félagsstarfi stjórnmálasamtakanna Viðreisnar í Árnessýslu í samræmi við stefnu flokksins og annast framboð Viðreisnar í sveitastjórnarkosningum á starfssvæðinu.

 

Á fundinum var gengið frá starfs- og skipulagsreglum félagsins og kosinn formaður og stjórn. Formaður er Ingunn Guðmundsdóttir, aðrir í stjórn eru Hrafnhildur Árnadóttir Þorlákshöfn, Jóna Sólveig Elínardóttir Selfossi, Sigurjón Vídalín Guðmundsson Selfossi og Skúli Kristinn Skúlason Þorlákshöfn. Varamenn stjórnar eru Axel Sigurðsson Selfossi og Sigurður Steinar Ágústsson Þorlákshöfn.

 

Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður var gestur á fundinum og sagði frá starfi Viðreisnar á sveitarstjórnarstigi en víða um land er verið að huga að framboðum. Líflegar umræður urðu um sveitarstjórnarmál og kom fram mikill áhugi fundarmanna á að bjóða fram undir merkjum Viðreisnar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt í lok fundar:

 

„Sveitarstjórnir og önnur stjórnvöld þurfa að stuðla að góðum stjórnarháttum með gegnsæi og gott siðferði að leiðarljósi. Málefnaleg og opin umræða er nauðsynleg til að hægt sé að taka réttar ákvarðanir.

Almannahagsmunir eiga alltaf að ganga framar sérhagsmunum við stefnumörkun, fjárútlát af almannafé og alla ákvarðanatöku sveitarstjórna.

 

Það er hagur einstaklinga, heimila og fyrirtækja að jafnræðis sé gætt við úthlutun þjónustu, fjármuna, starfa eða verkefna hjá sveitarfélögum.

 

Jafnrétti og frjálslyndi stuðlar að aukinni velmegun og tryggir einstaklingum tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta til fulls.“

 

Framundan eru skemmtilegir og annasamir tímar í pólitíkinni, þeir sem hafa hug á að taka þátt í starfi Viðreisnar geta gerst félagar með því að skrá sig á vidreisn.is og við höfum samband.

 

Eins og alltaf á fjögurra ára fresti munu kjósendur ákveða hverja þeir vilja ráða til starfa við að reka sveitarfélögin í landinu. Viðreisnarfélagar munu blanda sér í þá umræðu og bjóða sig fram til starfa undir leiðarljósinu ,,almannahagsmunir framar sérhagsmunum“.

 

 

Ingunn Guðmundsdóttir formaður Viðreisnar Árnessýslu.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.02.2018 23:28

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins

 

 

Guðmundur Stefánsson í pontu.   Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins
 


Aðalfundur Flóaáveitufélagsins var haldinn í Félagslundi í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. febrúar 2018 - og drukkið 100 ára afmæliskaffi félagsins.

 

Þann 8. febrúar 1918 var Flóaáveitufélagið stofnað í Fjölni á Eyrabakka.

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar var á staðnum í Félagslundi eins og vera ber. 

 

Meira síðar. 
 


F.v.: Þórður Grétar Árnason, Hannes Sigurðsson, Kristján Runólfsson

og Björn Harðarson.

.


F.v.: Grétar Sigurjónsson, Már Ólafsson, Björn Harðarson

og Guðmundur Stefánsson.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

21.02.2018 19:29

Framboð Pírata í Árborg

 

 

 

               Framboð Pírata í Árborg
 


Skráð af Menningar-Staður

21.02.2018 06:40

TAKA VIÐ ÞINGEYRARVEFNUM

 

 

Arnar Sigurðsson og Arnhildur Lilý Karlsdóttir.

 

TAKA VIÐ ÞINGEYRARVEFNUM

 

Þeir Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa látið af störfum sem umsjónarmenn Þingeyrarvefjarins, en þeir ritstýrðu vefnum um langt árabil. 

Þingeyrarvefurinn hefur um langa hríð verið fróðleg og skemmtileg fréttaveita um málefni Dýrafjarðar í víðum skilningi.

 

Forsvarsfólk Blábankans á Þingeyri, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson, hafa tekið við stjórnartaumunum á Þingeyrarvefnum.

 

Blábankinn er þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem tók til starfa síðastliðið haust og hefur eftir fremsta megni stuðlað að bættri þjónustu við íbúa Þingeyrar auk þess að bjóða vinnuaðstöðu fyrir aðila í nýsköpun og skapandi greinum.

 


F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.

Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Þingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins

þar sem m.a. var rætt um Þingeyrarvefinn.

Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séð um Þingeyrarvefinn í rúm

fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Þingeyri.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

20.02.2018 20:36

Framsókn kallar á fólk í framboð

 

 

 

     Framsókn kallar á fólk í framboð
Skráð af Menningar-Staður

20.02.2018 20:22

Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

 

 

 

Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

 

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis (MFS) hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí nk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér 18. febrúar sl.

 

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í sínu sveitarfélagi geta sent eftirfarandi upplýsingar á sudur@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer og netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er kl. 12:00, laugardaginn 3. mars nk.

 

Undir tilkynninguna rita fyrir hönd Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, Einar G. Harðarson formaður (s. 662 5599) og Sigrún Gísladóttir Bates varaformaður (896 4509).

 

 

Einar G. Harðarson.Skráð af Menningar-Staður

20.02.2018 06:58

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Pálsson

 


Guðlaugur Pálsson (1896 - 1993).
 

 

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Pálsson

 

Guðlaug­ur Páls­son fædd­ist á Blönduósi 20. febrúar 1896, son­ur Páls Hall­dórs­son­ar skósmiðs og Jó­hönnu Ing­ólfs­dótt­ur.

 

Jó­hanna var norðlensk en faðir hans var aust­firsk­ur í föðurætt, en að móðerni af Rauðnefsstaðakyni á Rangár­völl­um. Páll fór til Eng­lands og stundaði þar sína iðn í ára­tugi, gift­ist þarlendri konu, en flutti svo að henni lát­inni heim til Íslands.

 

Eig­in­kona Guðlaugs var Ingi­björg Jón­as­dótt­ir, sem lést 1984. Þau hjón­in eignuðust sjö börn og áttu eina upp­eld­is­dótt­ur.

 

Guðlaug­ur flutti tveggja ára til Eyr­ar­bakka og ólst þar upp hjá ömmu sinni, Ing­veldi Þorgils­dótt­ur, og föður­syst­ur, Þor­gerði Hall­dórs­dótt­ur.

 

Guðlaug­ur lærði skó­smíði.

 

Hann starfaði við mjólk­ur­flutn­inga frá Eng­ey á ár­un­um 1911-13 og var næsta sum­ar á síld á Sigluf­irði en vann við skó­smíðar á vetr­um. Hann fór til Sig­urðar Guðmunds­son­ar, kaup­manns og póst­meist­ara á Eyr­ar­bakka, og starfaði hjá hon­um í tvö ár en að þeim tíma liðnum leigði Guðlaug­ur versl­un­ar­plássið af Sig­urði og keypti af hon­um vöru­birgðirn­ar. Fyrstu tvö árin verslaði hann við Búðar­stíg en keypti þá versl­un­ar­plássið þar sem hann verslaði síðan til dán­ar­dags.

 

Guðlaug­ur hóf rekst­ur sinn­ar eig­in versl­un­ar 4.12. 1917, þá 21 árs að aldri, og rak hana til dán­ar­dags, eða í rúm 76 ár, leng­ur en nokk­ur ann­ar kaupmaður í ver­öld­inni, sam­kvæmt heims­meta­bók Guinn­ess.

 

Síðustu 10-15 árin sem Guðlaug­ur sinnti versl­un­ar­rekstri sín­um, birt­ust oft viðtöl við hann í fjöl­miðlum vegna hans óvenju­langa versl­un­ar­rekst­urs. En hann var ætíð hóg­værðin upp­máluð og lét sér fátt um finn­ast.

 

Guðlaug­ur var sæmd­ur fálka­orðunni 1985, gerður að heiðurs­fé­laga Kaup­manna­fé­lags Suður­lands 1991 og hlaut auk þess viður­kenn­ing­ar fyr­ir versl­un­ar­störf..

 

Guðlaug­ur lést 16. desember 1993.

 

Morgunblaðið
 

 

Guðlaugur sést hér árið 1992 við afgreiðsluborðið í búðinni þar sem

hann stóð vaktina í 76 ár.

Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

 Skráð af Menningar-Staður

19.02.2018 06:55

Flóaáveitufélagið 100 ára

 

 

 

Flóaáveitufélagið 100 ára

 

Þann 8. febrúar 1918 var Flóaáveitufélagið stofnað í Fjölni á Eyrabakka. Það er því 100 ára.

 

Lög um áveitu yfir Flóann voru samþykkt á Alþingi árið 1917. Þar var kveðið á um að stofna skyldi félag um áveituna og yrðu ¾ fundarmanna lögmæts fundar að samþykkja stofnun áveitufélags.

 

Á stofnfundinn mættu 103 bændur. Tveir voru farnir þegar að tillagan um félagsstofnunina kom til atkvæðagreiðslu. Sjötíu og níu samþykktu tillöguna, tuttugu og einn voru mótfallnir og einn sat hjá.

 

Á 19. öld var framfaravakning meðal þjóðarinnar, sem svo oft hafði haft knappt til matar. Á síðari hluta aldarinnar vaknaði áhugi fyrir áveitum á engjalönd, til þess að tryggja og auka heyfeng og þar með framleiðslu búsafurða. Tún voru þá almennt lítil og meiri hluti heyskaparins var á útjörð.

 

Þó Flóinn hafi lögnum blautur verið, þá höfðu Flóamenn áhuga á að fá áveitu á lönd sín með skipulegum hætti og kannske ekki síður, að geta síðan veitt því af, þegar að slætti leið.

 

Flóinn var þrímældur til könnunar og til að skipuleggja um hann áveitukerfi. Fyrst var hann mældur árið 1886, svo 1906 og loks 1914–15. Framkvæmdir við áveituna hófust 22. maí 1922 og var flóðgáttin við Hvítá á Brúnastaðflötum opnuð í fyrsta sinn og vatni hleypt úr ánni inn á áveitukerfið 27. maí 1927.

 

Uppskera jókst með tilkomu áveitunnar og heyfengur varð auðteknari. Samkvæmt forðagæsluskýrslum náði heyskapur á áveitusvæðunum hámarki árið 1940, 78.000 hestburðum. Talsvert var um það að utanhéraðsmenn fengju leigðar slægjur á áveitusvæðunum og eitthvað var um heysölu af teig. Það hey er ótalið á forðagæsluskýrslum úr Flóanum.

 

Til þess að koma auknum búsafurðum á markað gekkst Flóaáveitufélagið fyrir stofnun Mjólkurbús Flóamanna, sem tók til starfa 5. desember 1929.

 

Um þær mundir sem Flóaáveitan komst loks í gagnið voru möguleikar til túnræktar að aukast. Tilbúinn áburður og grasfræ var kominn á markað og plógar og önnur hestaverkfæri kominn til.

 

Þegar kom fram á 5. áratuginn fór áhugi á framræslu og þurrkun lands til túnræktar vaxandi og þá þegar farið að bæta afrennslisskurðina, svo hægt væri að ræsa í þá, jafnframt því sem þeir gegndu áfram því hlutverki að taka við áveituvatninu, þegar því var hleypt af engjunum fyrir slátt. Árið 1946 beitti Flóaáveitufélagsið sér fyrir stofnun Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem keypti þá þegar vinnuvélar til ræktunarstarfa.

 

Með vaxandi túnrækt á 6. áratugnum dró svo áfram jafnt og þétt úr engjaheyskap. Árið 1962 er talið að ekki dugi lengur minni háttar lagfæringar á skurðakerfi áveitunnar. Samþykkt var að láta gera heildaráætlun um framræslu Flóans og á aðalfundi Flóaáveitufélagsins árið 1964 er samþykkt að hrinda áætluninni í framkvæmd. Árið 1970 var að mestu lokið þeim framkvæmdum, sem áætlunin gerði ráð fyrir.

 

Á kalárunum fyrir 1970 bættu sumir sér upp grasbrestinn með engjaheyskap, en þegar batnaði var engjaheyskap á áveituengjum Flóans endanlega lokið.

 

Hlutverki skurðakerfis Flóaáveitunnar var þó ekki þar með lokið. Það er nýtt sem vatnsmiðlun. Það er viðtaki vatns úr framræsluskurðum bænda og fleytir fram leysingavatni í hlákutíð, jafnframt því sem í þurrkaköflum á sumrin er hleypt vatni inn á skurðakerfið til þess að halda uppi grunnvatnsstöðu og tryggja búfénaði vatn í högum. Vegna hraunsins sem er undirliggjandi hættir Flóanum við ofþornun í langvarandi þurrkum á sumrin.

 

Viðhald áveitukerfisins felst í því að halda við flutningsgetu skurðanna og stuðla að sem jafnastri dreifingu vatnsrennslis um þá. Sveitarfélögin í Flóanum eru fjárhagslegir bakhjarlar áveitunnar, en áður fyrr var innheimtur áveituskattur á hvern hektara áveitulands.

 

Ég held að skurðakerfi Flóaáveitunnar sé hið eina á Íslandi sem er tvíhliða og virkar sem vatnsmiðlun. Flóamenn mega ekki vanrækja þetta æðakerfi sveitarinnar, það er lífsnausyn, hvort sem ganga úrfelli eða þurrkar.

 

Stjórnarformaður Flóaáveitufélagsins er Björn Harðarson en umsjónarmaður er undirritaður.

 

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins verður í Félagslundi miðvikudagskvöldið 21. febrúar og þá verður drukkið afmæliskaffi.

 

Guðmundur Stefánsson.
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.02.2018 07:23

18. febrúar 2018 - "konudagur"- góa byrjar

 

 

Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

18. febrúar 2018 - “konudagur”- góa byrjar

 

Mánuðurinn góa hefst nú sunnudag frá 18. til 24. febrúar, en 8. til 14. febrúar í gamla stíl fyrir 1700.

 

Nafnið, góa eða gói, er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tungum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum, dóttir Þorra.

 

Orðið góiblót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu.

 

Nokkuð var ort um Góu á 17. – 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera tilgangur þess góukomusiðar á norðaustanverðu landinu að Góu var færður rauður ullarlagður.

 

 Heitið konudagur er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar.

 

 Í almennri þjóðtrú skipti góuveðrið máli. Átti sumarið að verða gott ef góa væri stormasöm og veður vont fyrstu góudaga.

 

 Þessi vísa var húsgangur í Önundarfirði fram á 20. öld.

 

 Góa kemur með gæðin sín

 gefst þá nógur hitinn.

 Fáir sakna þorri þín

 þú hefur verið skitinn.

 

 Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.

 

 

Við Hjallastefnuna á Eyrarbakka. Ljósm.: Víðir Björnsson.
 Skráð af Menningar-Staður

 

16.02.2018 19:29

Eyrbekkingar í slipp á Selfossi

 

 

 

Eyrbekkingar í slipp á Selfossi

 

Það bar til í dag á síðasta hálftímanum í opnun Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi að þrír Eyrbekkingar voru í „slipp“ (klippingu).

Þetta voru þeir;


Guðni Birgisson hjá Birni Daða Björnssyni,

Jón Sigurbjörn Eiríksson hjá Kjartani Björnssyni

og Björn Ingi Bjarnason hjá Birni Inga Gíslasyni.


Umræðurnar voru sérlega skemmtilegar; m.a. pólitík þar sem léttleikinn réði ríkjum enda stutt í uppstillingar og kosningar sem verða hinn 26. maí n.k.

 


Skráð af Menningar-Staður.