Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Febrúar

16.02.2018 06:56

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. feb. 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. feb. 2018

 

Vinir alþýðunnarLjósm.: Ólafur Ragnarsson.

 

.

Skráð af Menningar-Staður.

 

15.02.2018 21:00

LANDSÝN 2018

 

LANDSÝN 2018

Virkilega áhugaverð ráðstefna um málefni landbúnaðar

 

Nú verður blásið til mikillar veislu fyrir alla þá sem vilja með einhverjum hætti taka þátt í íslenskum landbúnaði til framtíðar.

 

Komdu, taktu þátt í Landsýn 2018 í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 23. febrúar nk.

 

Í boði eru virkilega áhugaverðir fyrirlestrar, góður matur og skemmtilegt fólk til að spjalla við.

 

 

   Á ljósmyndinni sér að bænum Brekku og út Dýrafjörð.

  


Skráð af Menningar-Staður.

15.02.2018 17:06

Viðreisn í Tryggvaskála í kvöld

 

 

 

Viðreisn í Tryggvaskála í kvöld


15. febrúar 2018 kl. 20:00

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.02.2018 06:15

1,3% launa­hækk­un hjá BSRB

 


Elín Björg Jóns­dótt­ir, formaður BSRB.    mbl.is/?Eva Björk Ægis­dótt­ir.
 

 

1,3% launa­hækk­un hjá BSRB

 

Fé­lags­menn BSRB sem starfa hjá rík­inu mega bú­ast við því að fá 1,3% launa­hækk­un greidda aft­ur­virkt frá 1. janú­ar 2017 um næstu mánaðamót.

 

Aðild­ar­fé­lög BSRB ákveða hvert fyr­ir sig hvernig launa­hækk­un­in kem­ur til fram­kvæmda og ætti slíku, að sögn El­ín­ar Bjarg­ar Jóns­dótt­ur, for­manns BSRB, að vera lokið fyr­ir lok mánaðar­ins.

 

Launa­hækk­un­in kem­ur til vegna ákvæðis í ramma­sam­komu­lagi um að fé­lags­menn BSRB myndu fá það launa­skrið sem yrði á al­menn­um vinnu­markaði um­fram launa­skrið á hinum op­in­bera vinnu­markaði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.Skráð af Menningar-Staður

14.02.2018 07:09

Merkir Íslendingar - 195 ár frá fæðingu Torfa Halldórssonar - 14. febrúar 1823

 

 

Torfi Halldórsson (1823 - 1906).

 

 

Merkir Íslendingar -

195 ár frá fæðingu Torfa Halldórssonar

- 14. febrúar 1823

 

 

Torfi Halldórsson sem oft er nefndur faðir Flateyrar fæddist í Arnarnesi við Dýrafjörð hinn 14. febrúar 1823 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldór Torfason, bóndi í Arnarnesi, og k.h., Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja. Torfi, afi Torfa var sonur Mála-Snæbjarnar.

 

Eiginkona Torfa var María Júlíana Össurardóttir úr Súgandafirði. Meðal barna þeirra voru Guðrún, húsfreyja í Hólmum, móðir Maríu Jóhannsdóttur, móður Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Sonur Torfa og Maríu var Ásgeir, faðir Haraldar sem var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra OLÍS, föður Ragnars, viðskiptafræðings og fyrrv. bankastjóra.

 

Torfi fór ungur til sjós og var orðinn skipstjóri á þilskipinu Boga og meðeigandi Magnúsar Einarssonar á Hvilft fyrir þrítugt. Hann sigldi til Danmerkur árið 1851 og nam skipstjórnarfræði í Flensborg. Vorið eftir sigldi hann heim á eigin skútu, Lovísu, og settist að á Ísafirði.

 

Ört vaxandi þilskipaútgerð upp úr miðri 19. öldinni, gat nú sótt mun dýpra en íslenskir sjómenn höfðu gert á opnum bátum um aldaraðir. Menntaðir skipstjórnarmenn urðu því bráðnauðsynlegir við þessar nýju aðstæður.

 

Að undirlagi annars ungs skipstjóra og athafnamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar, og ýmissa þilskipaeigenda, var Torfi fenginn til að veita forstöðu sjómannaskóla haustið 1852. Skólinn var starfræktur á Ísafirði 1852-57 var fyrsti sjómannaskólinn á landinu og fyrsti starfsskóli landsins.

 

Torfi flutti til Flateyrar 1857, festi kaup á Flateyrareignum ári síðar, stundaði síðan útgerð, landbúskap og verslun á Flateyri um langt árabil, lengst af í samstarfi við Hjálmar Jónsson kaupmann. Eftir að Torfi flutti til Flateyrar tók hann til sín unga pilta á veturna og kenndi þeim skipstjórnarfræði.

 

Torfi Halldórsson lést 23. september 1906.

 

    Hjónin Torfi Halldórsson og María Össurardóttir.


Skráð af Menningar-Staður

14.02.2018 06:39

Sex verk­efni til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar

 

 

Skjald­borg - hátíð ís­lenskra heim­ild­ar­mynda, er eitt þeirra verk­efna sem

til­nefnt er í ár. Hátíðin er eina kvik­mynda­hátíðin á land­inu sem sér­hæf­ir

sig í að frum­sýna ís­lensk­ar heim­ild­ar­mynd­ir

 

Sex verk­efni til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar

 

Sex menn­ing­ar­verk­efni voru í dag til­nefnd til Eyr­ar­rós­ar­inn­ar, en það er viður­kenn­ing sem ár­lega er veitt framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efni utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þann 1. Mars verður til­kynnt um hvaða verk­efni fær Eyr­ar­rós­ina, en verðlaun­un­um fylg­ir fylg­ir tveggja millj­ón króna verðlauna­fé en að auki munu tvö verk­efn­anna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

 

Eyr­ar­rós­inni er ætlað að beina sjón­um að og hvetja til menn­ing­ar­legr­ar fjöl­breytni, ný­sköp­un­ar og upp­bygg­ing­ar á sviði menn­ing­ar og lista. Alls bár­ust 33 um­sókn­ir um viður­kenn­ing­una í ár hvaðanæva af land­inu.

 

Á Eyr­ar­rós­arlist­an­um í ár eru:

  • Aldrei fór ég suður, Ísaf­irði
  • Alþjóðlega kvik­mynda­hátíðin Norðan­átt­in (Not­hern Wave), Snæ­fells­bæ 
  • Fersk­ir vind­ar – alþjóðleg lista­hátíð í Garði
  • LungA skól­inn, Seyðis­firði
  • Rúllandi snjó­bolti, Djúpa­vogi
  • Skjald­borg, hátíð ís­lenskra heim­ilda­mynda, Pat­reks­firði

 

Að verðlaun­un­um standa í sam­ein­ingu Byggðastofn­un, Air Ice­land Conn­ect og Lista­hátíð í Reykja­vík.  Eyr­ar­rós­in verður af­hent við hátíðlega at­höfn þann 1. mars næst­kom­andi í Nes­kaupsstað, heima­bæ þung­arokks­hátíðar­inn­ar Eistna­flugs sem er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­inn­ar frá síðasta ári. Frú El­iza Reid, vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­inn­ar mun af­henda verðlaun­in.Skráð af Menningar-Staður

13.02.2018 06:59

Skrifar um Ísland fyrir erlenda miðla

 


Í Grön­dals­húsi. 

Eg­ill leig­ir skrif­stofu í hús­inu en það var flutt í Grjótaþorpið

og opnað í fyrra, en þar skrifaði Bene­dikt Grön­dal Dægra­dvöl.

 

Skrifar um Ísland fyrir erlenda miðla

 

Sunnlendingurinn Eg­ill Bjarna­son, sjálf­stætt starf­andi blaðamaður, á 30 ára af­mæli í dag. Hann starfar mest fyr­ir AP-frétta­stof­una, en hef­ur einnig verið að skrifa fyr­ir New York Times, Al Jazeera, Lonely Pla­net og kanadíska tíma­ritið Hakai, sem fjall­ar um mál­efni hafs­ins.

 

„Það hef­ur ein­hvern veg­inn æxl­ast þannig að ég fór að skrifa um mál­efni Íslands fyr­ir er­lendu press­una. Ég var í námi í heim­ilda­mynda­gerð í Kali­forn­íu­há­skóla, kom heim árið 2015 og fór í fram­hald­inu að aðstoða hina og þessa að taka upp sjón­varpsþætti og sá að það væri grund­völl­ur fyr­ir því að það að ein­hver með aðset­ur hér á Íslandi skrifaði fyr­ir er­lenda miðla.

 

Ísland er ekki alltaf í heims­frétt­un­um og AP-frétta­stof­an þarf ekki að fjalla um Ísland, en þykir það gam­an og finnst það auka gildi frétta­stof­unn­ar. Svo er alltaf eft­ir­spurn eft­ir góðum sög­um. Það eru ákveðnar klisj­ur til um Ísland og oft fjallað um það sama og ég hef reynt að leggja mig eft­ir að bæta við þá flóru. Það hef­ur margt verið að ger­ast á ár­inu. Það er gríðarleg­ur áhugi á Íslandi ári út af HM í fót­bolta, og svo var ég í síðustu viku suður með sjó að fjalla um raf­mynt­ina bitco­in og námugröft­inn á henni sem mun nýta jafn­mikla raf­orku og öll ís­lensk heim­ili á þessu ári.

 

Í til­efni af­mæl­is­ins er Eg­ill bú­inn að lofa sam­býl­is­konu sinni að taka sér frí í dag. „Við eig­um von á erf­ingja í næsta mánuði og ætl­um að gera það sem við mun­um ekki hafa tæki­færi til þegar barnið er komið í heim­inn, eins og að fara í bíó eða leik­hús og för­um út að borða.“

 

Sam­býl­is­kona Eg­ils er Sigrún Björg Aðal­geirs­dótt­ir mann­fræðing­ur og for­eldr­ar Eg­ils eru Bjarni Harðar­son bók­sali og Elín Gunn­laugs­dótt­ir tón­skáld en fjölskyldan bjó um tíma á Eyrarbakka.

 

Morgunblaðið 13. febrúar 2018.Skráð af Menningar-Staður

12.02.2018 20:44

Ámundi kaup­ir öll lands­hluta­blöðin

 

 

 

Ámundi kaup­ir öll lands­hluta­blöðin

 

Ámundi Ámunda­son, út­gef­andi, hef­ur keypt út­gáfu­rétt­inn að fjölda lands­hluta­blaða sem voru í eigu Press­unn­ar ehf. Fyr­ir­tæki Ámunda, Fót­spor ehf. gaf flest blaðanna út áður en Press­an tók þau yfir fyr­ir nokkr­um árum og því þekk­ir hann vel til á þess­um vett­vangi.

 

„Ég gerði samn­ing við Kristján B. Thorlacius skipta­stjóra og kaupi allt sem þess­um blöðum fylg­ir,“ seg­ir Ámundi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Blöðin sem um ræðir eru:

Ak­ur­eyri viku­blað, Hafn­ar­fjörður og Garðabær, Kópa­vog­ur, Reykja­vík viku­blað, Reykja­nes, Vest­ur­land, Suðri, Vest­f­irðir, Ald­an, Sleggj­an og Aust­ur­land.

 

Ámundi seg­ir að kaup­verðið sé trúnaðar­mál. „Það var nú bara lítið og létt, ég réði við það og skulda þeim ekki neitt. Það má vel koma fram að Fót­spor ehf. skuld­ar eng­um neitt.“

 

Kaup­in hafa legið í loft­inu um hríð og því fékk Ámundi leyfi frá skipta­stjóra til að gefa út nokk­ur blöð nú um mánaðamót­in. Þau báru þó önn­ur nöfn en fólk hef­ur átt að venj­ast; Ak­ur­eyri viku­blað hét Norður­land, Vest­ur­land hét Vestri og sjáv­ar­út­vegs­blaðið Ald­an hét Bár­an, svo dæmi séu tek­in.

 

„En nú á ég nöfn­in öll aft­ur,“ seg­ir Ámundi kok­hraust­ur.

 

Hann boðar mikla sókn í út­gáfu blaðanna á næst­unni og seg­ist hafa fjölda fag­manna í blaðamanna­stétt til að stýra blöðunum: Magnús Þór Haf­steins­son á Vest­ur­landi, Krist­in H. Gunn­ars­son á Vest­fjörðum, Björg­vin G. Sig­urðsson á Suður­landi, Sig­urð Jóns­son á Suður­nesj­um, Arn­ald Mána Finns­son á Aust­ur­landi og „nýj­an fjöl­miðlasnill­ing“, eins og hann kall­ar hina 24 ára Ingi­björgu Berg­mann Braga­dótt­ur á Ak­ur­eyri.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 


 

11.02.2018 20:57

Mynd dagsins - frá Stokkseyrarhöfn

 


Flugsýning við Stokkseyrarhöfn.                              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Mynd dagsins - frá Stokkseyrarhöfn

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.02.2018 16:12

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2018 - þri. 13. febrúar 2018

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2010. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2018

– þriðjudaginn 13. febrúar 2018

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2018.

 

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 13.febrúar nk. kl.18:00.

 

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.

 

Forsvarsmenn þeirra hátíða sem nú þegar eru fyrirhugaðar á árinu geta sent staðfestar dagsetningar á bragi@arborg.is en sveitarfélagið er að vinna í viðburðadagatali fyrir árið 2018 sem gefið verður út í lok febrúarmánaðar.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar.

 

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka árið 2008. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður