Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Febrúar

11.02.2018 08:24

Messa í Eyrarbakkakirkju 11. febrúar 2018

 

 
 
 

 

Messa í Eyrarbakkakirkju 11. febrúar 2018


Kæru vinir.

 

Nú messum við í Eyrarbakkakirkju, skírum lítið barn og börnin fá sögu og mynd. Svo göngum við til altaris og eftir messu fá fermingarbörnin hálftíma fræðslutíma í kirkjunni.

 

Kór Eyrarbakkakirkju syngur og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Mætum vel á vetrardögum af því það hjálpar okkur að þreyja Þorrann og er alltaf hressandi.

 

Messan byrjar kl. 11 sunnudaginn 11. febrúar 2018 og fermingarfræðslan verður milli 12 og 12.40.

 

Sr. Kristján Björnsson.
 


Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður

10.02.2018 07:44

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka

 

 

 

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka
 

Sunnudaginn 11. feb. 2018 kl. 14:00Skráð af Menningar-Staður

08.02.2018 17:16

Hlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim

 

 

Kiriyama Family. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.

 

Hlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim

 

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur skrifað undir samning við bresku umboðsskrifstofuna International Talent Booking, eina stærstu umboðsskrifstofu Evrópu.

 

"Þetta þýðir í raun að við séum komin með fagmenn í okkar lið til þess að hjálpa okkur að spila á tónleikum og hátíðum erlendis. Þetta er allt á frumstigi eins og er en við gætum ekki verið ánægðari með þetta. Við hlökkum mikið til þess að stækka aðdáendahópinn okkar og spila fyrir fólk út um allan heim," sagði Víðir Björnsson, einn meðlima hljómsveitarinnar í samtali við sunnlenska.is.

 

Í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni segir að Kiriyama Family sé ein þekktasta, en um leið dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hún sameinar nostalgíska raftónlist níunda áratugarins og er tónlist sveitarinnar lýst sem þverskurði af snekkju-rokki, drauma-poppi og hljóðrás úr bíómynd með Jean Claude Van Damme. Meðlimir hljómsveitarinnar koma frá einangruðum stöðum í íslenska dreifbýlinu en eftir að hafa flutt í suðupottinn í höfuðborginni Reykjavík hefur sveitin sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

 

Hljómsveitin hefur heillað erlenda áhorfendur á Íslandi á undanförnum árum en nú er stórt sumar framundan hjá Kiriyama Family, sem mun ferðast um Evrópu og leika á tónlistahátíðum. Þá er von á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar í kjölfarið.

 

Kiriyama Family var í viðræðum við ITB í október á síðasta ári en lokaskrefin í samningagerðinni voru stigin eftir vel heppnaða frammistöðu hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í vetur.

 

Umboðsmaður hljómsveitarinnar verður Barry Dickens, annar af stofnendum skrifstofunnar, en hann hefur meðal annars unnið með Tom Petty, Neil Young og The Who. Meðal listamanna sem eru á skrá hjá ITB eru Adele, Bob Dylan, Aerosmith og Paul Simon. 


www.sunnlenska.is

 

.

.


Kiriyama Family. Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir.
 
Skráð af Menningar-Staður

07.02.2018 21:08

Nýr útibússtjóri Sjóvár á Selfossi

 

 

Vestfirðingurinn Guðjón Bjarni Hálfdánarson nýr útibússtjóri

Sjóvár á Selfossi.

 

Nýr útibússtjóri Sjóvár á Selfossi

 

Vestfirðingurinn Guðjón Bjarni Hálfdánarson hefur verið ráðinn nýr útibússtjóri Sjóvár á Selfossi og tók hann við starfinu þann 1. janúar sl. af Adolfi Bragasyni, sem haldið hefur í nám í Danmörku.

 

Guðjón er lögfræðingur að mennt og starfaði áður m.a. sem lögfræðingur hjá Vodafone, hjá Lögmönnum Suðurlandi og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Dattaca Labs. Guðjón er trúlofaður Rakel Dögg Guðmundsdóttur, þjónustustjóra einstaklingssviðs útibús Arion banka á Selfossi og eiga þau þrjú börn.

 

„Þjónustusvæðið er víðfeðmt, en það nær frá Þorlákshöfn allt austur að Öræfum. Útibúin eru öll opin og fagna starfsmenn okkar því að fá viðskiptavini í heimsókn til að ræða tryggingar þeirra. Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur og við gefum fólki alltaf þann tíma sem þarf til að fara yfir þarfir þess og verð á þjónustunni,” segir Guðjón.

 

„Sjóvá hefur lagt mikið upp úr því að hlusta á viðskiptavini sína. Í lok janúar var Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og gefur það okkur skilaboð um að við séum á réttri leið. Við í útibúinu á Suðurlandi munum ekki gefa okkar eftir hvað þetta varðar og halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið og tryggja að viðskiptavinir Sjóvár upplifi áfram að þeir skipti okkur máli,” segir Guðjón.

 

Höfuðstöðvar Sjóvár á Suðurlandi eru á Selfossi og þar starfa ásamt Guðjóni þau Guðbjörg Hulda Albertsdóttir og Guðmundur Karl Sigurdórsson. Undir útibúið heyrir útibúið í Vestmannaeyjum og umboðið Þorlákshöfn.


Skráð af Menningar-Staður

07.02.2018 06:53

Sjálfstæðismenn í Árborg ákveða að stilla upp á lista

 

 

Frá fundi Sjálfstæðismanna í Tryggvaskála. Mynd: KB.

 

Sjálfstæðismenn í Árborg ákveða að stilla upp á lista

 

Sjálfstæðismenn í Árborg ákváðu á fundi í Tryggaskála á Selfossi á dögunum að stilla upp á lista fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Var það samþykkt með 76% atkvæða fundarmanna. Tvo þriðju þurfti samkvæmt reglum flokksins til að samþykktin væri gild.

 

Fjórir af fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa kost á sér áfram þ.e. þau Ásta Stefánsdóttir, Ari Thorarensen, Gunnar Egilsson og Kjartan Björnsson. Sandra Dís Hafþórsdóttir gefur ekki kost á sér áfram. Á fundinum var kosin uppstillingarnefnd sem mun raða frambjóðendum á lisa sem síðan verður borinn upp til samþykktar.

 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í Árborg í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða fimm af níu bæjarfulltrúum. Samfylkingin fékk tvo, Framsóknarflokkurinn einn og Björt framtíð einn.

 
 

Skráð af Menningar-Staður

06.02.2018 21:04

Þorrablótið á Stokkseyri 2018

    Þorrablótið á Stokkseyri 2018

06.02.2018 17:22

Friðardagur á Eyrarbakka 17. feb. 2018

 

 

 

Friðardagur á Eyrarbakka 17. feb. 2018
 
 

05.02.2018 20:53

Dagur leikskólans er 6. febrúar 2018

 

 

 

   Dagur leikskólans er 6. febrúar 2018

 

 


        Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.


Skráð af Menningar-Staður.

05.02.2018 18:04

Alþýðuhúsið 5. febrúar 2018

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

 

Mánudaginn 5. febrúar 2018
 

Vinir alþýðunnar

 

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður