Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Mars

27.03.2018 20:54

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

 

 

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

Haf­in er í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg und­ir­skrifta­söfn­un sem miðar að því að til­laga til breyt­inga á aðal­skipu­lagi miðbæj­ar­ins á Sel­fossi, sem ger­ir ráð fyr­ir því að þar verði reist­ar bygg­ing­ar í göml­um stíl, sbr. áform Sig­túns þró­un­ar­fé­lags, fari í at­kvæðagreiðslu meðal íbúa.

 

Bæj­ar­stjórn samþykkti til­lög­una í síðasta mánuði og bíður hún nú staðfest­ing­ar Skipu­lags­stofn­un­ar.

 

Að und­ir­skrifta­söfn­un­inni standa Davíð Kristjáns­son, Gísli Ragn­ar Kristjáns­son og Al­dís Sig­fús­dótt­ir. Þurfa þau að hafa safnað 1.900 und­ir­skrift­um 29% at­kvæðis­bærra íbúa fyr­ir 20. apríl eigi efni til­lög­unn­ar að öðlast líf, það er kosn­ing­ar sem sveit­ar­fé­lagið þarf þá að efna til inn­an eins árs.Morgunblaðið 26. mars 2018.
 Skráð af Menningar-Staður

27.03.2018 18:10

Páska "Fuglatónleikar Valgeirs" fyrir alla fjölskylduna

 

 

Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaðurinn ástsæli.

 

Páska „Fuglatónleikar Valgeirs“ fyrir alla fjölskylduna

 

Valgeir Guðjónsson heldur árlega Fuglatónleika sína um páskana í Eyrarbakkakirkju. Ásta Kristrún í Bakkastofu segir að hugmyndin að þessari hefð, Fuglatónleikum um páska, hefði kviknað þegar þau Valgeir fluttust á Eyrarbakka. Þau hefðu verið hugfangin af sögu þorpsins og ekki síður af náttúrunni og Fuglafriðlandinu allt um kring.

 

„Eggjaskúrinn við Byggðasafnið, vestan við Húsið, á sér magnaða sögu. Hann er tákn snemmbærra náttúruvísinda sem skiluðu sér síðar inn í Náttúrugripasafn Íslands. Á blómaskeiði Eyrarbakka gerðust undur og stórmerki á mörgum sviðum. Hvort sem það var joð sem unnið var úr þangi í lækingaskyni eða það að elsti barnaskóli landsins var stofnaður á þessum stað,“ segir Ásta. Hún bætir við að margt megi telja markvert tengt náttúrufræði frá fyrri tíð svo sem merkt steinasafn fólksins í Húsinu. Það hafi verið gefið safni fyrrum Lærða skólans, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík.

 

„Á Eyrarbakka var ekki aðeins ein stærsta verslun landsins, heldur hélt tónlistin á Suðurlandi innreið sína hér á Eyrarabakka. Fyrsta píanóið kom til landsins með frú Sylvíu Thorgrimsen sem var orðin stórpíanisti í Kaupmannahöfn en flutti heim á ný með eiginmanni sínum verlsunarstjóra Lefolii verslunarinnar.“

 

Valgeir hefur samið gullfalleg grípandi lög um íslenska fugla við kvæði skáldsins góða, Jóhannesar úr Kötlum. Í gegnum lög og texta geta gestir í Eyrarbakkakirkju kynnst þekktum íslenskum fuglum um páskana og læra örlítið um líf þeirra og kúnstir. Líf fugla höfðar til allra aldurshópa enda eru þeir um margt mannlegir í hegðun. Þannig er upplagt að tengja kynslóðir saman með tónlist og fuglum nú í páskfríinu, með vorið handan við hornið.

 

Tónleikarnir verða á Skírdag og laugardaginn 31. mars og hefjast báða dagana kl. 15. Miðsala er á tix.is og við innganginn.

 

Sérstakt fjölskylduverð fullorðnir kr. 1.500 börn eldri en fjögurra ára kr. 500
 Skráð af Menninagr-Staður

25.03.2018 09:15

Flóaáveitufélagið 100 ára

 


Guðmundur Stefánsson talar með tilþrifum á afmælisfundinum. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars. 

 

Flóaáveitufélagið 100 ára

 

 

Þann 8. febrúar 1918 var Flóaáveitufélagið stofnað í Fjölni á Eyrabakka. Það er því 100 ára.

Lög um áveitu yfir Flóann voru samþykkt á Alþingi árið 1917. Þar var kveðið á um að stofna skyldi félag um áveituna og yrðu ¾ fundarmanna lögmæts fundar að samþykkja stofnun áveitufélags.

 

Fjölmennur fundur

Á stofnfundinn mættu 103 bændur. Tveir voru farnir þegar að tillagan um félagsstofnunina kom til atkvæðagreiðslu. Sjötíu og níu samþykktu tillöguna (78%), tuttugu og einn voru mótfallnir og einn sat hjá.

Á 19. öld var framfaravakning meðal þjóðarinnar, sem svo oft hafði haft knappt til matar. Á síðari hluta aldarinnar vaknaði áhugi fyrir áveitum á engjalönd, til þess að tryggja og auka heyfeng og þar með framleiðslu búsafurða. Tún voru þá almennt lítil og meiri hluti heyskaparins var á útjörð.

Þó Flóinn hafi lögnum blautur verið, þá höfðu Flóamenn áhuga á að fá áveitu á lönd sín með skipulegum hætti og kannske ekki síður, að geta síðan veitt því af, þegar að slætti leið.

 


Flóðgáttin opnuð 1927

Flóinn var þrímældur til könnunar og til að skipuleggja um hann áveitukerfi. Fyrst var hann mældur árið 1886, svo 1906 og loks 1914–15. Framkvæmdir við áveituna hófust 22. maí 1922 og var flóðgáttin við Hvítá á Brúnastaðflötum opnuð í fyrsta sinn og vatni hleypt úr ánni inn á áveitukerfið 27. maí 1927.

Uppskera jókst með tilkomu áveitunnar og heyfengur varð auðteknari. Samkvæmt forðagæsluskýrslum náði heyskapur á áveitusvæðunum hámarki árið 1940, 78.000 hestburðum. Talsvert var um það að utanhéraðsmenn fengju leigðar slægjur á áveitusvæðunum og eitthvað var um heysölu af teig. Það hey er ótalið á forðagæsluskýrslum úr Flóanum.Mjólkurbú Flóamanna

Til þess að koma auknum búsafurðum á markað gekkst Flóaáveitufélagið fyrir stofnun Mjólkurbús Flóamanna, sem tók til starfa 5. desember 1929.

 Um þær mundir sem Flóaáveitan komst loks í gagnið voru möguleikar til túnræktar að aukast. Tilbúinn áburður og grasfræ var kominn á markað og plógar og önnur hestaverkfæri kominn til.

 

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða

Þegar kom fram á 5. áratuginn fór áhugi á framræslu og þurrkun lands til túnræktar vaxandi og þá þegar farið að bæta afrennslisskurðina, svo hægt væri að ræsa í þá, jafnframt því sem þeir gegndu áfram því hlutverki að taka við áveituvatninu, þegar því var hleypt af engjunum fyrir slátt. Árið 1946 beitti Flóaáveitufélagsið sér fyrir stofnun Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem keypti þá þegar vinnuvélar til ræktunarstarfa.

Með vaxandi túnrækt á 6. áratugnum dró svo áfram jafnt og þétt úr engjaheyskap. Árið 1962 er talið að ekki dugi lengur minni háttar lagfæringar á skurðakerfi áveitunnar. Samþykkt var að láta gera heildaráætlun um framræslu Flóans og á aðalfundi Flóaáveitufélagsins árið 1964 er samþykkt að hrinda áætluninni í framkvæmd. Árið 1970 var að mestu lokið þeim framkvæmdum, sem áætlunin gerði ráð fyrir.

Á kalárunum fyrir 1970 bættu sumir sér upp grasbrestinn með engjaheyskap, en þegar batnaði var engjaheyskap á áveituengjum Flóans endanlega lokið.

 

Vatnsmiðlun

Hlutverki skurðakerfis Flóaáveitunnar var þó ekki þar með lokið. Það er nýtt sem vatnsmiðlun. Það er viðtaki vatns úr framræsluskurðum bænda og fleytir fram leysingavatni í hlákutíð, jafnframt því sem í þurrkaköflum á sumrin en hleypt vatni inn á skurðakerfið til þess að halda uppi grunnvatnsstöðu og tryggja búfénaði vatn í högum. Vegna hraunsins sem er undirliggjandi hættir Flóanum við ofþornun í langvarandi þurrkum á sumrin.

Viðhald áveitukerfisins felst í því að halda við flutningsgetu skurðanna og stuðla að sem jafnastri dreifingu vatnsrennslis um þá. Sveitarfélögin í Flóanum eru fjárhagslegir bakhjarlar áveitunnar, en áður fyrr var innheimtur áveituskattur á hvern hektara áveitulands.

Ég held að skurðakerfi Flóaáveitunnar sé hið eina á Íslandi sem er tvíhliða og virkar sem vatnsmiðlun. Flóamenn mega ekki vanrækja þetta æðakerfi sveitarinnar, það er lífsnausyn, hvort sem ganga úrfelli eða þurrkar.

 


Aðalfundur og afmæliskaffi í Félagslundi

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins var haldinn í Félagslundi miðvikudagskvöldið 21. febrúar sl. og sóttu hann um 40 manns. Fundurinn fór hið besta fram og fundargerð ritaði Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa; Björn Harðarson í Holti sem er stjórnarformaður, Már Ólafsson í Dalbæ og Grétar Sigurjónsson í Smjördölum.  Umsjónarmaður Flóaáveitunnar er Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.
Að loknum aðalfundarstörfum var drukkið afmæliskaffi Flóaaáveitufélagsins 100 ára og héldu nokkrir fundarmanna ræður í tilefni afmælisins.

Meðal gesta var Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og ávarpaði forseti félgsins, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka samkomuna. Hann færði einnig fundinn og afmælið til myndar eins hér má sjá.
 

Guðmundur Stefánsson,

Hraungerði.

Bændablaðið fimmtudaginn 22. mars 2018.


 

Myndaalbúm á Menningar-Stað
Þessi slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285560/

 

.

.


Stjórn Flóaáveitufélagsins.

F.v.: Grétar Sigurjónsson í Smjördölum, Már Ólafsson í Dalbæ, Björn Harðarson

í Holti og umsjónarmaður Flóaáveitunnar Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.

.

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars.

F.v.: Þórður Grétar Árnason á Selfossi, Hannes Sigurðsson að Hrauni í Ölfusi

og Kristján Runólfsson í Hveragerði og lengst til hægri er Björn Harðarson í Holti,

stjórnarformaður Flóaáveitunnar.

.

 

Frá talningu í stjórnarkjöri.

F.v.: Eydís Þorbjörg Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps

og Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.

.

 

Fundarritarinn, Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli.

.

 

Björn Harðarson í Holti.

.

 

Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.

.

 

Geir Ágústsson frá Gerðum.

.

 

Elvar Ágústsson frá Hamri.

.

 

Brynjólfur Þór Jóhannsson frá Kolsholtshelli.

.

 

Árni Eiríksson frá Skúfslæk.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.03.2018 08:32

Fræðist um þátt ljósmynda

 

 

 

Fræðist um þátt ljósmynda

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands, ætlar að vera með leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim á morgun sunnudag 25. mars 2018 kl. 14.

 

Leiðsögn Ingu Láru verð- ur um þátt ljósmynda á sýningunni, sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

 

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafnsins, Listasafnsins, Náttúruminjasafnsins, Þjóðskjalasafnsins, Landsbókasafnsins og Stofnunar Árna Magnússonar.

 

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

23.03.2018 06:12

Eggert leiðir S-listann áfram


 

Nokkrir af frambjóðendum Samfylkingarinnar eftir að listinn var samþykktur

á aðalfundi í gærkvöldi. Ljósmynd/Aðsend

 

Eggert leiðir S-listann áfram

 

Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúar S-listans í Árborg, skipa tvö efstu sætin á framboðslista Samfylkingarinnar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöldi.

 

Eggert og Arna Ír skipuðu sömu sæti í kosningunum árið 2014 þar sem Samfylkingin fékk 19,1% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa kjörna.

 

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg: 

 
 

  1. Eggert Valur Guðmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi.
  2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi
  3. Klara Öfjörð, grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi.
  4. Viktor S. Pálsson, lögfræðingur.
  5. Hjalti Tómasson, eftirlitsfulltrúi.
  6. Elsie Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og leiðbeinandi í grunnskóla.
  7. Sandra Silfá Ragnarsdóttir, háskólanemi og skrifta á RÚV.
  8. Sigurður Andrés Þorvarðarson, byggingaverkfræðingur.
  9. Ólafur H. Ólafsson, verkamaður og háskólanemi.
10. María Skúladóttir, háskólanemi.
11. Karl Óskar Svendsen, múrari.
12. Sigurbjörg Grétarsdóttir, sjúkraliði.
13. Elfar Guðni Þórðarson, listmálari. 
14. Gísli Hermannsson, fyrrverandi línuverkstjóri.
15. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
16. Jón Ingi Sigurmundsson, tónlistar- og myndlistarmaður.
17. Sigríður Ólafsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi.
18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri.


Skráð af Menningar-Staður

22.03.2018 06:47

Aðalfundur og listakynning Samfylkingarinnar

 

 

 

Aðalfundur og listakynning Samfylkingarinnar

 

Samfylkingin í Árborg heldur aðalfund félagsins í kvöld,  fimmtudaginn 22. mars kl. 20.00.

 

Að loknu kjöri stjórnar og hefðbundnum aðalfundastörfum verður tillaga uppstillingarnefndar að framboðlista félagsins til bæjarstjórnar kynnt og lögð fyrir fundinn.

 

Báðir núverandi bæjarfulltrúar flokksins, þau Eggert Valur Guðmundsson, og Arna Ír Gunnarsdóttir gefa kost á sér áfram.Skráð af Menningar-Staður

20.03.2018 21:53

Vorjafndægur var kl. 16:15 í dag

 

 

Nærri sum­arsól­stöðum. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

Vorjafndægur var kl. 16:15 í dag

 

Vor­jafn­dæg­ur voru í dag, þriðjudaginn 20. mars 2018,  ná­kvæm­lega klukk­an 16:15.

 

Á norður­hvel­inu hefst vor en haust á suður­hvel­inu þegar sól­in fær­ist norður yfir miðbaug him­ins, seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um. Um þetta leyti er dag­ur­inn um það bil jafn­lang­ur nótt­inni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Jafn­dæg­ur eru einnig einu tveir dag­ar árs­ins þegar sól­in er beint fyr­ir ofan miðbaug jarðar, seg­ir enn frem­ur á Stjörnu­fræðivefn­um.

 

Á sum­arsól­stöðum verður sól­in svo lengst frá miðbaug him­ins og byrj­ar eft­ir það að lækka aft­ur á lofti. Það ger­ist 21. júní í sum­ar.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

20.03.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Björn Þorsteinsson

 


Björn Þorsteinsson (1918 - 1986)
 

 

Merkir Íslendingar - Björn Þorsteinsson

 

Björn Þor­steins­son sagn­fræðipró­fess­or fædd­ist að Þjót­anda í Vill­inga­holts­hreppi 20. mars 1918. Þótt hann fædd­ist á Suður­landi var hann í raun af þekkt­um hún­vetnskum ætt­um, son­ur Þor­steins Björns­son­ar, kaup­manns og frum­býl­ings á Hellu á Rangár­völl­um, og f.k.h., Þuríðar Þor­valds­dótt­ur kenn­ara.

 

Þor­steinn var bróðir Sig­ur­geirs, föður Þor­björns, pró­fess­ors í eðlis­fræði við HÍ. Þor­steinn var son­ur Björns Ey­steins­son­ar í Grímstungu sem var forfaðir ým­issa þjóðkunnra Hún­vetn­inga.

 

Björn lauk stúd­ents­prófi frá MR 1941, cand.mag.-prófi í ís­lensk­um fræðum frá HÍ 1947, stundaði fram­halds­nám við Uni­versity of London 1948 og 1949 og varði doktors­rit­gerð HÍ 1970.

 

Björn kenndi við Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar, Iðnskól­ann í Reykja­vík og Lauga­lækj­ar­skóla, kenndi sögu við MH og var pró­fess­or í sögu við HÍ frá 1971. Þá var hann far­ar­stjóri á sumr­in um skeið, stofnaði leiðsög­u­nám­skeið á veg­um Ferðaskrif­stofu rík­is­ins 1960 og veitti þeim for­stöðu til 1967 og síðan, ásamt Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

 

Björn var af­kasta­mik­ill fræðimaður og stundaði brautryðjenda­rann­sókn­ir á sam­skipt­um Íslend­inga og Eng­lend­inga á síðmiðöld­um. Meðal helstu fræðirita hans má nefna Nýja Íslands­sögu; Ensk­ar heim­ild­ir um sögu Íslands á 15. og 16. öld; Ensku öld­ina í sögu Íslands; Tíu þorska­stríð 1415-1976; og Íslenzka miðalda­sögu.

 

Björn var formaður Ran­gæ­inga­fé­lags­ins í Reykja­vík, var for­seti Sögu­fé­lags, formaður Sagn­fræð-inga­fé­lags­ins og rit­stjóri Sögu. Þá fór hann í fram­boð fyr­ir Sósí­al­ista­flokk­inn og Alþýðubanda­lagið.

 

Björn lést 6. október 1986.

 

Í til­efni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Björns, verður haldið minn­ing­arþing hon­um til heiðurs, Bjarn­ar­messa, í Ver­öld, Húsi Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, í dag kl. 16.30-18.30.
 

 


Morgunblaðið og Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður

19.03.2018 17:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. mars 2018

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. mars 2018
 

Vinir alþýðunnar.

 

 

.

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

18.03.2018 07:57

Messa í Stóra-Núpskirkju

 


Stóra-Núpskirkja.

 

Messa í Stóra-Núpskirkju

 

Messað verður í Stóra-Núpskirkju í dag, sunnudaginn þann 18. mars 2018 kl. 14:00 í tilefni að viðgerðum er lokið í kirkjunni.

 

Við opnum kl. 13:00 svo gestum gefist kostur á að virða fyrir sér hvernig til hefur tekist.

 

Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar eftir messu í Félagsheiminu Árnesi.

 

Séra Óskar sóknarprestur prédikar og Þorbjörg organisti stjórnar kirkjukórnum.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir að gleðjast með okkur þessa stund. -

 

Sóknarnefndin


 

Stóra-Núpskirkja

 

Stóra-Núpskirkja er í Hrunaprestakalli  í Suðursprófastsdæmi.

 

Um 1770 lét Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson reisa á Stóra-Núpi útbrotakirkju, sem var byggð úr grjóti, torfi og timbri, sem fékkst úr herskipinu Göthemborg eftir að það strandaði á Hafnarskeiði við Ölfusárósa árið 1718. Ámundi snikkari Jónsson var fenginn til verksins. Auk þess að byggja kirkjuna, skreytti hann hana með útskurði, t.d. gerði hann predikunarstól, sem nú er í vörzlu Þjóðminjasafns Íslands, ásamt líkani af þessari kirkju, sem var gert eftir lýsingum Brynjúlfs Jónssonar, fræðimanns frá Minna-Núpi. Útbrotakirkjan stóð til ársins 1876 eða í 106 ár, þegar hún var rifin og ný kirkja byggð, að hluta til úr timbri hinnar gömlu.

 

Í Suðurlandsskjálftanum 1896 stóð kirkjan eitt húsa á Stóra-Núpi, svo að presturinn varð að flytja með fjölskyldu sinni í kirkjuna. Þá bjó sera Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Þessi kirkja stóð til 29. desember 1908 eða í 32 ár, þegar hún fauk og brotnaði í spón. Í þessa kirkju kom snemma hljóðfæri og hefur æ síðan verið í henni.

 

Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1909 eftir teikningum Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.   Gestur Einarsson á Hæli var umsjónarmaður með byggingu kirkjunnar og réði Bjarna Jónsson frá Galtafelli sem yfirsmið og Ásgrím Jónsson til að mála altaristöflu.

 

Ásgrímur valdi einnig liti í kirkjuna. Stefán Eiríksson skar út ýmsa gripi hennar. Tæpu ári eftir að kirkjan fauk, eða hinn 31. oktober 1909, var nýja kirkjan vígð. Altaristaflan kom ekki fyrr en 1912. Tvær eldri töflu eru geymdar í kirkjunni, önnur er úr Steinsholtskirkju, sem séra Daði Halldórsson þjónaði. Á henni er mynd af fiskimönnum á vatninu, en hin er af síðustu kvöldmáltíðinni. Sigríður Jónsdóttir, ekkja séra Jóns Vídalíns biskups, gaf hana.  

 

Á henni má sjá ártalið 1728 og fangamörk þeirra hjóna. Hún var í kirkjunni, sem fauk og skemmdist mikið. Einar Jónsson, myndhöggvari var fenginn til að koma henni saman að nýju.

 

Predikunarstóll, sem var í þessari kirkju og brotnaði, þegar hún fauk, var endursmíðaður og er nú í Villingaholtskirkju. Einnig er hljóðfærið, sem var í kirkjunni til í einkaeign. Á árunum 1966-68 voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni, skipt um járn, glugga og hún einangruð.

 

Árið 1988 var reistur minnisvarði um sálmaskáldið, séra Valdimar Briem, á Stóra-Núpi eftir Helga Gíslason, myndhöggvara.  Hann var afhjúpaður 4. september 1988. En sr. Valdimar Briem, f. 1. febrúar 1848. Var hann settur til að þjóna á Stóra-Núpi 29. júlí 1880. Þjónaði sr. Valdimar þar til 11. mars 1918 eða 38 ár. Af mörgum merkilegum mönnum sem hafa búið  í Gnúpverjahreppi þá er sr. Valdimar án efa þeirra merkilegastur. Þekktastur er hann fyrir sálma sína. Án sálma sr. Valdimars væri sálmabókin okkar eins og hún er í dag ónothæf. En ef hún hefði aðeins sálma sr. Valdimars væri hún all góð til nota við helgihaldið.

 

Nýtt pípuorgel var tekið í notkun 11. nóvember 1990 í tilefni þess, að 80 ár voru liðin frá byggingu kirkjunnar.  Orgelið smíðaði Björgvin Tómasson í Örgelsmiðju sinni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

Það orgel var selt árið 2012 sökum þess að það var of stórt í kirkjuna og nýtt orgel var vígt  þann 24.11.2013.  Björgvin Tómasson smíðaði það einnig.

 

Árið 2015 var sökkull kirkjunnar spengdur  þar sem hann var mikið sprunginn ( á þrettán stöðum) að öllum líkindum eftir jarðskjálfta árið 2000 og árið 2017 var farið í miklar endurbætur á kirkjunni. Allt tréverk var lagfært þar sem það var njög sprungið ásamt því að skipt var um gólf og það eingangrað betur, kirkjan heilmáluð  að innan og rafmagn lagt allt nýtt, hitaveitulögn endurnýjuð ásamt þvi að leggja nýtt bruna og þjófavarnarkerfi í kirkjuna.

 

Sameiginlegur kór kirknanna í sveitarfélaginu þ.e. Stóra-Núps og Ólfsvallasókna söng inn á hljómdisk í apríl 2015 helstu sálmaperlur sálmaskáldsins og prestsins Valdimars Briem sem þjónaði mestan hluta ævi sinnar á Stóra-Núpi og var hann gefinn út fyrir jólin það ár.

 

Af -  www.skeidgnup.is

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður