Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Mars

10.03.2018 19:58

Uppreisnin í Eflingu og undiröldur samfélagsins

 


Styrmir Gunnarsson.

 

Uppreisnin í Eflingu og undiröldur samfélagsins

Það eru haf­in kyn­slóðaskipti í verka­lýðshreyf­ing­unni

 

Bylt­ing­in sem varð við stjórn­ar­kjör í verka­lýðsfé­lag­inu Efl­ingu er staðfest­ing á því, sem ýms­ar vís­bend­ing­ar hafa verið um, að hin hefðbundna verka­lýðsfor­ysta hef­ur misst jarðsam­band. Það er ekki hægt að úti­loka að kjör Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur og meðfram­bjóðenda henn­ar muni hafa keðju­verk­andi áhrif inn­an annarra verka­lýðsfé­laga.

 

Það eru að verða kyn­slóðaskipti í for­ystu verka­lýðsfé­lag­anna.

 

Í sögu­legu sam­hengi eru þetta merki­leg tíðindi en þau eru jafn­framt ein af mörg­um birt­ing­ar­mynd­um þeirra um­brota, sem verið hafa í ís­lenzku sam­fé­lagi frá hruni.

 

Þótt merki­legt kunni að virðast varð hrunið ekki sú þjóðfé­lags­lega hreins­un, sem ætla hefði mátt. Þvert á móti varð ein af af­leiðing­um þess sú að til­tölu­lega fá­menn­ir þjóðfé­lags­hóp­ar virðast hafa tekið hönd­um sam­an, meðvitað eða ómeðvitað, um að nýta sér aðstöðu sjálf­um sér í hag.

 

Þetta finna og sjá al­menn­ir borg­ar­ar mjög skýrt og þess vegna er til staðar djúp­stæð reiði, sem brýzt fram með ýms­um hætti. Sól­veig Anna og henn­ar fólk hittu á eina slíka æð.

 

Af­leiðing­in verður sú, að fram und­an kunna að vera á næstu miss­er­um meiri óróa­tím­ar á vinnu­markaði en verið hafa í ára­tugi.

 

Það þýðir ekki að hefja upp gam­al­kunn­ugt raus um að öfga­hóp­ar í verka­lýðsfé­lög­un­um séu að setja þjóðfé­lagið á hvolf.

 

Grund­völl­ur að því hef­ur verið lagður á Alþingi sjálfu og fyr­ir allra aug­um.

Í bók minni, Upp­reisn­ar­menn frjáls­hyggj­unn­ar – bylt­ing­in, sem aldrei varð, sem út kom fyr­ir síðustu jól, lýsi ég þeim at­höfn­um Alþing­is með eft­ir­far­andi hætti

(bls. 123-124):

„Þeir sem eru inni í valda­hringn­um not­færa sér aðstöðu sína út í yztu æsar. Ný­leg dæmi um það eru launa­ákv­arðanir kjararáðs, sem snúa að fá­menn­um hópi æðstu emb­ætt­is­manna, þing­mönn­um og ráðherr­um, og eldri dæmi eru eft­ir­launa­rétt­indi op­in­berra starfs­manna og þing­manna og ráðherra. Í öll­um til­vik­um er byggt á lög­um, sem Alþingi hef­ur sett. Upp­haf­lega eru drög að lög­un­um sam­in í ráðuneyt­um, þar sem sömu æðstu emb­ætt­is­menn og ráðherr­ar koma við sögu, og þeir setja inn í laga­drög­in for­send­ur sem kjararáð á að byggja á ákv­arðanir um launa­kjör höf­und­anna sjálfra. Þessi lög eru svo samþykkt á Alþingi af þing­mönn­um sem eiga sömu hags­muna að gæta vegna þess að kjararáð ákveður líka launa­kjör þeirra svo og ráðherra. Kjararáð út­skýr­ir svo ákv­arðanir sín­ar með því að því beri að úr­sk­urða á þenn­an veg vegna þess að lög­in gefi fyr­ir­mæli um það. Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­málaráðherra, lýsti fyr­ir­huguðum bón­us­greiðslum til starfs­manna þrota­bús Kaupþings sem „sjálf­töku“ sum­arið 2016. En hvaða orð á að nota yfir það fyr­ir­komu­lag. sem hér er lýst?“

 

Bók­ar­höf­und­ur hafði hins veg­ar ekki hug­mynda­flug til að átta sig á því, að þess­ar launa­hækk­an­ir kjararáðs yrðu svo notaðar sem for­senda fyr­ir því að hækka laun kjararáðsmanna sjálfra eins og nú er komið í ljós! Þær hækk­an­ir eru byggðar á hækk­un launa­vísi­tölu, sem að sjálf­sögðu hef­ur hækkað m.a. vegna um­ræddra ákv­arðana kjararáðs.

 

Þing­menn allra flokka nema Pírata eru eins og kunn­ugt er í þagn­ar­banda­lagi um þessi mál.

 

Það er mis­notk­un valds af þessu tagi sem hef­ur skapað jarðveg fyr­ir upp­reisn­ir við stjórn­ar­kjör bæði í VR og Efl­ingu. Í Kast­ljósi RÚV sl. miðviku­dags­kvöld kom fram að þessi tvö fé­lög ásamt verka­lýðsfé­lög­un­um á Akra­nesi og Húsa­vík, sem eiga sér lengri sögu sem and­ófs­fé­lög inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, hafi nú sam­an­lagt yfir 50% full­trúa á ASÍ-þingi.

 

En þrátt fyr­ir þau hrika­legu mis­tök, sem hér hafa verið gerð og Alþingi og æðstu stjórn­völd bera alla ábyrgð á, ekki „talíban­arn­ir“ í verka­lýðsfé­lög­un­um, eins og einn viðmæl­andi minni lýsti upp­reisn­ar­mönn­um á þeim vett­vangi, held­ur lífið áfram og það þarf að bregðast við fyr­ir­sjá­an­leg­um vanda á vinnu­markaði áður en það verður orðið of seint.

 

Í því sam­bandi er hyggi­legt fyr­ir rík­is­stjórn­ina að átta sig á að mesta her­veldi heims, Banda­ríkj­un­um, hef­ur ekki enn tekizt að ráða niður­lög­um talíbana í Af­gan­ist­an. Það gátu Sov­ét­rík­in forðum daga ekki held­ur.

 

Og vegna þess að rík­is­stjórn­in var svo hepp­in að verka­lýðsfé­lög­in ákváðu að skjóta átök­um á vinnu­markaði á frest fram til næstu ára­móta er enn tími til stefnu.

 

Sá tími verður til einskis nema stjórn­mála­menn­irn­ir horf­ist í augu við eig­in mis­tök. Fyrsta skrefið í þá átt gæti verið að verða við ósk­um eins þing­manns Pírata um að efna til umræðna á Alþingi um stöðuna á vinnu­markaðnum. Fram hef­ur komið að Jón Þór Ólafs­son hafi óskað eft­ir slík­um umræðum frá því í des­em­ber.

 

Hætt­an er hins veg­ar sú, að hin unga sveit, sem sit­ur í rík­is­stjórn Íslands og hef­ur ekki af eig­in raun upp­lifað þau hrika­legu átök sem orðið geta á vinnu­markaði og það gíf­ur­lega tjón sem af þeim get­ur leitt fyr­ir sam­fé­lagið allt, skilji ekki hvað um er að ræða.

 

Með ein­hverj­um hætti verður „valda­hring­ur­inn“, sem ég leyfði mér að kalla þenn­an hóp í fyrr­nefndri bók, að gefa eft­ir af sinni „sjálf­töku“. Starfs­hóp­ur rík­is­stjórn­ar og aðila vinnu­markaðar, sem skilaði áliti um miðjan fe­brú­ar og varð ekki sam­mála, nefndi „fryst­ingu“ launa­kjara um­ræddra hópa. Um þá til­lögu hafa eng­ar umræður orðið.

 

Það ætti hins veg­ar að auðvelda þau sam­töl, sem eru fram und­an, að verka­lýðsfor­ingi nýrr­ar kyn­slóðar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, sem á sér reynd­ar djúp­ar ræt­ur í stjórn­mála­hreyf­ing­um jafnaðarmanna og sósí­al­ista á síðustu öld – reynd­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um líka(!) – á að baki starf inn­an for­ystu­flokks rík­is­stjórn­ar­inn­ar, VG.

 

Styrm­ir Gunn­ars­son styrm­ir@styrm­ir.is

 

Morgunblaðið laugardagurinn 10. mars 2018.

 


Skráð af Menningar-Staður

10.03.2018 12:50

Eyrbekkingur nýr formaður Eflingar

 

 

Sól­veig Anna nýr formaður Efl­ing­ar.

 

 

Eyrbekkingur nýr formaður Eflingar

 

B-listi, und­ir for­ystu Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, sigraði með mikl­um yf­ir­burðum í stjórn­ar­kjöri Efl­ing­ar-stétt­ar­fé­lags. B-list­inn fékk 2.099 at­kvæði, eða rúm 80 pró­sent at­kvæða, en A-listi stjórn­ar og trúnaðaráðs fékk 519 at­kvæði. Úrslit lágu fyr­ir nú fyr­ir skömmu. 


Sólveig Anna er dóttir Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur og Jóna Múla Árnasonar og á því sterkar rætur á Eyrarbakka en afi hennar var Pétur Pétursson fæddur og uppalinn á Eyrarbakka.

 

„Ég er bara orðlaus, þetta er ótrú­legt. Ég er hérna fyr­ir utan kosn­inga­vök­una á leiðinni inn að hitta fólkið sem lét þetta ger­ast,“ sagði Sól­veig í sam­tali við mbl.is rétt eft­ir að úr­slit­in voru kunn­gjörð, en hún var aug­ljós­lega mjög hrærð og í miklu spennu­falli.

 

„Ég leyfði mér að vera já­kvæð í gær því við erum bara búin að hitta já­kvætt fólk. Við höf­um ekki hitt eina ein­ustu mann­eskju sem seg­ir okk­ur að fara til fjand­ans. Það spurði okk­ur eng­inn út í þenn­an áróður um að ég væri út­send­ari Sósí­al­ista­flokks­ins. Ég leyfði mér því að vera já­kvæð, en ég hafði aldrei á nein­um tíma­punkti látið mig dreyma um eitt­hvað svona. Aldrei.“ Að því sögðu var Sól­veig rok­in inn á kosn­inga­vök­una og heyrði blaðamaður í bak­grunni að henni var vel fagnað.

 

 

Sól­veig Anna mun taka við sem formaður Efl­ing­ar af Sig­urði Bessa­syni á aðal­fundi fé­lags­ins 26. apríl næst­kom­andi.

 

Þeir sem voru með Sól­veigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Efl­ing­ar eru Magda­lena Kwi­at­kowska hjá Café Par­is, Aðal­geir Björns­son, tækja­stjóri hjá Eim­skip, Anna Marta Mar­jan­kowska hjá Nátt­úru þrif­um, Daní­el Örn Arn­ars­son hjá Kerfi fyr­ir­tækjaþjón­ustu, Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son, bíl­stjóri hjá Snæ­land Gríms­son, Jamie Mcquilk­in hjá Resource In­ternati­onal ehf. og Kol­brún Val­ves­dótt­ir, starfsmaður bú­setuþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.

 

Á kjör­skrá voru 16.578 fé­lags­menn og af þeim greiddu 2.618 at­kvæði.
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.03.2018 07:36

Minningarstund á Litla-Hrauni

 

 

 

 

 

Minningarstund á Litla-Hrauni

 

 

Þann 27. febrúar sl. var minningarstund á Litla-Hrauni um fanga sem lést fyrir nokkru á Kvíabryggju. Strákarnir á Hrauninu þekktu hann margir vel og komu þrjátíu fangar til stundarinnar.

 

Þá var bænaljósastandurinn sem búinn var til á Litla-Hrauni formlega tekinn í notkun og blessaður.

 

Fangarnir fóru í einfalda röð, kveiktu á kertum og settu á stjakann til minningar um hinn látna. Þetta var falleg stund og áhrifarík. Fangar óska eftir því að svona minningarstund sé haldin í minningu um félaga og vini sem falla frá. Munum ætíð að fangar eru manneskjur hvað sem þeir kunna að hafa til saka unnið.Séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar,  sá um minningarstundina og söngmenn frá Selfossi  voru: Þórður Stefánsson, Ingvar Guðmundsson, Aðalsteinn Geirsson, Gunnar Einarsson, og organistinn (píanistinn) var Haukar Arnarr  Gíslason.Séra Hreinn Hákonarson

fangaprestur Þjóðkirkjunnar.

 

 


Söngmennirnir f.v.  Þórður Stefánsson, Ingvar Guðmundsson, Aðalsteinn Geirsson,

Gunnar Einarsson,  organistinn (píanistinn) Haukar Arnarr  Gíslason

og séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
Skráð af Menningar-Staður

09.03.2018 06:55

Litla-Hraun í 89 ár

 

 

Fögur er sveitin og andrúmsloftið hollt.

Vantslitamynd af Litla-Hrauni frá fyrstu árum þess,

eftir Höskuld Björnsson (1907-2013). Myndin er í eigu Litla-Hrauns.

 

 

Litla-Hraun í 89 ár

 

Segja má að það hafi verið tilviljun að vinnuhæli eða betrunarhús var stofnað á Litla-Hrauni á sínum tíma. Starfsemin hófst með formlegum hætti hinn 8. mars árið 1929 og komu þá þrír menn úr Hegningarhúsinu í Reykjavík til að taka út refsingu sína.

 

Miklar umræður höfðu farið um Hegningarhúsið í Reykjavík. Það var talið með öllu ónothæft sem fangelsi og auk þess vantaði rými fyrir dæmda menn. Töldu menn brýnt að grípa til einhverra ráða.

 

Jónas Jónsson frá Hriflu var dómsmálaráðherra og hafði fengið augastað á því sem hann kallaði „steinkassa“, Eyrarspítala á Eyrarbakka, sem stóð auður og yfirgefinn enda hafði tilraun til að koma honum á fót farið út um þúfur. Konur í Kvenfélagi Eyrarbakka höfðu safnað af miklum krafti fé í rúma tvo áratugi til að koma sjúkrahúsinu upp. Það voru þeim vonbrigði að svo skyldi ekki takast. Í fundargerðabókum kvenfélagsins ríkir djúp þögn um að í stað sjúkrahúss skuli húsnæðið verða tekið undir aðra starfsemi en hjúkrun sjúkra.

 

Frumvarpið sem dómsmálaráðherrann bar upp á Alþingi var stutt og laggott:

„Landsstjórninni skal heimilt að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja góð, til að fangar, og slæpingar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum, geti stundað holla og gagnlega vinnu.“ (Alþingistíðindi 1928, fertugasta löggjafarþing. A. Þingskjöl með málaskrá, Reykjavík 1928, 12. mál, bls. 86).

 

En orðinu letigarður var svo breytt í vinnuhæli enda talið betur viðeigandi að kenna þessa nýju stofnun við göfugt markmið sitt heldur en að tala óvirðulega um hana.

 

Elsta húsið á Litla-Hrauni er frá árinu 1920, en þá var hafist handa við byggingu þess. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði það sem sjúkrahús. Það var fyrsta sjúkrahúsið sem hann teiknaði en hann átti eftir að teikna þau mörg – og stærst þeirra Landspítalinn í Reykjavík. Þegar ákveðið var að hafa vinnuhæli á Litla-Hrauni endurteiknaði hann hluta af húsinu innanverðu. Síðan voru fleiri fangahús byggð og tekin í notkun, 1972, 1980 og 1995.

 

Meginmarkmiðið með vinnuhælinu fyrir utan það að menn afplánuðu sína dóma var að þeir kæmust út í heilnæmt sveitaloftið og ynnu við búskap. Fyrstu áratugina störfuðu menn við mjög svo fjölbreytileg störf. Segja má að Litla-Hraun hafi verið opið fangelsi fyrstu áratugina. Unnu fangar m.a. við vegagerð og voru fjarri Hælinu í marga daga í senn.

 

Litla-Hraun hefur verið aðalfangelsið á Íslandi allt fram til þessa og mun verða svo um ókomin ár. Þar afplána menn sem þyngsta dóma hafa hlotið áður en þeir fara í opin fangelsi. Á Litla-Hrauni er skólastarf hvað rótgrónast og sömuleiðis hefur margs konar vinna verið stunduð þar á umliðnum árum.

 

Flestir starfsmenn Litla-Hrauns koma frá Eyrarbakka, Stokkseyri Selfossi og Hveragerði. Einnig úr næstu sveitum. Þeir hafa borið uppi hita og þunga starfsins á Litla-Hrauni. Það er mikill mannauður þar fólginn og mikilvægt að hlúa að honum.

 

Á þessum tæpum níutíu árum hefur margt gerst á Litla-Hrauni eins og búast má við. Sumt dapurlegt en annað gleðilegt, já gleðilegt þegar fangar hafa séð að sér og ákveðið að snúa við blaðinu og hefja gott og farsælt líf. Sömuleiðis þegar jákvæð skref hafa verið stigin eins og þegar meðferðardeild tók til starfa í fangelsinu.

 

En þrátt fyrir allt er skyldugt að minnast þessara tímamóta og íhuga um leið stöðu fangelsismála í landinu. Finna nýjar og hagkvæmar leiðir í tengslum við afplánun. Alltaf má líka gera betur í þessum efnum sem öðrum.

 

Og svona í lokin: Hví ekki að skapa þá venju að efna til málþings um fangelsismál ætíð hinn 8. mars ár hvert? Byrja á næsta ári þegar 90 ár verða liðin frá því að fyrstu dæmdu mennirnir stigu fæti sínum inn fyrir dyr Litla-Hrauns?Hreinn Hákonarson,

fangaprestur Þjóðkirkjunnar.
 Skráð af Menningar-Staður.

 

09.03.2018 06:26

Ásta í baráttusætinu hjá D-listanum í Árborg

 

 

 

Ásta í baráttusætinu hjá D-listanum í Árborg

 

Gunnar Egilsson leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í Árborg. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, er í baráttusætinu, 5. sæti listans.

 

Uppstillingarnefnd stillti upp listanum og var tillaga nefndarinnar samþykkt á fundi sjálfstæðisfélaganna í Árborg í Tryggvaskála í kvöld. 

 

D-listinn fékk 51% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hreinan meirihluta annað kjörtímabilið í röð, eða fimm bæjarfulltrúa. Allir núverandi bæjarfulltrúar flokksins eiga sæti á listanum. Sandra Dís Hafþórsdóttir skipar heiðurssætið, en hún gaf ekki kost á sér í eitt af efstu sætunum. Brynhildur Jónsdóttir,

forstöðuþroskaþjálfi, skipar 2. sæti listans.

 

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg:

 

 1. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
 2. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
 3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi
 4. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi
 5. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar og bæjarfulltrúi.
 6. Sveinn Ægir Birgisson, skólaliði
 7. Þórhildur Ingvadóttir, dagforeldri
 8. Magnús Gíslason, sölustjóri
 9. Karolin Zoch, aðstoðarverslunarstjóri
 10. Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari
 11. Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri
 12. Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur
 13. Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari
 14. Sigríður Guðmundsdóttir, formaður félags eldri borgara
 15. Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, nemi
 16. Gísli Gíslason, flokksstjóri
 17. Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður
 18. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi

 

Skráð af Menningar-Staður

08.03.2018 06:14

Leshringur á Bókasafninu á Selfossi

 


Steinunn Sigurðardóttir.

 

Leshringur á Bókasafninu á Selfossi

 

Leshringur Bókasafnsins á Selfossi hittist annan fimmtudag í hverjum mánuði í lessal safnsins kl. 17:15 og spjallar um bók eða höfund sem hefur þótt áhugaverður.

 

Núna varð Heiðubókin hennar Steinunnar Sigurðardóttur, Heiða fjalldalabóndi fyrir valinu, og á fimmtudag verður leshringur með óhefðbundnum sniði en þá kemur Steinunn í safnið og spjallar um bókina.

 

Allir eru velkomnir bæði á þennan fund sérstaklega þar sem ekki gefst oft tækifæri til að spjalla við höfunda, og eins til að vera með í klúbbnum.


Skrað af Menningar-Staður

07.03.2018 06:20

Dagskráin á Suðurlandi 50 ára

 

 

 

Dagskráin á Suðurlandi 50 ára

 

Dagskráin á Suðurlandi hefur verið gefin út samfleytt í 50 ár. Fyrsta tölublaðið kom út 29. febrúar 1968. Í dag eru tölublöðin orðin 2439 talsins.

 

Dagskráin hefur fylgt Sunnlendingum í gegnum árin og ver­ið kærkomið lesefni í hverri viku. Blaðið flytur oftar en ekki fréttir af viðburðum í héraði sem ekki er fjallað um í öðrum miðlum. Á því byggist m.a. tilvera blaðsins.

 

Á þessum tímamótum er saga blaðsins rifjuð upp. Í nýjasta tölublaðinu má á bls. 18lesa viðtal við Örn Grétarsson sem fylgt hefur blaðinu allt frá árinu 1987. Einnig skrifa nokkrir velunnarar blaðsins nokkur orð.

 

Dagskráin gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu á Suðurlandi. Blaðið flytur fréttir og fjall­ar um ýmis mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Stefna blaðsins er að birta sem mest af að­sendu efni. Stundum þarf að tak­marka lengd greina og einstaka sinnum fara menn yfir velsæmis­mörk. Þannig greinar birtir blaðið ekki.

 

Framundan eru sveitarstjórn­arkosningar í maí og fram að þeim tíma munu marg­ir frambjóð­endur senda blaðinu greinar til birtingar. Blaðið gegnir því afar veigamiklu hlutverki í því að koma skoðunum frambjóðenda á framfæri.

 

Um leið og við þökkum íbú­um á Suðurlandi samfylgdina síð­ustu 50 ár vonumst við til að eiga áfram ánægjuleg samskipti á komandi árum.

 

Örn Guðnason,

ritstjóri Dagskrárinnar

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

06.03.2018 07:06

Aðalfundur félags sauðfjárbænda í Árnessýslu

 

 

 

Aðalfundur félags sauðfjárbænda

í Árnessýslu


13. mars 2018 kl. 20:30

í ÞingborgSkráð af Menningar-Staður

04.03.2018 21:38

2.4 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 


Gríðarleg umferð er um vefinn Menningar-Stað þessa dagana

eins og sjá má á teljaranum.
 

 

2.4 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Í morgun, sunnudaginn 4. mars 2018, gerðist það að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fór yfir 2.400.000 flettinga alls (tvær komma fjórar milljónir flettinga og gestirnir yfir 248.000 talsins).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.
Skráð af Menningar-Staður

04.03.2018 17:57

Sumarstörf 2018 í fangelsum

 

 

 

Sumarstörf 2018 í fangelsum