Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Apríl

25.04.2018 08:21

Kjartan Björnsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 


F.v.: Kjartan Björnsson og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Kjartan Björnsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

Vinir alþýðunnar komu saman til morgunfundar samkvæmt venju í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu- í gærmorgun, - þriðjudaginn 24. apríl 2018.Gestur -Vina alþýðunnar- á fundinum í gær  var Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi í Árborg.

Vinir alþýðunnar eru fundavanir menn og fékk Kjartan Björnsson gott hljóð og mæltist vel að venju.Fært var til myndar:

Myndalabúm:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285959/


Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

 

.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

24.04.2018 07:15

Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

 

 

Kiriyama Family ásamt Kjartani Björnssyni og Söndru Dís Hafþórsdóttur.

Ljósmynd/arborg.is

 

 

Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

 

Sveitarfélagið Árborg afhenti samfélagsviðurkenningu Árborgar 2018 á afmælistónleikunum í íþróttahúsi Vallaskóla 18. apríl sl.

 

Það var hljómsveitinni Kiriyama Family sem var veitt samfélagsviðurkenning fyrir þeirra störf með hvatningu um áframhaldandi velgengni enda ung hljómsveit sem er að gera það gott erlendis.Í hljómsveitinni Kiriyama Family eru:

Víðir Björnsson frá Eyrarbakka.
Karl Magnús Bjarnarson frá Stokkseyri.
Bassi Ólafsson frá Selfossi,
Guðmundur Geir Jónsson frá Selfossi,
Hulda Kristín Kolbrúnardóttir frá Stokkseyri
og Bjarni Ævar Árnason frá Selfossi.

 

 

 

F.v.:

Bjarni Ævar, Víðir, Bassi, Karl Magnús, Guðmundur Geir og Hulda Kristín.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

23.04.2018 06:16

Menningarviðurkenning Árborgar 2018

 

 
 

Handhafar menningarviðurkenningarinnar ásamt Gunnari Egilssyni

og Kjartani Björnssyni.

Ljósmynd/arborg.is

 

 

 Menningarviðurkenning Árborgar 2018

 

Sveitarfélagið Árborg afhenti menningarviðurkenningu Árborgar 2018 og samfélagsviðurkenningu á afmælistónleikunum í íþróttahúsi Vallaskóla 18. apríl sl.

 

Þetta árið hlutu þrír einstaklingar menningarviðurkenninguna en það voru þau:

Sigurður Jónsson, kennari og listamaður á Selfossi,
Rannveig Anna Jónsdóttir í Konubókastofu á Eyrarbakka 
og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri.
Skráð af Menningar-Staður

21.04.2018 20:24

Lokadagsgleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

 

Björn Ingi Bjarnason að störfum í dag. Ljósm.: Siggeir Ingólfsson.

 

Lokadagsgleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

Hjallastefnan hin nýja á Eyrarbakka er nú að undirbúa veislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu um „lokadagninn hinn forna“ sem var um aldir þann 11. maí er vetrarvertíð lauk.

 

Á borðum verður þjóðlegt sjávarfang sem veitt var af -Vinum alþýðunnar og Hjallastefnunnar á Mána ÁR 70- frá Eyrarbakka og síðan verkað á athafnasvæðinu við Félagsheimilið Stað á síðustu mánuðum.

 

Um er að ræða siginn fisk sem hangið hefur néðan í útsýnispallinum á Stað við hinar bestu aðstæður ásamt fleiru og viðeigandi meðlæti.

 

Þessi verkun hefur notið gríðarlegara vinsælda þeirra tugþúsunda erlendu ferðamanna sem komið hafa að Stað á Eyrarbakka og myndað eins og hver önnur náttúru-undur á Suðurlandi.Í dag, laugardaginn 21. apríl 2018, voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason að skera til signa fiskinn sem lofar mjög góðu fyrir lokadagsveisluna.


 

 

Siggeir Ingólfsson að setja eina af fyrri hátíðum Hjallastefnunnar.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

 Skráð af Menningar-Staður

21.04.2018 08:25

Við búum að því að eiga einstaka smiði

 

 

 

Við búum að því að eiga einstaka smiði

 

Magnús Karel Hannesson segir að Eyrarbakki eigi sér framtíð sem hann byggi á fortíðinni og að gamla götumyndin sé stór þáttur í því. „Nú þegar þjónusta við ferðamenn er að verða einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þá eru mikil verð- mæti sem við eigum hér og eru fólgin í þessari gömlu byggð,“ segir Magnús sem opnaði ljósmyndasýningu á Selfossi með myndum af gömlum Eyrarbakkahúsum.

 

Við höfum alltaf gefist upp á að finna skýringu á því hvers vegna svona mörg gömul hús hér á Eyrarbakka eru enn uppistandandi í upprunalegri mynd. Ég hef stundum sagt að líklegast höfðu Eyrbekkingar ekki efni á öðru en að búa í þessum húsum, sem er þakkarvert, því fyrir vikið hafa þessi hús varðveist,“ segir Magnús Karel Hannesson sem opnaði sl. fimmtudag í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi sýninguna Miðbærinn – söguleg byggð, en hún inniheldur ljósmyndir hans af gömlum húsum á Eyrarbakka. Magnús segir að á Eyrarbakka sé best varðveitta eldri götumynd á öllu Suðurlandi og að hún sé helsta sérkenni þorpsins.

 

„Hér er ekta söguleg heildstæð byggð með húsum, sem flest eru byggð frá 1890 til 1915. Þetta eru að langmestu leyti alþýðuhús þar sem bjuggu verkamenn og sjó- menn, ásamt fjölskyldum sínum.

 

Líka í eigu utansveitarfólks

 

Í gegnum tíðina hefur verið menningarlegur áhugi í samfélaginu hér á Eyrarbakka fyrir því gamla, sem byggist á okkar gömlu sögu. Eyrarbakki var höfuðstaður Suðurlands, bæði verslunar- og menningarmiðstöð. Einn liður í varðveislu gamalla húsa á Eyrarbakka er sá að í kringum 1980 fara Reykvíkingar að kaupa hér gömul hús og upp úr 1985 fóru endurbætur á þeim á skrið. Hér eru því margar fasteignir í eigu utansveitarfólks sem hefur lagt metnað sinn í að endurgera þessi hús.

Undanfarin fimmtán til tuttugu ár hefur fólk komið sér upp frístundahúsum hér í þorpinu og er það fólk farið að taka miklu meiri þátt í samfélaginu en áður og dvelur hér lengur. Sumir eru nánast allan ársins hring, en áður var þetta mest yfir sumartímann. En ýmsir heimamenn hafa líka gert hér upp hús. Við búum að því að eiga einstaka smiði sem hafa lagt mikið af mörkum við endurbyggingu húsa, bæði á eigin vegum og fyrir aðra.“

 

Hundrað þúsund manns á ári

 

Öll þessi gömlu fallegu hús hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og Magnús segir að Eyrarbakki eigi sér þannig framtíð sem hann byggi á fortíðinni.

 

„Þessi gamla götumynd er gríð- arlega stór þáttur í því. Nú þegar þjónusta við ferðamenn er að verða einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þá eru mikil verðmæti sem við eigum hér og eru fólgin í þessari gömlu byggð,“ segir Magnús og bætir við að á síðari árum komi um hundrað þúsund manns ár hvert til Eyrarbakka.

 

„Þessi straumur er ekki aðeins á sumrin, umferð erlendra ferðamanna hér í gegnum þorpið, sumir gista en aðrir keyra í gegn.“ En ekki einvörðungu erlendir gestir gista á Eyrarbakka, Rithöfundasambandið á þar til dæmis gamalt uppgert hús sem stendur félagsmönnum til boða til að sinna ritstörfum.

 

„Hingað koma rithöfundar og andans menn og dvelja í þessu húsi og njóta þess að vera hér í kyrrðinni.“

 

Skyldi hafa fasta ársbúsetu 

 

Elsta húsið á Eyrarbakka er Húsið, en það var byggt árið 1765.

„Það var reist hér sem kaupmannshús, en fram að þeim tíma höfðu danskir kaupmenn ekki haft heimild til að hafa hér vetursetu, þeir komu á vorin en tóku sig upp að hausti. Danska verslunarfélagið ákvað að danskur kaupmaður skyldi hafa hér fasta ársbúsetu. Þetta sama ár voru á fjórum stöð- um á Vestfjörðum byggð svipuð tilsniðin hús. En aðeins tvö af þessum húsum eru enn uppistandandi, Húsið á Eyrarbakka og Faktorshúsið í Neðsta kaupstað á Ísafirði. Ríkissjóður á Húsið hér á Eyrarbakka og það er í umsjón Þjóðminjasafnsins, en Árnesingar reka það og þangað flutti Byggðasafn Árnesinga árið 1995 og hefur þar sínar föstu sýningar. Húsið er sannarlega höfuðdjásnið í því húsasafni sem hér er á Eyrarbakka.“

 

Draugarnir á Stokkseyri

 

Magnús býr sjálfur í gömlu húsi sem er frá því rétt fyrir aldamótin 1900.

„Við Inga Lára keyptum það árið 1982 þegar við byrjuðum að búa saman. Húsið var óeinangrað og við þurftum að gera heilmikið fyrir það, færðum glugga til upprunalegs horfs og ýmislegt fleira. Það er í eins upprunalegri mynd og hægt var að koma því í. Við keyptum seinna lítið hús sem stendur hér á baklóðinni og gerð- um það upp líka. Við gerðum einnig upp búðina hans Guðlaugs, en þessi þrjú hús eru öll á einu og sama lóðarnúmerinu. Þetta er hugsjón hjá okkur, því okkur finnst skipta miklu máli fyrir Eyrarbakka að það sé haldið í þessi gömlu hús.“

 

Magnús segir góðan anda vera í húsinu hans eins og flestum gömlum húsum, í þeim sé einstaklega notalegt að búa. „En við finnum vissulega fyrir veðrabreytingum; þegar kalt er úti getur orðið kalt hér inni, og þegar heitt er í veðri volgnar hér inni. Ef það blæs kröftuglega þá blæs í gegn,“ segir hann og hlær. Ekki segist hann hafa orðið var við nokkurn draug í sínu húsi. „Ég held að draugarnir hafi allir verið á Stokkseyri.“

 

.

.

 

.Morgunblaðið laugardagurinn 21. apríl 2018

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.isSkráð af Menningar-Staður

 

20.04.2018 17:30

FYRRI ÚTHLUTUN UPPBYGGINGARSJÓÐS SUÐURLANDS 2018

 

 

 

 

 
 

 

 

FYRRI ÚTHLUTUN

UPPBYGGINGARSJÓÐS SUÐURLANDS 2018

 

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

 

Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu. Umsóknir að þessu sinni voru 133, þar af í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67 og 66 í flokki menningarverkefna.

 

Verkefnastjórn fór yfir tillögurnar og samþykkti að veita 88 verkefnum styrk. Samtals var úthlutað úr sjóðnum um 50 mkr. Samþykkt var að veita 36 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 52 verkefnum í flokki menningarverkefna, um 25 mkr. í hvorum flokki.

 

Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir að upphæð 2 mkr. vegna rannsóknarverkefnis um broddmjólk úr íslenskum kúm. Var sú styrkveiting í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna.

 

Í flokki menningarverkefna var hæsta styrkveitingin 1,5 mkr. vegna Sumartónleika Skálholtskirkju.

 

 

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna vorið 2018:

 

Heiti verkefnis: Styrkþegi: Upphæð:
Broddur byggir upp Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir 2.000.000
Kjötvinnsla Guðmar Jón Tómasson 1.500.000
Errósetur Errósetur 1.500.000
Markaðssetning og vöruþróun frá fræi… Pizzavagninn ehf 1.250.000
Þjónustuafhending ofurtölvureikniafls Endor ehf. 1.000.000
Billit Lime ehf. 1.000.000
Icelandic Lava Show Icelandic Lava Show ehf. 1.000.000
Endurbygging Vesturbúðar á Eyrarbakka Elfa Dögg Þórðardóttir 1.000.000
Þingvallasveit- á bak við tjöldin Jóhannes Sveinbjörnsson 1.000.000
Kolefnisjöfnun með endurvinnslu á plasti Pure North Recycling ehf. 1.000.000
Ræktun í nýju ljósi 3 Lumen ehf. 1.000.000
Uppsveitaferðir Draumahöll ehf. 750.000
Markaðssetning fyrir Iceland Bike Farm Guðmundur Fannar Markússon 750.000
Buggy X-tream Buggy X-Treme ehf. 700.000
Innri og ytri markaðssetning jarðvangs Katla Jarðvangur ses. 700.000
Krían sveitakrá – markaðsmál og þróun Kríumýri ehf 600.000
Flatey – ferðamannafjós og áningarstaður Selbakki ehf. 500.000
Afþreyingaþróun Midgard Adventure ehf. 500.000
Merkingar fyrir blinda og sjónskerta SB Skiltagerð ehf. 500.000
Virðisaukandi vöruþróun Sólskers ehf. Sólsker ehf 500.000
Markaðsetning á sælkeravöru Sláturfélag Suðurlands svf. 500.000
Umhverfisstjórnunarkerfi f.sveitarfélög Elísabet Björney Lárusdóttir 500.000
Skilti við hellana á Ægissíðu Hellirinn ehf. 500.000
tónlistarnám á gagnvirkum vef/appi Tónkjallarinn ehf. 500.000
Þorpið Vigdís Sigurðardóttir 400.000
Turninn-markaðssetning á nýjung (Tower) Ásgeir Eiríksson ehf 400.000
LM2020 – 1. áfangi markaðssetningar Rangárbakkar, þjóðaleikvangur íslenska hestsins 400.000
Bik – Hönnun og vinnustofa Alda Rose Cartwright 400.000
Samspil stáls og íslenskra afurða Aníta Hanna Sævarsdóttir 400.000
Fjaðrafok Myrra Rós Þrastardóttir 400.000
Varðveisla og prófun ávaxtatrjáayrkja. Ólafur Sturla Njálsson 300.000
Kjötverkun í Hornafirði/ Vöruþróun Pálmi Geir Sigurgeirsson 300.000
Geysir Spa – Luxury Lodge Resort Ýmir Björgvin Arthúrsson 250.000
Sólvangur Icelandic Horse Center Sigríður Pjetursdóttir 250.000
Trophyspotter – Markaðstorg Ingólfur Eyberg Kristjánsson 250.000
Flokkun sorps í fjölbýlishúsum Hans Alan Tómasson 200.000

 

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk í flokki menningarverkefna vorið 2018:

 

Heiti verkefnis: Styrkþegi: Upphæð:
Sumartónleikar í Skálholtskirkju Sumartónleikar Skálholtskirkju       1.500.000    
Kötluráðstefna – 100 ár frá Kötlugosi Kötlusetur ses.       1.400.000    
Hver/Gerði  – Sigrún Harðardóttir Listasafn Árnesinga       1.000.000    
Menningarstarf að Kvoslæk Rut Ingólfsdóttir    800.000    
Huglæg rými í Listasafni Árnesinga Ólafur Sveinn Gíslason    800.000    
HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR (seinni hluti) Anton Máni Svansson          800.000    
Vírdós (Tónlistarh. óhefðb. hljóðfæra) Vilhjálmur Magnússon  800.000    
Myndspor sögulegar ljósm. úr Skaftárhr. Fótspor-félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi   750.000    
Vefurinn eldsveitir.is -sögur og myndir Lilja Magnúsdóttir   700.000    
Englar og menn 2018 Björg Þórhallsdóttir   700.000    
Frá Kötlugosi að fullveldi Kirkjubæjarstofa   600.000    
Laugarás – þorpið í skóginum Páll Magnús Skúlason   600.000    
Sagan í sandinum Kirkjubæjarstofa   600.000    
Ferð til eldjöklanna Halldór Ásgeirsson   600.000    
Vorhátíð Kötlu jarðvangs Katla Jarðvangur ses.   550.000    
thetta reddast, KATLA min Magdalena Anna Bartczak   500.000    
Nátturusýn – Lifandi upplifun. Tjörvi Óskarsson   500.000    
Tónleikaröð Base Camp Midgard Base Camp ehf.   500.000    
Sunnansól og hægviðri Lúðrasveit Vestmannaeyja   500.000    
Samfélagsvæðing Safnanna Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses   450.000    
Teiknileikni í torfbænum Kari Ósk Grétudóttir   450.000    
Hver er þetta? Leggjum land undir fót. Héraðsskjalasafn Árnesinga   450.000    
Flutningur á íslensku tónverki. Þorbjörg Jóhannsdóttir  420.000    
Konubókastofa 5 ára Konubókastofan, félagasamtök 400.000    
Glanni Glæpur í Latabæ Hjörtur Már Benediktsson 400.000    
Glæpir og góðverk Leikfélag Selfoss 400.000    
Myndir, músík og mósaík Helga Jónsdóttir 400.000    
Lundaafbrigðin Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses 400.000    
Ungt fólk í tónlist Birgir Nielsen Þórsson 400.000    
Farfuglar Unnur Birna Björnsdóttir 395.000    
Þjóðleikur skapandi leiklist á Suðurland Magnús Jóhannes Magnússon 350.000    
Njálugáttin – upplýsingavefur um Njálu Fjallasaum ehf. 350.000    
Marþræðir – sumardagskrá Byggðasafn Árnesinga 350.000    
Eyjalagakeppni (val á Goslokalagi) Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda 350.000    
Breathing Strings Margrét Grétarsdóttir 323.000    
Hangir leyniþráður Bakkastofa ehf. 310.000    
Ör-lög á Suðurlandi Kammerkór Suðurlands 308.000    
Menningardagskrá barna – 1. des. 2018 Bókasafnið í Hveragerði 300.000    
Stokkseyrarvefsíða Pétur Már Guðmundsson 300.000    
Söngur í félagsheimilum Kvennakór Hornafjarðar 300.000    
Saga Stokkseyrar Bjarki Sveinbjörnsson 300.000    
Söfnun upplýsinga um gamlar húseignir  Bragi Bjarnason 300.000    
Vortónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar Lúðrasveit Þorlákshafnar 300.000    
Sigfús Halldórsson og lögin hans Guðný Charlotta Harðardóttir 300.000    
Sígild leikhúslög á goslokum Kristín Jóhannsdóttir 300.000    
Styrkja sýningarmuni í Fischersetri Fischersetur á Selfossi 245.000    
Fiðlufjör á Hvolsvelli Chrissie Telma Guðmundsdóttir 200.000    
Pysjusýning 2018 Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses 200.000    
Pólskir páskar – sýning Lýður Pálsson 190.000    
Litir og línur Ágústa Ragnarsdóttir 168.000    
Í bjarma sjálfstæðis Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses 150.000    
Tenperday.com – Tíu á dag – Fyrsti hluti Valgerður Sigurðardóttir 100.000    
   

 

20.04.2018 06:25

Miðflokkurinn kynnir sex efstu á listanum í Árborg

 

 

 

Nokkrir frambjóðenda Miðflokksins í Árborg ásamt

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni.

 

Miðflokkurinn kynnir sex efstu á listanum í Árborg

 

M-listi Miðflokksins í Árborg opnaði kosningaskrifstofu sína við Eyraveg 5 á Selfossi í dag og kynnti um leið hverjir skipa sex efstu sætin á framboðslistanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

 

Flokkurinn hafði áður tilkynnt að Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, yrði oddviti listans.

 

Í dag var einnig tilkynnt hver mun skipa heiðurssæti listans en það er Guðmundur Kr. Jónsson, nýkjörinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins og fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

 

Sex efstu sæti listans skipa:


1. Tómas Ellert Tómasson, oddviti og byggingarverkfræðingur
2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Sólveig Pálmadóttir, viðskiptalögfræðingur og hársnyrtimeistari
4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari
5. Erling Magnússon, lögfræðingur
6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH

 Skráð af Menningar-Staður.

19.04.2018 13:37

M-listinn í Árborg

 

 

 

 

  M-listinn í Árborg


 

19.04.2018 11:06

Gleðilegt sumar

 

 

 

 

Gleðilegt sumarSumardagurinn fyrsti


19. apríl 2018

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.04.2018 20:50

Aðalfundur Kvenfélags Eyrarbakka 130 ára

 

 

 

Aðalfundur Kvenfélags Eyrarbakka 130 ára

 

 

Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað þann 25. apríl 1888 af 16 konum og er eitt hinna sjö kvenfélaga á Íslandi sem stofnuð voru fyrir aldarmótin 1900.Aðalfundur Kvenfélags Eyrarbakka á 130 ára afmælisárinu fór fram í kvöld, þriðjudaginn 17. apríl 2018, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka og var fjölsóttur.Menningar-Staður var við upphaf fundar og færði til myndar:

Sjá: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285898/

 

.

 

.

.

.

.

 

.
Skráð af Menningar-Staður