![]() |
Tónlistarhátíðin -Aldrei fór ég suður- var haldin á Ísafirði nú um páskana; föstudags- og laugardagskvöld.
Mikill mannfjöldi var í Ísafjarðarbæ og nutu bæði heimamenn og aðkomufólk skemmtilegra viðburða og þjónustu í veðurblíðunni á Ísafirði sem og í öðrum nálægum bæjum.
Tónlistarhátíðin er líkt og fyrri ár fjölskylduhátíð og veitto frían aðgang öllum sem vildu njóta tónlistarinar, en hátíðin hefur unnið sér sess sem mikilvægur þáttur í menningar- og tónlistarlífi landsins.
Talið er að metfjöldi gesta hafi haldið páskana hátíðlega á - Aldrei fór ég suður-. Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri hátíðarinnar segir að hátt í fimm þúsund tónleikagestir hafi komið vestur og íbúafjöldi Ísafjarðar hafi því rúmlega tvöfaldast. „Í fyrra þá slógum við öll met en núna held ég að við séum að toppa okkur. Sem ég hélt að væri hreinlega ekki hægt.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Páskasýning safnsins er tileinkuð pólskum páskum. Í borðstofu Hússins verður dregið fram það helsta sem fylgir páskahefðum í Póllandi en þar fagna flestir samkvæmt kaþólskum sið.
Á sýningunni má sjá myndskreytt egg sem kallast pisanki, matarkörfu með páskamat sem er blessaður í kirkjunni á páskadagsmorgun, litríka handgerðir vendi sem eru tákn fyrir pálmagreinar og ýmislegt fleira. Á páskum er föstunni að ljúka og tákn um vorkomu er víða sjáanlegur í páskasiðunum. Sýningin verður svo sannarlega í þeim anda. Monika Figlarska hefur aðstoðað safnið við gerð sýningarinnar.
Sýningin opnaði laugardaginn 24. mars og verður opin alla daga kl. 13-17 fram yfir páska.
Síðasti sýningardagur verður sem sagt annar í páskum.
Frítt verður í safnið á meðan á sýningu stendur.
Allir velkomnir. Zapraszamy wszystkich serdecznie.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is