Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Maí

31.05.2018 20:15

Kiriyama Family á tónleikum í Danmörku

 

 

 

               Kiriyama Family

 

      á tónleikum í Danmörku


Skráð af Menninar-Staður

30.05.2018 20:22

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 3. júní 2018

 

 

 

      Sjómannadagurinn

 

 á Eyrarbakka 3. júní 2018

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

30.05.2018 06:27

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.

 

 

Jónshús í Kaupmannahöfn.


Skráð af Menningar-Staður

29.05.2018 18:32

101 ár frá fæðingu John F. Kennedy  Næstyngsti forseti í sögu Bandaríkjanna

 

 

John F. Kennedy (1917 - 1963).

 

 

101 ár frá fæðingu John F. Kennedy

 

• Næstyngsti forseti í sögu Bandaríkjanna

 

í dag, 29. maí 2018,  eru 101 ár liðin frá fæðingu John F. Kenn­e­dy sem gegndi embætti for­seta Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1961-1963. Kenn­e­dy var kjör­inn 35. for­seti Banda­ríkj­anna og varð um leið næstyngsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna þegar hann hafði bet­ur gegn re­públi­kan­an­um Rich­ard M. Nixon. Áður hafði Kenn­e­dy setið í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir hönd Massachusetts-rík­is. Þrátt fyr­ir að skil­greina sig sem demó­krata var eitt helsta stefnu­mál hans lækk­un skatta. Hann taldi að með skatta­lækk­un­um mætti örva hag­vöxt. 


Árið 1963 lagði hann fram til­lögu um að efri mörk tekju­skatts yrðu lækkuð úr 91% í 65% og fyr­ir­tækja­skatt­ur yrði lækkaður úr 52% í 47%. Síðar sama ár jókst hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um, re­públi­kan­ar og demó­krat­ar töldu þó að án þess að minnka út­gjöld á móti væri óá­sætt­an­legt að lækka skatta. Kenn­e­dy var ósam­mála og taldi að áfram­hald­andi aukn­um hag­vexti yrði ekki náð án þess að lækka skatta. Í ág­úst 1963 var til­laga Kenn­e­dys samþykkt og var for­set­inn sann­færður um að þetta væri rétt leið í átt að minna at­vinnu­leysi og skuld­setn­ingu. Þrátt fyr­ir lækk­un skatta á bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tæki juk­ust skatt­tekj­ur rík­is­ins um tæpa 60 millj­arða banda­ríkja­doll­ara frá ár­inu 1961 til árs­ins 1968.For­setatíð Kenn­e­dys tók skyndi­leg­an enda 22. nóv­em­ber 1963 þegar hann var skot­inn til bana á ferð sinni um Dallas í Texas-ríki. 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.05.2018 06:45

Fjör í Flóa - Félagslundur 26. maí 2018

 

 

 

Fjör í Flóa  - Félagslundur 26. maí 2018

 

Fjör í Flóa -Fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi 25. maí - 26. maí 2018


Félagslundur 26. maí kl. 20:30

 

Tónahátíð/Kvöldvaka/Kosningakvöld/

 

Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms. Tónleikar með þeim Guðrúnu Gunnarsdóttur, Jogvan Hansen og Pálma Sigurhjartarsyni. Þau fluttu vinsælustu lög hinna ástsælu systkina. Allar perlurnar sem þú elskar, hver konfektmolinn á fætur öðrum.

 

Tónlistaviðurður sem enginn vildi missa af. Frítt inn. Hægt var að kaupa sér létta veitingar. Meðal annars var boðið uppá Köku ársins frá Guðna Bakara. 

 

Veislustjóri var Guðni Ágústsson f.v. landbúnaðaráðherra frá Brúnastöðum.Myndaalbúm með 26 myndum komið á Menningar-Stað:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286250/

Ljísm.: Björn Ingi Bjarnason

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.


Fyrstu tölur úr Árborg að koma.Skráð af Menningar-Staður
 

27.05.2018 07:08

Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

 

 

 

Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

 

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg er fallinn en lokatölur birtust kl. 01:08. D-listinn fær fjóra bæjarfulltrúa.

 

Á kjörskrá eru 6.594 einstaklingar og talin hafa verið 4.636 atkvæði. Kjörsókn var 70,31%.

 

D-listinn fær 38,3% atkvæða og fjóra bæjarfulltúa og tapar tæpum 13% atkvæða frá árinu 2014.

 

Samfylkingin heldur sínum tveimur bæjarfulltrúum með 20% atkvæða, Framsókn og óháðir fá 15,5% atkvæða og halda sínum fulltrúa, Miðflokkurinn fær 10,7% atkvæða og einn fulltrúa og Áfram Árborg fær 8,5% og einn fulltrúa.

 

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn:

 

1. Gunnar Egilsson, D-lista
2. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
3. Brynhildur Jónsdóttir, D-lista
4. Helgi S. Haraldsson, B-lista
5. Kjartan Björnsson, D-lista
6. Tómas Ellert Tómasson, M-lista
7. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
8. Ari Björn Thorarensen, D-lista
9. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista

 

Næsti maður inn er Sólveig Þorvaldsdóttir, B-lista, sem vantaði 66 atkvæði til að fella Sigurjón Vídalín.

 

 

 

Áfram Árborg hlaut 376 atkvæði eða 8,5 prósent.

Framsóknarflokkur hlaut 687 atkvæði eða 15,5 prósent. 

Sjálfstæðisflokkur hlaut 1698 atkvæði eða 38,3 prósent.

Miðflokkurinn hlaut 476 atkvæði eða 10,7 prósent.

Samfylkingin hlaut 891 atkvæði eða 20,1 prósent.

Vinstri græn hlutu 309 atkvæði eða 7 prósent.
Skráð af Menningar-Staður


 

 

26.05.2018 19:02

2.5 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

.
 

 

2.5 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Nú í 21. viku ársins 2018 gerðist það að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fór yfir 2.500.000 flettinga alls

(tvær komma fimm milljónir flettinga og gestirnir yfir 257.000 talsins).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.Skráð af Menningar-Staður

26.05.2018 15:08

Sveitastjórnakosningar 26. maí 2018

 


Sitjandi eru aðalmenn í kjörstjórn í deild 5 á Eyrarbakka.
F.v.: Lýður Pálsson, Birgir Edwald og María Gestsdóttir.
Standandi eru f.v: Arnar Ólafsson, varamaður í kjörstjórn
og Siggeir Ingólfsson, dyravörður.

 

Sveitastjórnakosningar 26. maí 2018

 

Kjörstaðir voru opnaðir klukk­an níu, en kosið verður til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi.

 

Á kjör­skrá til sveit­a­stjórna­kosn­inga eru liðlega 248 þúsund manns og eru það um 8.200 fleiri en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum. 12 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru á kjör­skrá fyr­ir.


Á Eyrarbakka í Sveitarfélaginu Árborg er Kjördeild 5 í Félagsheimilinu Stað og er kjörfundur opinn til kl. 22:00


Menningar-Staður myndaði kjörstjórn á Eyrarbakka.

 

.

Yfirdyravörður í kjördeild 5 á Eyrarbakka er Siggeir Ingólfsson.

.

 

6 listar eru í kjöri í Sveitarfélagini Árborg.Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2018 22:33

Fiskiveisla að Stað 23. maí 2018

 


Hjallastefnumeistarnir Halldór Páll Kjartansson og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Fiskiveisla að Stað 23. maí 2018

 

Vinir Alþýðunnar, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar útvegsbónda á Sölvabakka, buðu til fiskiveislu að Stað á Eyrarbakka í köld, miðvikudaginn 23. maí 2018, og var fjölmenni.  Þar var verið að fagna lokum  vetrarvertíðar sem voru á fyrri tíð þann 11. maí.

 

Á borðum var siginn fiskur; veitt og verkað í vor af Vinum Alþýðunnar í anda Hjallastefnunnar.

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi kveðjur á hátíðina og gaf bækur í bókaslottóið þar sem Vigdís Hjartardóttir drá út vinningashafa.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm komið á Menningar-Stað

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286230/


Nokkrar myndir:


 

 

.

,

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 
 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

23.05.2018 06:32

Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti

 

 

 

Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti

 

Ef marka má niðurstöðu síma- og netkönnunar sem Gallup gerði meðal íbúa Árborgar dagana 11.–16. maí sl. munu fimm flokkar ná inn fulltrúum í bæjarstjórn í kosningunum á laugardag. Sjálfstæðisflokkur fengi samkvæmt könnuninni fjóra menn og Samfylkingin tvo. Framsókn og óháðir, Miðflokkur og Áfram Árborg fengju einn mann hvert framboð.

 

Verði þetta niðurstaðan á laugardag myndu aðeins tvær konur ná inn í bæjarstjórn en sjö karlar.

 

Í könnuninni lýstu 40% stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 19,1% við Samfylkinguna, 11,9% við Framsókn og óháða, 10,2% við Miðflokkinn, 10% við Áfram Árborg og 8% við Vinstri græna. Aðrir fengu 0,8%.

 

Úrtakið var 1.382 manns í Árborg, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Vert er að taka fram að þegar könnunin fór fram átti u.þ.b. þriðjungur svarenda eftir að gera upp hug sinn. 56,7% svarenda tóku afstöðu til framboðanna en 9,2% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.


Skráð af Menningar-Staður