Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Maí

22.05.2018 20:16

Merkir Íslendingar - Sæmundur fróði

 

 

Sæmund­ur á seln­um Högg­mynd Ásmund­ar Sveins­son­ar

við Háskóla Íslands sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

Merkir Íslendingar - Sæmundur fróði

 

Sæmund­ur fróði Sig­fús­son fædd­ist árið 1056. Faðir Sæ­mund­ar var Sig­fús Loðmund­ar­son, prest­ur í Odda, Loðmunds­son­ar, Svarts­son­ar, Úlfs­son­ar aurgoða. Móðir hans var Þórey dótt­ir Eyj­ólfs halta, son­ar Guðmund­ar ríka Eyj­ólfs­son­ar.

 

Sæmund­ur fór ung­ur utan til náms. Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvar það var, en eng­inn eig­in­leg­ur há­skóli var til í Evr­ópu á þess­um tíma. Sæmund­ur hef­ur því stundað nám við klaust­ur­skóla eða á ein­hverju bisk­ups- eða fræðasetri. Hann kom lík­lega heim ein­hvern tíma á ár­un­um 1076-1078.

 

Sæmund­ur sett­ist að í Odda eft­ir heim­kom­una, vígðist til prests og lét reisa kirkju helgaða heil­ög­um Nikulási. Hann hélt skóla í Odda og var tal­inn einn lærðasti maður síns tíma. Hann skrifaði um sögu­leg efni, svo sem Nor­egs­kon­unga. Rit hans eru öll glötuð en lík­lega voru þau rituð á lat­ínu. Þá var hann einnig einn rit­beiðenda að Íslend­inga­bók Ara fróða og Ari bar bók­ina und­ir hann þegar hann var bú­inn að skrifa hana. Odd­ur Snorra­son munk­ur vitn­ar einnig til rita Sæ­mund­ar í Ólafs sögu Tryggva­son­ar og einnig er vitnað í hann í Land­náma­bók.

 

Sæmund­ur stóð að lög­töku tí­und­ar á Íslandi á ár­un­um 1096 til 1097 ásamt Giss­uri Ísleifs­syni bisk­upi og Markúsi Skeggja­syni lög­sögu­manni og að hans ráði settu bisk­up­arn­ir Þor­lák­ur Run­ólfs­son og Ketill Þor­steins­son kristnirétt hinn eldri 1123.

 

Það orð fór af Sæ­mundi að hann væri fjöl­kunn­ug­ur. Ýmsar þjóðsög­ur eru til um galdrak­unn­áttu hans og viðskipti við Kölska, eins og sag­an af því þegar Sæmund­ur kom heim úr námi og fór yfir hafið á baki Kölska, sem var í sels­líki.

 

Kona Sæ­mund­ar var Guðrún Kol­beins­dótt­ir. Börn þeirra voru Eyj­ólf­ur prest­ur í Odda, Loðmund­ur, Þórey og Loft­ur, prest­ur í Stóra-Dal und­ir Eyja­fjöll­um og í Odda. Son­ur Lofts var Jón Lofts­son, höfðingi í Odda og fóstri Snorra Sturlu­son­ar.

 

Sæmund­ur fróði lést 22. maí 1133.

 

 
 Skráð af Menningar-Staður.

22.05.2018 07:02

Frá aðalfundi Eyrarbakkakirkju

 

 

 

 

Frá aðalfundi Eyrarbakkakirkju


sem haldinn var miðvikudaginn 16. maí 2018

 


Ljósm.: Vilbergur Prebensson

 
Skráð af Menningar-Staður

21.05.2018 10:27

21. maí 2018 - 102 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 


Skúli Thoroddsen (1859-1916).
 

 

21. maí 2018 - 102 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916. Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).


 

Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.
 

Settur málaflutningsmaður við landsyfirdóminn 1. ágúst 1884. 
Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1884–1892. Vikið frá 1892. Lausn með eftirlaunum 1895. 
Stjórnaði kaupfélagi á Ísafirði 1888–1901, það annaðist m.a. saltfisksölu til Miðjarðarhafslanda. 
Rak verslun á Ísafirði 1895–1915. 
Ritstjóri og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi 1901–1908 og rak þar prentsmiðju. 
Fluttist til Reykjavíkur 1908 og átti þar heima síðan.


 

Skipaður í milliþinganefndina 1907. Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1908–1913. Í milliþinganefnd í launamálum 1914. Í velferðarnefnd 1915.


 

Alþingismaður Eyfirðinga 1890–1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892–1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

 

Forseti sameinaðs þings 1909–1911. Varaforseti neðri deildar 1901, varaforseti sameinaðs þings 1909.


Skúli Thoroddsen er lagafi Katrínar Jakobsdóttur forsæisráðherra.


 

Ævisögu hans hefur ritað Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, tvö bindi (1968 og 1974).


 

Ritstjóri: Þjóðviljinn (1887–1891). Þjóðviljinn ungi (1892–1899). Þjóðviljinn (1901–1915). Fram (1898). Sköfnungur (1902). Norður-Ísfirðingur (1911).

 

 

Alþingismannatal - www.alþingi.isSkráð af Menningar-Staður

20.05.2018 08:59

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur Thorsteinsson.

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.

 

Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.


 

Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.


 

Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.

 

Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.


 

Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, enSteingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.

 

 

Nefna má ljóð hans Smaladrengurinn og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.

 

 

Frá Arnarstapa þann 12. maí 2018.   Ljósm.: BJörn Ingi Bjarnason.
 

 

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

20.05.2018 08:46

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

 

Gullfoss í Larsens Plads sem nú heitir Amalienhavn í Kaupmannahöfn.

Mynd: Holger Petersen.

 

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

Farþega­skipið Gull­foss kom til lands­ins þann 20. maí 1950. Þúsund­ir Reyk­vík­inga fögnuðu skip­inu sem rúmaði 210 farþega og 60 manna áhöfn. Gull­foss var í för­um fyr­ir Eim­skipa­fé­lag Íslands til 1973.Gullfoss var smíðaður í Danmörku árið 1950 og var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.
Skráð af Menningar-Staður

19.05.2018 19:35

Kristján Eyrarbakkaprestur vígslu­bisk­up í Skál­holti

 


Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Kristján Eyrarbakkaprestur vígslu­bisk­up í Skál­holti

 

Kristján Björns­son prestur á Eyrarbakka hef­ur verið kjör­inn til embætt­is vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæm­is. Kosið var á milli hans og Ei­ríks Jó­hanns­son­ar.

 

Á kjör­skrá voru 939 manns. Kosn­ingaþátt­taka var um 73%, að því er seg­ir á vefn­um kirkj­an.is.

 

Alls greiddu 682 at­kvæði,þar af voru sjö seðlar auðir og þrír ógild­ir. Úrslit urðu þannig að sr. Ei­rík­ur Jó­hanns­son hlaut 301 at­kvæði eða 44% og sr. Kristján Björns­son hlaut 371 at­kvæði eða 54 %.

 

 

Séra Kristján Björnsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.05.2018 07:01

Ölfus sigraði í Útsvarinu

 

 

Ölfusingar með sigurlaunin, Ómarsbjölluna eftir viðureignina við Ísfirðinga.

F.v.: Hannes Stefánsson. Árný Leifsdóttir og Magnþóra Kristjánsdóttir.

 

 

 

Ölfus sigraði í Útsvarinu

 

Sveitarfélagið Ölfus sigraði Ísafjarðarbæ með 75 stigum gegn 51 í úrslitaþætti spurningaþáttarins Útsvars í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Ölfus vinnur keppnina.

 

Eftir jafna og spennandi viðureign framan af átti Ölfus frábæran endasprett og að lokum var sigurinn mjög öruggur, 75-51. Mikil fagnaðarlæti brutust út í sjónvarpssal, og líklega víða í Ölfusi, þegar sigurinn var í höfn.

 

Lið Ölfuss skipa þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir. 

 

Þau hömpuðu farandgripnum Ómarsbjöllunni í leikslok auk þess sem liðið fékk 250 þúsund krónur í verðlaun til þess að gefa til góðs málefnis í heimabyggð. Liðið ákvað að gefa Félagi eldri borgara í Ölfusi peningagjöfina.
 

 

Mynd f..v: : Gylfi Ólafsson, Tinna Ólafsdóttir og Greipur Gíslason.
Skráð af Menningar-Staður

17.05.2018 20:18

Eyrarbakki með Framsókn og óháðum - 18. maí

 

 

 

Eyrarbakki með Framsókn og óháðum - 18. maí 2018

 

Kynningarfundur Framsóknar og óháðra í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Framboð Framsóknar og óháðra í Árborg heldur fund með íbúum á Eyrarbakka og nágrenni til að kynna áherslur framboðsins í samstarfi við íbúa sveitarfélagsins.Haldnir verða opnir fundir í þéttbýliskjörnum Árborgar þar sem íbúum gefst tækifæri á að kynna sér og spyrja út í áherslur framboðs Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk.Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka, föstudaginn 18. maí kl. 9:30.Allir velkomnir

og hlökkum til að heyra álit og skoðanir íbúa á stefnu Framsóknar og óháðra. 

17.05.2018 17:17

Kiriyama Family á Húrra í kvöld

 

 

Kiriyama Family á Húrra í kvöld


fimmtudagskvöldið 17. maí 2018

klukkan 20:00 - 23:00Húrra

Tryggvagata 22,


101 Reykjavík, Iceland

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.05.2018 06:44

Táknmyndir fangelsanna

 

 

 

Táknmyndir fangelsanna

 

*Vísir að minjasafni

* Merkir munir í Grensáskirkju

* Frumkvæði fangaprestsins

* Skrifar sögu Litla-Hrauns 


Í síðustu viku var í Grensáskirkju í Reykjavík opnuð sýningin Drög að Fangelsisminjasafni Íslands. Þar er að finna ýmis gögn og gripi úr fangelsum landsins sem hefur verið komið fyrir í glerskápum en á veggjum eru ýmsar blaðaúrklippur, myndir og fleira. Gjarnan eru þetta munir sem fangaverðir hafa haldið til haga og svo falið Hreini S. Hákonarsyni, fangapresti Þjóðkirkjunnar, til varðveislu en hann stendur að þessari sýningu. 

 

Frelsissvipting er ekkert gamanmál

 

„Eðli og starfsemi fangelsa er ef til vill þannig að fólk vill og kýs að gleyma reynslu og sögu, því frelsissvipting er ekkert gamanmál. Mér finnst hins vegar mikilvægt að halda þessu til haga, meðal annars svo koma megi betur en ella á framfæri því uppbyggjandi starfi sem unnið er í fangelsum landsins. Þaðan eiga brotamenn að fara eftir afplánun sem betri menn og sú er vonandi oft raunin,“ segir Hreinn S. Hákonarson sem hefur verið fangaprestur síðastliðin 25 ár.

Meðal þess sem á sýningunni er má nefna einkennisbúninga og búnað fangavarða, fatnað gæsluvarðhaldsfanga, vímumæla, gripi úr iðnframleiðslu í fangelsinu á Litla-Hrauni, dagbækur og smámuni ýmiskonar.

Eitt af því sem sérstaka athygli vekur er eintak af Nýja testamentinu; þar sem innan bókbandsins í blaðsíð- urnar er skorin lítil hola; væntanlega í þeim tilgangi að koma þar fyrir vímuefnum og bera þannig milli manna. Margt fleira er tiltækt og verður ef til vill uppi við síðar. Sýningin í Grens- áskirkju verður opin út þennan mánuð og hugmyndir eru svo uppi um að einhver hluti hennar að minnsta kosti verði uppi við í fangelsinu að LitlaHrauni. 

 

Rimlar í ruslið

 

Bollaleggingar hafa verið um að stofna til sérstaks réttarvörslusafns með ýmsu því er tengist lögreglu, tollgæslu, dómstólum og fangelsum. Hefur verið nefnt að koma slíku safni fyrir í gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík. Engin ákvörðun liggur þó fyrir. Má í því sambandi nefna að víða eru til fangelsissöfn erlendis, svo sem í Horsens á Jótlandi í Danmörku en þegar þar var reist nýtt fangelsi var því gamla breytt í safn sem margir sækja.

Á líðandi stundu í fangelsum jafnt sem annarsstaðar er ekki alltaf mikið sinnt um söguna sem sprettur fram og skapast hvern einasta dag. Margt hefur því farið forgörðum.

„Já, mér fannst ansi leitt að rimlar sem voru fyrir gluggum fangelsins á Litla-Hrauni skyldu glatast þegar þeim var skipt út fyrir hert gler. Rimlar hafa um margt verið táknmyndir fangelsanna, en þeir fóru allir í ruslið sem er hálfgerð synd. Ég hefði viljað halda í rimla úr að minnsta kosti einum glugga, þeir hefðu sómt sér vel á safni,“ segir Hreinn sem hefur síðustu árin verið að skrifa sögu Litla-Hrauns en fangelsið þar var opnað 8. mars 1929. Sagan spannar því orðið bráðum níutíu ár og því er af mörgu að taka.

 

Sinnir fimm fangelsum

 

„Ég sinni þjónustu í öllum fangelsunum. Þá mæti ég föngunum jafnan í þeirra aðstæðum; inni í klefum, á göngunum eða á vinnustöðum þeirra,“ segir Hreinn. Hann sinnir öllum fangelsum landsins sem eru alls fimm talsins; það er Litla-Hraun, Sogn í Ölfusi, Hólmsheiði, Kvíabryggja við Grundarfjörð og Akureyri. Á hverjum tíma eru þar í haldi oft um 160 manns og geta allir notið þjónustu fangaprestsins sem sinnir sálgæslu á þessum stöðum, helgihaldi og annari þjónustu eftir atvikum.

 

Frelsissvipting erfið á tímum snjallsíma 

 

„Sem fangaprestur hef ég kynnst mörgum góðum mönnum, sem hafa lent á villigötum vegna vímuefna,“ segir Hreinn S. Hákonarson.

„Margir þessara manna komast á rétta braut aftur og sumir halda sambandi við mig áfram eftir afplánun, sem er ánægjulegt. Flestum heyri ég þó ekkert meira í, sem er eðlilegt. Fangar eru hvorki trúaðri eða trúlausari en gengur og gerist með fólk. Hitt er annað að þegar fólk hefur verið svipt frelsi sínu er það stundum móttækilegra fyrir boðskap kristinnar trúar en við aðrar og betri að- stæður.“

 

Það liggur í málanna eðli liggi að fangavist er fólki jafnan erfið, segir Hreinn, og jafnvel erfiðari miðað við aðstæður nútímans en áður var.

 

„Samfélagið hefur gjörbreyst á undanförnum árum með tilkomu netsins og síðar snjallsíma, sem eru bannaðir inni í fangelsunum. Því eru fangar ekki bara sviptir réttinum til að fara frjálsir ferða sinna heldur líka þeirri vídd sem til er í stafrænni veröld. Að hafa ekki aðgang að henni hefur reynst mörgum föngum talsvert erfitt,“ segir Hreinn.


Morgunblaðið fimmtudagurinn 17. maí 2018.

-----------------------------------------------------------------


Fangaverðir á Litla-Hrauni voru við opnun sýningarinnar laugardaginn 12. maí sl. 
 

Menningar-Staður færði til myndar.
 

Myndaalbúm með 38 myndum:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286171/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

 

.

.

.

.

 

.

.

.

.


Sýningin verður opin í Grensáskirkju í tvær vikur.
Skráð af Menningar-Staður