Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Maí

06.05.2018 21:13

5. maí 1639 - Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

Brynjólfur biskup Sveinsson

(f. 1605 - d. 1675)

 

 

5. maí 1639 -

Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

Þann 5. maí 1639 var Brynj­ólf­ur Sveins­son frá Holti í Önundarfirði vígður Skál­holts­bisk­up. 


Hann lét m.a. reisa veg­lega kirkju í Skál­holti og var einn helsti talsmaður Íslend­inga við erfðahyll­ing­una í Kópa­vogi.

 

Brynjólfskirkja í Skálholti.

 

 

Holt í Önundarfirði. Ljósm.: BIB

 

Skráð af Menningar-Staður

 

05.05.2018 08:27

Á-listinn í Árborg tilbúinn

 

 

Nokkrir af frambjóðendum Á-listans í Árborg.

Ljósmynd/Áfram Árborg

 

 

Á-listinn í Árborg tilbúinn

 

Listi bæjarmálafélagsins Áfram Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor er nú fullskipaður. Það eru Píratar og Viðreisn, ásamt óháðum, sem standa að framboðinu.

 

Áður höfðu sex efstu frambjóðendur á listanum verið kynntir en listinn er nú fullskipaður. Eyrún Magnúsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og Jóna Sólveig Elínardóttir, fyrrum þingmaður Viðreisnar, skipa heiðurssætin.

 

Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að það leggi áherslu á skýra framtíðarsýn fyrir Árborg, faglega og opna starfshætti við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins og aukna aðkomu íbúanna að stefnumarkandi ákvörðunum.

 

Á-listinn í Árborg er þannig skipaður:


  1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Selfossi
  2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Selfossi
  3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki, Selfossi
  4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
  5. Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Selfossi
  6. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Selfossi
  7. Viðar Arason, bráðatæknir , Selfossi
  8. Selma Friðriksdóttir, sjúkraflutningamaður, Stokkseyri
  9. Kristinn Ágúst Eggertsson, húsasmiður, Selfossi
10. Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Selfossi
11. Grímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
12. Valgeir Valsson, starfsmaður Fagform, Selfossi
13. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur, Selfossi
14. Eva Ísfeld, starfsmaður MS, Eyrarbakka
15. Axel Sigurðsson, búfræðingur, Selfossi
16. Auður Hlín Ólafsdóttir, nemi í lyfjafræði, Stokkseyri
17. Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, Selfossi
18. Jóna Sólveig Elínardóttir. Alþjóðastjórnmálafræðingur, Selfossi


Skráð af Menningar-Staður

05.05.2018 08:17

Framboðslisti Miðflokksins í Árborg tilbúinn

 

 

Nokkrir af frambjóðendum M-lista Miðflokksins í Árborg ásamt

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við opnun

kosningaskrifstofunnar á dögunum.

 

Framboðslisti Miðflokksins í Árborg tilbúinn

 

Framboðslisti M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí er tilbúinn. Listinn samanstendur af fólki sem hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, félagsmálum og úr atvinnulífinu.

 

Eins og áður hefur komið fram skipar Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, 1. sæti listans og í 2. sæti er Guðrún Jóhannsdóttir, fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð.

 

Í tilkynningu frá framboðinu segir að allir frambjóðendur listans hafi mikinn metnað fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar, séu tilbúnir til að leggja lifur og lungu undir og berjast fyrir heill allra íbúa sveitarfélagsins. Á framboðslistanum er fólk sem er fætt á svæðinu og uppalið; fólk sem er nýflutt í sveitarfélagið og fólk af erlendum uppruna.

 

Stefnumál M-lista Miðflokksins í Árborg verða kynnt á næstu dögum en megináherslur flokksins eru að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg, starfa fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og láta rödd Árborgar heyrast.

 

Framboðslisti M-lista Miðflokksins í Árborg:


  1. Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
  2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur og f.v. sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð
  3. Solveig Pálmadóttir, B.s. í viðskiptalögfræði og hársnyrtimeistari
  4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari
  5. Erling Magnússon, lögfræðingur
  6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH
  7. Arnar Hlynur Ómarsson, bifvélavirki
  8. Ívar Björgvinsson, vélvirki
  9. Jóhann Rúnarsson, starfsmaður Sólningar
10. Jón Ragnar Ólafsson, atvinnubílstjóri
11. Arkadiusz Piotr Kotecki, starfsmaður BYKO
12. Jóhann Norðfjörð Jóhannesson, stýrimaður og byssusmiður
13. Birgir Jensson, sölumaður
14. Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður Sv.f. Árborgar
15. Sigurbjörn Snævar Kjartansson, verkamaður
16. Guðmundur Marías Jensson, tæknimaður og formaður stangaveiðifélags Selfoss
17. Hafsteinn Kristjánsson, bifvélavirki
18. Guðmundur Kristinn Jónsson, heiðursformaður HSK og fyrrverandi bæjarfulltrúi


 


Skráð af Menningar-Staður

04.05.2018 18:59

Merkir Íslendingar - Haraldur Ásgeirsson

 


Haraldur Ásgeirsson (1918 - 2009)
 

 

Merkir Íslendingar - Haraldur Ásgeirsson

 

Har­ald­ur Ásgeirs­son fædd­ist á Sól­bakka í Önund­arf­irði 4. maí 1918.

 

For­eldr­ar hans voru Ásgeir Torfa­son, skip­stjóri og fram­kvæmda­stjóri á Flat­eyri, og Ragn­heiður Ei­ríks­dótt­ir.

 

Ásgeir var son­ur Torfa Hall­dórs­son­ar, skip­stjóra og stofn­anda Stýri­manna­skól­ans á Ísaf­irði, og Maríu Öss­ur­ar­dótt­ur, en Ragn­heiður var dótt­ir Ei­ríks Sig­munds­son­ar, bónda á Hrauni á Ingj­aldssandi, og Sig­ríðar Jóns­dótt­ur hús­freyju.

 

Meðal systkina Har­ald­ar:

Ragn­ar, héraðslækn­ir á Ísaf­irði; María, hjúkr­un­ar­fræðing­ur í Reykja­vík; Önund­ur, fyrrv. for­stjóri Olíu­versl­un­ar Íslands, og Ásgeir, lyfja­fræðing­ur á Ísaf­irði.

 

Eig­in­kona Har­ald­ar var Hall­dóra hús­mæðra­kenn­ari sem lést 2007, dótt­ir Ein­ars Guðfinns­son­ar, út­gerðar­manns í Bol­ung­ar­vík, og Elísa­bet­ar Hjalta­dótt­ur.

Har­ald­ur og Hall­dóra eignuðust fjög­ur börn:

Elísa­betu, mag. art. og leir­list­ar­konu; Ragn­heiði, MS í hjúkr­un­ar­fræði og skrif­stofu­stjóra í heil­brigðisráðuneyt­inu; Ásgeir, pró­fess­or, dr. med. og for­stöðulækni Barna­spítala Hrings­ins, og Ein­ar Kristján, bygg­ing­ar­tækni­fræðing hjá Borg­ar­verk­fræðingi.

 

Har­ald­ur lauk stúd­ents­prófi frá MA 1940 og MSc-gráðu í efna­verk­fræði frá Uni­versity of Ill­in­o­is 1945. Hann starfaði við at­vinnu­deild HÍ og var for­stjóri Rann­sókn­ar­stofn­un­ar bygg­ing­ariðnaðar­ins frá stofn­un 1965-85.

 

Har­ald­ur lagði mikla áherslu á rann­sókn­ir, þróun og fram­far­ir í stein­steypu, vann að styrk­ingu ís­lensks sements, þróaði loft­blendi í stein­steypu auk rann­sókna á styrk­leika og veðrun­arþoli ásamt þróun létt­steypu. Þá þróaði hann síld­ar­dæl­ur. Har­ald­ur sinnti marg­vís­leg­um fé­lags- og trúnaðar­störf­um og hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir þrot­laust rann­sókna- og þró­un­ar­starf sem hef­ur skilað sér í ís­lensk­um bygg­ing­ariðnaði.

 

Har­ald­ur lést 15. nóvember 2009.


Morgunblaðið 4. maí 2018.


Skráð af Menningar-Staður

04.05.2018 07:15

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 4. maí 2018

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 4. maí 2018

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka verður haldinn föstudagskvöldið 4. maí 2018 upp í Hallskoti klukkan 20:00 

 

Venjuleg aðalfundarstörf

 

STJÓRNIN


 

03.05.2018 21:48

Eyrarbakkafundur VG-listans í Árborg

 

 

 

Eyrarbakkafundur VG-listans í Árborg

 

Fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 20:00 – 21:30

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

Myndaalbúm:

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286050/

 

Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður
 

03.05.2018 17:21

VG í Árborg funda á Eyrarbakka

 

 
 

 

VG í Árborg funda á Eyrarbakka


Fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 20:00 á Stað

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.05.2018 17:26

"Sigur fyrir íbúalýðræðið"

 

 

Tölvugerð mynd af nýja miðbænum á Selfossi, séð frá brúarsporðinum.

Mynd/Batteríið

 

 

„Sigur fyrir íbúalýðræðið“

 

Hópur sem stóð að undirskriftasöfnun um íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins á Selfossi náði að safna rúmlega 1900 undirskriftum og því þarf að halda kosningu um skipulagið innan árs.

 

„Þetta er sigur fyrir íbúalýðræðið og við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu enda var hörkuvinna að koma þessu saman. Fólk hefur mismunandi skoðanir á þessu skipulagi og auðvitað eru einhverjir undir þessum hatti sem eru hlynntir skipulaginu en vilja samt kosningu. Enda snýst þetta bara um það, að koma þessu í íbúakosningu, þetta er mikilvægt svæði í sveitarfélaginu okkar og hjartað í Selfossbæ,“ sagði Aldís Sigfúsdóttir í samtali við sunnlenska.is. Aldís stóð að undirskriftarsöfnuninni ásamt Davíð Kristjánssyni og Gísla Ragnari Kristjánssyni.

 

Alls þurftu 29% atkvæðisbærra íbúa að skrifa undir undirskriftarlistana tvo, eða 1.909 einstaklingar. Bæði var um að ræða athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjarins, þar sem Sigtún þróunarfélag áætlar að reisa byggingar í gömlum stíl.

 

1.928 skrifuðu undir listann um breytingu aðalskipulags í miðbænum, eða 29,4% og 1.941 undir listann um breytingu deiliskipulags í miðbænum, eða 29,7%

 

Þjóðskrá Íslands fór yfir undirskriftarlistana og hefur Aldís sent niðurstöðuna til bæjaryfirvalda. 

 

„Það er bæjarstjórnar að ákveða hvað gerist næst en samkvæmt lögunum ber þeim að halda íbúakosningu innan eins árs,“ segir Aldís.


 
Af sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður 

01.05.2018 09:13

1. maí 2018 á Selfossi

 

 
 

 

   1. maí 2018 á Selfossi
 

 

Það verður mikið um að vera á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi á degi verkalýðsins.

 

Dagskrá dagsins hefst kl. 11:00 en þá verður lagt af stað í kröfugöngu frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin. Lúðrasveit Selfoss spilar í skrúðgöngunni en það verða félagar í hestamannafélaginu Sleipni sem fara fyrir göngunni.

 

Ræðumenn dagsins eru:


Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags

og Ívar Haukur Bergsson námsmaður. 

 

Heimilistónar flytja Kúst og fæjó og fleiri lög. 

 

Berglind María Ólafsdóttir og Margrét Stefánsdóttir frá Tónlistarskóla Árnesinga flytja söngatriði.

 

Bifreiðaklúbbur Suðurlands sýnir glæsikerrur sínar. 

 

Teymt verður undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12.30 til 14:30.  

 

Stéttarfélögin munu bjóða upp á glæsilegar kaffiveitingar.

 

Félögin hvetja alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og sýna þannig samstöðu með því að berjast fyrir bættum lífskjörum í landinu.Skráð af Menningar-Staður


 

01.05.2018 07:19

Í dag er 1. maí um land allt

 

 

 

 

 "Í dag er 1. maí um land allt"Skráð af Menningar-Staður