Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Júní

30.06.2018 08:28

30. júní 1968 - Kristján Eldjárn forseti

 

 

 

 

30. júní 1968 - Kristján Eldjárn forseti

 

 

Kristján Eld­járn, 51 árs þjóðminja­vörður, var kjör­inn for­seti Íslands fyrir 50 árum þann 30 júní 1968.

 

Hann hlaut 65% at­kvæða en Gunn­ar Thorodd­sen 35%.

 

Kristján gegndi embætt­inu til 1980.

 


Forsetahjónin Halldóra Eldjárn og Kristján Eldjárn.

Skráð af Menningar-Staður

30.06.2018 08:13

Tónleikar að Kvoslæk í Fljótshlíð

 

 

 

Tónleikar að Kvoslæk í Fljótshlíð

 

Tónleikarnir  -Síðasta lag fyrir fréttir- 

verða haldnir að Kvoslæk í Fljótshlíð í dag, laugardaginn 30. júní 2018 kl. 20:30.

 

Á tónleikunum koma fram Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, mezzosópran, Þóra Svanborg Guðmannsdóttir, sópran, Glódís Margrét Guðmundsdóttir, píanó og Eyrún Anita Guðnadóttir, harmonikka. Tónleikarnir njóta stuðning frá SASS og FÍH.

 

Aðalheiður býr á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Kópavogs undir handleiðslu Önnu Júlíönu Sveinsdóttur. Dvaldi í Svíþjóð og nam söng í einkatímum og stjórnaði kór Íslendinga í Stokkhólmi. Lauk BA námi í tónlistarkennslu frá Listaháskóla Íslands, og síðar söngkennararéttindum við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum í söng og skapandi tónlistarmiðlun. Hefur sungið í kórum til fjölda ára, t.d. með Kór íslensku óperunnar og tók m.a þátt í Brottnáminu úr kvennabúrinu, Cavalleria Rusticana og Pagliacci. Aðalheiður hefur reynslu af popptónlist, hljómsveitarvinnu og komið víða fram. Þá hefur hún kennt tónmennt, stjórnað barnakórum, sett upp söngleikjasýningar og kennt í forskóla. Í dag starfar hún sem söng- og píanókennari auk annarra greina í Tónlistarskóla Rangæinga.

 

Þóra er fædd og uppalin í Reykjavík. 17 ára gömul hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík og voru Dóra Reyndal söngkona og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari helstu kennarar hennar. Þóra lauk einsöngsprófi frá Söngskólanum árið 2003 og söngkennaraprófi árið 2007.  Þóra hefur tekið þátt í námskeiðum bæði hér á landi og erlendis t.d. í Nice í Frakklandi, með Metropolitan óperukórnum í New York og sótti einkatíma hjá Pr. Lorrain Nubar í New York.


Þóra söng í Kór Langholtskirkju og kom einnig fram sem einsöngvari með kórnum. Hún var búsett í Bandaríkjunum í nokkur á og kom þá fram með Sinfóníuhljómsveit og kór Gwinnett-borgar. Söng hún m. a. Memorial tileinkað árásunum á tvíburaturnanna í New York og 9. sinfóníu Beethovens. Árin 2009-2013 stundaði hún einnig kennslu í söng og píanóleik í Lilburn, Georgia. Hún stundar nú leikskólakennaranám við Háskóla Íslands og mun útskrifast þaðan á komandi ári.

 

Glódís er búsett í Þykkvabænum.

Hún hóf píanónám 8 ára hjá Önnu Magnúsdóttur við Tónlistarskóla Rangæinga. 10 ára tók Hédi Maróti við sem kennari hennar og lauk Glódís burtfararpróf frá skólanum undir hennar leiðsögn árið 2010. Sama ár hóf hún nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með B. Mus. gráðu í klassískum píanóleik vorið 2014 með hæstu einkunn. Kennarar hennar voru Peter Máté og Nína Margrét Grímsdóttir en hún hefur einnig sótt námskeið hjá Halldóri Haraldssyni, Albert Mamriev og Víkingi Heiðari Ólafssyni. Glódís hefur kennt við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Kópavogs. Síðastliðinn vetur kenndi hún við Tónlistarskóla Árnesinga. Einnig hefur Glódís verið meðleikari með fjölmörgum kórum og lært kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Glódís hefur tekið þátt í mörgum tónlistarhátíðum m.a. Casalmaggiore Music Festival á Ítalíu, Píanókeppni Norðurlandanna í Danmörku og Alþjóðlegu Tónlistarakademíunni í Hörpu.

 

Eyrún er fædd og uppalin í Fljótshlíðinni.

Hún hóf nám á harmonikku fimm ára gömul hjá Grétari Geirssyni við Tónlistarskóla Rangæinga, á unglingsárum fluttist fjölskylda hennar til Stykkishólms, þar stundaði hún nám á harmonikku í nokkur ár hjá Hafsteini Sigurðssyni. Síðar hóf hún nám við Háskóla Íslands, þaðan útskrifaðist hún með BS í jarðfræði árið 2009. Eftir fimm ára búsetu erlendis lá leiðin aftur til Íslands með stækkandi fjölskyldu, mann og tvö börn. Þegar hér var komið við sögu hafði harmonikkan legið á hillunni í þó nokkur ár, en undir niðri blundaði alltaf áhuginn sem braust út síðastliðinn vetur er rykið var dustað af nikkunni og hún hóf aftur nám hjá Grétari Geirssyni við Tónlistarskóla Rangæinga. Í dag starfar Eyrún á Hótel Rangá og er búsett með fjölskyldu sinni á Hvolsvelli.

 

 

Fleiri viðburðir verða að Kvoslæk í sumar

 


Laugardaginn 28. júlí kl. 15.00

mun Sveinn Yngvi Egilsson flytja fyrirlestur í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Fyrirlesturinn nefnist Vinagleði og fjallar um félagslega þýðingu bókmennta í þjóðernislegu samhengi.

 

Laugardaginn 18. ágúst kl. 15.00

verða tónleikar sem nefnast Bræðralög. Á þeim munu bræðurnir Bjarni og Einar Þór Guðmundssynir syngja íslensk einsöngslög og dúetta við undirleik Guðjóns Halldórs Óskarssonar. Harmonikkuleikur verður fyrir tónleikana.
 


Kvoslækur í Fljótshlíð.

Skráð af Menningar-Staður.

30.06.2018 07:00

Merkir Íslendingar - Kristján S. Aðalsteinsson

 

 

Kristján S. Aðalsteinsson (1906 - 1996).

 

Merkir Íslendingar - Kristján S. Aðalsteinsson

 

Kristján Sig­urður Aðal­steins­son fædd­ist í Hauka­dal við Dýra­fjörð 30. júní 1906. For­eldr­ar hans voru Aðal­steinn Aðal­steins­son, bóndi á Hrauni í Dýraf­irði og skip­stjóri á Byggðar­enda á Þing­eyri, og k.h., Krist­ín Kristjáns­dótt­ir hús­freyja. Aðal­steinn var son­ur Aðal­steins Páls­son­ar, út­gerðar­bónda á Hrauni, og Jón­ínu Rós­mundu Kristjáns­dótt­ur, en Krist­ín var dótt­ir Kristjáns Guðmunds­son­ar, út­gerðar­bónda á Vatt­ar­nesi, og Petrínu Pét­urs­dótt­ur.

 

Eig­in­kona Kristjáns var Bára, dótt­ir Ólafs Sum­arliðason­ar, skip­stjóra á Ak­ur­eyri, og Jó­hönnu Björns­dótt­ur. Dótt­ir Kristjáns og Báru er Erna lyfja­fræðing­ur.

 

Kristján lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1932. Hann fór fyrst til sjós ný­fermd­ur, var há­seti á kútter Pi­lot frá Bíldu­dal í tvö ár, á eim­skip­inu Wil­lemoes 1922-26, á Lag­ar­fossi 1926-28, á dönsku far­skipi í eitt ár, há­seti á Lag­ar­fossi, Goðafossi og Brú­ar­fossi 1929-32, var ann­ar stýri­maður á Heklu 1934-35, ann­ar og þriðji stýri­maður á Gull­fossi 1935-40, er skipið var her­tekiið af Þjóðverj­um, kom heim með Esju í Pet­samoferðinni 1940, var síðan stýri­maður á Sel­fossi, Lag­ar­fossi, Brú­ar­fossi, Detti­fossi og Gull­fossi til 1953. Hann var fa­stráðinn skip­stjóri hjá Eim­skip­um 1953, varð skip­stjóri á Gull­fossi 1958 og var síðasti skip­stjóri þessa flagg­skips ís­lenska far­skipa­flot­ans, eða þar til skipið var selt úr landi, 1973. Þá hætti Kristján til sjós og varð um­sjón­ar­maður Þórs­ham­ars, húss Alþing­is.

 

Kristján sat í stjórn Stýri­manna­fé­lags Íslands 1935-46, var for­seti Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands 1961-63, varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og formaður skólaráðs Stýri­manna­skól­ans, var heiðurs­fé­lagi SKFÍ, var sæmd­ur fyrstu gráðu Dann­e­brogs­orðunn­ar og heiðurs­merki sjó­mannadags­ins.

 

Kristján lést 14. mars 1996.Morgunblaðið laugardagurinn 30. júní 2018.

 


Gullfoss við bryggju í Kaupmannahöfn.Skráð af Menningar-Staður.

29.06.2018 06:38

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

29. júní 1980 -

 

Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

 

Vigdís Finnbogadóttir.

Skráð af Menningar-Staður.

28.06.2018 07:18

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 


Hjötur Hjálmarsson (1905  1993) 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

Hjört­ur Hjálm­ars­son, skóla­stjóri og spari­sjóðsstjóri á Flat­eyri, fædd­ist á Þor­ljóts­stöðum í Vest­ur­dal í Skagaf­irði þann 28. júní 1905.

 

For­eldr­ar hans voru Hjálm­ar Stefán Þor­láks­son bóndi og Krist­ín Guðleif Þor­steins­dótt­ir hús­móðir. Hjálm­ar og Krist­ín skildu þegar Hjört­ur var ung­ur og flutt­ist hann þá með Krist­ínu móður sinni, eldri syst­ur sinni, Stein­unni, og manni henn­ar, Þór­arni Árna­syni, vest­ur í Reyk­hóla­sveit þar sem þau Stein­unn og Þór­ar­inn bjuggu á Miðhús­um.

 

Hjört­ur lauk gagn­fræðaprófi frá Flens­borg­ar­skól­an­um í Hafnar­f­irði 1922. Hann starfaði til að byrja með sem kenn­ari í Reyk­hóla­sveit en ákvað að fara í kenn­ara­nám. Lauk hann því árið 1926. Árið 1931 flutti Hjört­ur til Flat­eyr­ar og gerðist kenn­ari við Barna­skól­ann, fyrst sem al­menn­ur kenn­ari en síðan skóla­stjóri frá 1959. Gegndi hann því starfi til árs­ins 1970 er son­ur hans, Emil Ragn­ar, tók við af hon­um.

 

Hjört­ur kvænt­ist Aðal­heiði Rögnu Sveins­dótt­ur (f. 29. októ­ber 1911) hinn 15. des­em­ber 1934, en hún var dótt­ir Sveins Gunn­laugs­son­ar sem var skóla­stjóri á Flat­eyri á und­an Hirti. Þeir tengda­feðgar byggðu sér hús sam­an og þar fædd­ust syn­ir þeirra Hjart­ar og Rögnu, Emil Ragn­ar (f. 23. apríl 1936) og Grét­ar Snær (7. ág­úst 1937). Aðal­heiður Ragna andaðist 2. júní 1980.

 

Hjört­ur gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um á Flat­eyri. Hann var odd­viti Flat­eyr­ar­hrepps á ár­un­um 1938 til 1946 og hrepp­stjóri frá 1948 til 1972. Þá sat hann í sýslu­nefnd árin 1942 til 1972. Hjört­ur sat í stjórn og var lengi stjórn­ar­formaður Kaup­fé­lags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjört­ur sat í stjórn Spari­sjóðs Önfirðinga í fjöru­tíu ár, frá 1949 til 1989, og var hann jafn­framt spari­sjóðsstjóri frá 1977-1989. Hjört­ur var gerður að heiðurs­borg­ara Flat­eyr­ar­hrepps á sjö­tugsaf­mæli sínu árið 1975.

 

Hjört­ur var varaþingmaður Alþýðuflokks­ins á Vest­fjörðum 1959-62 og tók tví­veg­is sæti á Alþingi.

 

Hjört­ur lést 17. nóv­em­ber 1993.
 Morgunblaðið fimmtudaginn 28. júní 2018
 Skráð af Menningar-Staður

28.06.2018 06:38

Hallgrímur Sveinsson er 78 ára í dag - 28. júní 2018

 

 

Hallgrímur Sveinsson. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

 

 

Hallgrímur Sveinsson

 

er 78 ára í dag - 28. júní 2018

 

 

Léttadrengurinn,  Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði, er 78 ára í dag,  28. júní 2018.Hallgrímur Sveinsson er f.v. kennari og skólastjóri á Þingeyri og einnig Hrafnseyri.

 

Hallgrímur Sveinsson var í áratugi staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og hefur flestum öðrum mönnum fremur á síðari áratugum haldið nafni Jóns Sigurðssonar  forseta, sögu hans og arfleifð á lofti. Hann og eiginkona hans, Guðrún Steinþórsdóttir, bjuggu á Hrafnseyri í rúm 40 ár, ráku þar fjárbúskap og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.


 

Undir nafni Vestfirska forlagsins hefur Hallgrímur í um tuttugu ára skeið gefið út fjölda bóka, sem langflestar eru helgaðar vestfirsku efni með einum eða öðrum hætti.

 

Vestfirska forlagið hefur á síðari árum gefið út allt upp í tuttugu og þrjá titla á ári og er heildarfjöldi titla samtals um 350.


 

Útgáfustarfið í þágu vestfirskra fræða og vestfirskra málefna er og hefur verið brennandi áhugamál Hallgríms en ekki gróðavegur. 


Vinir alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka hafa átt sérlega gott samstarf við Hallgrím Sveinsson og Vestfirska forlagið á liðnum árum sem við þökkum fyrir. 


 

 Skráð af Menningar-Staður.

27.06.2018 06:56

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2017

 

 
 

 

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2017

 

 

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2017 er komin út og sjáanleg á vefnum.

 

Sjá:

 
http://www.husid.com/wp-content/uploads/2013/08/Ársskýrsla-Byggðasafns-Árnesinga-2017.pdfSkráð af Menningar-Staður

26.06.2018 07:14

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands - 50 ára

 

 

 

 

Forseti  og  bikarmeistari

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands – 50 ára

 

Guðni Thorlacius Jó­hann­es­son fædd­ist 26. júní 1968 í Reykja­vík. Hann bjó fyrsta ævi­ár sitt á horni Ægis­götu og Mýr­ar­götu í Reykja­vík en flutt­ist síðan í Garðabæ (þá Garðahrepp) og ólst þar upp, nán­ar til­tekið á Blika­nesi á Arn­ar­nesi.

 

„Ég var mikið í íþrótt­um sem barn og ung­ling­ur og lék hand­bolta og blak með Stjörn­unni en var aldrei neitt sér­stak­ur.“ Þegar Guðni var síðan í námi á Englandi lék hann með skólaliðinu Warwick Jagu­ars og varð bikar­meist­ari Miðlanda­deild­ar­inn­ar, einn ör­fárra Íslend­inga sem hafa náð bikar­meist­aratign í boltaíþrótt á Englandi.

 

Guðni út­skrifaðist árið 1987 með stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík. Hann stundaði nám í sögu og stjórn­mála­fræði við Warwick-há­skóla á Englandi og út­skrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 1991. Hann lærði um skeið þýsku í Bonn í Þýskalandi og nam rúss­nesku á ár­un­um 1993-1994 við Há­skóla Íslands. Guðni út­skrifaðist með meist­ara­gráðu í sagn­fræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagn­fræði á ár­un­um 1998-1999 við Oxford-há­skóla á Englandi og út­skrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktors­prófi í sagn­fræði frá Qu­een Mary, Uni­versity of London.

 

Árin 2013-2016 var Guðni kenn­ari í sagn­fræði við Há­skóla Íslands, lektor, dós­ent og síðast pró­fess­or. Áður var hann lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík og stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands, Há­skól­ann á Bif­röst og Uni­versity of London. Jafn­framt vann hann um ára­bil við af­leys­ing­ar á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

 

Guðni hef­ur skrifað fjölda sagn­fræðirita, meðal ann­ars um sögu þorska­stríðanna, um for­seta­embættið, um embætt­istíð Kristjáns Eld­járns, for­seta Íslands, ævi­sögu Gunn­ars Thorodd­sens og bók­ina Óvin­ir rík­is­ins en tvær þær síðast­nefndu voru til­nefnd­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna. Að auki hef­ur Guðni skrifað fjölda fræðigreina um sögu Íslands og samtíð og hef­ur hann hlotið ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir fræðistörf sín. Árið 2017 var hann sæmd­ur nafn­bót heiðurs­doktors við Qu­een Mary, Uni­versity of London.

 

Guðni var kjör­inn for­seti Íslands í for­seta­kosn­ing­un­um 25.6. 2016 með 39% at­kvæða og tók við embætt­inu 1.8. 2016. „Þetta er ábyrgðar­mikið embætti og ein­stak­ur heiður að fá að gegna því. Starfið er anna­samt og fjöl­breytt og einna skemmti­leg­ast að hitta fjölda fólks hvaðanæva af land­inu og fólk að utan líka.“

 

Guðni hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á íþrótt­um og hreyf­ingu og spil­ar fót­bolta einu sinni í viku með vin­um sín­um. „Ég fagnaði því að tvö ár eru liðin frá því að ég var kjör­inn for­seti með því að hlaupa frá Bessa­stöðum að Víf­ilsstaðavatni og til baka, reyni að fara þá fal­legu leið öðru hvoru. Af­mæl­inu verður fagnað með göngu upp á Helga­fell. Ég reyni líka að vera eins mikið og ég get með börn­un­um okk­ar og svo veit ég fátt skemmti­legra en að lesa hnausþykk­ar ævi­sög­ur. Lest­ur góðra bóka er líf mitt og yndi. Á nátt­borðinu er ég með bók eft­ir Timot­hy Snyder sem heit­ir Blood­lands og einnig Jón for­seti all­ur? eft­ir Pál Björns­son sagn­fræðing. Svo var ég að ljúka við Eins og ég er, end­ur­minn­ing­ar Önnu Kristjáns­dótt­ur.“

 

Í dag verður stór­leik­ur hjá ís­lenska karla­landsliðinu á HM. „Ég er hóf­lega bjart­sýnn en veit að liðið mun leggja sig allt fram. Maður biður ekki um meira en það og svo sjá­um við til hversu langt það dug­ar okk­ur. Hvernig sem fer meg­um við vera stolt af strák­un­um sem hafa vakið at­hygli víða um heim og fólk hef­ur orðið vitni að þeim krafti og seiglu sem get­ur búið í Íslend­ing­um.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Guðna er El­iza Reid, f. 5.5. 1976, ann­ar fram­kvæmda­stjóra Ice­land Writers Retreat, rit­list­ar­búða á Íslandi. Hún sinn­ir auk þess marg­vís­leg­um verk­efn­um og skyld­um sem fylgja því að vera maki for­seta Íslands. For­eldr­ar henn­ar: All­i­son Jean Reid (f. Brown), f. 20.4. 1947, dag­móðir og hús­móðir, og James Hugh Camp­bell Reid, f. 14.2. 1948, kenn­ari í ensk­um bók­mennt­um við fram­halds­skóla og Carlet­on Uni­versity í Ottawa. Bæði sest í helg­an stein. Fyrri maki er Elín Har­alds­dótt­ir, f. 3.8. 1969, lista­kona og viðskipta­fræðing­ur.

 

Börn: Rut Guðna­dótt­ir, með El­ínu, f. 12.8. 1994, meist­ara­nemi í rit­list við Há­skóla Íslands; með El­izu: Duncan Tind­ur Guðna­son, f. 2.10. 2007; Don­ald Gunn­ar Guðna­son, f. 18.9. 2009; Sæþór Peter Guðna­son, f. 9.7. 2011, og Edda Mar­grét Reid, f. 20.8. 2013.

 

Bræður Guðna eru Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, f. 7.7. 1972, íþrótta­fræðing­ur og hand­boltaþjálf­ari, og Jó­hann­es Jó­hann­es­son, f. 19.12. 1979, þjón­ustu- og rekst­ar­sviðsstjóri hjá WuXi NextCODE Genomics.

 

For­eldr­ar Guðna: Hjón­in Mar­grét Thorlacius, f. 28.5. 1940, fyrr­ver­andi kenn­ari og rit­stjóri, bús. í Garðabæ, og Jó­hann­es Sæ­munds­son, f. 25.7. 1940, d. 10.4. 1983, íþrótta­kenn­ari og þjálf­ari.

 

 
Morgunblaðið þriðjudagurinn 26. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður.

24.06.2018 21:50

Sýning Fangelsisminjasafns Íslands að Stað á Eyrarbakka 23. og 24. júní 2018

 


Séra Hreinn S. Hákonarson við opnun sýningarinnar að Stað á Eyrarbakka. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Sýning Fangelsisminjasafns Íslands

 

að Stað á Eyrarbakka 23. og 24. júní 2018

 

 

Mikill fjöldi fólks kom á sýningu Fangelsisminjasafn Íslands sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka nú um Jónsmessuhelgina 23. og 24. júní 2018.Séra Hreinn S. Hákonarson, sem verið hefur fangaprestur Þjóðkirkjunnar í 25 ár, á veg og vanda af þessari sýningu sem fékk lof þeirra hundruðu gesta sem komu á sýninguna.Séra Hreinn opnaði sýninguna formlega  kl. 13 á laugardeginum og kom skýrt fram í máli hans að framtíðarsýnin er að þetta safni verði staðsett á Eyrarbakka.Menningar-Staður færði til myndar á laugardeginum og eru 59 myndir í þessu albúmi:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/

 

 

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

 

.

.

 
 

Skráð af Menningar-Staður

23.06.2018 08:19

Fangelsisminjasafn Íslands sýnir á Jónsmessudögum á Eyrarbakka

 

 

 

Fangelsisminjasafn Íslands sýnir

 

á Jónsmessudögum á Eyrarbakka

 

 

Dagana 23. júní  til 24. júní verður að segja má einstök sýning í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar verða ýmsir munir til sýnis sem snerta fangelsissögu landsins. Um nokkurt skeið hefur verið safnað munum og gögnum sem tengjast þessari sögu og í þeim tilgangi hefur Fangelsisminjasafn Íslands verið sett á laggirnar.

 

Í byrjun maímánaðar s.l. var opnuð sýning Fangelsisminjasafns Íslands í Grensáskirku í Reykjavík og lauk henni nú fyrir nokkru. Fjöldi fólks heimsótti sýninguna og höfðu margir á orði að hún sýndi inn í heim sem þeim væri með öllu ókunnur og þeir hefðu ekki leitt hugann að því hvernig hlutir gengju fyrir sig hversdagslega innan þeirra húsa sem fangelsi kallast.

 

Á Eyrarbakka er elsta starfandi fangelsi landsins og er því við hæfi að sýna þar þá muni og þau gögn  sem nú þegar hefur verið safnað. Litla-Hraun tók til starfa árið 1929 og verður níutíu ára afmælis þess minnst á næsta ári. Mjög margir munir í Fangelsisminjasafninu er komnir þaðan og von er á fleirum – og úr sem flestum fangelsum!

 

Mannlíf bak við lás og slá

 

Fangelsin geyma sögu sem er merkileg og fáum kunn. Það er helst sem ýmsir þættir hennar birtist í fréttum af margvíslegum afbrotum og ógæfu fólks. Vissulega er það neikvæð saga og oft hörmuleg. En sjaldnast er því velt fyrir sér hvernig lífið gangi fyrir sig bak við luktar dyr fangelsa. Lítið hefur verið hirt um að halda til haga ýmsum munum, gögnum og frásögum sem tilheyra þeirri sögu og varpa ljósi á hana. Nú hefur verið hafist handa við að safna þeim á skipulegan hátt með tilkomu Fangelsisminjasafns Íslands. Þetta safn er í mótun og um er að ræða í raun og veru drög að safni. Vonast er til að sem flestir gripir sem enduróma sögu fangelsa fari á safnið. Fangaverðir og aðrir áhugasamir um þessa sögu hafa lagt málinu lið. Safnið hefur ekki fengið neinn samastað enn sem komið er og vonandi rætist úr því síðar – en framtíð þess er með öllu óljós. Öll rök hníga  að því að heppilegasti staðurinn fyrir Fangelsisminjasafn Íslands í ljósi sögunnar sé Eyrarbakki. Auk þess er mörg söfn að finna á Eyrarbakka og staðurinn sannkallaður safnastaður. En kjarni málsins í þessu sambandi er sá að hafist hefur verið handa við söfnun og varðveislu fangelsissögunnar. Það er mikill áfangi.

 

Saga sem má ekki gleymast  

 

Vonast er til að sýning á munum Fangelsisminjasafnsins nú á Jónsmessudögum á Eyrarbakka verði til þess að vekja fólk til vitundar um mikilvægi fangelsissögunnar. Þetta er saga þeirra er starfa í fangelsum, fanganna og annarra er að koma að málum þeirra og þar með talið aðstandendum. Saga af fólki sem hefur ratað bak við lás og slá og allra þeirra sem gæta þess og veita því margháttaða þjónustu. Þetta er hluti af sögu þjóðarinnar sem ekki má gleyma: sagan af því hvernig samfélagið hefur tekið á móti brotamönnum. Þessi saga sviptir líka hulunni af aðstæðum frelsissviptra manna innan fangelsa sem og þeirra er starfa með hinu dæmda fólki. Allir vita svosem að fangelsi eru til og margt fer fram innan þeirra – til dæmis skólahald, vinna og tómstundir. Þau eru heimur út af fyrir sig og hafa ætíð verið svo. Munir og myndir segja þessa sögu út frá ýmsum sjónarhornum. Sýningin á á Jónsmessudögum á Eyrarbakka mun eflaust vekja forvitni margra og umræðu.

 

Allir hafa sögu að segja

 

Hluti af þessari minjasögu fangelsa eru líka sögur sem fólk hefur að segja af fangelsum, starfsfólki fangelsa og fanga. Þar leynast margar merkar sögur og sumar hverjar bráðskemmtilegar. Þau sem kynnu að eiga í fórum sínum frásagnir, muni eða myndir sem tilheyra þessari sögu gerðu vel í því að koma öllu því til skila til safnsins í rituðu máli – og  svo er hægt að skrá niður frásagnir. Einnig rúmast innan þessa ramma frásagnir af viðhorfi Eyrbekkinga gagnvart fangelsinu á Litla-Hrauni sem er svo að segja í túnfæti þorpsins – það er sjónarhorn sem ekki má gleyma.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á sýningu Fangelsisminjasafns Íslands í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka nú á Jónsmessuhátíðinni til að njóta hennar sem og koma eftir atvikum einhverju á framfæri sem þeir telja að eigi þar heima.

 

 


Séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar.


Grein séra Hreins S. Hákonarsonar

í Dagskráinni 20. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður