Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Júlí

13.07.2018 15:41

Sumartónleikar í Skálholti á helginni

 

 

ReykjavíkBarokk.

 

 

Sumartónleikar í Skálholti á helginni

 

 

Önnur vika Sumartónleika í Skálholti er nú að hefjast og verður sú umfangsmesta í sumar (2018).

 

Tvær efnisskrár verða fluttar helgina 14.–15. júlí. Bach-sveitin í Skálholti og sönghópurinn Cantoque ensemble undir stjórn Andreas Spering flytja tvær kantötur eftir Johann Sebastian Bach. Hvers get ég vænst af veröldinni BWV 94 og Herra Jesús Kristur, hæsti Guð BWV 113.

 

Cantoque Ensemble er ungur hópur þekktra íslenskra söngvara sem starfa við einsöng og samsöng, en Bach sveitin í Skálholti var stofnuð árið 1986 og er nú að mestu leyti skipuð ungu fólki sem hefur lagt fyrir sig hljóðfæraleik á barokkhljóðfæri. Andreas Spering, sem er þekktur stjórnandi fyrir túlkun barokktónlistar kemur frá Þýskalandi til liðs við tónlistarmenn Sumartónleikanna.

 

Kantöturnar verða fluttar í Skálholtskirkju

kl. 16 laugardaginn 14. júlí

og kl. 14 sunnudaginn 15. júlí.

 

Auk þess verður þess minnst um helgina að Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld hefði orðið áttræður á þessu ári hefði hann lifað, en Þorkell lést árið 2013. Hann var meðal mikilhæfustu tónskálda Íslendinga, flestir þekkja sálm hans Heyr himna smiður, en Þorkell samdi líka stór og smá verk fyrir hljóðfæraleikara. Á tónleikum laugardaginn 14. júlí kl. 14 leikur hópurinn ReykjavíkBarokk tónlist eftir Þorkel bæði útsetningar og orgelkonsertinn USAMO auk tveggja konserta frá barokktímanum.

 

Frítt er inn á Sumartónleika í Skálholtskirkju.

 

Sjá nánar á heimasíðu sumartonleikar.is.
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

13.07.2018 15:28

Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja

 

 

Frá aðalfundi Skálholtsfélagsins hins nýja sem haldinn var í Skálholti 7. júní sl.

Mynd: Páll Skúlason.

 

Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja

 

Fimmti aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja var haldinn í Skálholti fimmtudaginn 7. júní  2018., en félagið var reist á grunni Skálholtsfélagsins gamla sem var stofnað fyrir 70 árum. Tilgangur félagsins er að vera bakhjarl, hollvinasamtök um Skálholt. Í félaginu eru nú 185 félagsmenn.

 

Á liðnu ári hefur verið mikil starfsemi í félaginu, haldin málþing og stutt almennt við starfið í Skálholti. Haldnir voru fimm stjórnarfundir og sótti vígslubiskup alla fundi þar sem hann kynnti stjórnarmönnum stöðu mála í Skálholti. Jafnframt sótti Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, flesta fundi.

 

Verndarsjóðurinn, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fyrrum formanni Skálholtsfélagsins, hefur staðið fyrir viðgerðum á gluggum Gerðar Helgadóttur sem eru í Skálholtskirkju. Það verk gengur mjög vel og eru líkur á að því ljúki í haust. Verkið er nánast full fjármagnað.

 

Á fundinum gengu þau Karl Sigurbjörnsson, Hildur Hákonardóttir og Þorfinnur Þórarinsson úr stjórninni, en þau hafa átt sæti í stjórn félagsins frá upphafi og þakkaði fundurinn þeim þeirra störf.

 

Í stjórn voru kjörin þau;


Erlendur Hjaltason, formaður,

Guðmundur Ingólfsson,

Bergþóra Baldursdóttir,

Bjarni Harðarson

og Halldóra Þorvarðardóttir.

 

Í varastjórn voru;

 

kjörin Páll Skúlason,

Katrín Andrésdóttir

og Anna Stefánsdóttir.

 

Í lok fundar var fráfarandi vígslubiskupi, Kristjáni Val Ingólfssyni þakkað fyrir hið mikla starf sem hann hefur sinnt í Skálholti þann tíma sem hann hefur gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti.

 

 

Erlendur Hjaltason, formaður, afhenti Kristjáni Val Ingólfssyni,

fráfarandi vígslubiskupi, þakklætisvott á fundinum.

Mynd: Páll Skúlason.
Skráð af Menningar-Staður

13.07.2018 09:29

Feilpústið

 
 

 

Vinirnir Guðbjartur Jónsson og Björn Ingi Bjarnason.

Ljósm.: Spessi.

 

 

Feilpústið

 

Björn Ingi Bjarnason, fangavörður á Litla-Hrauni, sem býr á Eyrarbakka og Guðbjartur Jónsson, Vagnstjóri og veitingamaður á Flateyri, voru miklir vinir á meðan báðir bjuggu á Flateyri. Þar störfuðu þeir saman um árabil við beitingu og einnig í margþættu félagsstarfi sem hélt áfram eftir að báðir voru fluttir suður.

 

Bjartur og nú býr í Hveragerði er, sem kunnugt er, þekktur fyrir mismæli sín sem mörg hver eru mögnuð gullkorn. Björn Ingi hafði, líkt og aðrir, mikið gaman af orðfæri Bjartar og ambögum.
 

        Eitt sinn þegar þeir félagar höfðu ekki sést lengi hitti Björn Ingi vin sinn Bjart á förnum vegi. Björn Ingi  vildi fá að vita hvort eitthvað nýtt og eftirminnilegt væri eftir Bjarti haft.

 

        Vagnstjórinn svaraði öruggur með sig:

        "Ég hef ekki sagt feilpúst lengi."

 

 

Úr hinum vestfirska sagnaarfi.Skráð af Menningar-Staður

12.07.2018 21:04

Pant­an­ir á skyri streyma inn í Rússlandi

 

 "Nú þegar við erum að komast í gírinn, og getum nálgast

málin með þessum hætti, getum við unnið miklu hraðar.

Áður var hugsunin sú að fara land úr landi eftir því sem

okkar stjórnunarteymi réð við. Með því að vinna þetta út

frá vörumerkjasamningum má segja að viss flöskuháls sé

úr vegi varðandi hversu hratt við getum farið í önnur lönd,“

segir Ari Edwald. 

 

 

Ljósm.: Morgunblaðið/

Kristinn Magnússon.

 

Pant­an­ir á skyri streyma inn í Rússlandi

 

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar (MS), seg­ir sölu á skyri í Rússlandi ganga von­um fram­ar.

Pant­an­ir hafi streymt inn og fleiri versl­ana­keðjur sett sig í sam­band við fram­leiðand­ann en reiknað var með.

 

Áformað er að fram­leiða sem nem­ur tvö­faldri ársneyslu á Íslandi inn­an þriggja ára. Þá hef­ur verið samið við dótt­ur­fé­lag jap­anska stór­fyr­ir­tæk­is­ins Nippon um dreif­ingu á skyri í Jap­an. Hyggst Nippon nota skyrið sem stökkpall að aukn­um um­svif­um í mjólk­ur­geir­an­um.

 

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), segir raunhæft að nýtt dótturfélag MS, Ísey Exports, muni innan fárra ára hafa milljarð í framlegð á ári vegna sölu á skyri erlendis. Meðal annars streymi inn pantanir í Rússlandi eftir vel heppnaða kynningu eftir leik Íslands og Argentínu á HM.

 

Þann 1. júlí 2018 tók til starfa nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar (MS), Ísey Exports, um sölu á skyri á erlenda markaði. Stefnt er að því að stórauka þessi umsvif á næstu árum. Með nýrri nálgun, vörumerkinu Ísey skyr, á að sækja hraðar á nýja markaði.

 

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að með stofnun Ísey Exports sé búið að skipta upp starfseminni utanlands og innanlands á skýran hátt. MS hafi notað margvísleg módel í erlendum viðskiptum og við  útflutning síðan sú starfsemi hófst um 2008. Sjá nánar Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. júlí 2018.

_______________________________________________________________________________

 

Gjörum kunnugt þeim sem málin gleðja:

.
Nú sigrað hefur skyrið heim
segja má það öllum.
Að umgjörðin er öflug þeim
í önfirskum fjöllum.

.

.

.

.

Önfirsku fjöllin f.v.: Þorfinnur Stakkur og Sporhamar.

.

Skráð af Menningar-Staður 

 

12.07.2018 17:58

Fimmtán sækja um í Árborg

 


Ásta Stefánsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Árborg,

(framkvæmdastjóri).
Ásta hefur verið ráðin sveitarstjóri Bláskógabyggðar.

 

Fimmtán sækja um í Árborg

 

Fimmtán umsækjendur eru um starf bæjarstjóra í Árborg en umsóknarfrestur rann út þann 10. júlí 2018.

 

Meðal umsækjenda eru;


unnsteinn R. Ómarsson, fráfarandi bæjarstjóri í Ölfusi,

Gísli H. Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri á Ísafirði

og Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfusi.

Einnig eru Einar Bárðarson, samskiptastjóri,

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltúi Árborgar

og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar,

meðal umsækjenda.

 

 

Umsækjendurnir eru:

 

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Dorota Feria Escobedo, frístundaráðgjafi

Einar Bárðarson, samskiptastjóri

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Guðlaug Einarsdóttir, deildarstjóri

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri

Haukur Þór Þorvarðarson, enskukennari

Kristján Sturluson, sérfræðingur

Linda Björk Hávarðardóttir, vendor manager

Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri

Ómar Stefánsson, forstöðumaður

Sverrir Sigurjónsson, sölustjóri

Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóriSkráð af Menningar-Staður

12.07.2018 14:18

Gamla myndin - 6. júlí 2008

 

 

 

      Gamla myndin - 6. júlí 2008
 

                                                         Á Eyrarbakka 6. júlí 2008

 

 Ljósm.: Björn Ingi BjarnasonSkráð af Menningar-Staður

12.07.2018 09:57

Gamla myndin - 11. júlí 2008

 

 

 

   Gamla myndin - 11. júlí 2008
 

 

           Á og yfir Stokkseyrarbryggju þann 11. júlí 2008
 


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.

12.07.2018 09:01

Biskup Íslands vígir sr. Kristján Björnsson til vígslubiskups á Skálholtsshátíð 22. júlí

 

 
Skálholtsdómkirkja.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Biskup Íslands vígir sr. Kristján Björnsson Eyrarbakkaprest

til vígslubiskups á Skálholtsshátíð 22. júlí 2018

 

Á Skálholtsshátíð 22. júlí vígir frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Kristján Björnsson Eyrarbakkaprest, nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti og setur hann í embætti við messu í Skálholtsdómkirkju.

Messan hefst kl. 13.30 og er fólk hvatt til að koma tímanlega á staðinn. Prestar og biskupar ganga hempuklæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígsluvottum og gestum og pílagrímar ljúka göngu sinni úr Strandarkirkju og ofan úr Borgarfirði með þessari kirkjugöngu. Eftir vígslumessuna, sem er opin öllum, býður biskup Íslands til kaffiveitinga í Skálholtsskóla.

Vonast biskuparnir eftir góðri þáttöku kirkjunnar fólks á Íslandi og vonandi verður hátíðin það vel sótt að sjónvarpað verði yfir í skóla fyrir þau sem ekki komast inn í kirkjuna í sæti eða stæði.

 

Skálholtshátíð er haldin þessa helgi vegna Þorláksmessu á sumar. Hefst hún fimmtudaginn 19. júlí kl. 20 með tónleikum Metropolitan Flute Orchestra, sem er hluti af Sumartónleikum í Skálholti.

 

Föstudaginn 20. júlí kl. 12,

á sjálfri Þorláksmessu á sumar, er útimessa við Þorlákssæti sem sr. Kristján Valur Ingólfsson stýrir. Hefst hún á tröppum Skálholtsdómkirkju með söng og klukknahringingu og er gengið þaðan yfir kirkjuhlaðið að sætinu.

 

Hátíðin heldur svo áfram með tónleikum laugardaginn 21. júlí kl. 16. Þar syngur Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar og er einsöngvari Benedikt Kristjánsson sem einnig stjórnar söng og kammersveit.

 

Sunnudaginn 22. júlí kl. 11

heldur Jón Bjarnason orgeltónleika í kirkjunni. Því fylgir léttur hádegisverður í Skálholtsskóla. Eftir vígslumessuna og kaffiveitingar verður aftur boðið til hátíðarsamkomu í Skálholtsdómkirkju með ávörpum, erindi, einsöng og hljóðfæraleik. Aðalerindið flytur Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri nefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 1918.

 

Nýkjörinn Skálholtsbiskup hefur óskað eftir því að þau sem vilja samgleðjast á þessari hátíð með gjöfum og framlögum leggi allar gjafir í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju sem er með kt. 451016-1210 og banka 0152-15-380808 eða í Þorlákssjóð sem er með kt. 610172-0169 og banka 0151-05-060468.

Verndarsjóðurinn kostar umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur sem standa núna yfir og Þorklákssjóði er ætlað að styðja við endurnýjun á skrúða og áhöldum dómkirkjunnar. Það skal tekið fram að öll þessi dagskrá er án aðgangseyris og gildir það einnig um Sumartónleikana í júlí sem nánar er sagt frá hér á síðunni.


 

 

Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.

12.07.2018 08:47

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot tók á móti grænfána í fjórða sinn

 

 

 

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot

tók á móti grænfána í fjórða sinn

 

 

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot náði því markmiði að fá sinn fjórða grænfána afhentan við hátíðlega athöfn á vorhátíð leikskólans  sem haldin var í Brimveri á Eyrarbakka þann 21. júní sl.

Þann dag gengu nemendur sem eru í Æskukoti á Stokkseyri fæddir 2012, 2013 og 2014 ásamt kennurum,  Fjörustíginn  sem liggur á milli þorpanna og mættu á hátíðina í Brimveri á Eyrarbakka og tóku á móti fánanum með nemendum þar.

 

Allir elstu nemendur leikskólans, samtals 13 börn sem fædd eru árið 2012 eru í umhverfisnefnd ásamt verkefnastjóra Viktoríu Ýr Norðdhal, kennurum og starfsfólki skólans. Fundir umhverfisnefndar hafa verið haldnir reglulega á skólabókasafni Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES). Áhersla var lögð á tvö þemu, lýðheilsu og úrgang(rusl). Á fundum umhverfisnefndar var rætt um heilsu, líkamann, líkamsheiti, tilfinningar, líðan, endurnýtingu,  matarsóun og flokkun. Umræður voru um líðan og heilsu okkar í skólanum og hvernig við getum stuðlað að vellíðan og heilbrigði. Stuðst var við bókina Kroppurinn er kraftaverk eftir Sigrúnu Daníelsdóttur og hugmyndafræði bókarinnar nýtt sem útgangspunktur í verkefninu með nemendum. Þessi skemmtilega bók kennir börnunum að þykja vænt um líkama sinn, hugsa vel um hann og bera virðingu fyrir líkömum annarra. Verkefnið fellur vel að aðalnámskrá leikskóla og samræmist vel skólastarfi.

 

Dagurinn var ánægjulegur í alla staði þar sem nemendur skólans stóðu sig með stakri prýði og árangri var fagnað. Afhending grænfánans er staðfesting á menntun til sjálfbærar þróunar og að skólinn hafi lagt sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

 

Skráð af Menningar-Staður

11.07.2018 16:37

Yfir 20 langreyðar komnar á land

 


Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði á síðustu helgi.
 

 

Yfir 20 langreyðar komnar á land

 

• Veiðar farið ágætlega af stað í sumar,

segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals

 

 

22 langreyðar hafa veiðst í sum­ar frá því veiðar hóf­ust 20. júní sl. sagði Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. í sam­tali við mbl.is í gær. Kristján seg­ir hval­veiðar hafa farið ágæt­lega af stað í sum­ar þótt veður hafi verið erfitt og skyggni slæmt á fyrstu þrem­ur vik­um hval­veiða.

 

„Þetta hef­ur gengið svona upp og niður. Skyggnið hef­ur verið erfitt og ann­ar bát­anna fór af stað held­ur seinna en áætlað var,“ sagði Kristján. Hval­ur 9 var skipið sem var sjó­sett seinna vegna þess að bið eft­ir vara­hlut­um var lengri en gert var ráð fyr­ir.

 

Þegar Kristján ræddi við mbl.is í gær stefndu bát­arn­ir á miðin eft­ir að hafa legið við bryggju í Hval­f­irði síðustu tvo sól­ar­hringa á und­an. Hef­ur mesta veiðin það sem af er verið suðvest­ur af Garðskaga að sögn Kristjáns.

 

Tæp­lega 200 dýra veiðiheim­ild

 

Hval­ur hf. hef­ur heim­ild­ir til þess að veiða tæp­lega 200 dýr á þessu ári. Eft­ir að búið er að gera að hvöl­un­um, er kjötið geymt í frysti á meðan það bíður út­flutn­ings. Kjötið verður vænt­an­lega selt til Jap­an í haust, að því er fram kem­ur í sam­tali Kristjáns við mbl.is í lok júní.

 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 11. júlí 2018.

 

.

.

 

.

.

 
Tveir hvalbátar sem búið er að leggja eru upp í fjöru rétt innan við Hvalstöðina.

 Skráð af Menningar-Staður.