Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Ágúst

24.08.2018 19:53

Merkir Íslendingar - Jenna Jensdóttir

 

 

Jenna Jensdóttir (1918 - 2016).
 
 

 

Merkir Íslendingar - Jenna Jensdóttir

 

Jenna Jens­dótt­ir fædd­ist á Læk í Dýraf­irði 24. ágúst 1918.

For­eldr­ar henn­ar voru Ásta Sóllilja Kristjáns­dótt­ir og Jens Guðmund­ur Jóns­son kenn­ari, en þau bjuggu á Minna-Garði í Dýraf­irði.

Tvíburasystir Jennu var Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918 og í áratugi var húsmóðir að Núpi í Dýrafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 12. júní 2015.

 

Móðir Jens var Jens­ína, syst­ir Guðfinnu, ömmu prest­anna Björns Jóns­son­ar á Akra­nesi og Jóns Bjarm­an. Ásta Sóllilja var dótt­ir Kristjáns Jóns­son­ar, bónda í Breiðadal og Sól­bjart­ar Jóns­dótt­ur.

 

Eig­inmaður Jennu var Hreiðar Stef­áns­son, kenn­ari og rit­höf­und­ur. Hann lést fyr­ir rúm­um tutt­ugu árum. Syn­ir þeirra eru lækn­arn­ir Ástráður Bene­dikt og Stefán Jó­hann.

 

Jenna stundaði nám við Kenn­ara­skól­ann og nam við HÍ, auk leik­list­ar­náms hjá Lár­usi Ing­ólfs­syni. Hún stofnaði „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri, ásamt manni sín­um, 1942, og starfaði við hann í 21 ár og síðan við Barna­skóla Ak­ur­eyr­ar og Gagn­fræðaskóla Ak­ur­eyr­ar.

 

Eft­ir að Jenna og Hreiðar fluttu til Reykja­vík­ur, 1963, var Jenna kenn­ari við Lang­holts­skóla í tvo ára­tugi, við Barna­skóla Garðabæj­ar og lengi við Náms­flokka Reykja­vík­ur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í ára­tugi.

 

Jenna er höf­und­ur á þriðja tug bóka fyr­ir börn og ung­linga, ásamt Hreiðari. Þekkt­ast­ar þeirra urðu Öddu-bæk­urn­ar sem urðu fá­dæma vin­sæl­ar á sín­um tíma.

Jenna gaf einnig út eina ljóðabók og tvö rit með smá­sög­um.

 

Jenna starfaði m.a. í barna­vernd­ar­nefnd og Kven­fé­lag­inu Framtíðinni á Ak­ur­eyri og var í stjórn og um tíma formaður Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda. Hún var einn stofn­enda Delta Kappa Gamma á Íslandi og var í skóla­safna­nefnd Reykja­vík­ur. Hún hlaut ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf að fræðslu­mál­um og ritstörf. Síðast var hún heiðruð á Menn­ing­ar­hátíð Seltjarn­ar­ness, árið 2015 en hún bjó á Seltjarn­ar­nesi í mörg ár.

 

Jenna lést 6. mars 2016.


Morgunblaðið föstudagurinn 24. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður

 

24.08.2018 08:29

Gáfu íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn tvær vogir

 

 

Þórhildur og Hannes ásamt Ragnari M. Sigurðssyni,

íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ölfuss.

 

Gáfu Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn tvær vogir

 

Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir komu færandi hendi fyrir verslunarmannahelgi og gáfu íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn tvær vogir fyrir hönd Hafnarnes/Ver og SB skilta.

 

Vogirnar munu án efa koma að góðum notum og verða staðsettar í búningsklefum íþróttamiðstöðvarinnar.


Dagskráin greinir frá.


Skráð af Menningar-Staður.

22.08.2018 17:38

Arcade Fire og Kiriyama Family í Laugardalshöll

 

.

Arcade Fire í Laugardalshöll. Ljósm.I Morgunblaðið/Hari.

.

 

 

 

Arcade Fire  og Kiriyama Family í Laugardalshöll

 

Arcade Fire lauk löngu tónleikaferðalagi sínu á Íslandi

 


Margmenni var í Laugardalshöll í gærkvöldi, þriðjudaginn 21. ágúst 2018, þegar kanadíska indírokksveitin Arcade Fire hélt þar tónleika.

 

Íslenska hljómsveitin Kiriyama Family hitaði upp.

 

Frá því að Arcade Fire gaf út plötuna Funeral árið 2004 hefur hún notið mikillar hylli tónlistarunnenda og árið 2011 fékk hún Grammy-verðlaun fyrir plötuna The Suburbs.

 

Tónleikarnir hér á landi eru þeir síðustu í tónleikaferðalagi Arcade Fire sem ber sama heiti og nýjasta plata sveitarinnar, Everything Now.

Hyggjast meðlimir sveitarinnar ferðast um landið að loknum tónleikunum.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 22. ágúst 2018.


 

.

Kiriyama Family í Laugardalshöll. Ljósm.: Menningar-Staður.

.

.

Kiriyama Family í Laugardalshöll.

.

.
Mannfjöldinn framan við sviðið er Kiriyama Family hóf leik.


Skráð af Menningar-Staður

21.08.2018 06:40

Jólin komin á Eyrarbakka í ágúst

 

 

 

 

Jólin komin á Eyrarbakka í ágúst

 

Margir ráku upp stór augu þegar þeir keyrðu í gegn um aðalgötuna á Eyrarbakka þann 16. ágúst 2018.

 

Jólaskraut og snjór mættu vegfarendum sem áttu leið hjá í blíðviðrinu, en glampandi sól var í allan gærdag. Það var þó ekki svo að íbúar á Bakkanum væru farnir að þjófstarta jólunum.

 

Gjörningurinn var runninn undan rifjum starfsmanna framleiðslufyrirtækis í auglýsingagerð. Starfsmennirnir voru sposkir á svip þegar þeir voru spurðir um hvað stæði til.

 

Ekkert fékkst þó gefið upp um hvað stæði til. Jólaskreytingarnar og snjórinn settu þó skemmtilegan blæ á bæinn í blíðunni.
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

16.08.2018 07:34

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 19. ágúst 2018

 

 

 

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju

 

sunnudaginn 19. ágúst 2018 kl. 14

 

 

Guðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn

19. ágúst 2018 kl. 14:00.

 

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar en með honum þjónar sr. Arnaldur Bárðarson sem settur hefur verið til þjónustu í í prestakallinu.

 

Þetta er kveðjumessa sr. Kristjáns sem hefur nú tekið við embætti í Skálholti. Kórar prestakallsins leiða sönginn. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Kaffiveitingar í Rauða húsinu eftir messu.

 

Hvet söfnuðinn til að koma og eigan saman góða stund í kirkju og kaffispjalli á eftir þar sem við samfögnum og þökkum þeim vígslubiskups hjónum Guðrúnu Helgu og sr. Kristjáni og biðjum þeim blessunar í nýrri þjónustu í Skálholti.

 

Sr. Arnaldur Bárðarson

 

Séra Kristján Björnsson og séra Arnaldur Bárðarson.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.08.2018 07:22

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharðsson

 

 

 

 

       Marsellíus S. G. Bernharðsson (1897 - 1977).

 

 

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharðsson

 

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.

Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.

Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3. júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16. september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum.  
 
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins. 

Á 7. áratugnum hóf M. Bernharðsson hf smíði stálskipa í Naustinu, neðar á Suðurtanganum, þar var einnig reist dráttarbraut og stálskemma sem hefur alltaf verið nefnd Hveragerði á meðal fjölskyldunnar. Það heiti tengist bróður hans Finni Guðna sem vann hjá bróður sínum, aðstoðaði við húsbygginguna á Austuveginum og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin átti Finnur við veikindi að stríða og fór á Náttúrulækningastofnunina í Hveragerði, þar sem hann dvaldi um tíma. Honum líkaði dvölin vel og dásamaði staðinn.

Afi vann langa starfsævi, hann dó á 80. aldursári.

 

Af Facebook-siðu Áslaugar Helgudóttur
á Ísafirði.


 

 
Skráð af Menningar-Staður.

15.08.2018 19:59

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

 

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).
Teikning: Ómar Smári Kristinsson frá Gíslholti.

 

 

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

 

Matth­ías Bjarna­son fædd­ist á Ísaf­irði 15. ágúst 1921.

For­eldr­ar hans voru Bjarni Bjarna­son sjó­maður, síðar vega­verk­stjóri, og k.h. Auður Jó­hann­es­dótt­ir hús­freyja.
 

Eig­in­kona Matth­ías­ar var Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður fé­lags­ráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al­menn­um. Hin síðari ár átti Matth­ías góða sam­fylgd með Jón­ínu Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur, skóla­syst­ur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.
 

Matth­ías braut­skráðist úr VÍ 1939. Hann var fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðabáts­ins hf. 1942-43, Djúp­báts­ins hf. 1943-68, fram­kvæmda­stjóri Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga 1960-74, rak versl­un á Ísaf­irði 1944-73, var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Kög­urs 1959-66, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1946-70, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar.
 

Matth­ías var lands­kjör­inn alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1963-67 og á Vest­fjörðum 1967-95, sjáv­ar­út­vegs-, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1974-78, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1983-85, sam­gönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.
 

Matth­ías var formaður FUS á Ísaf­irði, Sjálf­stæðis­fé­lags Ísfirðinga, Fjórðungs­sam­bands sjálf­stæðismanna á Vest­fjörðum, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Ísaf­irði og sat í miðstjórn flokks­ins. Hann var formaður Útgerðarfé­lags­ins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða, Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Vest­f­irðinga, LÍÚ, í stjórn Fiski­mála­sjóðs, At­vinnu­jöfn­un­ar­sjóðs, Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins, var formaður Byggðastofn­un­ar og rit­stjóri Vest­ur­lands.
 

Ævim­inn­ing­ar hans, Járn­karl­inn, skráðar af Örn­ólfi Árna­syni, komu út 1993. Matth­ías gaf út ritið Ísland frjálst og full­valda ríki, í til­efni 75 ára af­mæl­is full­veld­is­ins, 1993.

 

Matth­ías lést 28. febrúar 2014.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

15.08.2018 07:25

Góðir hlustendur og sálfræðingar

 


Rak­ara­stofa Björns og Kjart­ans.
F.v.:  Mohammad Ali­bo, Kjart­an Björns­son, Björn Ingi Gísla­son,

Guðrún Þór­halls­dótt­ir og Björn Daði Björns­son.

Ljós­mynd/?Guðmund­ur Karl Sig­ur­dórs­son

 

 

Góðir hlustendur og sálfræðingar

 

• Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag

 

 

Rak­ara­stofa Björns og Kjart­ans á Sel­fossi fagn­ar 70 ára af­mæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í til­efni dags­ins. Í haust verður svo af­mæl­ispartí. „Þá ger­um við afa góð skil,“ seg­ir Kjart­an Björns­son hár­skeri, einn fjög­urra bræðra.

 

Gísli Sig­urðsson hóf rekst­ur­inn 1948 eft­ir að hafa verið rak­ari í Eim­skipa­fé­lags­hús­inu í Reykja­vík og víðar um ára­bil. Björn son­ur hans tók við stof­unni fyr­ir um 50 árum. „Það var hans heit­asta ósk að ég yrði rak­ari og hann byrjaði að láta mig klippa sig þegar ég var 13 ára,“ seg­ir Björn. Hann seg­ist hafa viljað verða húsa­smiður og hafi unnið við húsa­smíði hjá Sig­fúsi Krist­ins­syni en farið á samn­ing á rak­ara­stof­unni og alltaf klippt með. „Þegar pabbi veikt­ist 1968 varð ég að stökkva út í djúpu laug­ina og taka við stof­unni.“

 

Björn seg­ir að rekst­ur­inn hafi verið erfiður fyrstu árin eft­ir að hann tók við. Þá hafi menn verið byrjaðir að safna hári og minna að gera á rak­ara­stof­um um all­an heim. Norsk­ur hár­skeri hafi komið til lands­ins til þess að kenna hár­sker­um hvernig ætti að bregðast við vand­an­um. „Marg­ir gaml­ir hár­sker­ar hættu en yngri kyn­slóðin brást vel við og kom því á fram­færi að hárið væri eins og grasið; ekki þyrfti að klippa það allt af held­ur bara snyrta það. Þetta virkaði og við lifðum.“

 

Fjör­ug­ar umræður

 

Oft er sagt að mál mál­anna séu leyst á rak­ara­stof­um. Björn seg­ir að taka megi und­ir það. Oft hafi verið fjör­ug­ar umræður á stof­unni. „Menn hafa rætt hlut­ina op­in­skátt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að á 70 ára af­mæli Meist­ara­fé­lags hár­skera hafi hann sagt í ræðu að hár­skeri væri allt í senn sál­fræðing­ur, fé­lags­ráðgjafi og góður hlust­andi. „Auk þess er stjórn­má­laum­ræðan oft heit og ekk­ert hef­ur skort á hana hjá okk­ur. Sum­ir hafa til dæm­is unun af því að koma og setja inn sprengj­ur og ganga út þegar allt er komið á suðupunkt.“

 

Gísli sagði við Björn son sinn að það eina sem hann þyrfti að passa upp á væri að vera alls ekki í póli­tík því það setti allt á hliðina. Kjart­an, son­ur Björns, seg­ir að senni­lega hafi þetta verið rétt. „Afi náði að tipla á tán­um í miklu póli­tísku um­hverfi frá 1948 til 1970 og eng­inn vissi hvar hann stóð í póli­tík,“ seg­ir hann. „Pabbi fór hins veg­ar í fram­boð fyr­ir óháða 1971 og síðar í bæj­ar­stjórn og ég fór sömu leið, hef verið í bæj­ar­póli­tík­inni í átta ár og var varaþingmaður.“ Hann seg­ir að það hafi ekki haft áhrif á vinn­una. „Ég klippi bæði sam­herja og and­stæðinga.“

 

Björn legg­ur áherslu á að vinnustaður­inn sé skemmti­leg­ur. „Það er gam­an að fást við þetta starf. Það er svo breyti­legt; maður er alltaf með nýtt og nýtt verk­efni í hönd­un­um.“ Kjart­an tek­ur í sama streng. „Starfið er fjöl­breytt og skemmti­legt og maður hitt­ir marga. Í því felst gæf­an.“

 

Gísli var lengst af með stof­una í heima­húsi en Björn flutti hana í sér­stakt hús­næði 1971 og hún hef­ur verið í Miðgarði frá 1997. „Ég hef verið með nokkra nema og það kom okk­ur hjón­un­um á óvart þegar Kjart­an son­ur okk­ar vildi verða rak­ari, en síðan bætt­ist yngsti son­ur­inn Björn Daði í eig­enda­hóp­inn.“ Barna­börn­in eru 15. Björn seg­ir að ekk­ert þeirra hafi lýst yfir áhuga á að feta í fót­spor­in en ekki sé öll von úti enn.

 

Kjart­an seg­ir að hann hafi ákveðið að koma for­eldr­um sín­um á óvart með því að velja að fara í rak­ara­nám í Iðnskól­an­um frek­ar en að fara í Versl­un­ar­skól­ann. „Tím­inn í Iðnskól­an­um var ynd­is­leg­ur og ég hlakka til hvers vinnu­dags,“ seg­ir hann. Hann seg­ist þekkja marga rúm­lega fimm­tuga sem séu ekki eins spennt­ir fyr­ir starfi sínu nú og þegar þeir byrjuðu fyr­ir 20 til 30 árum. „Ég hef klippt í 34 ár og er svo hepp­inn að ég hlakka til hvers dags.“


 


Rak­ari - Gísli Sig­urðsson.
 Morgunblaðið miðvikudagaginn 15. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

 

14.08.2018 11:01

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. ágúst 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. ágúst 2018

 


Vinir alþýðunnar.

 

Stefnumótun - mannlíf og menning -

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.

14.08.2018 08:12

Framvinda Dýrafjarðarganga í viku 32

 

 

 

 

Framvinda Dýrafjarðarganga í viku 32

 

 

Í síðustu viku, viku 32, lengdust Dýrafjarðargöngin Arnarfjarðarmegin um 84,4 m og lengd þeirra nú orðin 3.260,7 m sem er 61,5% af heildarlengd. Aðstæður til gangagraftrar hafa verið góðar og berggangur sem var að koma inn í göngin í lok vikunnar hafði ekki áhrif á framvindu en berggangurinn var kominn á miðjan stafn í lok vikunnar.


Lítillega hefur bæst við fyllingar í Arnarfirði en megnið af efninu úr göngum hefur farið í, auk fyllinga, fláafleyga og á haugsvæði. Þá var syðri stöpull nýrrar Mjólkárbrúar tilbúinn fyrir uppsteypu í lok vikunnar og verður hann steyptur í dag.


Í Dýrafirði vann verktaki að aðstöðusköpun og er plan fyrir svefnaðstöðu verktaka nú klárt og þá hóf verktaki vinnu í vegagerð á skeringarsvæði, sjá ljósmyndir.

 

Einnig var unnið við styrkingar í forskeringu sem eru nú nánast lokið en eftir er að grafa burt síðasta hlutann úr forskeringunni og verður gangastafn væntanlega tilbúinn í næstu viku fyrir lokastyrkingar á munnsvæði áður en gangagröftur getur farið af stað í Dýrafirði.


Nokkrar myndir frá framkvæmdun Dýrafjarðarmegin.
Texti og ljósm.: Steinar Ríkarður Jónasson í Mjólkárvirkjun.

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.