Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Ágúst

04.08.2018 19:33

Fánasetur Suðurlands flaggar þýskum fána

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggar þýskum fána
 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar þjóðfána Þýskalands

 

í dag, laugardaginn 4. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

04.08.2018 08:22

Ásgeir í stjörnuliði í Stuttgart

 

 

Ásgeir Sigurvinsson.

Með fyrirliðabandið í leik með Stuttgart 1986.

Ljósm.: Morg­un­blaðið/?Skapti Hall­gríms­son.

 

 

Ásgeir í stjörnuliði í Stuttgart

 

Meðal goðsagna félagsins í 125 ára afmælisleik 

 

Með Klinsmann og Dunga

 

Ásgeir Sigurvinsson verður meðal leikmanna í stjörnuliði Stuttgart á 125 ára afmælishátíð félagsins í Þýskalandi á morgun. Goðsagnir í knattspyrnusögu félagsins stíga þá á sviðið áður en núverandi leikmenn Stuttgart leika sjálfan afmælisleikinn gegn sigurvegurum Atletico Madrid í Evrópudeildinni síðasta vor.

 

Meðal eldri leikmanna Stuttgart í leik morgundagsins má auk Ásgeirs nefna Jürgen Klinsmann, Guido Buchwald, Bernd Förster, Krassimir Balakov, Hansi Müller, Carlos Dunga og Felix Magath. Fram kemur á heimasíðu félagsins að leiktími gömlu leikmannanna verði 20 mínútur hvor hálfleikur.

 

Ásgeir lék með Stuttgart frá 1982 til 1990, alls 194 leiki í þýsku Bundesligunni og skoraði í þeim 38 mörk. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi 1984 af leikmönnum Bundesligunnar. Ásgeir var kosinn íþróttamaður ársins hérlendis 1974 og 1984 og var tilnefndur í heiðurshöll ÍSÍ fyrir þremur árum.

 

Stuttgart 5 sinnum meistari

 

Ásgeir varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart vorið 1984, en alls hefur félagið fimm sinnum hampað meistaratitlinum. Ásgeir er 63 ára gamall, en Eyjólfur Sverrisson sem varð meistari með Stuttgart 1992 fagnaði hálfrar aldar afmæli í gær.
 Morgunblaðið 4. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

04.08.2018 06:37

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

 

Þórður I. Júlíusson (1918 - 2010).

 

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

Þórður Ingólf­ur Júlí­us­son fædd­ist á Atla­stöðum í Fljóta­vík á Horn­strönd­um 4. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Júlí­us Geir­munds­son, út­vegs­bóndi á Atla­stöðum í Fljóta­vík og síðar á Ísaf­irði, og k.h. Guðrún Jóns­dótt­ir hús­freyja.

 

Móður­for­eldr­ar Þórðar voru Jón Guðmunds­son, húsmaður á Steins-túni, og k.h., Elísa Ólafs­dótt­ir, en föður­for­eld­ar hans voru Geir­mund­ur Guðmunds­son, húsmaður í Látra­nesi, og k.h., Sig­ur­lína Friðriks­dótt­ir.

 

Systkini Þórðar:

Júdith Friðrika, f. 1920. Lát­in eru: Ingi­björg, f. 1906, Geir­mund­ur, f. 1908, Sig­ur­lína, f. 1909, Jón Ólaf­ur, f. 1910, Jó­hann, f. 1912, Guðmundína, f. 1915, Snorri, f. 1916, Júlí­ana, f. 1921, Anna, f. 1923, og Guðmund­ur, f. 1925.

 

Eig­in­kona Þórðar var Aðal­heiður Bára Hjalta­dótt­ir frá Sel­hús­um í Naut­eyr­ar­hreppi, dótt­ir Ásthild­ar Magnús­dótt­ur og Hjalta Jóns­son­ar.

 

Börn Þórðar og Báru:

Ásthild­ur Cesil, Jón Ólaf­ur, Hjalti, Gunn­ar, Hall­dóra, Sig­ríður, Inga Bára, og Júlí­us sem lést á fyrsta ári.

 

Þórður ólst upp á Atla­stöðum og vann þar að búi for­eldra sinna. Hann hleypti heimdrag­an­um 19 ára og flutti til Ísa­fjarðar. Þar stundaði hann sjó­mennsku fyrst í stað en fór síðan að stunda vöru- og leigu­bíla­akst­ur og einnig fisk­verk­un og veit­ing­a­rekst­ur í fé­lagi við Jó­hann, bróður sinn. Þeir bræður stofnuðu ásamt Jóni B. Jóns­syni Útgerðarfé­lagið Gunn­vöru árið 1955 og kom Þórður þar að rekstri í ára­tugi.

 

Þórður og Bára fluttu í Vinam­inni við Selja­lands­veg árið 1945. Þar byrjaði Þórður fyrst með salt­fisk- og skreiðar­vinnslu og rak einnig rækju­vinnslu um 20 ára skeið. Einn og í fé­lagi við aðra stóð Þórður einnig í út­gerð inn­fjarðarrækju­báta um ára­tuga­skeið. Þá kom Þórður að stjórn ým­issa annarra fyr­ir­tækja á Ísaf­irði og víðar. Þau hjón bjuggu alla tíð á Vinam­inni en síðustu þrjú árin dvaldi Þórður á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísaf­irði.

 

Þórður lést 15. ágúst 2010.


Morgunblaðið 4. ágúst 2018.

 Skráð af Menninagr-Staður.

03.08.2018 19:55

Þetta gerðist...3. ág­úst 1980

 

 

 

Þetta gerðist...3. ág­úst 1980

 

Hátíð var hald­in á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð til að minn­ast þess að hundrað ár voru liðin frá and­láti Jóns Sig­urðsson­ar.

 

Kap­ella var vígð og minja­safn opnað en það var fyrsta embættis­verk Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur sem for­seta Íslands.

 

Morgunblaðið 3. ágúst 2018

Dag­ar Íslands | Jón­as Ragn­ars­son

 

 

 
 

 

 Skráð af Menningar-Staður.

03.08.2018 06:52

Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs

 

 

Kirkjugestir í Laugardælakirkjugarði. Mynd: Fischersetrið

 

 

Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs

 

Laugardaginn 21. júlí s.l. var haldið upp á fimm ára afmæli Fischersetursins á Selfossi.

 

Athöfnin hófst í Laugardælakirkju með minningarathöfn um skákmeistarann Bobby Fischer. Athöfnin var í umsjá séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar fv. sóknarprests Selfosskirkju.

 

Ræðumaður var Davíð Oddsson fv. forsætisráðherran. Hann rifjaði upp atriði frá uppeldisárum sínum hjá afa sínum Lúðvíki Norðdal lækni á Selfossi. Þá lýsti Davíð sinni aðkomu að því að reyna að fá bandarísk stjórnvöld til að sýna Bobby Fischer mildi þó hann hefði teflt í Júgóslavíu 1992 og þá þvert á bann bandaríkjamanna. Á þessum tíma geisaði borgarastyrjöld í Júgóslavíu og vegna þess voru vesturlandaþjóðirnar með viðskiptabann á Jógóslavíu. Davíð nefndi í ræðu sinni að eftir þetta hafi Bobby Fischer verið eftirlýstur af Bandaríkjastjórn og eftir viðbrögð hans við árásunum á tvíburaturnana í New York hefði verið sérstaklega erfitt að eiga við bandarísk stjórnvöld.

 

Davíð sagði einnig frá sínum þætti í því að frelsa Fischer frá Japan með því að hann fengi íslenskt vegabréf. Alþingi Íslendinga samþykkti 21. mars 2005 íslenskan ríkisborgararétt fyrir Bobby Fischer og tveimur dögum síðar lenti hann á Reykjavíkurflugvelli.  Davíð telur að það hefði ekki síst verið að þakka öflugum baráttuhópi vina Fischer að það tókst að leiða þetta mál í heila höfn.

 

Þá söng Dagný Halla Björnsdóttir nokkur lög.

 

Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi í Fischersetri. Þar fluttu ávörp; Guðmundur G. Þórarinsson framkvæmdastjóri einvígisins 1972, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra.


Dagskráin greinir frá.

 

.
Skráð af Menningar-Staður 

 

03.08.2018 06:36

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 


Rafn A. Pétursson (1918 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 

Rafn Al­ex­and­er Pét­urs­son fædd­ist í Bakka­koti í Skagaf­irði 3. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Pét­ur Jóns­son, verk­stjóri á Sauðár­króki, og k.h., Ólafía Sig­urðardótt­ir.

 

Rafn kvænt­ist 1946 Karólínu Júlí­us­dótt­ur en hún lést 1994. Son­ur Karólínu er Árni Júlí­us­son húsa­smiður. Dótt­ir Rafns er Berg­ljót. Börn Rafns og Karólínu eru Júlí­us fram­kvæmda­stjóri; Pét­ur Ólaf­ur verk­efna­stjóri; Kjart­an tækni­fræðing­ur; Auður skrif­stofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

 

Rafn lærði skipa­smíði á Ak­ur­eyri, stundaði nám við Iðnskól­ann þar og lauk sveins­prófi 1942. Hann lauk námi í fisk­vinnslu hjá Fisk­mati rík­is­ins, var síld­ar- og fisk­matsmaður frá 1940, stundaði skipa­smíði á Ak­ur­eyri 1937-45, var yf­ir­smiður við skipa­smíðastöð Eggerts Jóns­son­ar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frysti­hús­stjóri þar 1950-54 og síðar hjá Har­aldi Böðvars­syni & Co á Akra­nesi 1954-60, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Fiskiðju Flat­eyr­ar hf. 1960-68, verk­stjóri hjá Fosskrafti við bygg­ingu Búr­fells­virkj­un­ar 1968-69, full­trúi Lands­banka Íslands við Útgerðar­stöð Guðm. Jóns­son­ar í Sand­gerði 1969-70. Þá stofnaði hann og rak frysti­húsið R.A. Pét­urs­son hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í út­flutn­ingi á fersk­um fiski með flugi.

 

Rafn sat í próf­nefnd skipa­smiða á Suður­nesj­um 1945-54, í stjórn FUS á Suður­nesj­um, í hrepps­nefnd Njarðvík­ur­hrepps fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1946-50 og 1954, sat í bæj­ar­stjórn Akra­ness fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og í út­gerðarráði 1958-60, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1961-67, í hrepps­nefnd og odd­viti Flat­eyr­ar­hrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmanna­fé­lags Flat­eyr­ar, í stjórn fé­lags fisk­vinnslu­stöðva á Vest­fjörðum, í stjórn SH 1962-68 og var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1963-67.

 

Rafn lést 6. desember 1997.


Morgunblaðið 3. ágúst 2018.

 

 

Rafn A. Pétursson.


Skráð af Menningar-Staður.

02.08.2018 20:43

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Vinir alþýðunnar.

 
Skráð af Menningar-Staður

02.08.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmundur Valdimarsson (1918 - 2008).

 

 

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmund­ur Valdi­mars­son fædd­ist á Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðrún M. Kristó­fers­dótt­ir, frá Brekku­völl­um, og Valdi­mar H. Sæ­munds­son, bóndi á Kros­sá, en Sæmund­ur var ann­ar í röð átta systkina.

 

Sæmund­ur gift­ist Guðrúnu Magnús­dótt­ur frá Langa­botni í Geirþjófs­firði. Bú­skap sinn hófu þau á æsku­slóðum en árið 1948 fluttu þau suður og bjuggu 20 ár í Kópa­vogi en síðan í Reykja­vík frá 1974.

 

Börn þeirra Sæ­mund­ar og Guðrún­ar eru Valdi­mar, Hild­ur, Magnús og Gunn­ar.

 

Sæmund­ur fór fyrstu vertíð sína á sjó á ferm­ing­ar­ár­inu sínu á skút­unni Gretti frá Stykk­is­hólmi, eft­ir það vann hann árstíðabundið fjarri heim­il­inu við sjó­sókn og einnig við fisk­vinnslu í Reykja­vík og önn­ur til­fallandi störf.

 

Sæmund­ur var verkamaður all­an sinn starfs­ald­ur, fyrst í Ísbirn­in­um, og síðan í stóriðju­ver­inu Áburðar­verk­smiðjunni. Hann sat í trúnaðarmannaráði starfs­manna Áburðar­verk­smiðjunn­ar, sat í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins og starfaði auk þess í Dags­brún og fyr­ir Menn­ing­ar- og fræðslu­sam­band alþýðu.

 

Lista­manns­fer­ill Sæ­mund­ar hófst um 1970 og árið 1974 hélt hann fyrstu sýn­ingu sína á högg­mynd­um úr rekaviði. Hann hélt síðan fjöl­marg­ar sýn­ing­ar, einn og með öðrum. Verk hans vöktu snemma at­hygli, inn­lendra sem er­lendra list­unn­enda, og um þau var ritað í blöðum og virt­um tíma­rit­um, auk sjón­varps­viðtala. Sam­tals hafði Sæmund­ur gert um 500 stytt­ur, sem eru all­ar í eigu ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og stofn­anna. Um stytt­urn­ar og gerð þeirra má lesa í bók­inni „Sæmund­ur og stytt­urn­ar hans“ eft­ir Guðberg Bergs­son frá ár­inu 1998.

 

Síðasta sýn­ing Sæ­mund­ar var 2003 á Kjar­vals­stöðum á 85 ára af­mæli hans. Þá var einnig gef­inn út geisladisk­ur með mynd­um af öll­um verk­um hans.

 

Sæmund­ur lést árið 2008.


Morgunblaðið 2. ágúst 2018.

 Skráð af Menningar-Staður.

01.08.2018 06:46

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953 - Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

 

Einar Bragi Sigurðsson (1953 - 2018).

 

 

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953

 

- Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

Ein­ar Bragi Sig­urðsson fædd­ist þann 18. júlí 1953 að Indriðakoti und­ir Vest­ur-Eyja­föll­um. Hann var bráðkvadd­ur á heim­ili sínu 15. júlí 2018.

 

Hann var son­ur hjón­anna Sig­urðar Ei­ríks­son­ar, f. 22. mars 1928, og Guðfinnu Sveins­dótt­ur, f. 15. júní 1928. Ein­ar Bragi var þriðji í röð fimm systkina, hin eru Trausti, f. 1950, Viðar, f. 1952, Svandís Ragna, f. 1954, og Eygló Alda, f. 1964.

 

Eig­in­kona Ein­ars Braga er Soffía Aðal­björg Jó­hanns­dótt­ir, f. 26. fe­brú­ar 1957, for­eldr­ar henn­ar eru Jó­hann Aðal­björns­son, f. 19. sept­em­ber 1924, d. 26. nóv­em­ber 1980, og Krist­ín Þóra Sæ­munds­dótt­ir, f. 26. janú­ar 1937.

 

Ein­ar Bragi og Soffía hófu bú­skap í Grinda­vík 1974 og gengu í hjóna­band 30. mars 1975.

 

Börn þeirra eru fjög­ur:

1) Guðfinna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, f. 18. júní 1975, maki henn­ar er Eggert Berg­mann. Hún á þrjú börn: Rún­ar Örn Ingva­son, f. 1997, Telma Rún Ingva­dótt­ur, f. 2002, Linda Rún Ingva­dótt­ir, f. 2007.

2) Jó­hanna Sigrún Ein­ars­dótt­ir, f. 24. des­em­ber 1979, maki henn­ar er Krist­inn Helga­son, þau eiga þrjú börn: Arna Lind, f. 2006, Lára Krist­ín, f. 2010, Ein­ar Helgi, f. 2013.

3) Jó­hann Freyr Ein­ars­son, f. 19. fe­brú­ar 1983, maki hans er Birgitta Rún Birg­is­dótt­ir, þau eiga tvo syni: Birg­ir Már, f. 2010, og Tóm­as Logi, f. 2014.

4) Þór­unn Ósk Ein­ars­dótt­ir, f. 25. júlí 1988, hún á einn son: Al­ex­and­er Ómar, f. 2012.

 

Ein­ar Bragi vann lengst af hjá Hita­veitu Suður­nesja en síðustu 15 árin starfaði hann hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um.

 

Útför Ein­ars Braga fer fram frá Grind­ar­vík­ur­kirkju í dag, 1. ág­úst 2018, klukk­an 14.

_____________________________________________________________________________________

 

Kveðja frá vinnu­fé­lög­um hjá ÍAV á Suður­nesj­um

 

Við kynnt­umst Ein­ari Braga fyr­ir 15 árum, þegar hann hóf störf, sem krana­bíl­stjóri, hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um. Sum­ir okk­ar þekktu Ein­ar Braga áður í gegn­um störf hans hér á Suður­nesj­um. Ein­ar Bragi varð strax hluti af hópn­um hér í Njarðvík og við eignuðumst góðan fé­laga og vin. Hann var dugnaðarforkur, út­sjón­ar­sam­ur og sam­visku­sam­ur. Bar hag fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir brjósti og lá ekki á skoðunum sín­um, ef hlut­irn­ir gengu ekki fljótt og vel fyr­ir sig.

 

Ein­ar Bragi var rögg­sam­ur og góður stjórn­andi, sem vann mjög sjálf­stætt og skipu­lagði verk­in sjálf­ur. Þegar hann kom á verkstað til að lesta eða losa, tók hann við stjórn­inni og lét hlut­ina ganga fljótt og skipu­lega fyr­ir sig. Ef eitt­hvað var óklárt þegar hann kom á staðinn, fór hann og sinnti næsta verk­efni og kom svo til baka þegar allt var orðið klárt. Alltaf var stutt í góðan húm­or hjá hon­um og hann hafði frá mörgu skemmti­legu að segja. Volvo krana­bíl­inn hugsaði hann um af mestu kost­gæfni og fylgdi vel eft­ir við Véla­verk­stæðið að gert væri strax við það sem bilaði. Tók hann virk­an þátt í viðgerðunum og dekraði við bíl­inn, ef bíða þurfti eft­ir vara­hlut­um. Und­an­farið ár tók Ein­ar Bragi virk­an þátt í und­ir­bún­ingi kaupa á nýj­um krana­bíl og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á því, hvernig bíll­inn skyldi út­bú­inn. Það að bíll­inn yrði af Volvo-gerð, var grund­vall­ar­atriði hjá hon­um. Það var mik­il til­hlökk­un að fá loks­ins nýj­an bíl í haust, með öll­um þeim búnaði sem hann óskaði sér.

 

Það er stórt skarð höggvið í vinnu­fé­laga- og vina­hóp­inn hjá ÍAV á Suður­nesj­um, við skyndi­legt frá­fall Ein­ars Braga.

 

Við send­um Soffíu og fjöl­skyld­unni allri okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur við frá­falls góðs vin­ar.

 

Fyr­ir hönd vinnu­fé­laga hjá ÍAV á Suður­nesj­um,

 

Ein­ar Már Jó­hann­es­son
 Morgunblaðið miðvikudagurinn 1. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

 

01.08.2018 06:35

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 


Guðlaugur Gíslason (1908 - 1992).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 

 

Guðlaug­ur Gísla­son fædd­ist á Staf­nesi í Miðnes­hreppi 1. ágúst 1908.

For­eldr­ar hans voru Gísli Geir­munds­son, út­vegsb. á Staf­nesi og síðar í Vest­manna­eyj­um, og k.h., Jakobína Hafliðadótt­ir hús­freyja.

 

Systkini Guðlaugs voru Hafliði, raf­virkja­meist­ari í Reykja­vík; Sig­ríður Júlí­ana, hús­freyja í Reykja­vík, og Jó­hann­es Gunn­ar, full­trúi bæj­ar­fóg­et­ans í Vest­manna­eyj­um.

 

Eig­in­kona Guðlaugs var Sig­ur­laug Jóns­dótt­ir, og börn þeirra;

Dóra, bók­sali Eyj­um; Jakobína, skrif­stofumaður þar; Ingi­björg Rann­veig, var skipu­lags­fræðing­ur við Borg­ar­skipu­lagið í Reykja­vík; Gísli Geir, for­stjóri Tang­ans í Eyj­um; Anna Þuríður, var full­trúi hjá Lands­bank­an­um í Reykja­vík, og Jón Hauk­ur for­stöðumaður.

 

Guðlaug­ur flutti til Vest­manna­eyja með for­eldr­um sín­um 1913 og átti heima þar síðan, lauk námi í ung­linga­skóla og hóf nám í vél­smíði hjá Hafn­ar­sjóði Vest­manna­eyja.

 

Hann vann á skrif­stofu hjá Gísla J. Johnsen 1925-30, lauk prófi frá Kaup­manna­skól­an­um í Höfn l931, var kaupmaður í Eyj­um 1932-34, bæj­ar­gjald­keri þar 1935-37, fram­kvæmdasrjóri versl­un­ar Neyt­enda­fé­lags Vest­manna­eyja 1938-42, stofnaði, ásamt öðrum, út­gerðarfé­lög­in Sæ­fell og Fell og var fram­kvæmda­stjóri þeirra 1942-48.

 

Guðlaug­ur var um­deild­ur póli­tík­us en jafn­framt einn sá vin­sæl­asti í sögu Vest­manna­eyja. Hann var kaupmaður 1948-54, bæj­ar­full­trúi í Eyj­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1938-46 og 1950-74, bæj­ar­stjóri þar 1954-66 eða leng­ur en nokk­ur ann­ar þar til Elliði Vign­is­son náði jafn­mörg­um árum fyr­ir skemmstu, og var þingmaður Vest­manna­eyja og síðar Suður­lands 1959-78 og sat í bankaráði Útvegs­bank­ans, fisk­veiðilaga­nefnd og stjórn Viðlaga­sjóðs.

 

Guðlaug­ur skráði ævim­inn­ing­ar sín­ar og ýms­an fróðleik um Vest­manna­eyj­ar og komu út um þau efni þrjár bæk­ur.

 

Guðlaug­ur lést 6. mars 1992.
 Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.