Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Október

03.10.2018 22:32

Útgáfuhóf í Skálholti - Elín syngur

 

 

Bjarni Harðarson mun lesa úr bókinni í útgáfuhófinu.

 

 

Útgáfuhóf í Skálholti – Elín syngur

 

Bókaútgáfan Sæmundur boðar til útgáfuhófs í Skálholtsskóla laugardaginn 6. október klukkan 16 í tilefni af útgáfu bókarinnar „Í Gullhreppum“ eftir Bjarna Harðarson.

 

Elín Gunnlaugsdóttir, bóksali og tónskáld, syngur nokkur þjóðlög við gamlar vísur um enn eldri tíma. Höfundur les úr bókinni. Kaffi og kleinur í boði útgefanda. 

 

Í Gullhreppum  segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. 

 

Sagan hefst í Kaupmannahöfn þar sem prestsefnið kemst í kærleika við okurlánara og verður síðar valdur að dauða hans. Þegar heim er komið opnar Reykjadalsprestur hús sín fyrir farandi lýð flækinga og nýtur góðs af á engjaslætti. Hann er sjálfur frábitinn allri vinnu en skoðar veröldina með kátlegu kæruleysi þess sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. 

 

Inni fyrir berst Þórður við trúarlegar efasemdir og forboðnar kenndir sínar til karlmanna. Í kararlegu sinni í Skálholti dreymir hann um að sjá Skálholtsstað í logum en hefur hvorki vilja né nennu til að kveikja þá elda. 

 

Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtist okkur með kröm sinni og skemmtan.

 

Í Gullhreppum  er sjálfstætt framhald bókarinnar  Í skugga drottins  sem hlaut afburða viðtökur lesenda.


Skráð af Menningar-Staður.

 

02.10.2018 21:16

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

 

Halldór Kristjánsson (1910 - 2000)

 

 

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

 

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910.

Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.
 

Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.

Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.
 

Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.
 

Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973. 

Halldór var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974.

 

Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum.
 

Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson.

 

Halldór lést 26. ágúst árið 2000 og Rebekka lést 28. janúar 1995.
 Skráð af Menningar-Staður.

01.10.2018 20:04

Paul McCartney með tónleika í Winnipeg 28. sept. 2018

 

.

 

.

 

 

 

Paul McCartney með tónleika í Winnipeg 28. sept. 2018

 

Paul McCartney og hljómsveit hans voru með magnaða tónleika í Winnipeg í Kanada föstudagskvöldið 28. september 2018.Tónleikarnir fóru fram í troðfullri íshokkihöll Bell MTS Place  í miðborg Winnipeg eða nær því 14.000 manns.Lagalisti tónleikanna voru þessi 39 lög frá öllum ferli Paul McCartney.

 

 

PAUL MCCARTNEY'S SET LIST

A Hard Day's Night  https://www.youtube.com/watch?v=kA13FNCsAWU

Hi, Hi, Hi

Can't Buy Me Love  https://www.youtube.com/watch?v=CLTU7pLb720

Letting Go https://www.youtube.com/watch?v=1m59zfx3000

Who Cares

Come On to Me   https://www.youtube.com/watch?v=Wsa2qZF_NU0

Let Me Roll It

I've Got a Feeling

Let 'Em In

My Valentine

Nineteen Hundred and Eighty-Five

Maybe I'm Amazed

I've Just Seen a Face

In Spite of All the Danger

From Me to You  https://www.youtube.com/watch?v=G2ZlnlfaWzI

Michelle

Love Me Do

Blackbird

Here Today

Queenie Eye

Lady Madonna  https://www.youtube.com/watch?v=ik-k3CVKIIw

FourFiveSeconds

Eleanor Rigby

Fuh You

Being for the Benefit of Mr. Kite!

Something

Ob-La-Di, Ob-La-Da  https://www.youtube.com/watch?v=Z-VgPLulG_A

Band on the Run

Back in the U.S.S.R.

Let It Be  https://www.youtube.com/watch?v=eyaJQrY0LDc

Live and Let Die  https://www.youtube.com/watch?v=0vneYN3zTUo

Hey Jude

Encore:

Yesterday  https://www.youtube.com/watch?v=49dudvv1vhY

I Saw Her Standing There  https://www.youtube.com/watch?v=JbppIxWbMJc

Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (Reprise)

Helter Skelter

Golden Slumbers

Carry That Weight

The End

 


Meðal tónleikagesta voru tveir af vinum alþýðunnar af Eyrarbakka,

feðgarnir Björn Ingi Bjarnason (t.h.) og Víðir Björnsson (t.v.).

 

 


Skráð af Menningar-Staður.