Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Nóvember

16.11.2018 06:36

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 


Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).
 

 

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 

 

Í dag, 16. nóvember 2018, á degi ís­lenskr­ar tungu, eru 211 ár frá fæðingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

Hann fædd­ist á Hrauni í Öxna­dal, son­ur Hall­gríms Þor­steins­son­ar, aðstoðarprests séra Jóns Þor­láks­son­ar, skálds á Bæg­isá, og Rann­veig­ar Jóns­dótt­ur af Hvassa­fell­sætt. Er Jón­as var átta ára drukknaði faðir hans.


 

Jón­as lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaup­manna­hafn­ar 1832, hóf laga­nám en söðlaði fljót­lega um, hóf nám í nátt­úru­fræði og lauk próf­um í nátt­úru­fræði (steina­fræði og jarðfræði) við Hafn­ar­há­skóla 1838.


 

Jón­as stofnaði árs­ritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynj­ólfi Pét­urs­syni, Kon­ráð Gísla­syni og Tóm­asi Sæ­munds­syni. Mark­mið Fjöln­is var að blása í þjóðfrels­is­glóð hníp­inn­ar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upp­lýsa hana um það besta í skáld­skap og vís­ind­um álf­unn­ar. Ljóð Jónas­ar, Íslands far­sæld­ar frón, sem er grísk­ur fimmliðahátt­ur, birt­ist í fyrsta ár­gangi Fjöln­is sem nokk­urs kon­ar stefnu­skrá hans.


 

Jón­as var, ásamt Bjarna Thor­ar­en­sen, boðberi nýrr­ar gull­ald­ar í ís­lenskri ljóðagerð, varð helsta skáld ís­lenskra stúd­enta í Höfn, hef­ur sl. 150 ár verið tal­inn ást­sæl­asta skáld þjóðar­inn­ar og jafn­framt eitt fremsta skáld Evr­ópu á sinni tíð.


 

Jónas­ar smíðaði fjölda nýyrða, m.a. aðdrátt­ar­afl, fjaður­magnaður, hita­belti, ljósvaki, sjón­ar­horn, sól­myrkvi, spor­baug­ur og vetr­ar­braut. Hann fékk rík­is­styrk til rann­sókna á nátt­úrufari Íslands, vann að því verki 1839-1842 og setti fram merk drög að kenn­ingu um land­mynd Íslands. Hann fór í rann­sókna­ferðir um landið, lenti í hrakn­ing­um síðsum­ars 1839, hafði næst­um orðið úti, fékk slæma brjóst­himnu­bólgu, lá rúm­fast­ur í Reykja­vík næsta vet­ur, en hélt til Kaup­manna­hafn­ar 1842 og var bú­sett­ur í Dan­mörku þrjú síðustu ævi­ár­in.


 

Jón­as fót­brotnaði illa er hann féll í stiga og lést á Friðriks­spít­ala í Kaup­manna­höfn 26. maí 1845.

 

 

Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður.

15.11.2018 20:00

Brotist inn í Kaupfélag Dýrfirðinga, útibú á Auðkúlu í Arnarfirði

 

 

Hreinn Þórðarson, eigandi Verslunarhúss Kaupfélags Dýrfirðinga

á Auðkúlu í Arnarfirði.

 

 

Brotist inn í Kaupfélag Dýrfirðinga,

 

- útibú á Auðkúlu í Arnarfirði

 

 

Stórfrétt úr Auðkúluhreppi:

 

Sá fáheyrði atburður varð um daginn að brotist var inn í Kaupfélag Dýrfirðinga, útibú á Auðkúlu í Auðkúluhreppi, Arnarfirði. Þetta kom öllum í opna skjöldu að sjálfsögðu. Útidyrahurðin að verslunardeildinni á miðhæðinni var brotin upp. Það dugði ekki til þó fyrir henni sé Yale smekklás, einn af þessum gömlu góðu, sem enn fást líklega í Brynju á Laugaveginum. Er skemmst frá að segja að engu var stolið svo séð verði. Eitthvað var þó  gengið frjálslega um innanstokksmuni. Var jafnvel eins og einhver hefði lagt sig í sóffann sem þar er. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu Auðkúluhrepps. Lögreglustjórinn þar, Ólafur V. Þórðarson, varðist aðspurður allra frétta af málinu. Er það skiljanlegt, þar sem enn stendur yfir rannsókn á stóra olíumálinu sem frægt varð fyrir nokkrum misserum þar í sveit.


 

   Frá því er að segja, að það hefur flogið fyrir að hefja eigi verslunarrekstur aftur í gamla kaupfélagshúsinu. Hreinn Þórðarson, hreppstjóri og Grímur á Eyrinni, léttadrengur hjá Vestfirska forlaginu, hafa verið að undirbúa að opna verslun þar. Meina þeir víst að með opnun ganganna verði Auðkúluhreppur um þjóðbraut þvera. Hyggjast þeir vera með nýlenduvörur svo sem niðursoðna ávexti, sveskjur, rúsínur, hveiti, kaffi og sykur út í það, eiginlega sitt pundið af hvoru. Og svo að sjálfsögðu Freyju og Sóló karamellur, gráfíkjur, lakkrís og Nikk Nakk, gladíólur og karíóka. Og  náttúrlega Bækurnar að vestan, sem allir eru brjálaðir í þó ekki séu það glæpasögur. Svo verða þeir félagar að sjálfsögðu með límonaði. Þeir eru víst orðnir einkaumboðsmenn hér á landi fyrir Niðaróss-gosdrykkja-og límonaði-fabrikku-útibú í Niðarósi í Noregi. Príma vara! Fínir prísar eins og hjá Bör forðum.
 

 

  Gárungarnir í Auðkúluhreppi segja að innbrotsmennirnir hafi verið búnir að frétta það sem er á döfinni hjá þeim félögum. Segja þeir að grunur leiki á að delíkventarnir hafi ætlað að byrgja sig upp af kólóníalvöru og bókum. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu, því það var ekki búið að leysa út vörurnar á pósthúsinu. Þetta er náttúrlega allt á póstkröfu!
 

 

    Svo segja lausafregnir að hinir gömlu kaupfélagsmenn á Þingeyri og nærsveitum séu farnir að hugsa sér til hreyfings með að endurvekja Kaupfélag Dýrfirðinga. Þeir segja að þetta hefði ekki þurft að fara svona eins og fór. En það er önnur saga. Er gott til þess að vita að eitthvert líf sé í liðinu. Það gera sennilega göngin!

 Skráð af Menningar-Staður.

14.11.2018 06:55

HeimaAðhlynning í þrjú ár

 

 

F.v.: Guðrún Fjóla, Gróa, Íris Björk og Ólafía Eyrún.

Ljósmynd/Aðsent

 

 

HeimaAðhlynning í þrjú ár

 

Um þessar mundir eru þrjú ár liðin frá því að einkarekna sjúkraliðaþjónustan HeimaAðhlynning tók til starfa.

 

Það var Gróa J. Skúladóttir sjúkraliði á Eyrarbakka sem stofnaði þjónustuna og hefur rekið hana frá árinu 2015.

 

Frá byrjun hefur verið lögð áhersla á að veita persónulega og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum hvers einstaklings, sem nýtur þjónustunnar, sem best þannig að hann hafi tækifæri til þess að búa á sínu eigin heimili sem lengst.

 

Starfssvæði HeimaAðhlynningar er Sveitarfélagið Árborg, Hveragerðisbær, Flóahreppur og Sveitarfélagið Ölfus og hafa fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur notið þjónustunnar á þessum þremur árum – eldri borgarar, fatlað fólk og aðrir sem þurft hafa aðstoð heima fyrir í lengri eða skemmri tíma. 

 

Boðið er upp á aðstoð við athafnir dagslegs lífs, innlit þar sem haft er m.a. eftirlit með almennri líðan og útivist. HeimaAðhlynning hefur sérstakt leyfi Landlæknisembættisins til að veita þjónustuna.

 

Með Gróu starfa nú þrír starfsmenn, þær Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir, Íris Björk Magnúsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardóttir.
 Skráð af Menningar-Staður.

13.11.2018 17:20

Merkir Íslendingar - Árni Magnússon

 

 

Árni Magnússon (1663 - 1730).

 

 

Merkir Íslendingar - Árni Magnússon

 

 

Árni Magnússon handritasafnari fæddist á Kvennabrekku í Dölum þann 13. nóvember 1663,

sonur Magnúsar Jónssonar, prests á Kvennabrekku og síðar lögsagnara, og Guðrúnar, dóttur Ketils Jörundssonar, prests í Hvammi.

 

Árni ólst upp hjá Katli, afa sínum, og síðan móðurbróður, Páli, prófasti í Hvammi og síðar á Staðarstað.

 

Árni lauk stúdentsprófi frá Skálholtsskóla 1683, guðfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla, varð aðstoðarmaður fornfræðingsins Tómasar Bartholins, bókavörður M. Moths, yfirsekretera í kanzellíinu, varð prófessor 1694, ritari við hið konunglega leyndarskjalasafn í Kaupmannahöfn 1697 og í raun yfirstjórnandi safnsins frá 1725.

 

Samkvæmt konungsboði var Árna og Páli Vídalín falið jarðamat, manntal og ýmsar aðrar rannsóknir á Íslandi 1702 og stóð verkið yfir af hálfu Árna til 1712. Úr varð hin fræga Jarðabók Árna og Páls sem er ómetanleg heimild um hagi Íslendinga í byrjun 18. aldar.

 

Árni fór í rannsókna- og bókakaupsferðir til Noregs og Þýskalands, en er þekktastur fyrir bókfells- og handritasöfnun sína hér á landi og fyrir flutning á þeim handritum til Kaupmannahafnar þar sem þau voru rannsökuð, skrifuð upp og sum hver búin til prentunar.

 

Í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 20. október 1728 brann þar bókasafn háskólans og hluti af bókasafni Árna, þrátt fyrir þrotlaust björgunarstarf. Talið er að þar hafi glatast ýmis mikilvæg íslensk handrit.

 

Árni var umbótasinnaður húmanisti. Það eina sem birtist á prenti eftir hann var skýrsla um síðustu galdramálin í Danmörku þar sem hann sýnir fram á fáránleika þeirra.

 

Árni og Þórdís Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfússonar (Snæfríður Íslandssól), eru gerð að aðalsögupersónum ástarsögunnar í Íslandsklukku Halldórs Laxness.

 

Við Árna eru kenndar Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Den Arnamagnæanske Samling í Danmörku.

 

Árni lést 7. janúar 1730.
 Skráð af Menningar-Staður.

 

13.11.2018 06:44

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir (1777 - 1863).

 

 

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir, oft­ast nefnd Þuríður formaður, fædd­ist árið 1777 á Stétt­um í Hrauns­hverfi á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar henn­ar voru Ein­ar Ei­ríks­son, bóndi þar, og k.h. Helga Bjarna­dótt­ir.

 

Þuríður bjó í for­eldra­hús­um þar til hún varð 25 ára göm­ul. Hún byrjaði að róa á vor­vertíð hjá föður sin­um 11 ára göm­ul og gerðist full­gild­ur há­seti á vetr­ar­vertíð hjá Jóni í Mó­hús­um, þá rúm­lega tví­tug að aldri. Hún fékk leyfi frá sýslu­manni til að klæðast karl­manns­föt­um og klædd­ist ekki kven­manns­föt­um eft­ir það.

 

Síðan bjó hún í Stokks­eyr­ar­hverfi, lengst af á Götu og var formaður þar, fyrst á vor- og haust­vertíð, síðan á vetr­ar­vertíðum. Hún flutti á Eyr­ar­bakka 1830 og bjó þar til æviloka að und­an­skild­um ár­un­um 1840-1847 þegar hún dvald­ist við versl­un­ar­störf í Hafnar­f­irði. Fyrsta ára­tug­inn sem hún bjó á Eyr­ar­bakka var hún formaður í Þor­láks­höfn á vetr­ar­vertíðum og stýrði át­tær­ingi og aflaði vel. Hún var lengst af sjálfr­ar sín, ým­ist við smá­búhok­ur eða sem hús­kona á Skúms­stöðum þar til sein­ustu 8-9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveit­ar­styrk.

 

Þuríður bjó um tveggja ára skeið með manni að nafni Er­lend­ur Þor­varðar­son í Eystri-Mó­hús­um. Þau eignuðust stúlku sem hét Þór­dís en hún lést fimm ára göm­ul. Löngu síðar, eða árið 1820, gift­ist hún vinnu­manni sín­um, Jóni Eg­ils­syni, sem þá var 21 árs, en þeirra hjóna­band stóð ekki lengi.

 

Þuríður varð fræg fyr­ir að koma upp um Kambs­ránið, en það var rán sem framið var á bæn­um Kambi í Flóa 1827. Ræn­ing­arn­ir skildu eft­ir sig verks­um­merki m.a. skó, járn­flein og vett­ling. Hún taldi sig þekkja hand­bragðið á skón­um og að för á járn­flein­in­um pössuðu við steðja í eigu Jóns Geir­munds­son­ar á Stétt­um í Hraun­gerðis­hreppi, sem var einn ráns­mann­anna.

 

Þuríður formaður lést í Ein­ars­höfn 13. nóvember 1863.
 Skráð af Menningar-Staður.

12.11.2018 20:28

Forystugimbur með áætlunarflugi frá Húsavík

 

 
 

Guðni Ágústs­son og Hörður Guðmunds­son, eig­andi flug­fé­lags­ins Ern­is, stilla sér

upp til mynda­töku með gimbrinni Flug­freyju. Með Guðna eru dótt­ur­dæt­ur hans,

Eik og Eva Arn­ars­dæt­ur. Á bak við krjúpa Ágúst Ingi Ket­ils­son, fjall­kóng­ur Flóa­manna,

og Al­dís Þór­unn Bjarn­ar­dótt­ir og Geir Gísla­son á Stóru-Reykj­um. mbl.is/Á?rni Sæ­berg

 

 

Forystugimbur með áætlunarflugi frá Húsavík

 

 Gefið nafnið Flugfreyja við móttökuathöfn í Reykjavík 

 

Guðni Ágústsson heimti forystugimbur sína norðan úr Þingeyjarsýslu í gær. Hún kom með áætlunarflugi flugfélagsins Ernis frá Húsavík og var gefið nafn á Reykjavíkurflugvelli.

 

„Þetta er gert forystukindinni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.

 

Vinningur á kótilettukvöldi

 

Hópur manna kemur árlega saman á kótilettukvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrktar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinningar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinninga forystugimbur frá Skúla Ragnarssyni og Bjarnveigu Skaftfeld, bændum á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. 

 

 „Ég hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, en hann er líka sauðfjárbóndi eins og margir á Húsavík og sauðahvíslari því mér er sagt að allar kindur verði spakar sem hann nálgast. Bað hann um að sækja fyrir mig svarta gimbur og koma henni suður,“ segir Guðni. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur í gær. 

 

Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli og þar hellti Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, yfir hana sunnlensku rigningarvatni og gaf henni nafnið Flugfreyja.

 

Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum, svört með hvítar hosur. 

 

Guðni segir að Geir bóndi Gíslason á Stóru-Reykjum í Flóa muni fóstra gimbrina fyrir sig. Þar muni hún fara fyrir kindahjörð hans og verði gaman að fylgjast með. „

 

„Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni.

 

 

Morgunblaðið 12. október 2018 - Ríkssssissjónvarpið og Menningar-Staður.

 

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningfar-Staður.

 

 
 

 

 

12.11.2018 06:30

Kristín Eiríksdóttir - 60 ára

 


Stórfjölskyldan

Samankomin á Eyrarbakka í tilefni afmælis Eiríks,

föður Kristínar, árið 2015.

 

 

Kristín Eiríksdóttir – 60 ára

 

Sinnt leikskólastjórn í meira en þrjátíu ár

 

Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir fædd­ist 12. nóv­em­ber 1958 í heima­fæðingu í Há­túni á Eyr­ar­bakka, þá þriðja barn hjóna og er hún upp­al­in á sama stað. Æska henn­ar ein­kennd­ist af ör­yggi og var hún ávallt um­kringd stór­fjöl­skyld­unni. Hún var skírð í kirkj­unni á Stokks­eyri, þar sem afi henn­ar var meðhjálp­ari.

 

„Ég fór gjarn­an til ömmu minn­ar á Stokks­eyri og aðstoðaði við kart­öflu­rækt­un og fleira. Afi minn á Stokks­eyri var versl­un­ar­stjóri og amma mín bóndi og þóttu þau hjón­in framúr­stefnu­leg.“

 

Ei­rík­ur, faðir Krist­ín­ar, starfaði alla tíð að iðn sinni og kom að mörg­um fram­kvæmd­um, s.s. bygg­ingu ein­býl­is­húsa á Eyr­ar­bakka, bygg­ingu fyrstu hús­anna í Þor­láks­höfn, bygg­ingu nú­ver­andi ráðhúss Árborg­ar og fleiru.

 

Krist­ín gekk í barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka og fór síðan í gagn­fræðaskól­ann á Sel­fossi, þá fór hún í fóst­ur­skól­ann og síðar í öld­unga­deild­ina við Fjöl­brauta­skóla Suður­lands.

 

Þá lagði hún stund á viðbót­ar­nám í upp­eld­is- og kennslu­fræðum við Há­skóla Íslands og fór síðan í fram­halds­nám í stjórn­un með áherslu á stjórn­un mennta­stofn­ana (M.ed.) við sömu mennta­stofn­un. Loks bætti Krist­ín við sig diplóma­námi í op­in­berri stjórn­sýslu fyr­ir stjórn­end­ur í op­in­berri stjór­sýslu.

 

Fyrst eft­ir út­skrift starfaði Krist­ín við leik­skól­ann Kópa­hvol í Kópa­vogi. Síðan fór hún að kenna bæði sex og tíu ára bekk við tvo barna­skóla; barna­skól­ann á Stokks­eyri ann­ars veg­ar og barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka hins veg­ar, og deildu þá yf­ir­menn vinnu­fram­lagi Krist­ín­ar. Frá 1985 hef­ur Krist­ín starfað að mestu við leik­skóla­stjórn­un og síðastliðin átta ár verið leik­skóla­stjóri í heilsu­leik­skól­an­um Árbæ á Sel­fossi. „Ég hef fengið að starfa svo lengi með börn­um að börn­in sem ég passaði eru sjálf orðin for­eldr­ar barna sem ég passa.“

 

Heilsu­leik­skól­inn Árbær hef­ur fengið styrki vegna þró­un­ar­verk­efna í um­sjón Krist­ín­ar, í sam­starfi við dr. Önnu Magneu Hreins­dótt­ur og að feng­inni ráðgjöf frá Allyson McDon­ald, Örnu H. Jóns­dótt­ur, Jó­hönnu Ein­ars­dótt­ur o.fl.

 

Krist­ín var í æsku­lýðsfé­lagi í ung­menna­fé­lagi Eyr­ar­bakka. Þá sat hún í stjórn Slysa­varna­fé­lags­ins Bjarg­ar á Eyr­ar­bakka og er nú formaður Kven­fé­lags Eyr­ar­bakka. Á ár­un­um 2011 til 2015 var Krist­ín formaður Sam­taka heilsu­leik­skóla, sam­hliða for­mennsk­unni í kven­fé­lag­inu.

 

Helstu áhuga­mál Krist­ín­ar eru fjöl­skyld­an, tónlist, kvik­mynd­ir og lest­ur bóka.

 

Fjöl­skylda

 

Eig­inmaður Krist­ín­ar er Erl­ing­ur Þór Guðjóns­son, f. 1.1. 1958, vél­virki og at­hafnamaður. For­eldr­ar Erl­ings voru hjón­in Erna Bryn­hild­ur Jens­dótt­ir, f. 1.2. 1928, d. 2013, bónda­kona á Tjörn í Bisk­upstung­um, og Guðjón Gunn­ars­son, f. 17.6. 1922, d. 2018 bóndi.

 

Börn Krist­ín­ar og Erl­ings eru:

 

1) Helga Ýr, f. 27.7. 1983, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, maki Hlyn­ur Bárðar­son líf­fræðing­ur (PhD), bús. í Kópa­vogi. Börn þeirra eru Krist­ín Edda, f. 2010; Mar­grét Una, f. 2014; og dreng­ur, f. 2018.

2) Erl­ing­ur Þór, f. 15.10. 1989, vél­fræðing­ur, maki Vil­borg Kol­brún Vil­mund­ar­dótt­ir, nær­ing­ar­fræðing­ur (MSc) og doktorsnemi, bús. í Reykja­vík. Börn þeirra eru Guðgeir Þór, f. 2008; og dreng­ur, f. 2018.

 

Systkini Krist­ín­ar eru Ingi­björg, f. 26.2. 1954, þjón­ustu­full­trúi, bús. á Sel­fossi; Sig­ur­lína, f. 22.6. 1956, banka­starfsmaður, bús. á Eyr­ar­bakka; Helga, f. 26.2. 1960, d. 18.2. 1964; Árni, f. 10.3. 1965, bóndi á Ljóns­stöðum við Sel­foss.

 

For­eldr­ar Krist­ín­ar voru hjón­in Vig­dís Ingi­björg Árna­dótt­ir, f. 29.8. 1932, d. 20.7. 1990, hús­móðir, og Ei­rík­ur Guðmunds­son, f. 21.6. 1928, d. 1.1. 2017, húsa­smíðameist­ari. Þau voru bús. í Há­túni á Eyr­ar­bakka.

 

.Morgunblaðið mánudagurinn 12. nóvember 2018.Skráð af Menningar-Staður.

11.11.2018 13:12

11. nóvember - þjóðhátíðardagur Póllands

 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar pólskum í dag.

 

 

11. nóvember - þjóðhátíðardagur Póllands

 

 

Þann 11. nóvember 1918 lauk einhverju skelfilegasta stríði sem sagan kann frá að greina. Að loknum hildarleik sammæltust menn um að réttur þjóða til sjálfsákvörðunar skyldi verða grunnur þeirrar Evrópu sem risi úr öskustó.

 

Um það voru flestir sammála. Reyndin varð sú að þjóðir reyndust vera misréttháar þegar að því kom að kjósa sér örlög, – en allt um það uxu ný ríki upp af sviðinni jörð.

 

Pólland, þetta fiðrildi Evrópu, sem eitt sinn var stærst ríkja álfunnar, hafði horfið í gin þriggja nágrannaríkja árið 1795.

 

Þann 11. nóvember 1918 voru stórveldin þrjú fortíð og af rústum þeirra risu nokkur frjáls og fullvalda ríki. Eitt þeirra var Pólland.  Pólland varð sjálfstætt á sjálfan friðardaginn 11. nóvember 1918,  fyrir réttum 100 árum. Uppá það halda Pólverjar þennan dag og við getum samfagnað.

 

Að þrem vikum liðnum getum við fagnað 100 ára afmælis íslensks fullveldis. Endurheimt fullveldi beggja ríkja óx með öðrum orðum af sviðinni jörð evrópskra vígvalla 1918 og draumnum um nýja Evrópu.


 

.

.

Skráð af Menningar-Staður.


 

10.11.2018 09:21

Kótelettukvöld í Þingborg

 

 

 

 

Kótelettukvöld í Þingborg

 

 

Hið árlega Kótelettukvöld Flóamanna og vina þeirra var haldið með glæsibrag og fjölmenni í Þingborg laugardagskvöldið 27. október s.l., fyrsta vetrardag.Um er að ræða uppskeruhátíð Flóamanna og á borðum voru kótelettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi meðlæti og ostaterta frá MS í eftirrétt. Jafnframt er þetta styrktarhátíð Flóamannabókar sem sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson er að skrifa.Veislustjórar voru Bjarni Stefánsson og Guðni Ágústsson og voru mörg skemmtiatriði svo sem; Farfuglarnir sem eru þær systur Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur frá Glóru ásamt leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur sem sungu og léku á hljóðfæri lög sem þær hafa útsett fyrir þrjár raddir. Fram fór Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna; Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa sem Sigmundur Stefánsson stjórnaði með aðstoð Jóns M. Ívarssonar. Sigurliðið var Gaulverjabæjarhreppur og fengu titilinn „Flóafíflið 2018.“

 

Þá var einnig happdrætti að venju með fjölda góðra vinninga. Vinningshafar voru m.a. Gísli Grétar Magnússon sem fékk forystugimbur frá Ytra-Álandi í Þistilfirði og Guðmundur Magnússon sem fékk ferð fyrir tvo með -STRÆTÓ – til Akureyrar fram og til baka með gistingu á KEA-hóteli í tvær nætur.Björn Ingi Bjarnason færði Kótelettukvöldið til myndar.

 

1. hluti mynda á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288758/

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

,

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

10.11.2018 07:42

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

 

 

Matthías Jochumsson (1835 - 1920).

 

 

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

 

 

Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði,

sonur Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Þóra var systir Guðmundar, pr. á Kvennabrekku, föður Ásthildar, móður Muggs, og föður Theodóru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds.
 

 

Foreldrar Matthíasar bjuggu við barnaómegð og gestanauð á harðæristímum og fór því Matthías til vandalausra 11 ára. Hann var til sjós og í vinnumennsku og sinnti verslunarstörfum í Flatey þar sem hann kynntist fólki sem kom honum til mennta. Hann útskrifaðist frá Prestaskólanum þrítugur að aldri.
 

 

Matthías var prestur á Kjalarnesi en þar missti hann fyrstu og aðra eiginkonu sína með stuttu millibili. Hann sagði þá af sér prestsskap, fór utan og varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Eftir að Matthías giftist þriðju konu sinni var hann prestur að Odda á Rangárvöllum í nokkur ár en síðan á Akureyri.
 

 

Matthías og Steingrímur Thorsteinsson voru helstu skáldmæringar síðrómantísku stefnunnar. Vinátta þeirra var einlæg þótt oft hvessti á milli þeirra. Matthías var skáld mannlífs, örlaga og tilfinninga en Steingrímur skáld hinnar ósnortnu náttúru. Matthías var mælskur, andríkur og tilfinninganæmur en Steingrímur vitsmunalegra og líklega vandvirkara skáld. Matthías var auk þess eitt mesta trúarskáld þjóðarinnar. Hann orti lofsönginn sem síðar varð þjóðsöngur Íslands. Þá samdi hann leikritið Skugga-Svein, sem var klassískt leikhúsverk hér á landi á fyrstu áratugum íslenskrar leiklistar.


 

Að Skógum er minnismerki um Matthías, lágmynd eftir Helga Gíslason og bautasteinn úr Vaðalfjöllum.

 

Að Sigurhæðum á Akureyri er safn helgað minningu hans.

 

Ævisaga hans, eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Upp á Sigurhæðir, kom út haustið 2006.


 

Matthías lést 18. nóvember 1920.
 Skráð af Menningar-Staður.