Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Nóvember

07.11.2018 20:34

Góðir gestir á Litla-Hrauni

 


Guitar Islancia í Íþróttasalnum á Litla-Hrauni.
F.v.: Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Gunnar Þórðarson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


 

 

Góðir gestir á Litla-Hrauni

 

Það voru tónlistarsnillingarnir í tríóinu Guitar Islancia sem voru með magnaða tónleika í Íþróttasalnum á Litla-Hrauni í dag, miðvikudaginn 7. móvember 2018. Fangar fjölmenntu á tónleikana og voru sérlega ánægðir með tónlistarflutning þeirra þremenninga en tríóið skipa: Gunnar Þórðarson, gítar, Björn Thoroddsen, gítar og Jón Rafnsson,bassa.
 


Gunnar Þórðarson sagði skemmtilega frá því í dag þegar hann var á tónleikaferð í Bandaríkjunum á árinu 1979 með Ríó-tríóinu og spiluðu m.a. víða í háskólum. Einnig voru einir tónleikar þeirra í gríðarstóru fangelsi og mættu rúmlega 700 fangar á tónleikana í samkomusal fangelsisins. Ríó-tríóð lék sem fyrsta lag hið fallega lag -Á Sprengisandi- eftrir Sigvalda Kaldaláns. Skipti það engum togum að eftir flutning lagsins gengu allir fangarnir úr salnum nema 40 fangar. Er þetta í eina skiptið á löngum tónlistarferli Gunnars sem tónleikagestir hafa yfirgefið salinn.

Það náðist á mynd í Íþróttasalnum á Litla-Hrauni þegar Gunnar sagði frá þessu  fórnandi höndum með tilþrifum.

 

 

F.v.: Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson.
.

.
Björn Thoroddsen.
.
.
Jón Rafnsson.
.
.
Gunnar Þórðarson.
.
.
.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

06.11.2018 17:42

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2018

 

 

Við í Kiriyama Family spilum á morgun, miðvikudaginn 7. nóvember, 

á Iceland Airwaves í Gamla Bíó kl 19:50.

Væri gaman að sjá sem flesta: 

Þeir sem ekki komast geta horft á tónleikana í beinni á RÚV - TV 2
http://www.ruv.is/sjonvarp/beint?channel=ruv2

 

 

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2018

 

 

ON venue


Gamla Bíó - Wednesday 7. nóv. - 19:50

Can see the event live at RÚV


http://www.ruv.is/sjonvarp/beint?channel=ruv2
 OFF venue 


Slippbarinn At Marina Hotel - Saturday10. nóv. - 17:30

See you all there!
Skráð
af Menningar-Staður

06.11.2018 06:40

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólaf­ur Hanni­bals­son (1935 - 2015).

 

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólaf­ur Hanni­bals­son fædd­ist á Ísaf­irði 6. nóv­em­ber 1935.

For­eldr­ar hans voru Sól­veig Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, f. 1904 á Strand­selj­um í Ögur­sveit, d. 1997, og Hanni­bal Gísli Valdi­mars­son, alþing­ismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arn­ar­dal við Skutuls­fjörð, d. 1991.

 

Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni árið 1956 og stundaði nám við há­skól­ann í Delaware í Banda­ríkj­un­um og við hag­fræðihá­skól­ann í Prag í Tékklandi á ár­un­um 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loft­leiðum í New York, var rit­stjóri Frjálsr­ar þjóðar 1964-1970, með árs­hléi 1968 þegar hann vann að haf­rann­sókn­um. Hann var skrif­stofu­stjóri ASÍ 1971-1977. Ólaf­ur var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1995-1999.

 

Um tíu ára skeið til árs­ins 1987 var Ólaf­ur bóndi í Selár­dal og síðan blaðamaður, rit­höf­und­ur og rit­stjóri. Ásamt Jóni Hjalta­syni og Hjalta Ein­ars­syni skrifaði hann 50 ára sögu Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsks­ins eft­ir Mark Kurlan­sky og skráði ásamt konu sinni Sól­ar­meg­in, end­ur­minn­ing­ar Her­dís­ar Eg­ils­dótt­ur kenn­ara. Síðustu árin vann Ólaf­ur að Djúp­manna­tali, skrá ábú­enda við Ísa­fjarðar­djúp frá 1801 til 2011, og kom ritið út í fyrra.

 

Ólaf­ur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virk­an þátt í ýms­um aðgerðum, ritaði ótal grein­ar og hélt út­varps­er­indi um inn­lend og er­lend mál­efni.

 

Eig­in­kona Ólafs er Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur, f. 1950. For­eldr­ar henn­ar voru Pét­ur Bene­dikts­son, alþing­ismaður og banka­stjóri, og Marta Thors. Dæt­ur Ólafs og Guðrún­ar eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs með fyrri eig­in­konu sinni, Önnu G. Kristjáns­dótt­ur kenn­ara, f. 1935, eru Hugi, Sól­veig og Krist­ín.

 

Ólaf­ur lést á heim­ili sínu í Þykkvabæ í Reykja­vík 30. júní 2015.Skráð af Menningar-Staður.

05.11.2018 17:44

Merkir Íslendingar - Hlynur Sigtryggsson

 

 

Hlynur Sigtryggsson (1921 - 2005).

 

Merkir Íslendingar - Hlynur Sigtryggsson

 

 

Hlynur fæddist að Núpi í Dýrafirði 5. nóvember 1921.

Foreldrar hans voru hjónin Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir, kennari og húsfreyja, frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, og skólastjóri á Núpi, frá Þröm.
 

 

Systir Sigtryggs var Friðdóra, móðir Finns Sigmundssonar landsbókavarðar, afa Hallgríms Geirssonar, lögmanns og fyrrv. stjórnarformanns Árvakurs.
 

 

Bróðir Hlyns er Þröstur, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni og einn þeirra fræknu skipherra sem stóðu í ströngu í Þorskastríðunum á áttunda áratugnum.
 

 

Eiginkona Hlyns var Jakobína Guðríður Bjarnadóttir sem lést haustið 1970 en dóttir þeirra er Ragnheiður Ingibjörg sálfræðingur, f. 1952.
 

 

Hlynur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann stundaði síðan nám í veðurfræði við Kaliforníuháskóla (UCLA) og lauk þaðan MA-prófi 1946. Á árunum 1954-55 var hann við nám og rannsóknarstörf við Stokkhólmsháskóla.

 

 

Hlynur var veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í Reykjavík á árunum 1946-52, en var þá ráðinn deildarstjóri Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli. Hann var skipaður veðurstofustjóri sumarið 1963 og gegndi því til hausts 1989.
 

 

Um Hlyn sagði tengdasonur hans, Georg A. Bjarnason m.a. í minningargrein: „Hlynur bjó yfir mikilli hugarró og þolinmæði. Hann gat setið tímunum saman og gluggað í bækur og blöð um sín mörgu áhugamál; veðurfræði, eðlisfræði, stærðfræði, stjörnufræði, sögu, tónlist, ljósmyndun, stangveiði og fluguhnýtingar. Hann mundi flest sem hann las og virtist skilja samhengi í veröld vísinda og lista. Hann las stærðfræðisannanir af sama áhuga og aðrir lesa reyfara. Eins og oft er um afburðagáfað fólk hafði hann enga þörf fyrir að upphefja sjálfan sig, og var auðmjúkur og ljúfur í daglegum samskiptum.“
 

 

Hlynur lést 14. júlí  2005.

 

 

Hlíð að Núpi í Dýrafirði, æskuheimili Hlyns sem nú er safn.
 


Skráð af Menningar-Staður.

 

04.11.2018 17:37

Mannauðsstjóri í Árborg

 

Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi.

Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps,

Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998 og er því 20 ára á þessu ári.

Gríðarleg íbúafjölgun hefur orðið á skömmum tíma í sveitarfélaginu og

eru íbúar nú orðnir rúmlega 9000.

Einn af helstu kostum sveitarfélagsins eru fjölbreyttir búsetukostir í dreifbýli,

búgarðabyggð, sjávarþorpum við ströndina og stóru þéttbýli.

Í Svf. Árborg er gott mannlíf. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi,

góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi.

Mikil  uppbygging hefur átt sér stað í sveitarfélaginu á undanförnum misserum

sem hefur ýmis spennandi tækifæri og áskoranir í för með sér.

 

 

Mannauðsstjóri í Árborg

 

 

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir að ráða mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri leiðir þróun mannauðsmála og heyrir beint undir bæjarstjóra.

Um nýtt starf er að ræða og verður því í verkahring nýs starfsmanns að móta starfið í samráði við bæjarstjóra.

Um er að ræða fullt starf og ráðið verður í starfið frá og með áramótum.

 

Helstu verkefni:

• Ábyrgð á þróun og eftirfylgni með mannauðsstefnu Árborgar

• Ábyrgð á þróun og innleiðingu á mannauðsferlum

• Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi ráðningar, þjálfun, fræðslu og þróun starfsmanna

• Aðkoma að launasetningu og starfsmati

• Þátttaka í stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

• Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum

• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg

• Þekking á kjarasamningum og reynsla af túlkun þeirra

• Framúrskarandi samskiptahæfni

• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

• Skipulagshæfni og færni til að vinna í hópUmsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk.

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Skráð af Menningar-Staður

04.11.2018 17:27

Drífa fyrsti kven­for­seti kirkjuþings

 

 

Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up ásamt Drífu Hjart­ar­dótt­ur. 

Ljós­mynd/?Aðsend

 

 

Drífa fyrsti kven­for­seti kirkjuþings

 

 

Sunnlendingurinn og Önfirðingurinn Drífa Hjart­ar­dótt­ir á Keldum tók við stöðu for­seta kirkjuþings við upp­haf þings­ins í gær. Með því varð hún fyrst kvenna til að gegna þeirri stöðu, en kirkjuþing er nú haldið í 57. sinn.

 

Hún tek­ur við af Magnúsi E. Kristjáns­syni sem gaf ekki kost á sér aft­ur, eft­ir fjög­ur og hálft ár sem sitj­andi for­seti, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá kirkj­unni.

 

Á kirkjuþingi sitja 29 full­trú­ar, 12 prest­ar sem vald­ir eru af prest­stétt­inni og 17 leik­menn kosn­ir af sókn­ar­nefnd­um. Við lok þings­ins í næstu viku fer fram kosn­ing um nýtt kirkjuráð sem mun sitja næstu fjög­ur árin.

 

Drífa seg­ist vera spennt fyr­ir hlut­verk­inu og að það séu tíma­mót að kona skuli vera kos­in for­seti kirkjuþings. „Ég tel þetta vera til marks um breytta tíma,“ seg­ir Drífa í til­kynn­ing­unni.

 

Meðal þess sem er til umræðu á þing­inu er sam­ein­ing prestakalla og end­ur­skoðun á sam­bandi rík­is og kirkju.                                                                                     

   

Drífa seg­ir að helsta áskor­un­in séu samn­ing­ar rík­is og kirkju. Hún tel­ur að tölu­verðar breyt­ing­ar muni verða á þeim og mik­il­vægt sé að unnið verði vel úr þeim mál­um.Skráð af Menningar-Staður.

04.11.2018 07:54

Merkir Íslendingar - Jón Ólafsson Indíafari

 

 
 

 

Merkir Íslendingar - Jón Ólafsson Indíafari

 

Jón Ólafs­son fædd­ist 4. nóv­em­ber 1593.

For­eldr­ar hans voru Ólaf­ur Jóns­son, bóndi á Svart­hamri í Álftaf­irði, og k.h. Ólöf Þor­steins­dótt­ir. Faðir hans dó úr blóðsótt þegar Jón var að verða 7 ára, eft­ir því sem hann sjálf­ur seg­ir.
 

 

Jón er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir reisu­bók sína um dvöl sína í Kaup­manna­höfn og ferð sína til Ind­lands, sem hann skrifaði um 1661. Frá­sögn­in skipt­ist í tvo meg­in­hluta og grein­ir sá fyrri frá dvöl hans í Dan­mörku og ferðinni til Sval­b­arða, en hinn síðari lýs­ir Ind­lands­ferð hans. Þriðja hlut­an­um er bætt við eft­ir dauða Jóns og grein­ir hann frá ævi Jóns eft­ir heim­kom­una til Íslands.


 

Árið 1615 kom Jón sér um borð í enskt skip og samdi við skip­stjór­ann um far til Eng­lands. Þaðan lá leið hans til Dan­merk­ur þar sem hann gerðist byssu­skytta á her­skip­um Kristjáns IV. Dana­kon­ungs. Fljót­lega lá leið hans norður í Hvíta­haf, til Sval­b­arða og árið 1622 sigldi hann suður fyr­ir Góðrar­von­ar­höfða til Srí Lanka. Síðar dvald­ist hann í virki í dönsku ný­lend­unni Tranqu­eb­ar á Indlandi. Í sept­em­ber árið 1624 slasaðist hann illa í spreng­ingu í fall­byssu og var flutt­ur til Dan­merk­ur og kom þangað eft­ir mikla hrakn­inga sum­arið árið eft­ir. Hafði hann þá haft viðkomu á Írlandi.


 

Jón kom aft­ur til Íslands árið 1626. Hann kvænt­ist Ingi­björgu Ólafs­dótt­ur og bjuggu þau fyrst að Tröð og hugs­an­lega í Eyr­ar­dal í Álftaf­irði. Þaðan héldu þau hjón­in til Vest­manna­eyja 1639 þar sem Jón tók við sem stjórn­andi heima­varn­ar­liðs og bys­sumaður á Skans­in­um. Konu hans líkaði illa í Vest­manna­eyj­um og þau fluttu aft­ur vest­ur 1640 og sama haust drukknaði Ingi­björg í Álftaf­irði. Son­ur Jóns sem hét Kristó­fer Bogi lést skömmu síðar. Aft­ur kvænt­ist Jón Þor­björgu Ein­ars­dótt­ur og eignuðust þau Ólaf sem síðar bjó á Kambs­nesi og nokk­ur ætt er frá kom­in. Með Þor­björgu bjó Jón á Upp­söl­um í Seyðis­firði í 5 ár frá 1644 og loks í 30 ár frá 1649 til æviloka í Eyr­ar­dal við Álfta­fjörð.


 

Jón Indíafari lést 2. maí 1679.

 


Skráð af Menningar-Staður.

04.11.2018 07:47

Þetta gerðist: 4. nóvember 1888 fauk Hrafnseyrarkirkja

 


Hrafnseyrarkirkja.
 

 

Þetta gerðist:

 

4. nóvember 1888 fauk Hrafnseyrarkirkja

 

Þann 4. nóvember 1888 fauk tveggja ára gömul kirkja á Hrafnseyri við Arnarfjörð af grunni, fór yfir nokkur leiði „en kom svo aftur niður alheil og óskemmd,“ sagði í Ísafold. 


Hún er enn í notkun.

 

Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Skráð af Menningar-Staður

03.11.2018 09:32

VAXTAVERKIR SVEITARFÉLAGA

 


Eggert Valur Guðmundsson á Eyrarbakka.
 

 


VAXTAVERKIR SVEITARFÉLAGA

 

Eggert Valur Guðmundsson,

formaður bæjarráðs Sfv. Árborgar skrifar: 

 

 

Það hefur ekki farið framhjá okkur íbúum í Svf. Árborg að mikill áhugi er hjá fólki að setjast að í sveitarfélaginu, og fólksfjölgun á undanförnum árum verið með því mesta sem gerist á Íslandi. Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára fjárfestingaráætlunar. Í þeirri vinnu verður að taka tillit þeirrar breyttu stöðu sem aukin íbúafjöldi kallar á. Sveitarfélag í örum vexti eins og Árborg er komið í þá stöðu að nauðsynlegt er að hugsa hlutina á annan og nýjan hátt. 

 

Óhjákvæmilegt verður að taka lán til þess að byggja upp innviði og þjónustu, sem laðar að nýja íbúa sem skila síðar sköttum og gjöldum í bæjarsjóð. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélögum að halda skuldbindingum sínum undir 150% af reglulegum tekjum. Þetta skuldaviðmið getur reynst sveitarfélögum á miklum vaxtarsvæðum eins og okkar erfitt að uppfylla þar sem byggja þarf upp margvíslega hluti eins og t.d ný íbúðarhverfi, nýja grunn- og leikskóla og annað sem nauðsynlega þarf að vera til staðar til þess að viðhalda góðu samfélagi. Ljóst er að fjárfestingarþörf Svf. Árborgar verður mikil á næstu árum og hæpið að tekjur standi að öllu leyti undir þeim fjárfestingum sem brýnt er að ráðast í. 

 

Við ætlum að leysa fráveitumálin Öll framboðin sem buðu fram fyrir kosningarnar í vor lofuðu að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í gott horf. Þrettán ár eru síðan öll sveitarfélög áttu að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun eins eða tveggja þrepa hreinsun. Lítið hefur gengið í þessum málaflokk hér í Árborg, aðallega vegna gríðarlegs kostnaðar og rangrar forgangsröðunar verkefna hjá fyrrum meirihluta bæjarstjórnar. Fólk sturtar niður úr klósettinu og hvað svo, er öllum sama? Nei fólki er það alls ekki.

 

Árið 1995 voru sett lög um stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. Í því fólst að ríkisvaldið styrkti sveitarfélög um 20% af stofnkostnaði framkvæmda. Þessum stuðningi lauk árið 2008 og síðan hefur dregið verulega úr framkvæmdum vegna fráveitumála sveitarfélaga á landsvísu. Engu að síður verður að þrýsta á ríkisvaldið að koma myndarlega að þessum málaflokk sem er svo nauðsynlegur.Brýnt er að sveitarstjórnarfulltrúar standi saman í þessu máli og myndi alvöru þrýsting á ríkisvaldið um niðurfelllingu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. 

 

Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú þegar hrundið af stað vinnu varðandi stefnumótun í hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu öllu, þar sem litið verður til nýjustu tækni við hreinsun, endurnýtingu og möguleika til verðmætasköpunar. Til að byrja með munu mestir fjármunir fara í hreinsimannvirki við Geitanesflúðir til hreinsunar skolps frá Selfossi, sem alllir vita að hefur verið stórt vandamál um langt árabil. Það verður síðan í framhaldinu verkefni bæjaryfirvalda , að fráveitumál á Eyrarbakka og Stokkseyri verði í lagi til framtíðar. Verkefni allra bæjarfulltrúa þvert á flokkslínur hlýtur að vera að koma þessum málum í lag svo að það gagnist best fyrir umhverfið, íbúana og samfélagið allt.

 

Eggert Valur Guðmundsson. formaður bæjarráðs Árborgar.


Suðri Héraðsfréttablað 1. október 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

02.11.2018 06:38

Gaulverjabæjarhreppur sigraði í Útsvarinu

 

 

Keppnisliðin í Útsvarinu og stjórnendur á sviðinu í Þingborg.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Gaulverjabæjarhreppur sigraði í Útsvarinu

 

Á Kótelettukvöldinu fjölmenna í Þingborg á fysrta vetrardegi þann 27. október 2018 fór fram Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna; Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa.

 

Sigmundur Stefánsson stjórnaði með aðstoð Jóns M. Ívarssonar og tæknimaður var Baldur Gauti Tryggvason.

 

 Sigurliðið var Gaulverjabæjarhreppur og fengu titilinn „Flóafíflið 2018.“

 

.

Sigurlið Gaulverjabæjarhrepps.

.

.

Lið Hraungerðishrepps.

.

.

Lið Villingaholtshrepps.

.

 

Stjórnendur keppninnar.
F.v.:

Jón M. Ívarsson. Sigmundur Stefánsson og Baldur Gauti Tryggvason.

.


Skráð af Menningar-Staður.