Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Desember

20.12.2018 21:26

Þáttur úr sögu Hrafnseyrar: Á ég eða á ég ekki?

 

 

Vigdís í ræðustólnum á svölunum á Hrafnseyri forðum og flytur sín fyrstu

ræðu yfir Vestfirðingum.   Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Þáttur úr sögu Hrafnseyrar:

 

Á ég eða á ég ekki?

 

Á Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980:
 

 

„Ég hafði kynnt mér að Kristján Eldjárn, mín fyrirmynd í embætti, gekk aldrei til altaris. Svo sat ég í þessari litlu og fallegu Hrafnseyrarkapellu við hliðina á biskupshjónunum og þegar kemur að altarisgöngunni er ég í djúpum þönkum.

Á ég eða á ég ekki? Nema að þarna tek ég ákvörðun um að ganga til altaris sem ég hafði ekki gert frá fermingu. Ég fann glöggt að þetta kunnu biskupshjónin vel að meta. Síðan hef ég gengið til altaris með þeim rökum að messunni sé í raun ekki lokið fyrr en með altarisgöngunni, þetta er ein heild, eins og segir í lúterskum fræðum.

Og ég fer oft í messu til að hreinsa hugann, sit og hugleiði og syng sálma. Sálmasöngur er sérlega sálarhreinsandi, enda er hann hugsaður til þess.

En þessi stund í Hrafnseyrarkapellu hafði djúp áhrif á mig og samveran á Hrafnseyri var upphaf að vináttu okkar frú Magneu og séra Sigurbjörns sem ég hafði lengi metið mikils, eins og svo margir landsmenn.

Ég leitaði stundum til Sigurbjörns og varð fyrir áhrifum af hans sjónarhorni á lífið. Stundum reyndi ég alveg meðvitað að tileinka mér það, til dæmis sýn hans á Krist og þá skoðun að við veljum sjálf hvort við tökum á móti boðskap kristninnar.“

 

      
(Kafli úr nýju bókinni Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

19.12.2018 17:57

Skötuveisla á Stokkseyri

 

 

 

 

Skötuveisla á Stokkseyri

 

   23. desember 2018
Skráð af Menningar-Staður

 

 

19.12.2018 17:27

Björg á Eyrarbakka 90 ára

 

 

 

 

Björg á Eyrarbakka 90 ára

 

 

Í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnadeildarinnar Bjargar og Björgunarsveitarinnar Bjargar Eyrarbakka ætlum við að efna til afmælisfagnaðar í húsnæði okkar, Búðarstíg 21, á stofndegi okkar 21. desember kl. 18.

 

Haldin verður tala og léttar veitingar verða á boðstólum. Tilvalið tækifæri til að kynnast starfi og tækjakost sveitarinnar.

 

Þeir sem hafa áhuga á að koma og fagna þessum stóru tímamótum okkar eru hjartanlega velkomnir.


Björg á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Staður

18.12.2018 21:01

Jólagetraun Vestfirska forlagsins 2018

 

 
 
 

 

Jólagetraun Vestfirska forlagsins 2018

 

 

12 spurningar úr nýju bókunum að vestan

 

1.

Á hvaða bæ í Gufudalshreppi var útibú Kaupfélags Króksfjarðar staðsett?

(Þar minnast fjöll og firðir)

-----

 

2.

Hverjir ruddu brautina úr Keldudal í Svalvoga í Dýrafirði og hvaða ár var það?

(Brautryðjendur fyrir vestan)

-----

 

3.

Hvaða prestur í Djúpinu tók svo til orða: „Ég hélt ekki langar ræður.

Oft er það svo, að því mun lengri ræður sem menn flytja þess lélegri eru þær.

Og innihaldsminni“?

(100 Vestfirskar gamansögur 2.)
-----

 

4.

Hvaða ár byrjaði Mjólkárvirkjun að mala Vestfirðingum gull?

(Að fortíð skal hyggja)

-----

 

5.

Hvað nefnist nafnkenndasti skógur í Gufudalshreppi?

(Þar minnast fjöll og firðir)

-----

 

6.

„Bragi frændi á Melanesi var rammur að afli og þraut aldrei styrk.

Klettamaður var hann einnig svo af bar. Fyrir honum var það leikur einn

þar sem aðrir hurfu frá.“ „Oft skoðuðum við bræður myndina af Benna

frá Bíldudal þar sem hann jafnhattaði kerruhjólin. Að ná kerruhjólum upp

fyrir höfuð sér var eitthvað sem var einungis ofurmönnum fært.“

Hvaða ofurhlaupari af Rauðasandi skrifar svo í bók sína og hvað heitir bókin?

(Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

-----

 

7.

Hvaða ár opnaðist vegurinn yfir Steingrímsfjarðarheiði?

(Brautryðjendur fyrir vestan)

-----

 

8.

Varstu á kvennafari?

Nei, svaraði Sverrir sannleikanum samkvæmt. Ég hefði getað skilið

það og fyrirgefið, sagði meistari. Hverjir voru að tala saman?

(100 Vestfirskar gamansögur 2.)

-----

 

9.

Í þessum sjávarplássum voru algeng ýmis uppnefni, eins og t.d.

Doddi grútur, Stjáni meik, Guji skó, Steini grjót, Bjarni kjaftur,

Oddur næpa, Mæja stýri, Sigga ljósa, Valdi blái og Jónas hvalur.

Hver skrifar svo og í hvaða bók?

(Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

-----

 

10.

Hvað er langt síðan bolvískar eiginkonur tóku upp á því að

halda þorrablót fyrir karla sína?

(Bolvíska blótið)

-----

 

11.

Við hvaða fjörð er syðri gangamunni Dýrafjarðarganga?

(Að fortíð skal hyggja)

-----

 

12.

Hvað heitir höfundur bókarinnar Fiskur að handan?

 

------------------------------------------------------------------------------

 

Nafn

Heimilisfang

Póstnúmer 

 

Dregið verður úr réttum svörum og fá

10 heppnir sendan heim til sín laglegan

bókapakka af eldri bókum frá okkur á nýja árinu.

Sendið okkur svörin í pósti eða tölvupósti.

Upplagt að glíma við þetta á jólunum.

Gildir út janúar. Gangi ykkur vel!

 

Bestu kveðjur.

Vestfirska forlagið,

Brekku,

471 Þingeyri

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

18.12.2018 17:32

Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur

 

 

Sigurður Bjarnason frá Vigur (1915 - 2012).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur

 

 

Sigurður fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi 18. desember 1915 og ólst þar upp.

Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir húsfreyja.
 

 

Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts.

 

Meðal systkina Bjargar voru Haraldur leikari; Sigurður, faðir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum; Björgvin, hrl. og framkvæmdastjóri VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, afi Óskars Magnússonar, fyrrv. útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm. og ættföður Veðramótaættar Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jónasar á Gili, föður Meingrundar Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Konráðs, alþm. og ritstjóra Morgunblaðsins.


 

Sigurður kvæntist Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara og eignuðust þau tvö börn, Hildi Helgu, sagnfræðing og blaðamann, og Ólaf Pál bókmenntafræðing.


 

Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1936, lögfræðiprófi frá HÍ 1941 og framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi. Hann var stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og ritstjóri blaðsins 1956-69, var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59 og alþm. Vestfjarðakjördæmis 1963-70.


 

Sigurður var sendiherra Íslands í Danmörku, fyrsti sendiherra Íslands í Kína, sendiherra í Bretlandi og víðar. Hann vann ötullega að heimkomu handritanna til Íslands, var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar, formaður Blaðamannafélags Íslands og Norræna blaðamannasambandsins, var formaður Útvarpsráðs, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og einn af forsetum ráðsins, sat í Þingvallanefnd og var formaður Norræna félagsins.

 


Sigurður lést 5. janúar 2012.

 

 

Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður.

18.12.2018 06:51

Merkir Íslendingar - Pétur Sigurðsson

 

 

Pétur Sigurðsson (1931 - 2018).

 


Merkir Íslendingar - Pétur Sigurðsson

 

 

Pét­ur Sig­urðsson fædd­ist á Ísaf­irði 18. desember 1931.

For­eldr­ar hans voru Sig­urður Pét­urs­son, vél­stjóri á Ísaf­irði, og Gróa Bjarney Salómons­dótt­ir hús­freyja.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Pét­urs er Hjör­dís, fv. trygg­inga­full­trúi hjá sýslu­mann­sembætt­inu á Ísaf­irði, dótt­ir Hjart­ar Stur­laugs­son­ar og Arn­dís­ar Jón­as­dótt­ur, bænda í Fagra­hvammi við Skutuls­fjörð.

 

Börn Pét­urs og Hjör­dís­ar: Sig­urður, sagn­fræðing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari, og Edda barna­kenn­ari.

 

Pét­ur ólst upp á Ísaf­irði, stundaði sjó­mennsku frá unglings­ár­um og lauk prófi frá Vél­skóla Íslands 1960. Að því loknu starfaði hann hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins á Vest­fjörðum. Frá 1970 var hann starfsmaður verka­lýðsfé­lag­anna á Ísaf­irði og Alþýðusam­bands Vest­fjarða og fram­kvæmda­stjóri Alþýðuhúss­ins og Ísa­fjarðarbíós 1970-87.

 

Pét­ur var for­ystumaður í ís­lenskri verka­lýðshreyf­ingu um hálfr­ar ald­ar skeið, formaður Fé­lags járniðnaðarmanna á Ísaf­irði 1962-66 og 1968-69, vara­formaður verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs 1969-72 og síðan formaður þess 1974-2002, sat í stjórn Alþýðusam­bands Vest­fjarða (ASV) frá 1964 og var for­seti þess frá 1970. Með stofn­un Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga árið 2002 leysti fé­lagið af hólmi hlut­verk ASV og var Pét­ur formaður þess fé­lags til 2007.

 

Pét­ur sat í stjórn Verka­manna­sam­bands Íslands, síðar Starfs­greina­sam­bands­ins og í miðstjórn ASÍ um skeið og var formaður stjórn­ar at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs. Hann starfaði í Fé­lagi ungra jafnaðarmanna á Ísaf­irði og síðar Alþýðuflokkn­um, sat í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðar og var varaþingmaður Alþýðuflokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1991-95.

 

Pét­ur var formaður knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vestra á Ísaf­irði 1954-77 og lék knatt­spyrnu með fé­lag­inu og úr­valsliði ÍBÍ í mörg ár.

 

Pét­ur lést 14. október 2018.Morgunblaðið 18. desember 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

17.12.2018 17:47

Merkir Íslendingar - Ingibjörg Einarsdóttir

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).

 

 

Merkir Íslendingar – Ingibjörg Einarsdóttir

 

Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, var fædd þann 9. október 1804. 

Þau voru gefin saman 4. september 1845. 

Ingibjörg Einarsdóttir lést í Kaupmannahöfn 16. desember 1879.Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.


 

Ingibjörg Einarsdóttir lést í Kaupmannahöfn 16. desember 1879, 75 ára og var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést þann 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn en Jón var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.


 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árð 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. maí 1890.
 

 
Skráð af Menningar-Staður.

17.12.2018 06:52

Hvað sagði Jón Sigurðsson?

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

Hvað sagði Jón Sigurðsson?

 

 

Eins og allir vita, sendir Jón forseti Sigurðsson alþingismönnum og þjóðinni allri óbein, táknræn skilaboð með einni saman nærveru sinni í standmynd sem steypt er í eir á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Og á dögunum var rædd á fundi hreppsnefndar Auðkúluhrepps eftirfarandi bein hugvekja frá forsetanum. Sendist hún alþjóð hér með á öldum ljósvakans:

 

Virðing Alþingis

 

“Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og við sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar.” (1845).


 
Fréttaritari vor í Auðkúluhreppi símar.


Skráð af Menningar-Staður.

16.12.2018 07:37

Jól í Hallskoti 16. des. 2018

 

 

 

Jól í Hallskoti 16. des. 2018

 

 

Skógræktarfélag Eyrarbakka vill bjóða ykkur að koma og taka þátt í yndislegri aðventustemmningu í dag, sunnudaginn 16. desember 2018 milli klukkan 13-17.

 

Við bjóðum uppá fjölskylduvæna dagskrá með ýmsum uppákomum ætluð öllum aldurshópum en börn eru sérstaklega velkomin!

 

Heitt kakó, jólagluggi Árborgar, handverk frá ströndinni, heimalagað gjafagúmmelaði, bræðurnir og rithöfundarnir Guðni Líndal og Ævar Þór koma og lesa uppúr nýjustu bókum sínum, vinnustofur í snjókarlagerð ef veður leyfir, jólatónar og 83% líkur á jólasveinum.

 


Hallskot er skógræktarsvæði Eyrarbakka staðstett 6 km frá Eyrarbakka.


 

 

Eyrarbakkasól 16. desember 2018. Ljósm.: Elín Birna.Skráð af Menningar-Staður.

16.12.2018 06:56

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).

 

 

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir lést

 

 

Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára þann 16. desember 1879.


 
Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804.  Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.Ingibjörg var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést 7. desember 1879.Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. maí 1890.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.