Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Mars

11.03.2019 20:47

Merkir Íslendingar - Valtýr Guðmundsson

 

 
 

Valtýr Guðmundsson (1860 - 1928).

 

 

Merkir Íslendingar - Valtýr Guðmundsson

 

 

Valtýr fæddist á Árbakka á Skagaströnd 11. mars 1860.

Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson, sýsluskrifari á Ytri-Ey og Geitaskarði, og Valdís Guðmundsdóttir húsfreyja.

Eiginkona Valtýs var Anna Jóhannesdóttir húsfreyja, dóttir Jóhannesar Guðmundssonar og k.h., Marenar Lárusdóttur Thorarensen.


 

Valtýr var tæplega fimm ára er faðir hans lést. Móðir hans giftist aftur og flutti móðurfjölskyldan til Vesturheims er Valtýr var 16 ára. Hann fór ekki með og sá móður sína aðeins einu sinni eftir það er hann var sjálfur á ferð í Vesturheimi.

 

Valtýr var í Lærða skólanum í Reykjavík og varð fyrsti forseti Framtíðarinnar, elsta skólafélags landsins, lauk stúdentsprófi 1883, mag. art.-prófi frá Hafnarháskóla 1887 og varði doktorsritgerð um norræna menningarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1889. Hann varð dósent við Kaupmannahafnarháskóla 1890 í sögu Íslands og bókmenntum og síðan prófessor þar frá 1920 til æviloka.


 

Valtýr settist fyrst á Alþingi 1894 og tók fljótlega að semja við danska ráðamenn um sjálfstjórnarkröfur Íslendinga. Hugmynd hans var að fá íslenskan ráðherra í danska ríkisstjórn. Viðbrögð Dana bentu til þess að Valtýr yrði sjálfur Íslandsráðherra í danskri stjórn. En um aldamótin var komin fram skýr, íslensk krafa um íslenskan ráðherra í Reykjavík. Andstæðingar valtýskunnar nefndu sig heimastjórnarmenn. Stjórnarskipti í Danmörku urðu til þess að þeir fengu kröfu sinni framfylgt og Hannes Hafstein „stal“ ráðherraembættinu af Valtý með glæsimennsku sinni og góðum samböndum í Kaupmannahöfn.

 

Valtýr var alþm. Vestmanneyinga 1894-1901, Gullbringu- og Kjósarsýslu 1903-1908, og Seyðfirðinga 1911-13. Hann var stofnandi Eimreiðarinnar, frægs tímarits um þjóðmál, og ritstjóri hennar til 1918. Eftir hann liggja rit um íslenska sögu, málfræði og bókmenntir, ljóð og ógrynni greina um stjórnmál.

 

Valtýr lést 23. júlí 1928.Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

11.03.2019 06:44

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

 

 

 

 

Ísólfur Pálsson (1871 - 1941).

 

 

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

 

 

Ísólfur Pálsson fæddist á Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi 11. mars 1871.

Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 1832, drukknaði 1887, bóndi og hreppstjóri á Syðra-Seli, og k.h. Margrét Gísladóttir, f. 1830, d. 1914, húsfreyja, en þau voru bæði komin af Bergsætt.

 

Foreldrar Páls voru hjónin Ólöf Magnúsdóttir og Jón Sturlaugsson, bóndi á Syðsta-Kekki í Stokkseyrarhr..Faðir Jóns var Sturlaugur Jónsson bóndi og forsöngvari í Grjótlæk, sonur Jóns Bergssonar b. í Grjótlæk. Annar sonur Jóns Bergssonar var Grímur, langafi Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Jón var sonur Bergs Sturlaugssonar sem Bergsætt er komin af en Bergur var fyrsti nafnkenndi forsöngvari Stokkseyrarkirkju.

 

Foreldrar Margrétar voru hjónin Sesselja Grímsdóttir og Gísli Þorgilsson, bóndi og formaður á Kaðlastöðum í Stokkseyrarhr., einnig nefndir Kalastaðir. Gísli var lengi forsöngvari á Stokkseyri.

 

Meðal systkina Ísólfs var Bjarni, organisti í Götu, faðir Friðriks tónskálds.

 

Ísólfur kvæntist Þuríði Bjarnadóttur, f. 4.7. 1872, d. 22.3. 1957. Þau eignuðust tólf börn, þar á meðal Pál, tónskáld og organista, Sigurð úrsmið og organista, og Pálmar hljóðfærasmið.

 

Ísólfur og Þuríður bjuggu í 20 ár á Stokkseyri og síðan í Reykjavík. Stundaði Ísólfur fyrst formennsku og var hann organisti við Stokkseyrarkirkju og stjórnaði kór og söngkvartett. Var orgelleikur hans annálaður, en hann virðist hafa verið sjálfmenntaður að flestu leyti.

 

Ísólfur fékkst nokkuð við hljóðfæraviðgerðir og svo fór að hann fór utan 1912 og lærði hljóðfærasmíði og -stillingar í Danmörku og Þýskalandi, og starfaði við það eftir að heim kom. Hann gerði m.a. upp orgelin í Fríkirkjunni og Dómkirkjunni og smíðaði orgel fyrir kapellu Háskóla Íslands.

 

Ísólfur samdi fjölda sönglaga og er þekktast þeirra Í birkilaut (Draumur hjarðsveinsins).

 

Ísólfur Pálsson lést 17. febrúar 1941.


Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Syaður.

10.03.2019 21:02

Stjórnvöld endurnýja samstarfssamning um dönskukennslu

 

 

Lilja Alfreðsdóttir og Merete Riisager.    

MENNTA- OG MENNINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ.

 

 

 

Stjórnvöld endurnýja samstarfssamning um dönskukennslu

 

 

Samstarfssamningur íslenskra og danskra stjórnvalda um dönskukennslu hér á landi var endurnýjaður í gær á fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Merete Riisager menntamálaráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið samningsins sé að styðja við dönskukennslu hér á landi með sérstakri áherslu á munnlega færni, miðla danskri menningu í íslensku menntakerfi og auka áhuga á dönsku tungumáli og vitund um mikilvægi dansks málskilnings fyrir Íslendinga.„Samstarf þetta hefur verið einkar farsælt fyrir okkur Íslendinga og til þess fallið að styrkja mjög tengsl milli landanna. Tungumálafærni er okkur mikilvæg, dönskunámið veitir líka grunn fyrir önnur norræn tungumál og er í raun mikilvægur liður í því að við getum tekið virkan þátt í norrænu samstarfi. Danmörk er meðal okkar mikilvægustu viðskiptalanda og margar stofnarnir hér eru í nánum tengslum við danskar systurstofnanir sínar. Ég er þakklát því hugsjónafólki sem kom þessu faglega samstarfi á legg fyrir rúmum 20 árum, það var mikið heillaspor og það er komið góð reynsla á útfærslu þess,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.  Framlag Dana stendur meðal annars straum af starfi dansks lektors við Menntavísindasvið HÍ, laun tveggja sendikennara sem starfa við íslenska grunnskóla, endurmenntunarnámskeiðum fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum og námsferðir íslenskra dönskunema til Danmerkur auk annarrar starfsemi tengda verkefninu. Framlag Íslendinga fjármagnar umsjón og skipulagningu með dvöl sendikennara og húsnæði lektors ásamt stuðningi við sveitarfélög vegna verkefnisins.
MENNTA- OG MENNINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ.


www.visir.is

 

 Skráð af Menningar-Staður.

10.03.2019 06:44

Karlakórinn Heimir um Suðurland

 

 
 

 

 

Karlakórinn Heimir um Suðurland

 

 

 

Laugardaginn 16. mars 2019 skeiðum við austur fyrir fjall og syngjum í Skálholti og Selfossi.

 

Við eigum marga vini á Suðurlandi sem gaman verður að hitta.


Skálholtsdómkirkja kl. 13:00

Selfosskirkja kl. 17:00Karlakórinn Heimir

Skagafirði

 Skráð af Menningar-Staður

10.03.2019 06:26

Ný stjórn Miðflokks­ins í Suður-kjör­dæmi

 

 

Ný­kjör­in aðal­stjórn Miðflokks­fé­lags Suður­kjör­dæm­is Frá vinstri: Sigrún Bates,

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, Hall­fríður (Didda) Hólm­geirs­dótt­ir; Óskar H. Þór­munds­son,

Ein­ar G. Harðar­son formaður og G. Svana Sig­ur­jóns­dótt­ir.

Á mynd­ina vant­ar Sverri Ómar Victors­son.

 

 

Ný stjórn Miðflokks­ins í Suður-kjör­dæmi

 

 

Aðal­fund­ur Miðflokks­fé­lags Suður­kjör­dæm­is fór fram í gær í Grinda­vík, laugardaginn 9. mars 2019.

Þing­menn og bæj­ar­full­trú­ar Suður­kjör­dæm­is fóru yfir störf sín og stjórn­málaviðhorfið. 

 

 

Ný stjórn var kos­in en hana skipa:

Ein­ar G. Harðar­son, formaður
Sigrún Gísla­dótt­ir Bates
Óskar H. Þór­munds­son
Sverr­ir Ómar Victors­son
G. Svana Sig­ur­jóns­dótt­ir
Didda Hólm­gríms­dótt­ir
Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son

 

Vara­menn voru kosn­ir:

Eg­ill Sig­urðsson
Guðmund­ur Ómar Helga­son
Bald­vin Örn Arn­ar­son


 Skráð af Menningar-Staður

09.03.2019 18:07

8. mars 1843 - Tilskipun konungs um endurreisn Alþingis

 

 

 

8. mars 1843 -

Tilskipun konungs um endurreisn Alþingis

 

 

Alþingi Íslendinga var endurreist með tilskipun konungs Danmerkur og Íslands 8. mars 1843. 
Starfsemi þess hafði legið niðri í rúma fjóra áratugi. 
Þingið kom aftur saman 1. júlí 1845.Alþingi Íslendinga er elsta og æðsta stofnun þjóðarinnar. Það var stofnað á Þingvöllum árið 930 og markar það upphaf þjóðríkis á Íslandi. Alþingi var allsherjar­ þing landsmanna. Þar voru samin lög og kveðnir upp dómar. Samkomudagur Alþingis var um eða upp úr miðjum júní og þinghaldið stóð um tveggja vikna skeið. Þingið sóttu goðar sem voru ráðandi í samfélaginu. Öllum frjálsum mönnum og ósekum var heimilt að koma á þingið. Þeir sem sóttu Alþingi dvöldust í búðum á Þingvöllum um þingtímann. 

Á þingstaðnum áttu allir að njóta griða og frelsis til að hlýða á það sem fram fór. Oft var fjölmennt á Alþingi til forna enda var þar miðstöð valda og samskipta. Lögrétta var miðstöð þinghaldsins. Hún skar úr lagaþrætum, setti ný lög og veitti undanþágur frá lögum. Í lögréttu sátu goðar og síðar einnig biskupar ásamt aðstoðarmönnum sem ekki höfðu atkvæðisrétt og réð meiri hluti úrslitum mála. Eftir skiptingu landsins í fjórðunga um 965 voru settir fjórir fjórðungsdómar á Alþingi, einn fyrir hvern fjórðung, skipaðir 36 dómendum hver og þurfti 31 samhljóða atkvæði til að kveða upp gildan dóm. Síðar var stofnaður fimmtardómur á Alþingi í upphafi 11. aldar sem var nokkurs konar áfrýjunardómstóll. Hann var skipaður 48 dómendum, tilnefndum af goðum í Lögréttu, og réð einfaldur meiri hluti dómi. Lögsögumaður var æðsti maður þingsins en hlutverk hans var meðal annars að segja upp gildandi lög Íslendinga, áður en þau voru skráð. Hann sagði upp lögin um þinghaldið, þingsköpin og stjórnaði fundum Lögréttu og skar úr þrætumálum ef ekki náðist samkomulag með öðrum hætti. Talið er að lögsögumaðurinn hafi flutt mál sitt á Lögbergi og þar hafi verið kveðnir upp dómar, fluttar ræður í mikilvægum málum og þingsetning og þinglausnir farið fram. 

Ýmislegt er þó óljóst um þinghaldið og hlutverk lögsögumanns enda voru miklir umbrotatímar í íslensku samfélagi á fyrstu öldum byggðar, og átök um trú og völd settu svip sinn á þjóðfélagið sem og störf Alþingis. Íslendingabók, sem rituð var á tímabilinu 1122–1133, er ein helsta heimildin um stofnun Alþingis á Þingvöllum.

8. mars 1843 - Tilskipun konungs um endurreisn Alþingis

Tilskipun konungs um endurreisn Alþingis var gefin út 8. mars 1843 og fóru fyrstu kosningar fram 1844, en þingið kom fyrst saman 1. júlí 1845. Alþingi var skipað 26 alþingismönnum, 20 þjóðkjörnum þingmönnum, einum kjörnum úr hverju kjördæmi (sýslu), en konungur skipaði auk þess sex þingmenn. Um kosningarrétt og kjörgengi giltu ákvæði um lágmarkseign að danskri fyrirmynd og munu tæp 5% landsmanna hafa notið kosningarréttar í upphafi.

Alþingi kom saman til fundar í Lærða skólanum í Reykjavík (nú Menntaskólanum í Reykjavík) 1. júlí annað hvert ár og var að störfum í um það bil fjórar vikur. Þingið var einungis konungi til ráðgjafar og hafði ekki formlegt löggjafarvald. Það ræddi stjórnarfrumvörp og voru tvær umræður, undirbúningsumræða og ályktunarumræða, og einstakir þingmenn báru fram mál til umræðu. Tillögur sem samþykktar voru á þinginu nefndust bænarskrár.

 

Á tímabilinu 1845–1874 kom Alþingi 14 sinnum saman og það var mikilvægur vettvangur þjóðmálaumræðu. Frá upphafi var Jón Sigurðsson, alþingismaður Ísfirðinga, forustumaður þingsins og lengstum forseti þess.


Úr sögu Alþingis Íslendinga. 

 

Jón Sigurðsson, forseti (1811 - 1879).Skráð af Menningar-Staður.

09.03.2019 17:59

Merkir Íslendingar - Steinunn Finnbogadóttir

 

 

Steinunn Finnbogadóttir (1924 - 2016)

 

 

Merkir Íslendingar - Steinunn Finnbogadóttir

 

 

Stein­unn Finn­boga­dótt­ir fædd­ist í Bol­ung­ar­vík 9. mars árið 1924.

For­eldr­ar henn­ar voru Finn­bogi Guðmunds­son, f. 1884, d. 1948, sjó­maður og verka­lýðsfor­ingi í Bol­ung­ar­vík, og Stein­unn Magnús­dótt­ir, f. 1883, d. 1938, hús­freyja. Faðir henn­ar var Magnús Magnús­son, hrepp­stjóri á Hróf­bergi í Staðarsveit á Strönd­um, en hann var ljós­faðir og tók á móti fjölda barna.

 

Stein­unn lauk námi frá Ljós­mæðraskól­an­um 1943 og átti far­sæl­an fer­il sem ljós­móðir, meðal ann­ars á fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans, Fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur og Sólvangi í Hafnar­f­irði og var formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands um ára­bil. Hún var frum­kvöðull og út­gáfu­stjóri tveggja binda stétt­artals og sögu­legs efn­is í til­efni af 60 ára sögu Ljós­mæðrafé­lags Íslands.

 

Stein­unn var í for­ystu­sveit kvenna sem létu til sín taka í fé­lags- og stjórn­mál­um upp úr miðri síðustu öld. Hún var einn stofn­enda og sat í stjórn Sam­taka frjáls­lyndra og vinstrimanna og var borg­ar­full­trúi flokks­ins í Reykja­vík 1970-1974 og vara­borg­ar­full­trúi 1974-1978. Árið 1971 varð Stein­unn fyrsta kon­an á Íslandi til að gegna starfi aðstoðarráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hanni­bals Valdi­mars­son­ar, sam­göngu- og fé­lags­málaráðherra, til árs­ins 1973. Hún var formaður Or­lofs­nefnd­ar hús­mæðra í Reykja­vík og síðar formaður Lands­nefnd­ar or­lofs hús­mæðra. Hún var hvatamaður að Land­spít­ala­söfn­un kvenna árið 1969 sem öll kvenna­sam­tök á land­inu stóðu að.

 

Hún tók við stöðu for­stöðumanns dag­vist­ar Sjálfs­bjarg­ar árið 1979 og starfaði þar til starfs­loka 1993.

 

Stein­unn var sæmd ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1982.

 

Stein­unn gift­ist Herði Ein­ars­syni stýri­manni, en þau skildu. Börn þeirra eru Stein­unn, f. 1950, Ein­ar, f. 1951, og Guðrún Alda, f. 1955. Sam­býl­ismaður Stein­unn­ar var Þor­steinn Vig­fús­son, f. 7.2. 1935, frá Húsatóft­um á Skeiðum.

 

Stein­unn lést 9. des­em­ber 2016.


Morgunblaðið 9. mars 2019.

 Skráð af Menningar-Staður.

06.03.2019 19:40

Litla-Hraun - sögusýning í Húsinu

 

 

 

Litla-Hraun – sögusýning í Húsinu

 

 

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.

Sýningin opnar á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars 2019 kl. 17.

 

Á sýningunni er sögð saga fangelsisins. Þróun á starfsemi Litla Hrauns sem stofnunnar er þar í forgrunni en auk þess er litið inní veröld fangavarða, fanga og samfélagsins í kring. Sýningin er byggð á ýmsum munum frá fangelsinu, ljósmyndum sem til eru og gagnorðum sýningartextum.

 

Vinnuhælið á Litla-Hrauni tók til starfa 8. mars 1929 í byggingu í útjaðri Eyrarbakka sem reist var sem sjúkrahús en hóf svo ekki starfsemi  sökum fjárskorts. Á þessum tíma voru refsifangamálefni í miklum ólestri og sáu yfirvöld þarna tækifæri til að leysa úr þeim vanda með því að fá sjúkrahúsbyggingunni  það hlutverk að hýsa refsifanga.  Starfsemin hét Vinnuhælið á Litla-Hrauni og voru jarðirnar Stóra- og Litla-Hraun lagðar undir starfsemina og rekinn búskapur á vinnuhælinu til 1970. Síðar var starfseminni breytt úr vinnuhæli í afplánunarfangelsi og starfsemin fékk heitið Fangelsið Litla-Hraun.  Stofnunin er stærsta fangelsi landsins og eru þar allt að 87 fangar og 57 stöðugildi. Tíu byggingar eru við fangelsið.

 

Sýningin verður opin allar helgar í mars og apríl kl. 14-17. Auk þess verður séropnun í kringum páska og opið á sama tíma alla virka daga frá 15. apríl.

Sumaropnun safnsins hefst 1. maí og þá eru söfnin opin uppá gátt alla daga kl. 11-18. Ávallt heitt á könnunni og verið velkominn.

 

Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

 

Byggðasafn Árnesinga og Fangelsið Litla-Hraun.Skráð af Menningar-Staður.

 

06.03.2019 06:54

Litla-Hraun 90 ára 8. mars 2019

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 

Litla-Hraun 90 ára 8. mars 2019

 

 

Næsta föstu­dag verða liðin 90 ár frá því fyrstu fang­arn­ir komu á Litla-Hraun,

árið 1929, tveir Dan­ir og einn Íslend­ing­ur.

Af því til­efni verður sögu­sýn­ing opnuð í Hús­inu á Eyr­ar­bakka.

 

 

Ég held að þeir hafi ekki farið í fang­elsið fyr­ir mikl­ar mis­gerðir þess­ir fyrstu fang­ar, þetta var á bann­ár­un­um, svo kannski voru þeir að brugga,“ seg­ir Lýður Páls­son, safn­stjóri í Hús­inu á Eyr­ar­bakka, Byggðasafni Árnes­inga, en þar verður opnuð nk. föstu­dag sögu­sýn­ing um fang­elsið Litla-Hraun.

„Bygg­ing­in Litla-Hraun reis 1920 og átti að vera sjúkra­hús fyr­ir Suður­land, en ekki fékkst rekstr­ar­fé til að reka það. Árið 1928 seldi Lands­bank­inn rík­is­sjóði húsið því þá voru refsifanga­mál í ólestri, eina fang­elsið var á Skóla­vörðustíg og gat ekki tekið við þeim fjölda sem þurfti að hýsa. Samt sem áður var frek­ar lítið um fanga á Litla-Hrauni til að byrja með,“ seg­ir Lýður og rifjar upp frá­sögn úr Nonna­bók­un­um sem hann las sem ung­ur dreng­ur, en þar seg­ir af því þegar Jón­as frá Hriflu bauð Nonna í bíltúr aust­ur fyr­ir fjall, og þeir komu við á Eyr­ar­bakka.

„Þá var aðeins einn fangi á Litla-Hrauni, sem hef­ur verið heil­mikið rými fyr­ir einn mann, enda sagði Nonni að fang­inn vildi hvergi ann­ars staðar vera. Starf­sem­in var því ró­leg fyrstu ára­tug­ina, en fang­elsið hef­ur stækkað með ár­un­um, mikið verið byggt við það, ég held að þetta séu tíu bygg­ing­ar núna. Og nú eru þar allt að 87 fang­ar í einu. Litla-Hraun er stór vinnustaður, þarna eru 57 stöðugildi. Störf fanga eru fjöl­breytt, þeir búa m.a. til skilti á bíla, þar er tré­smíðaverk­stæði og fang­arn­ir smíða fugla­búr í sam­vinnu við Fugla­vernd, þeir taka að sér bílaþrif og ým­is­legt fleira. Fang­elsið er líka í sam­starfi við Lista­há­skól­ann um að búa til list­ræna gripi. Á sýn­ing­unni verðum við með sýn­is­horn af því sem fang­ar búa til, segj­um sög­una og verðum með ýmsa gripi úr fang­els­inu, sum­ir eru úr­elt­ir eins og gömlu riml­arn­ir af aðal­bygg­ing­unni, en þeir voru fjar­lægðir um alda­mót­in 2000 þegar gerðar voru end­ur­bæt­ur.“

 

Óvenju­leg­ir skrif­andi fang­ar

Lýður seg­ir að einnig verði á sýn­ing­unni bæk­ur sem skrifaðar hafa verið á Litla-Hrauni.

 

„Á stríðsár­un­um voru vistaðir á Litla-Hraun þrír fang­ar vegna póli­tískra af­skipta, verka­lýðsforkólf­ar. Átta menn voru dæmd­ir fyr­ir að dreifa bréfi sem inni­hélt til­mæli til breskra her­manna um að þeir gengju ekki í störf ís­lenskra verka­manna. Her­inn tók hart á þessu, því bréfið var nokkuð niðrandi, og menn­irn­ir voru dæmd­ir í hæsta­rétti. Þrír þeirra fóru á Litla-Hraun, og einn þeirra, Hall­grím­ur Hall­gríms­son skrifaði þar bók­ina Und­ir fána lýðveld­is­ins. Bók­in var gef­in út en hún fjallaði um veru Hall­gríms í spænsku borg­ara­styrj­öld­inni 1936-1940. Hall­grím­ur var því mjög óvenju­leg­ur fangi,“ seg­ir Lýður og bæt­ir við að fleiri fang­ar hafi nýtt tím­ann á Hraun­inu til sköp­un­ar, því eitt sinn hafi hljóm­sveit verið starf­andi í fang­els­inu.

„Fanga­hljóm­sveit­in Fjötr­ar varð til í fang­els­inu en hún var skipuð þeim Rún­ari Þór Pét­urs­syni, Hall­dóri Fann­ari Ell­erts­syni, Sæv­ari Ciesi­elski og Sig­urði Páls­syni. Þeir gáfu út plöt­una Riml­arokk sem al­farið varð til á Hraun­inu,“ seg­ir Lýður og bæt­ir við að einnig muni hann eft­ir stórri tréstyttu af fanga­verði sem fangi nokk­ur bjó til. „Hún er úr trékubb­um, ekki ósvipuð aðferðinni sem Aðal­heiður á Sigluf­irði not­ar við sína skúlp­túra.“

 

Fang­ar á skaut­um á Hóp­inu

Lýður seg­ir Litla-Hraun vera hluta af bæn­um þar sem það stend­ur í útjaðri Eyr­ar­bakka.

 

„Þarna dvelja menn sem verður á í líf­inu og sam­fé­lagið heimt­ar refs­ingu, svo það er hluti af nú­tímaríki að reka fang­elsi. Það hef­ur verið góð sátt um starf­sem­ina á Litla-Hrauni og ýms­ir Eyr­bekk­ing­ar hafa unnið þar sem fanga­verðir. Reynd­ar voru gerðar at­huga­semd­ir við það um miðja síðustu öld þegar fang­ar voru á skaut­um með börn­um á Hóp­inu, sem er þar rétt hjá. Þegar þurfti hér áður að bjarga verðmæt­um í frysti­hús­inu var oft hóað í fanga til að gera að afl­an­um. Það er mik­il sátt um fang­elsið, sem er góður vinnustaður og sést best á því hversu lengi þeir hald­ast í starfi fanga­verðirn­ir. Al­gengt er að þeir starfi þar í 30 til 40 ár.“

 

Hefði ekki enst í hark­inu

Sig­urður Stein­dórs­son er einn þeirra, en hann hef­ur starfað á Litla-Hrauni frá því árið 1977, eða í 42 ár.

 

„Sam­starfs­fólkið er mér efst í hug, því ég hef verið hér með gríðarlega mörgu fólki, bæði fanga­vörðum og föng­um. Ætli ég sé ekki búin að starfa með 400 fanga­vörðum þegar með eru tald­ir sum­araf­leys­inga­menn. Fang­arn­ir gætu verið milli fjög­ur og fimm þúsund sem hafa verið hér á minni starfsævi,“ seg­ir Siggi.

„Þetta hef­ur á viss­an hátt verið eins og að vera kenn­ari í skóla, en ég hef und­an­far­in tutt­ugu ár ekki verið í dæmi­gerðri fanga­vörslu, held­ur sinnt skrif­stofu- og mót­töku­störf­um hér í fang­els­inu. Ég hefði ekki enst í 40 ár í mesta hark­inu inni á göng­un­um sem dæmi­gerður fanga­vörður, það er þrek­virki hjá þeim sem geta það, en nokkr­ir menn hafa enst þar í þrjá­tíu ár.“

Siggi seg­ist fyrstu tæp­lega tutt­ugu árin hafa haft um­sjón með úti­vinnu fanga. „Rétt eins og núna þá sáu fang­arn­ir um lóðar­vinnu, slátt og hirðingu, snjómokst­ur á vetr­um, máln­ing­ar­vinnu og smá­viðhald fang­els­is­ins. Hér var líka mik­il steypu­vinna um tíma, tutt­ugu fang­ar unnu við gang­stétt­ar­hell­u­gerð.“

 

Með hnífa að taka upp róf­ur

Siggi seg­ir að það sem hafi verið einna erfiðast í starf­inu hafi verið tor­tryggn­in.

 

„Það er býsna erfitt að geta ekki alltaf treyst fólki og auðvitað tor­tryggja fang­ar líka fanga­verði. Þannig að sam­skipt­in geta verið snú­in en menn eru stöðugt að leita leiða til að gera lífið bæri­legra inn­an veggja fang­els­is. “

Siggi seg­ir að eitt af því sem hafi mikið breyst séu regl­ur í sam­skipt­um fanga og fanga­varða.

„Fyrstu árin mín hér var litið svo á að við fanga­verðir ætt­um ekki að hafa sam­neyti við fanga, ekki um nein mál­efni og alls ekki per­sónu­leg. Þetta hef­ur snar­breyst, nú er lagt upp úr því að fanga­verðir séu ákveðinn stuðning­ur fyr­ir fanga.“

Siggi seg­ir margs að minn­ast frá löng­um starfs­ferli.

„Senni­lega þætti skondið í dag að hér áður fór ég með fimm fanga í rútu á Sel­foss í sund á hverju mánu­dags­kvöldi. Þá var allt frjáls­ara. Við vor­um með mikla róf­u­rækt hér í mýr­inni um 1982 og þá var kannski einn fanga­vörður send­ur þangað með fjóra fanga að upp­skera, og fang­arn­ir fengu hnífa til verks­ins. All­ir ró­leg­ir og ekk­ert mál,“ seg­ir Siggi og hlær.

„Fram­an af var Litla-Hraun nán­ast eins og sveita­heim­ili, til­tölu­lega frjáls­legt, lítið var um girðing­ar og menn fóru ekki mikið í burtu. Nú er þetta allt orðið öfl­ugra, stærsta breyt­ing­in er til­koma eft­ir­lits­mynda­véla og tækja til að auðvelda okk­ur störf­in,“ seg­ir Siggi sem hef­ur gengið og hjólað til og frá vinnu í meira en 40 ár, sem hann seg­ir ótví­ræðan kost.

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.
 


Morgunblaðið 6. mars 2019

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.is


 


Skráð af Menningar-Staður

04.03.2019 17:33

Ný stjórn Fangavarðafélagsins

 

 

Nýja stjórn Fangavarðafélags Íslands.

Efri röð f.v: Ásgerður Jóhannesdóttir, Brynjar Jónsson og Kristján Hoffmann.
Neðri röð f.v: Victor Gunnarsson og Jón Ingi Jónsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Ný stjórn Fangavarðafélagsins

 

 

Aðalfundur Fangavarðafélags Íslands var haldinn í Fangelsinu á Hólmsheiði fimmtudaginn 21. febrúar 2019

 

Sjálfkjörið var í stjórn Fangavarðafélagsins sem skipa:

 

Jón Ingi Jónsson, formaður – fangavörður á Litla-Hrauni

Aðrir í stjórn:

Victor Gunnarsson – fangavörður á Litla-Hrauni

Kristján Hoffmann – fangavörður að Sogni

Brynjar Jónsson – fangavörður á Hólmsheiði

Ásgerdur Jóhannesdóttir – fangavörður á Hólmsheiði

.

Framhaldsaðalfundur Fangavarðafélagsins verður haldinn hinn 9. maí 2019.

 

 
 
Frá aðalfundinum.

 


Skráð af Menningar-Staður