Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Maí

30.05.2019 09:17

Fínn kall kellingin hans

 

 

Hljómsveitin ÆFING á sviðinu í Bæjarbíói í Hafnarfirði  á lokadaginn 11. maí sl.

F.v.: Halldór Gunnar Pálsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Árni Benediktsson,

Siggi Björns,  Ásbjörn Björgvinsson og á trommunum er Óskar Þormarsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Fínn kall kellingin hans

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnaði

50 ára afmæli sínu í Bæjarbíói í Hafnarfirði:

 

– Púki að vestan,

Kemur eftir rétt strax,

og Allabúð

- voru meðal laga sem trylltu vel stálpaða áheyrendur

 

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnaði 50 ára afmæli sínu með lokadagstónleikum í Bæjarbíói, Hafnarfirði laugardaginn 11. maí síðastliðinn. Uppselt var á tónleikana og greinilegt að núverandi Flateyringar og brotttfluttir ætluðu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.

 

Það var velt til fundið að halda tónleikana á lokadag vetrarvertíðar 11. maí, en allir eiga meðlimir hljómsveitarinnar með einum eða öðrum hætti rætur í sjómennsku, beitningu, fiskvinnlu eða öðrum tengdum athöfnum. Segja má að gleðin hafi skinið úr hverju andliti á tónleikunum. Ekki var laust við að þarna væri í bland stemning eins og hún gerðist best á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri á árum áður og eins og best gerist á góðu ættarmóti. 

 

Fyrsta „giggið“ á fundi Skjaldar á Flateyri

 

Í stuttu máli má segja að saga sveitarinnar sé rakin til 27. desember 1968 þegar hljómsveitin Æfing á Flateyri kom fram í fyrsta sinn á fundi Verkalýðsfélagsins Skjaldar í Samkomuhúsinu á Flateyri. Í hljómsveitinni voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum, þ.e. á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

 

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá bæði á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík kom að með einum eða öðrum hætti og við önnur sérstök tækifæri, s.s. afmæli, brúðkaup og útgáfutónleika.

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:

Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson, Önundur Hafsteinn Pálsson auk Óskars Þormarssonar og Magnúsar Magnússonar.

 

Gömlu góðu lögin slá enn í gegn

 

Árið 2013 ákváðu félagarnir í Æfingu að taka upp plötu eða geisladisk sem fékk nafnið: Æfing – fyrstu 45 árin. Meðal laga á þessum diski Æfingar eru: Fínn kall kellingin hans, Kem eftir rétt strax, Allabúð, Púki að Vestan og Heima er best.

 

Sá sem á gríðarlega mikið í tilurð texta og laga hljómsveitarinnar er Guðbjartur Jónsson sem lengi rak veitingastaðinn Vagninn á Flateyri og var þá oftast titlaður Vagnstjóri. Hann á ótal marga óborganlega frasa sem urðu tilefni að mörgum af bestu lagatextum sveitarinnar. Á Guðbjartur mikinn heiður skilið fyrir sín skemmtilegu orðatiltæki sem hafa verið sem yndislegt krydd í tilveruna fyrir marga.

 

Brandarinn sem varð að veruleika

 

Siggi Björns greindi frá því á tónleikunum að þegar Flateyringurinn Björn Ingi Bjarnason, sem nú býr á Eyrarbakka, kom með hugmyndina að plötuútgáfu sveitarinnar hafi þeir allir skellihlegið og litið á það sem afbragðsgóðan brandara. Björn gaf sig ekki og geisladiskurinn varð að veruleika. Reyndar er Björn ekki vanur því að gefa sig þegar honum dettur eitthvað í hug og er Hrútavinafélagið Örvar gott dæmi um það. Félagið var stofnað árið 1999. Tilgangur félagsins er að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleifð til sjávar og sveita. Félagar eru yfir þúsund talsins og að sjálfsögðu er Björn Ingi Bjarnason forseti í félaginu.


Á tónleikunum í Bæjarbíói lék hljómsveitin Æfing fyrrnefnd lög, ásamt ýmsum þekktum slögurum og nokkur fleyri lög sem m.a. hafa komið út á diskum Sigga Björns. Áheyrendur voru vel með á nótunum og létu ekki segja sér það tvisvar að taka hressilega undir söng félaganna á sviðinu þegar þeir óskuðu eftir stuðningi.

 

Meðlimir Æfingar á þessum tímamótatónleikum voru:

Árni Benediktsson - gítar og söngur

Sigurður Björnsson (Siggi Björns) - gítar og söngur

Ásbjörn Björgvinsson - bassi og söngur Jón Ingiberg Guðmundsson - gítar og söngur

Halldór Gunnar Pálsson - gítar og söngur

Óskar Þormarsson - trommur

 

Bændablaðið / HKr

 

 

.

Húsfyllir var í Bæjarbíói á lokadagstónleikunum og skemmtu gestir og

hljómsveitarmeðlimir sér konunglega.

.

.

.

 

Hljómsveitin ÆFING við lok tónleikana í Bæjarbíói.

F.v.: Halldór Gunnar Pálsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Árni Benediktsson,

Óskar Þormarsson, Siggi Björns og  Ásbjörn Björgvinsson.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

 

30.05.2019 06:42

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

Hann var fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð þann
17. júní 1811 og lést í Kaupmannahöfn 7. des. 1879.

 

 

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar  Hins íslenska bókmenntafélags  og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. Af því var hann jafnan nefndur Jón forsetiUm skeið var hann einnig forseti Alþingis.


 

 

Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.Skráð af Menningar-Staður

29.05.2019 20:26

102 ár frá fæðingu John F. Kennedy

 

 

John F. Kennedy (1917 - 1963).

 

 

102 ár frá fæðingu John F. Kennedy

 

 

Í dag, 29. maí 2019,  eru 102 ár liðin frá fæðingu John F. Kenn­e­dy sem gegndi embætti for­seta Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1961-1963.

 

Kenn­e­dy var kjör­inn 35. for­seti Banda­ríkj­anna og varð um leið næstyngsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna þegar hann hafði bet­ur gegn re­públi­kan­an­um Rich­ard M. Nixon. Áður hafði Kenn­e­dy setið í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir hönd Massachusetts-rík­is. Þrátt fyr­ir að skil­greina sig sem demó­krata var eitt helsta stefnu­mál hans lækk­un skatta. Hann taldi að með skatta­lækk­un­um mætti örva hag­vöxt. Árið 1963 lagði hann fram til­lögu um að efri mörk tekju­skatts yrðu lækkuð úr 91% í 65% og fyr­ir­tækja­skatt­ur yrði lækkaður úr 52% í 47%. Síðar sama ár jókst hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um, re­públi­kan­ar og demó­krat­ar töldu þó að án þess að minnka út­gjöld á móti væri óá­sætt­an­legt að lækka skatta. Kenn­e­dy var ósam­mála og taldi að áfram­hald­andi aukn­um hag­vexti yrði ekki náð án þess að lækka skatta. Í ág­úst 1963 var til­laga Kenn­e­dys samþykkt og var for­set­inn sann­færður um að þetta væri rétt leið í átt að minna at­vinnu­leysi og skuld­setn­ingu. Þrátt fyr­ir lækk­un skatta á bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tæki juk­ust skatt­tekj­ur rík­is­ins um tæpa 60 millj­arða banda­ríkja­doll­ara frá ár­inu 1961 til árs­ins 1968.For­setatíð Kenn­e­dys tók skyndi­leg­an enda 22. nóv­em­ber 1963 þegar hann var skot­inn til bana á ferð sinni um Dallas í Texas-ríki. 

 Skráð af Menningar-Staður

28.05.2019 21:07

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

 

 

Aðalfundur

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

Aðalfundur

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka

 

miðvikudaginn 29. maí 2019

 Verður haldinn í Hallskoti miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00.
Skráð af Menningar-Staður

28.05.2019 06:42

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 2. júní 2019

 

 

 

           Sjómannadagurinn

 

   á Eyrarbakka 2. júní 2019
Skráð af Menningar-Staður

28.05.2019 06:39

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)

 

 

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.


 

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.

 


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.

 


Vilmundur var héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði 1917-31 og var jafnframt sjúkrahúslæknir á Ísafirði og var landlæknir 1931-59.

 

Vilmundur sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1922-31 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, var skólalæknir MR 1931-38, alþingismaður Ísafjarðarkaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn 1931-33 og í Norður-Ísfjarðarsýslu 1933-34 og frá 1937-41 er hann sagði af sér þingmennsku.
 

 

Vilmundur var stjórnarformaður Landspítalans 1931-33 og síðar Ríkisspítalanna 1933-59, sat í landskjörstjórn 1933-56, var formaður Manneldisráðs frá stofnun 1939-59, formaður skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands 1945-59 og forseti Læknaráðs frá stofnun 1942-59.
 

 

Vilmundur var mikill vinur Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og kemur Vilmundur víða við sögu hjá Þórbergi. Vilmundur var auk þess með áhrifamestu jafnaðarmönnum á sinni tíð og átti m.a. stóran þátt í því að þeir höfnuðu Jónasi frá Hriflu sem ráðherraefni í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934.


 

Vilmundur var víðlesinn, þótti afburðagreindur og skemmtilegur í viðkynningu. Hann lést 28. mars 1972.Skráð af Menningar-Staður

26.05.2019 10:11

Ljóð og lag í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 28. maí 2019

 

 

Bílddælingurinn Þórarinn Hannesson og drifkraftur

menningar í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. 

 

 

Ljóð og lag

 

í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 28. maí 2019

 

 

Þórarinn Hannesson, ættaður frá Bíldudal, stofnandi og forstöðumaður Ljóðasetur Íslands á Siglufirði mætir í Jónshús í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 28. maí 2019 kl. 17:30.

 

 

Auk þess að kynna starfsemi setursins mun hann kveða nokkrar rímur og syngja nokkur fumsamin lög við ljóð ýmiss íslenskra skálda má þar nefna:

Jónas Hallgrímsson,

Ingunni Snædal,

Stefán Hörð Grímsson,

Jón úr Vör,

Vilborgu Dagbjartsdóttur,

Guðmund Hagalín,

Jón Thoroddsen,

Hallgrím Helgason o.fl.

 

Nánari upplýsingar um Ljóðasetur Íslands er að finna hér.

 

 Aðgangur ókeypis 

 

Allir velkomnir


 
Skráð af Menningar-Staður

26.05.2019 08:13

174 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar - 26. maí 1845

 

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

174 ár frá dauða Jónasar Hallgrímssonar

 

- 26. maí 1845

 

 

Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést í Kaupmannahöfn þann 26. maí 1845, 37 ára. 

Jónas var einn Fjölnismanna. 


Konráð Gíslason sagði um Jónas: „Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á Íslandi.“


 

 

Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

26.05.2019 07:37

Merkir Íslendingar - Héðinn Valdimarsson

 

 

Héðinn Valdimarsson (1892 - 1948)

 

 

Merkir Íslendingar - Héðinn Valdimarsson

 

 

Héðinn Valdi­mars­son fædd­ist í Reykja­vík 26. maí 1892. 

For­eld­ar hans voru Valdi­mar Ásmunds­son, rit­stjóri Fjall­kon­unn­ar, og Bríet Héðins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og kven­rétt­inda­frömuður.

 

Syst­ir Héðins var Lauf­ey, sem lauk stúd­ents­prófi frá MR, fyrst kvenna, árið 1910, og var formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.
 

Héðinn var þríkvænt­ur. Önnur kona hans var Gyða Eggerts­dótt­ir Briem og dótt­ir þeirra Katrín, en þriðja kona hans var Guðrún Páls­dótt­ir kenn­ari og dótt­ir þeirra Bríet Héðins­dótt­ir leik­kona.
 

Héðinn lauk stúd­ents­prófi frá MR 1911 og Cand.polit.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla 1917. Hann var skrif­stofu­stjóri Landsversl­un­ar 1917-26, stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri Tób­aksversl­un­ar Íslands hf 1926-29, stofnaði Olíu­versl­un Íslands hf. (BP og síðar Olís) 1928 og var for­stjóri henn­ar til æviloka.
 

Héðinn sat í bæj­ar­stjórn fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1922-29 og var alþing­ismaður Reyk­vík­inga fyr­ir flokk­inn 1927-38. Það ár lék hann aðal­hlut­verkið í klofn­ingi Alþýðuflokks­ins, er hann og fylg­is­menn hans gengu til liðs við komm­ún­ista sem þar með lögðu niður Komm­ún­ista­flokk Íslands og stofnuðu Sam­ein­ing­ar­flokk alþýðu – Sósí­al­ista­flokk­inn. Héðinn var formaður hans fyrsta árið og alþm. til 1942.
 

Steini Stein­arr þótti Héðinn svíkja illa sinn gamla flokk og orti ljóð í Alþýðublaðið í fe­brú­ar 1939 sem heit­ir Komm­ún­ista­flokk­ur Íslands dá­inn 25. októ­ber 1938. Síðasta er­indið er svona:

 

„En minn­ing hans mun lifa ár og ald­ir,

þótt alt hans starf sé löngu fyr­ir bí.

Á gröf hins látna blikar benzín­t­unna

frá Brit­ish Petrole­um Comp­any.“
 

Héðinn var einn helsti stuðnings­maður bygg­ing­ar­sam­taka verka­manna en stytta af hon­um, eft­ir Eyrbekkinginn Sig­ur­jón Ólafs­son, stend­ur við Hring­braut við gömlu Verka­manna­bú­staðina.
 

Héðinn lést 12. september 1948.

 

 

Héðinn var einn helsti stuðnings­maður bygg­ing­ar­sam­taka

verka­manna en stytta af hon­um, eft­ir Eyrbekkinginn Sig­ur­jón Ólafs­son,

stend­ur við Hring­braut við gömlu Verka­manna­bú­staðina.Skráð af Menningar-Staður.