Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Júní

30.06.2019 07:49

Hvanneyrarhátíð 6. júlí 2019

 

 

 

 

     Hvanneyrarhátíð 6. júlí 2019


 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

29.06.2019 12:40

Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju

 

 

Starandarkirkja í Selvogi.

 

 

   Tónlistarhátíðin

 

 - Englar og menn -

 

   í Strandarkirkju

 

 

Hin árlega tónlistarhátíð  -Englar og menn-  hefst í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 30. júní 2019 með opnunartónleikum kl. 14.

 

Yfirskrift tónleikanna er „Himinborna dís” en flytjendu eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Megnið af efnisskránni verða sönglög Atla Heimis Sveinssonar, helguð minningu hans, en einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns Franz Schubert o.fl.

 

Hátíðin stendur yfir frá 30. júní til 11. ágúst með tónleikum á sunnudögum kl. 14.

Á hátíðinni í ár koma fram margir af fremstu söngvurum og tónlistarmönnum landsins ásamt nýstirnum úr íslenskum söngheimi.

 

Í Strandarkirkju er einstakur hljómburður og helgi sem skapar hlýja stemningu og nálægð. Flytjendur sumarsins eru með það í huga við val á efnisskrá sinni sem er afar fjölbreytt og rík áhersla er lögð á flutning þjóðararfsins – íslenskra þjóðlaga og sönglaga.

 

Aðrir flytjendur sumarsins eru:


7. júlí –

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir harmóníum og píanó;


14. júlí –

Hrafnhildur Árnadóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Matthildur Anna Gísladóttir harmóníum og píanó;


21. júlí –

Auður Gunnarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson baritón og Eva Þyrí Hilmarsdóttir harmóníum og píanó;


28. júlí –

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór og Hrönn Helgadóttir harmóníum og píanó;


4. ágúst –

Vala Guðnadóttir sópran og mandólín, Helga Laufey Finnbogadóttir harmóníum og píanó og Guðjón Þorláksson kontrabassi.

 

Á lokatónleikum hátíðarinnar 11. ágúst kl. 14

koma svo fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti.

 

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd.

 

Strandarkirkja er ein þekktasta áheitakirkja landsins og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Yfirskrift hátíðarinnar vísar til helgisagnarinnar um fyrstu kirkjuna þar, um ljósengilinn sem birtist sæförum í sjávarháska og þeir hétu á í örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim að landi og þeir reistu þar kirkju í þakklætisskyni.

 

Mikil fegurð er í Selvognum og þangað er tæpur klukkustundar akstur frá Reykjavík um Þrengslin. Tilvalið er að taka með sér nesti eða fá sér veitingar há heimamönnum.Skráð af Menningar-Bakki.

29.06.2019 09:05

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

29. júní 1980 -

 

Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni

veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands var tekin í mars síðastliðnum. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík.


 

 

Vigdís Finnbogadóttir.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2019 06:45

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

Hjörtur Hjálmarsson (1905 - 1993). Ljósm.: BIB

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

28. júní 2019 - 114 ár frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar


Hundrað og fjórtán ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.


Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári.

 
Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.

Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.

Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.Skráð af Menningar-Bakki

26.06.2019 18:05

Hraunteigsstígur á Eyrarbakka

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hraunteigsstígur á Eyrarbakka

 

 

ÚTBOÐ

 

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :

„Frágangur og malbikun 2019“

 

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á göngustígum í Árborg.


D:

Hraunteigsstígur, Eyrarbakka:

Verktaki skal grafa óburðarhæf jarðlög upp úr stíg, leggja út styrktarlag, burðarlag og að lokum malbika stíg, malbiksbreidd 2,5 m á aðalstíg og tengistígum 2,0 m.
 
Skráð af Menningar-Bakki

 

 

26.06.2019 17:58

Strandstígur -klárað að malbika

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Strandstígur -klárað að malbika-

 

 

ÚTBOÐ

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :

„Frágangur og malbikun 2019“

 

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á göngustígum í Árborg.

 

A:

 

Strandstígur:

Verktaki skal malbika stíg frá Hraunsá – að stígsenda við Eyrarbakka. Búið er að leggja út burðarlag í stíg. Verktaki skal því jafna og þjappa burðarlag, bæta burðarlagi í ef vantar og því næst malbika stíg. Um er að ræða malbiksbreidd upp á 2,5 m.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

26.06.2019 06:40

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

Image result for guðni th. jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson og frú Elíza Reid.

 

 

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968 og er því 51 ára í dag. 

Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing. Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. 

Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BAgráðu árið 1991. 

Eftir það lærði hann þýsku við háskólann í Bonn í Þýskalandi. 

Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. 

Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu.

Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London. 

Um starfsferil Guðna segir á vef forsetaembættisins að árin 2013-2016 var Guðni kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor. 

Áður var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og University of London. 

Jafnframt vann hann um árabil við afleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

 

Guðni er kvæntur Elizu Reid og kynntust þau á námsárum sínum við Oxford-háskóla á Englandi. 

Eliza er frá Kanada og lauk prófgráðum í nútímasögu í Oxford og í alþjóðasamskiptum við Torontoháskóla. Guðni og Eliza hafa verið búsett hérlendis frá árinu 2003. 

Börn þeirra eru:

Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013). 

Guðni á dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur, viðskiptafræðingi og listakonu.


Skráð af Menningar-Bakki.

25.06.2019 20:32

Tímamót hjá Fánasetri Suðurlands

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Tímamót hjá Fánasetri Suðurlands

 

 

Merk tímamót voru hjá fánasdetri Suðurlands á Eyrarbakka í dag, þriðjudaginn 25. júní 2019, þegar flaggað var þjóðfána Kúbu.

 

Tilkynnist þetta hér með vegna fjölda fyrirspurna.

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 
Skráð af Menningar-Bakki
 

24.06.2019 18:22

24. júní 1000 - Kristnitakan

 

 
Þingvellir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

 

24. júní 1000 - Kristnitakan

 

 

Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: 

„Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“


 Skráð af Menningar-Bakki.

23.06.2019 13:24

Jónsmessunóttin - aðfaranótt 24. júní -

 

 
Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Jónsmessunóttin

 

 - aðfaranótt 24. júní -

 

 

Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans.

 

Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason.

 

Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú sem taldar eru hvað magnaðastar og þá geta alls kyns dularfullir hlutir gerst. Hinar næturnar eru allar í skammdeginu: Jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp ýmiss konar náttúrusteinar sem geta komið að góðu gagni. Þá má einnig finna ýmis nýtileg grös.Skráð af Menningar-Bakki.