|
||||
Hans Ellefsen, født i Stokke - Vestfold, 10. júní 1856, norsk hvalfangstreder. Drev først hvalfangst på Øst-Finnmark.
Flyttet 1889 til Island. Inntil 1901 hadde han stasjon på Solbakka i Önundarfjörður på den vestlige del av Island, de første årene sammen med broren Andreas Ellefsen (1848–1927).
Hans stasjon på Asknes i Mjóifjörður, 1901–11, ble kalt verdens største, med mer enn 400 mann.
Hans villa på Solbakka ble etter hans død flyttet til Reykjavík som statsminister- og representasjonsbolig.
STORE NORSKE LEKSIKON
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki |
![]() |
||
. ..
|
9. júní 2019 - þjóðhátíðardagur Álandseyja
Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:
Álandseyjar
9. júní
Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.
Danmörk
16. apríl eða 5. júní
16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.
Finnland
6. desember
Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.
Færeyjar
29. júlí
Ólafsvaka.
Grænland
21. júní
Lengsti dagur ársins.
Ísland
17. júní
Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.
Noregur
17. maí
Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.
Svíþjóð
6. júní
Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Tómas Sæmundsson (1807 - 1841) |
Tómas fæddist að Kúhól í Landeyjum 7. júní 1807, sonur Sæmundar Ögmundssonar, dbrm. í Eyvindarholti, og Guðrúnar Jónsdóttur.
Sæmundur var sonur séra Ögmundar, á Krossi, bróður séra Böðvars í Holtaþingum, föður séra Þorvaldar í Holti, forföður ýmissa menningarforkólfa, s.s. Vigdísar Finnbogadóttur, Matthíasar Johannessen og Gylfa Þ. Gíslasonar.
Kona Tómasar var Sigríður Þórðardóttir, sýslumanns í Garði Björnssonar og komust upp tvö börn þeirra, Þórhildur, kona Helga Hálfdánarsonar lektors, og Þórður, héraðslæknir á Akureyri.
Tómas lærði hjá Steingrími Jónssyni í Odda, síðar biskupi, lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1827, tók 2. lærdómspróf við Hafnarháskóla, lauk próf í hebresku 1831 og guðfræðiprófi 1832. Hann ferðaðist um Suður-Evrópu 1832-34 og stofnaði Fjölni, er hann kom til baka, ásamt Jónasi Hallgrímssyni, Brynjólfi Péturssyni og Konráð Gíslasyni.
Tómas fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 1834, varð prófastur Rangárþings 1836 og hélt Breiðabólstað til dánardags. Hann var líklega áhugasamastur og raunsæjastur um Fjölni, skrifaði mikið í ritið og gagnrýndi Konráð fyrir ofstæki í stafsetningarmálum og Jónas fyrir róttækni og harða gagnrýni á menn.
Tómas er, ásamt Baldvini Einarssyni, Jónasi og Jóni Sigurðssyni, helsta ættjarðar- og frelsishetja þjóðarinnar á 19. öld. Hans var sárt saknað er hann lést 17. mái 1841.
Jónas samdi æviágrip um Tómas og Steingrímur Thorsteinsson skrifaði um hann í bókaflokknum Merkir Íslendingar. Á legstað hans á Breiðabólstað er minnisvarði þar sem greypt er andlitsmynd hans úr marmara og þrjár myndir úr lífi hans.
Um Tómas orti Jónas frægt saknaðarljóð, en síðari hluti síðasta erindisins er á þessa leið:
„Flýt þér, vinur, í fegra heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.“
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Hjálmar R. Bárðarson (1918 - 2009).
Hjálmar fæddist á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Bárður Guðmundur Tómasson, fyrsti skipaverkfræðingur Íslendinga, og k.h., Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Hjálmars var Else Sørensen húsfreyja.
Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939, stundaði nám í tréskipasmíði við skipasmíðastöð BGT á Ísafirði 1940, nám í flugvélasmíði við Marinens Flyvevåben í Kaupmannahöfn 1940, stundaði verklegt nám í stálskipasmíði, rafsuðu, járnsteypu og rennismíði við Ørlogsværftet á námstíma í verkfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum í skipaverkfræði frá DTH 1947, lærði jafnframt flugvélaverkfræði sem aukagrein og sótti námskeið í tæknilegri ljósmyndun.
Hjálmar var skipaverkfræðingur hjá Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri A/S í Danmörku, hjá Cook, Welton & Gemmel Ltd og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-54. Hann var skipaskoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri 1954-70, siglingamálastjóri 1970-85 og forseti Alþjóðasiglingamálastofnunar SÞ í Lundúnum 1969-71.
Hjálmar sinnti viðamiklum rannsóknarstörfum vegna endurbóta á togurum og öðrum fiskiskipum er varða ísingu og stöðugleika þeirra. Auk þess vann hann að endurbótum gúmmíbjörgunarbáta og búnaði þeirra. Hann kom upp búnaði Stálsmiðjunnar við smíði stálskipa og hannaði og stjórnaði smíði Magna, fyrsta stálskipsins sem smíðað var hér á landi, og hannaði fjölda annarra skipa. Hann olli byltingu í gerð mastra með þrífótamastri í stað víravanta og hannaði fyrsta íslenska hringnótafiskiskipið með lokað milliþilfar frá bakka að brú.
Hjálmar gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenska ríkið og IMO, Alþjóðasiglingamálastofnun SÞ og fór oft fyrir þeim samtökum í öryggismálefnum skipa og baráttu gegn mengun sjávar vegna skipaumferðar. Hann var auk þess einn dáðasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar.
Hjálmar lést 7. apríl 2009
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2018
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2018 er komin út og sjáanleg á vefnum.
Sjá:
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Áhugaverðri sýningu um Litla-Hraun
lýkur 10. júní 2019
Brátt lýkur sögusýningunni um Litla-Hraun sem er í borðsstofu Hússins á Eyrarbakka. Síðasti sýningardagur er á annan í hvítasunnu, mánudaginn 10. júní nk. Sýningin er samstarfsverkefni Fangelsisins Litla-Hrauns og Byggðasafns Árnesinga og gerð í tilefni 90 ára afmælis fangelsisins.
Þar segir frá áhugaverðri sögu stofnunarinnar en einnig er litið inn í veröld fangavarða, fanga og samfélagsins í kring. Sýningin er byggð á ýmsum munum frá fangelsinu, ljósmyndum sem til eru og gagnorðum sýningartextum.
Vinnuhælið á Litla-Hrauni tók til starfa 8. mars 1929 í byggingu í útjaðri Eyrarbakka sem upphaflega var reist sem sjúkrahús en hóf ekki starfsemi sökum fjárskorts. Á þessum tíma voru málefni refsifanga í miklum ólestri og sáu yfirvöld þarna tækifæri til að leysa úr þeim vanda með því að fá sjúkrahúsbyggingunni það hlutverk að hýsa refsifanga. Starfsemin hét Vinnuhælið á Litla-Hrauni og voru jarðirnar Stóra- og Litla-Hraun lagðar undir starfsemina og rekinn búskapur á vinnuhælinu til 1970. Síðar var starfseminni breytt úr vinnuhæli í afplánunarfangelsi og starfsemin fékk heitið Fangelsið Litla-Hraun. Stofnunin er stærsta fangelsi landsins og eru þar allt að 87 fangar og 57 stöðugildi. Tíu byggingar eru við fangelsið.
Litla-Hraun – sögusýning er opin líkt og Húsið sjálft alla daga kl. 11–18 og er upplagt að skoða aðrar sýningar Byggðasafns Árnesinga í leiðinni. Sjóminjasafn, alþýðuhúsið Kirkjubær og Eggjaskúr eru allt safnhús sem standa opin gestum og innifalin í aðgangseyri.
Frítt er fyrir börn undir 17 ára aldri og afsláttur er veittur eldri borgurum og hópum. Alltaf heitt á könnunni.
Allir eru velkomnir.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
6. júní 2019 - þjóðhátíðardagur Svíþjóðar
Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:
Álandseyjar
9. júní
Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.
Danmörk
16. apríl eða 5. júní
16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.
Finnland
6. desember
Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.
Færeyjar
29. júlí
Ólafsvaka.
Grænland
21. júní
Lengsti dagur ársins.
Ísland
17. júní
Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.
Noregur
17. maí
Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.
Svíþjóð
6. júní
Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
5. júní 2019 - þjóðhátíðardagur Danmerkur
Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:
Álandseyjar
9. júní
Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.
Danmörk
16. apríl eða 5. júní
16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.
Finnland
6. desember
Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.
Færeyjar
29. júlí
Ólafsvaka.
Grænland
21. júní
Lengsti dagur ársins.
Ísland
17. júní
Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.
Noregur
17. maí
Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.
Svíþjóð
6. júní
Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
(F.v.) Ingólfur, Elín Birna og Siggeir fyrir utan Stað. Ljósmynd/Árborg |
Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við Elínu Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um daglegan rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.
Samkomulagið gildir frá 1.júní 2019 og felur meðal annars í sér daglega umsjón með húsnæðinu, þrif, minniháttar viðhald, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og móttöku pantana vegna útleigu.
Markmið nýrra rekstraaðila er að auka enn frekar nýtingu á húsnæðinu.
Í dag nýtist húsnæðið undir íþróttakennslu, æfingar á vegum Ungmennafélags Eyrarbakka auk viðburða í tengslum við sveitarfélagið og annara viðburða tengda útleigu.
Elín Birna og Ingólfur tóku formlega við starfi rekstraraðila af Siggeiri Ingólfssyni síðastliðinn föstudag og að því tilefni var boðið uppá sannkallaða hnallþóru veislu með morgunkaffinu á Stað.
Sveitarfélagið Árborg þakkar Siggeiri fyrir vel unnin störf gegnum árin og óskar honum alls hinns besta í framtíðinni.
Af: www.arborg.is
![]() |
||
. .
|
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Vilbergur Magni Óskarsson. |
Sigldu út um höfin blá
Eyrbekkingurinn og Önfirðingurinn Vilbergur Magni Óskarsson,
skólastjóri Skipstjórnarskólans, segir námið einstaklega skemmtilegt
og krefjandi.
Hann telur námið vera góðan grunn út í framtíðina.
Vilbergur Magni hefur starfað við skólann síðan um áramótin 2004. Hann er að láta af skólastjórastörfum núna og ætlar hann að færa sig yfir í kennslu og fagstjórn. Vilbergur hefur áður starfað hjá Landhelgisgæslunni sem stýrimaður og skipherra. Ásamt því kenndi hann við stýrimannaskóla í Namibíu árið 2004. Skipstjórnarnámið skiptist í réttindastig sem hvert um sig veitir réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð
Fimm áhugaverðar námsleiðir
Á skipstjórnarbraut A er markmiðið að nemendur öðlist þekkingu, færni og hæfni sem krafist er til skipstjórnarréttinda á skipum styttri en 24 metrar. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun þar sem meðalnámstíminn er einn vetur í skóla.
Á skipstjórnarbraut B öðlast nemendur skipstjórnarréttindi á fiskiskipum styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á flutninga- og farþegaskipum að 500 brúttótonnum í strandsiglingum. Meðalnámstími í skóla er fjórar annir.
Skipstjórnarbraut C veitir nemendum skipstjórnarréttindi á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði og flutninga- og farþegaskipum að 3.000 brúttótonnum. Meðalnámstími í skóla er sjö annir.
Á skipstjórnarbraut D öðlast nemendur skipstjórnarréttindi á flutninga- og farþegaskipum af ótakmarkaðri stærð með ótakmarkað farsvið þar sem meðalnámstími í skóla er átta annir. Að lokum er það skipstjórnarbraut E þar sem nemendur vinna sér inn skipstjórnarréttindi á varðskipum íslenska ríkisins þar sem meðalnámstími í skóla er níu annir.
Vilbergur Magni segir að miklar sveiflur séu á vinsældum námsins. „Þegar það er mikill uppgangur á sjónum þá er meiri aðsókn. Ef það er mikið að gera í landi og mikil eftirspurn eftir mönnum í landi þá minnkar aðsóknin.“ Í heildina sé nemendafjöldinn þokkalegur þar sem mikið af nemendum er í dreifnámi. Í dreifnámi fer stór hluti námsins fram á netinu.
Ójöfn kynjaskipting
Það er óhætt að segja að kynjaskiptingin er ekki mjög jöfn, en um 95% nemenda eru strákar. Vilbergur segir það vera alltaf markmiðið að ná fleiri stelpum inn í námið en þetta fer auðvitað líka eftir því hvar áhuginn liggur. „Mikið af skipum eru í styttri ferðum nú en áður sem hentar ágætlega þegar fólk er með fjölskyldur og almennt er útivera miklu minni núna en áður fyrr, áður var verið að sigla ellefu mánuði á ári en núna er verið að sigla um sex mánuði á ári.“
Skemmtilegt nám fyrir fólk á öllum aldri
Hægt er að hefja nám í Skipstjórnarskólanum beint eftir grunnskóla. Vilbergur segir að aldursdreifingin í skólanum sé mjög mikil. Meðalaldurinn hefur verið í kringum 27 ár. Oft á tíðum er aldur nemenda á bilinu 16-60 ára. „ Það eru oft mjög fjölbreyttir hópar hjá okkur og fólk á öllum aldri, en það er það sem gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir hann.
Vilbergur mælir eindregið með að fólk kynni sér námið. „Þetta veitir ákveðin starfsréttindi sem nýtast fólki vel. Námið er góður grunnur fyrir framhaldsnám ef fólk vill fara þá leið, þá er algengt að fólk fari til dæmis í sjávarútvegsfræði á Akureyri eða bara hvaða nám sem er. Eftir útskrift eru líka margir sem fara beint út á sjó. Námið er mjög skemmtilegt, námsgreinarnar eru lifandi og krefjandi og fyrir þá sem stefna á sjóinn þá gefur þetta góða tekjumöguleika.“
Fréttablaðið 1. og 2. júní 2019.
|
||
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is