Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Júní

02.06.2019 08:22

Sumarsýningu Elfars Guðna lýkur í dag 2. júní 2019

 

 

 

 

Sumarsýningu Elfars Guðna

 

lýkur í dag - 2. júní 2019


 

Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson opnaði „sumarsýningu“ í sýningarsal sínum að Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst við Hafnargötu, Stokkseyri, á skírdag, fimmtudaginn 18. apríl sl.

 

Mikill fjöldi gesta hefur komið á sýninguna þessar vikurnar enda er sýningin sérlega glæsileg.

 

Opið hefur verið  allar helgar í maí; föstu- laugar- og sunnudaga kl. 14 – 18 og lýkur sumarsýningunni í dag á sjómannadeginum 2. júní 2019.Menningarverstöðin 20 ára

 

Vert er að geta þess að lista- og menningarstarfsemi í Menningarverstöðinni Hólmaröst er 20 ára á þessu ári. Upphaf þess er að Fiskvinnslan Hólmaröst hóf strafsemi  í þessu húsnæði fyrrum Hraðfrystihúss Stokkseyrar sumarið 1999. Fljótlega fóru eigendurnir; Björn Ingi Bjarnason og Einar S. Einarsson að vinna í því að lagfæra og breyta hinu stóra húsnæði fyrir ýmsa lista- og menningarstarfsemi og standa fyrir margþættu mannlíf sem því fylgir. Fyrsta samkoman var þann 12. október 1999 á afmælisdegi Stokkseyringsins og tónskáldsins Páls Ísólfssonar. Fyrstur síðan að koma til sameignar og starfsemi í þessu nýja hlutverki hússins var einmitt Elfar Guðni Þórðarson, listmálari og á þar glæsilegan listamannsferil sem Sunnlendingar og fleiri þekkja vel.Nafngjöfin


Nú á tuttugu ára afmæli Menningarverstöðvarinnar sem er framundan er rétt að rifja upp að þetta frábæra nafn „Menningarverstöðin“ varð til í spjalli á ritstjórn blaðsins Gluggans og eiga; Þóra Þórarinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir og Þórdís Jónsdóttir heiðurinn að nafninu.Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka færði til myndar nokkra af gestunum fyrstu dagana á sumarsýningu Elfars Guðna eins og sjá má á þessari slóð:
 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/291140/

 

Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

01.06.2019 06:43

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 2. júní 2019

 

 

 

              Sjómannadagurinn

 

                  Eyrararbakka 2. júní 2019

 Skráð af Menningar-Staður