Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Júlí

05.07.2019 06:23

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

 

5. júlí 1851 -

 

Þjóðfundurinn var settur

í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

02.07.2019 21:17

Lögheimili lognsins

 

 

      Séð úr vefmyndavél á Flateyri og inn Önundarfjörð kl. 19:52 í kvöld- 2. júlí 2019.

 

 

    Lögheimili lognsins

 

 

 - Lögheimili - logni hjá
leggur vind í dvala.
Ögn af blæstri endrum fá
aðeins til að svala.

 Lögheimili lognsins er í Önundarfirði eins og sjá má hér berlega á þessari mynd.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

02.07.2019 17:08

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 5. - 7. júlí 2019

 

 

 

  Bryggjuhátíð á Stokkseyri

 

      5. - 7. júlí 2019

 

 

 

 

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2010.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 
 

01.07.2019 21:22

Rekur 15 líkamsræktarstöðvar

 

 

 

Rekur 15 líkamsræktarstöðvar

 

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class – 60 ára

 

 

Björn Krist­mann Leifs­son fædd­ist 1. júlí 1959 á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð. Æsku­slóðirn­ar voru Önund­ar­fjörður og svo var hann eitt ár í Rifi á Snæ­fellsnesi þegar hann var 6 ára. Björn var eitt sum­ar í sveit í Hrauni á Ingj­aldssandi.

 

Björn var í grunn­skól­an­um á Flat­eyri og Héraðsskól­an­um á Núpi 1. og 2. bekk 1974-1976. Hann fór í vél­skól­ann á Ísaf­irði og tók 1.-3.stig þar og kláraði 4. stig í Vél­skóla Íslands í Reykja­vík og út­skrifaðist 1979 sem vél­stjóri.

 

Skóla­ár­in var Björn til sjós á trillu með föður sín­um á króka­veiðibát á sumr­in og línu­bát­um í jóla- og páskafrí­um. Eft­ir vél­skóla­námið vann hann hjá Eim­skip og sigldi þrem skip­um fé­lags­ins í þrjú og hálft ár sem 2. og 3. vél­stjóri. Hann fór í land og hóf vinnu við að sóla dekk í Gúmmívinnu­stof­unni í þrjú ár og stofnaði eft­ir það World Class 1985 og hef­ur starfað við það síðan sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri.

 

„Ég fór að æfa lík­ams­rækt þegar ég kom í land en okk­ur fé­lög­un­um fannst aðstaðan og stemn­ing­in ekki góð á þess­um lík­ams­rækt­ar­stöðvum þar sem við vor­um að æfa. Ég taldi mig geta gert bet­ur og ákvað að stofna mína eig­in stöð.“

 

Björn byrjaði með 360 fer­metra stöð í Skeif­unni en þrem­ur árum síðar þurfti að stækka hana og þá var flutt í Skeif­una 19. Þar var hún í sjö ár þar til flutt var í Fells­múl­ann. „Þá fór þetta að ganga bet­ur og við opnuðum stöð á Ak­ur­eyri 1996 en það var fyrsta úti­búið.“ Upp úr alda­mót­um opnaði World Class stöðvar í Spöng­inni og Aust­ur­stræti og 3. janú­ar 2004 í Laug­um. „Þá varð sprengja í vin­sæld­um og í dag rek­um við fimmtán stöðvar, eina á Sel­fossi, tvær á Ak­ur­eyri og rest­in er á höfuðborg­ar­svæðinu. 46.000 manns eiga kort hjá okk­ur sem gera 13% pró­sent þjóðar­inn­ar og 20% af þeim sem búa í ná­grenni við stöðvarn­ar. Ég held að þetta sé marg­falt heims­met.“ 200 stöðugildi eru í fyr­ir­tæk­inu en um 400 manns vinna hjá því.

 

„Mitt starf hjá World Class er að sjá um upp­bygg­ingu og þróun en kon­an mín er meira í dag­legu amstri. Við erum að fara að stækka stöðina sem við opnuðum í Hafnar­f­irði í janú­ar um helm­ing, í 4.700 fer­metra, erum að stækka í Mos­fells­bæ um 940 fer­metra og á Sel­fossi um 400 fer­metra og svo eru ein­hverj­ar fleiri pæl­ing­ar sem eru ekki komn­ar lengra. Það er nóg að gera.“

 

Björn rak veit­inga- og skemmti­staðinn Ing­ólfskaffi 1991-2000 og jafn­framt rak hann Þjóðleik­hús­kjall­ar­ann frá 1994-2001. „Þetta voru ein­ir vin­sæl­ustu skemmti­staðirn­ir á þess­um tíma og við gát­um tengt raðirn­ar yfir Hverf­is­göt­una. Þetta var mjög skemmti­leg­ur tími, en óheil­brigður. Ég var á dag­inn að vinna í lík­ams­rækt­inni og á kvöld­in og um helg­ar á skemmtistöðunum og ég var kom­inn með fjöl­skyldu svo þetta var ekki boðlegt.“

 

Helstu áhuga­mál Björns eru skíði, lík­ams­rækt, fisk- og skot­veiði, og hann er byrjaður að fikta í golfi. „Ég var mikið á skíðum sem krakki og við för­um reglu­lega í skíðaferðir og erum líka far­in að fara í golf­ferðir. En lík­ams­rækt­in er í fyrsta sæti og ég æfi að minnsta kosti fimm sinn­um í viku.“

 

Björn fer í veiði á miðviku­dag­inn á Nessvæðið í Aðal­dal. „Ég hef veitt í mörg­um ám, en þær skemmti­leg­ustu eru Miðfjarðará, Selá og Hofsá og svo fer ég í Kjar­rá á hverju ári. Við erum með sum­ar­bú­stað við Þing­valla­vatn og þar veiði ég urriða í apríl og maí. Í skot­veiðinni er ég í hrein­dýr­um og hef farið til Græn­lands að veiða sauðnaut, til Pól­lands og Spán­ar að veiða vill­is­vín og ýmis dá­dýr og til Skot­lands að veiða krón­hjört. Í fyrra fór ég á tún­fisk­veiðar í Kan­ada þar sem við veidd­um einn 400 punda og ann­an 600 punda, það var geggjuð upp­lif­un.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Björns er Haf­dís Jóns­dótt­ir, f. 6.11. 1961, fram­kvæmda­stjóri. For­eldr­ar henn­ar: Jón Boði Björns­son, f. 4.12. 1931, mat­reiðslu­meist­ari, bú­sett­ur í Garðabæ, og Erna Sig­ur­björg Ragn­ars­dótt­ir, f. 28.5. 1929, d. 30.6. 2006, hár­greiðslu­meist­ari.

 

Börn Björns og Haf­dís­ar eru 1) Birgitta Líf Björns­dótt­ir, f. 19.10. 1992, markaðsstjóri, bú­sett í Reykja­vík, og 2) Björn Boði Björns­son, f. 24.2. 1999, nemi, bú­sett­ur í Reykja­vík.

 

Systkini Björns eru Sig­urður Júlí­us Leifs­son, f. 6.3. 1961, smiður, bú­sett­ur í Kópa­vogi; Dag­björt Hrönn Leifs­dótt­ir, f. 21.6. 1965, íþrótta­kenn­ari, bú­sett í Hafnar­f­irði; María Bjarney Leifs­dótt­ir, f. 24.3. 1969, íþrótta­kenn­ari, bú­sett í Ólafs­firði.

 

For­eldr­ar Björns eru hjón­in Leif­ur Björns­son, f. 14.6. 1935, vél­stjóri og fyrr­ver­andi út­gerðarmaður á Flat­eyri, og Mar­grét Jóna Hagalíns­dótt­ir, f. 28.10. 1937, hús­freyja og fyrr­ver­andi fisk­verka­kona á Flat­eyri. Þau eru bú­sett í Reykja­vík.

 

 
Morgunblaðið mánudagurinn 1. júlí 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

01.07.2019 06:26

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

1. júlí 1875 -

 

Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Þann 1. júlí 1875 tók Alþingi til starfa sem lög­gjaf­arþing, í sam­ræmi við nýja stjórn­ar­skrá frá 1874. Jón Sig­urðsson var for­seti neðri deild­ar og sam­einaðs þings en Pét­ur Pét­urs­son bisk­up for­seti efri deild­ar. Deilda­skipt­ing var af­num­in í lok maí 1991.

 Skráð af Menningar-Bakki.