![]() |
Á morgun, sunnudaginn 1. desember 2019, verður kveikt á jólatrénu á Stokkseyri við Stjörnusteina kl. 16:00
og jólatrénu á Eyrarbakka við Álfsstétt kl. 18:00.
Dansað verður í kringum trén og jólasveinar kíkja á svæðið.
Allir velkomnir
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Jólasýning
og skáldastund í Húsinu 1. des. 2019
Jólin koma brátt og byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins.
Sunnudaginn 1. desember býður safnið gesti velkomna. Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta í borðstofu og í stássstofu má hlýða á rithöfunda lesa úr nýjum verkum sínum.
Þetta árið koma fram:
Sjón les úr skáldsögu sinni Korngult hár, grá augu,
Einar Már Guðmundsson les úr ljóðabókinni Til þeirra sem málið varðar,
Margrét Sveinbjörnsdóttir kynnir og segir frá 100 ára afmælisriti Kvenfélags Grímsneshrepps,
Auður Hildur Hákonardóttir kynnir bók sína um biskupsfrúrnar í Skálholti,
Harpa Rún Kristjánsdóttir kynnir og les úr verðlaunaljóðabók sinni Eddu
og Guðmundur Brynjólfsson les úr skáldsögunni Þögla barnið.
Þarna fá gestir brot af ólíkum ritsmíðum eftir fjölbreyttan hóp. Sjón og Einar Már eru meðal okkar fremstu skálda og jafnvígir á skáldsögur og ljóð, Margrét frá Heiðarbæ fjallar um hið aldargamla kvenfélag í Grímsnesi í veglegu afmælisriti en hún hefur víðar komið við á ritvellinum á þessu ári, Hildur spyr hvað sé svo merkilegt við að vera biskupsfrú, Harpa Rún er bóndi undir Heklurótum en hún hlaut fyrir skömmu verðlaun kennd við ljóðskáldið Tómas Guðmundsson og Guðmundur Brynjólfsson heldur áfram með trílógíu sína um Eyjólf Jónsson sýslumann.
Það verður enginn bókaunnandi svikinn af skáldastund í Húsinu.
Aðventukaffi er á boðstólum, allir velkomnir og frír aðgangur.
Jólasýningin er opin sem og safnið allt frá kl. 14-17 en upplestur rithöfunda hefst kl. 16.
Næstu tvær helgar verður opið á sama tíma, Björgvin orgelsmiður kemur 8. des. kl. 15 og spilar jólalög á lírukassann sinn og 15. des. kl. 15 kemur sönghópurinn Lóur og syngur jólalög.
Nánari dagskrá má sjá á Facebook „Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga“.
Verið velkomin.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
||
Kvenfélags Eyrarbakka
1. des. 2019
|
![]() |
-BIBarinn grúskar í myndasafninu-
Frá Keflavíkurhöfn fyrir um 30 árum
![]() |
||
. .
|
![]() |
--Staða safnvarðar á Eyrarbakka--
Byggðasafn Árnesinga auglýsir stöðu safnvarðar lausa til umsóknar.
Áhugavert og fjölbreytt starf sem hentar bæði konum og körlum.
Sjá meðfylgjandi auglýsingu.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
-- Íbúar í Árborg orðnir 10.000 --
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
- - Til sölu á Eyrarbakka - -
![]() |
||
|
![]() |
Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (1917 - 1983). |
Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson fæddist á Egilsstöðum 24. nóvember 1917. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa í Hermes á Reyðarfirði, og Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf, húsfreyja í Hermes.
Þorsteinn var sonur Jóns Bergssonar, bónda, kaupmanns, pósts- og símstöðvarstjóra og loks kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum, og k.h., Margrétar Pétursdóttur húsfreyju.
Sigríður var dóttir Þorvarðar Andréssonar Kjerúlf, læknis og alþingismanns á Ormarsstöðum í Fellum, og s.k.h., Guðríðar Ólafsdóttur Hjaltested húsfreyju. Seinni maður hennar og stjúpfaðir Sigríðar var Magnús Blöndal Jónsson, prestur í Vallanesi.
Þorvarður var bróðir Þorgeirs, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, föður Herdísar fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og bróðir Jóns, föður Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns.
Börn hans og Önnu Einarsdóttur, fyrri eiginkonu hans, eru:
Einar - fv. umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi.
Sigríður - verslunamaður (rak og átti um árabil verslunina Pipar og salt á Klapparstíg).
Margrét - hjúkrunarfræðingur.
Guðbörg Anna - dýralæknir (Dýralæknastofa Dagfinns)
Þorsteinn - búnaðarráðunautur.
Með Ólafíu Þorvaldsdóttur, fv. sambýliskonu átti hann tvær dætur, þær eru
Dagbjört Þyri - hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri
Þórunn - verslunarmaður
Með seinni eiginkonu sinni, Magdalenu Thoroddsen átti hann tvær dætur, þær eru:
Ólína Kjerúlf - þjóðfræðingur, fv. alþingismaður og skólameistari
Halldóra Jóhanna - prófastur í Suðurprófastdæmi.
Þá eignaðist hann ungur að aldri dótturina Dýrfinnu sem skrifuð er Jónsdóttir og búsett á Selfossi.
Þorvarður lauk stúdentsprófi frá MA 1938, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1944 og fékk hdl-réttindi 1950. Hann hóf störf í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1944, varð fulltrúi þar 1946 og deildarstjóri 1971 og starfrækti lögmannsstofu í Reykjavík um skeið samhliða störfum í ráðuneytinu.
Þorvarður var bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1973-83 er hann baðst lausnar af heilsufarsástæðum.
Um Þorvarð segir Ármann Snævarr í minningargrein: „Hann var að eðlisfari og öllu geðslagi friðsamur maður, rólyndur og æðrulaus, þótt á móti blési, maður með ríka réttlætiskennd, tryggur og góður félagi, hreinlyndur og hreinskiptinn.“
Þorvarður lést 31. ágúst 1983.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Halldóra Jóhanna Þorvarðardóttir fæddist 23. nóvember 1959 í Reykjavík og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Hún gekk í Hlíðaskóla og var í sveit á hverju sumri frá því hún var sex ára í Efra-Nesi í Stafholtstungum og eitt sumar á Stóru- Borg í Vestur-Húnavatnssýslu.
„Æskuárin liðu áhyggjulaus og þegar sex ára aldri var náð fengum við systur að taka þátt í hestamennsku föður okkar, en hann var með hross á húsi hjá Fáki í Víðidal og lífið gekk töluvert út á það. Árið 1973 flutti ég með foreldrum mínum til Ísafjarðar þar sem við áttum heima næstu 10 árin.“
Halldóra gekk í Gagnfræðaskólann á Ísafirði og fór síðan í Menntaskólann á Ísafirði og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Eftir stúdentspróf var hún í nokkra mánuði í Kaupmannahöfn og vann á hóteli þar í borg. Að því loknu settist hún á skólabekk í bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist sem búfræðingur. Þaðan lá síðan leiðin upp í Háskóla Íslands þar sem hún stundaði guðfræðinám og útskrifaðist sem cand. theol. árið 1986.
„Á námsárunum var unnið við ýmislegt á sumrin. Ég vann í mörg sumur á sýsluskrifstofunni á Ísafirði og um jól og páska. Eftir að háskólaárin tóku við starfaði ég bæði á geðdeild Landspítalans og Búnaðarbankanum. Eftir guðfræðinámið réðum við hjón okkur í kennslu í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð þar sem maðurinn minn var skólastjóri og ég kenndi í tvö ár.“ Árið 1988 vígðist Halldóra sóknarprestur í Fellsmúlaprestakall í Rangárvallasýslu og hefur verið það æ síðan. Árið 1999 var hún skipuð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi og 2010 prófastur í Suðurprófastsdæmi. „Við hjón vorum svo heppin að fá námsleyfi á sama tíma og bjuggum með tveimur yngri sonunum í Lundi í Svíþjóð veturinn 2004-2005 sem var bæði gefandi og lærdómsríkt fyrir alla fjölskylduna.
Ég hef verið gæfumanneskja í lífinu og þakklát fyrir hvern dag og hvert ár sem bætist við í lífi mínu. Helstu áhugamálin eru fjölskyldan og búskapurinn í Fellsmúla, hestamennska, útreiðar og ekki síst hestaferðir að sumarlagi. Við hjón höfum verið svo lánsöm að hafa átt góð reiðhross í gegnum árin og njótum þess bæði að rækta og sinna hestunum okkar og einnig eigum við nokkrar kindur sem við höfum mikla ánægju af. Við erum stofnendur og eigendur Eldhesta ásamt fleirum og það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að vera þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í fyrirtækinu.“
Eiginmaður Halldóru er Sigurjón Bjarnason, f. 17.9. 1959, skólastjóri Laugalandsskóla. Þau eru búsett í Fellsmúla í Landsveit. Foreldrar Sigurjóns eru Bjarni E. Sigurðsson, f. 27.6. 1935, fyrrverandi kennari, skólastjóri og bóndi á Hvoli í Ölfusi, og Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22.11. 1936, húsmóðir og fyrrverandi starfsmaður Pósts og síma.
Börn Halldóru og Sigurjóns eru:
1). Þorvarður Kjerúlf, f. 4.12. 1982, viðskiptastjóri hjá Trackwell í Reykjavík. Maki: Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Börn þeirra eru Óttar Kjerúlf, f. 12.6. 2011, og Kári Kjerúlf, f. 19.12. 2017;
2) Sigurjón Bjarni, f. 30.7. 1988, stundar meistaranám í Den Danske Scenekunstskole í Kaupmannahöfn. Maki: Sara Ragnarsdóttir dansari; 3) Vésteinn, f. 4.1. 1994, verkfræðingur, búsettur í Hollandi. Maki: Marieke Huurenkamp, nemi í Hollandi.
Alsystir Halldóru er Ólína, f. 8.9. 1958, fyrrverandi alþingismaður og skólameistari.
Hálfsystkini Halldóru samfeðra, eru:
Einar, f. 16.3. 1944, verkfræðingur; Sigríður Dýrfinna, f. 9.2. 1947, skólaliði; Sigríður, f. 3.8. 1948, verslunarmaður; Margrét, f. 22.11. 1949, hjúkrunarfræðingur; Guðbjörg Anna, f. 30.3. 1951, dýralæknir; Þórunn, f. 18.8. 1955, verslunarmaður, Þorsteinn, f. 10.8. 1956, búfræðiráðunautur; Dagbjört Þyri, f. 19.3. 1958, hjúkrunarfræðingur.
Foreldrar Halldóru voru hjónin Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson, f. 24.11. 1917, d. 31.8. 1983, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði, og Magdalena Ólafsdóttir Thoroddsen, f. 7.2. 1926, d. 3.5. 2018, húsfreyja og blaðamaður.
![]() |
Morgunblaðið laugardagurinn 23. nóvember 2019.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Vestfirska forlagið, sem stofnað var á Hrafnseyri fyrir 25 árum, hefur nú gefið út yfir 400 bækur án þess að nokkur maður hafi tekið eftir því! Flestar fjalla þær um Vestfirði og það merkilega fólk sem þar hefur búið í tímans rás. Kennir þar margra grasa. Sumir myndu nú telja að nóg væri komið. Forlagið við yzta haf lýsti því yfir fyrir nokkru að það væri hætt að gefa út bækur. Samt eru sex Vestfjarðabækur að renna út úr prentvélunum hjá Leturprenti og Ísafoldarprentsmiðju þessa dagana. Þetta er náttúrlega bilun!
Jæja, hvað sem því líður, eru nýju bækurnar þessar:
Þorp verður til á Flateyri 3. bók
Höfundur: Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir
Myndskreytingar: Freydís Kristjánsdóttir og Ómar Smári Kristinsson
Með 3. bókinni um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heimaslóð í árdaga byggðar þar og fram á 20. öld. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, var grundvöllur byggðar á Flateyri fiskveiðar, vinnsla aflans og þjónusta við sveitirnar. Hér er saman komið mikið og gott efni úr þeirri sögu.
Þegar afi hætti við að deyja - Tóti og töfratúkallinn
Höfundur: Ásgeir Hvítaskáld
Myndskreyting: Nina Ivanova
Sagan af Tóta litla er skrifuð til að vekja fólk til umhugsunar um líf okkar á jörðinni sem er ekki lengur sjálfgefið. Þetta er svokölluð barnabók. Hún er fyrir alla, unga sem gamla, líkt og allar góðar barnabækur!Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins.
Hjólabókin 6. bók Skaftafellssýslur - Dagleiðir í hring á hjóli
Höfundur: Ómar Smári Kristinsson
Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnarklassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlegahelmingur af landinu í hjólabækur.Í þeim er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum,sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Lokamá hringnum á einum degi. Hagnýtar upplýsingar umhverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi. Gott ef ekki í öllum heimi!
Er það hafið eða fjöllin? - Um Flateyri og fólkið þar
Höfundur: Sæbjörg Freyja Gísladóttir
Hvers vegna tengir fólk sig við ákveðna staði og heldurtryggð við þá? Hvers vegna flokkum við okkur og aðra eftir stöðum? Og hvers vegna býr fólk á Flateyri? Í meistararitgerð sinni í þjóðfræði ákvað Sæbjörg Freyja að velja Flateyri og líf fólks þar sem viðfangsefni. Umfjöllun hennar er mjög athyglisverð og sérlega skemmtileg með mörgum myndum. Vestfirska forlagið gerir það ekki endasleppt við Flateyri núna!
Gamanmál að vestan - Auðkúluhreppur
Hallgrímur Sveinsson tók saman.
Nú vendum við okkar kvæði í kross og komum meðgamanmál eftir hreppum hér vestra. Byrjum auðvitað íAuðkúluhreppi, sem er að verða aðal hreppurinn hérna vestra eins og margir vita. Margt hefur þetta birst einhverntímaáður í bókum forlagsins eða fjölmiðlum. En það er ekkertverra fyrir það!Mörgum finnst léttleiki tilverunnar nauðsynlegurmeð allri alvörunni sem nóg er af. Gamansemi er lífsnauðsynlegöðru hvoru.
Vestfirðingar til sjós og lands 3. bók - Gaman og alvara að vestan
Hallgrímur Sveinsson tók saman.
Ritröð þessari er ætlað að vekja áhuga á Vestfjörðum ogVestfirðingum almennt fyrr og síðar, í gamni og alvöru.Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannskibara af hugsjón, en ekki til að græða peninga.
Vestfirska forlagið
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is