Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Nóvember

23.11.2019 18:02

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

 -BIBarinn grúskar í myndasafninu-

 

 

Árið er 2009

 

og Aldamótahátíð við Slippinn á Eyrarbakka


 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

23.11.2019 08:10

Jólahlaðborð Félags eldri borgara

 

 

 

Jólahlaðborð

 

Félags eldri borgara á Eyrarbakka30. nóvember 2019Skráð af Menningar-Bakki.

21.11.2019 06:44

Æska, elli og ævi með Vatnajökli - Skáldaspjall í Bókakaffinu

 

 

 

 

 -Æska, elli og ævi með Vatnajökli -

 

- Skáldaspjall í Bókakaffinu -


- 21. nóvember 2019 -

 

 

Í Kvöld, fimmtudagskvöldið 21. nóvember 2019, kl. 20-21 bjóða skáldin Steinunn Sigurðardóttir og Harpa Rún Kristjánsdóttir í spjall og léttar veigar í Bókakaffinu á Selfossi.


 
Þær stöllur munu lesa úr glænýjum ljóðabókum sínum, en einnig lesa þær ljóð hvor annarrar auk þess að ræða skáldskapinn, skriffærið, innblásturinn og ljóðið.Steinunn fagnar um þessar mundir 50 ára höfundarafmæli sínu, ásamt útkomu ljóðabókarinnar Dimmumót.Harpa Rún er rétt að hefja sinn feril, en hún hlaut á dögunum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu.Í umsögn dómnefndar um Eddu segir meðal annars: „Gleðin og sorgin takast á …” og „Edda er heillandi verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman …”Dimmumót Steinunnar er jöklabálkur, með sjálfsævisöguívafi, um breytta ásýnd jökulsins “hennar”, Vatnajökuls og nýja heimsmynd á nýjum tímum. Einnig heyrast raddir úr sveitunum undir jökli en návígi íbúanna þar við jökulinn er einstakt í heiminum.Harpa býr í Hólum á Rangárvöllum og er þar búandkerling hjá foreldrum sínum. Þá hefur hún MA próf í bókmenntum og starfar við ritstjórn, útgáfu og tilfallandi. Hún hefur sent frá sér tvær ljóðmyndabækur í samstarfi við ljósmyndara.Steinunn hefur búið í Frakklandi og Þýskalandi, en hún á sitt annað heimili á Selfossi. Hún gegnir nú í haust starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands.Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir eru hvattir til að spyrja krefjandi spurninga.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

17.11.2019 07:11

BINGO á Eyrarbakka

 

 

 

 

  - -BINGO á Eyrarbakka--

 

            20. nóv. 2019

 Skráð af Menningar-Bakki
 

17.11.2019 06:58

Steinunn Sigurðardóttir með nýja bók

 

 

Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir.

 

Steinunn Sigurðardóttir með nýja bók

 

Steinunn Sigurðardóttir skáld hefur sent frá sér jöklabálk sem nefnist Dimmumót. Hann fjallar um breytta ásýnd jökulsins “hennar”, Vatnajökuls, í ljósi hamfarahlýnunar. Bálkurinn hefur sjálfsæviögulegt ívaf, og einnig heimildaívaf, það heyrast raddir úr sveitunum við Vatnajökul, en návígi íbúanna þar við jökulinn er einstakt í heiminum.

 

Sérstakur viðburður helgaður nýju bókinni, Dimmumótum, og jöklaskrifum Steinunnar SIgurðardóttur í fyrri bókum var haldinn í Nýheimum þekkingarsetri á Höfn í Hornafirði 15. nóvember 2019. Þar töluðu auk Steinunnar Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði og Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við setrið.

 

Steinunn er eitt af höfuðskáldum okkar. Hún á fimmtíu ára rithöfundarafmæli á þessu ári, og mun vera nánast einsdæmi um feril skrifandi konu á Íslandi. Hún sendi frá sér fyrstu ljóðabók, Sífellur, þegar hún var nítján ára. Sautján árum síðar kom svo fyrsta skáldsaga hennar, Tímaþjófurinn, sem er ein mest umrædda skáldsaga síðustu áratuga á Íslandi og var sett á svið Þjóðleikhúss 2017 með Nínu Dögg Filippusdóttur í titilhlutverkinu, Öldu Ívarsen.

 

Steinunn sendir jöfnum höndum frá sér skáldsögur og ljóð, og verk hennar hafa síðasta aldarfjórðung komið út í þýðingum jafnt og þétt, ekki síst í Þýskalandi og Frakklandi.

 

Steinunn gegnir nú á haustönn starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands, en meðal viðurkenninga sem hún hefur unnið til eru verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Steinunn lætur íslenst mál til sín taka víðar en á eigin ritvelli og hún fjallaði nýverið í hátíðarfyrirlestri Jónasar Hallgrímssonar um nýyrðasmíð íslenskra ljóðaskálda, um leið og hún gagnrýndi ofnoktun orða, sem hún telur að geti stuðlað að orðafátækt.

 

Þá hefur Steinunn nú í nokkur ár stjórnað námskeiðum á Heilsustofnun Nlfí í Hveragerði, sem miða að uppbyggingu sálarlífs gegnum skapandi skrif.

 

Steinunn Sigurðardóttir er Sunnlendingur í húð og hár. Hún dvaldist í æsku sinni á sumrin hjá móðurfólki sínu í Eyvík í Grímsnesi, svo og hjá föðurfólki sínu á Seljalandi í Fljótshverfi – en þaðan sér hún jökulinn í nýja ljóðabálknum, Dimmumót.

 

Hún les úr Dimmumótum á viðburði Listasafns Árnesinga í Hveragerði 2. desember 2019 – og þar koma fram fleiri höfundar.

 

Steinunn hefur verið búsett í Þýskalandi og Frakklandi, en hún hefur átt sitt annað heimili á Selfossi síðan 1997 þegar hún og maður hennar, Þorsteinn Hauksson, tónskáld, festu kaup á einbýlishúsi miðsvæðis í bænum.Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 19:34

Merkir Íslendingar - Jón Sveinsson

 


Jón Sveinsson - Nonni - (1857 - 1944).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Sveinsson

 

 

Jón Sveinsson (Nonni) fæddist að Möðruvöllum í Hörgárdal 16. nóvember 1857.

Hann var sonur Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á Möðruvöllum i Hörgárdal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. Foreldrar hans eignuðust átta börn en þrjú þeirra létust haustið 1860 úr barnaveiki.

 

Árið 1865 flutti fjölskyldan til Akureyrar og settist að í svokölluðu Pálshúsi. Faðir Nonna lést 1869 úr sullaveiki. Þá var búið tekið til gjaldþrotaskipta og varð Sigríður að láta öll börnin frá sér nema Ármann. Hún flutti síðar til Kanada og giftist þar aftur.

 

Nonna var hins vegar boðin námsdvöl í Frakklandi og fór utan 1870. Hann dvaldi fyrst í Kaupmannahöfn en lauk síðan stúdentsprófi frá Collége de la Providence, Jesúítaskóla í Amiens í Frakklandi, 1878. Þá lærði hann heimspeki og nam guðfræði í Ditton-Hall í Lancashire á Englandi.

 

Nonni vígðist prestur í Jesúítareglunni 1891 og var kennari við St. Andreas Collegium í Ordrup í Danmörku til 1912. Þá gerðist hann rithöfundur og flutti fyrirlestra víða um heim, mest um Ísland, sögu þess og bókmenntir.

 

Barnabækur Nonna um hann og Manna, bróður hans, og um bernskuár þeirra við Eyjafjörðinn urðu mjög vinsælar í Þýskalandi og víðar í Evrópu og voru þýddar á þriðja tug tungumála.

 

Nonni kom til Íslands 1894 og ári síðar átti hann samstarf við kaþólska biskupinn í Danmörku, Johannes von Euch, um fjársöfnun fyrir holdsveikraspítala á Íslandi. Danskir Oddfellow-bræður stofnuðu slíkan spítala í Laugarnesi 1898 en söfnunarfé Nonna rann til stofnunar Landakotsspítala. Hann kom aftur til Íslands á Alþingishátíðina 1930 í boði ríkisstjórnarinnar.

 

Nonnasafn á Akureyri er bernskuheimili Nonna og á þjóðdeild Þjóðarbókhlöðunnar í Reykjavík er sérsafn Nonna þar sem sjá má bréf hans, skjöl og rit á hinum ýmsu tungumálum.

 

Nonni lést 16. október 1944.Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 19:16

Jónas Hallgrímsson 1807 - 1845

 

 

Minningarskjöldur efst til vinstri að St. Pederstræde 140 í Kaupmannahöfn.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Jónas Hallgrímsson 1807 - 1845

 

 

Jónas Hallgrímsson fæddist þann 16. nóvember árið 1807 að Hrauni í Öxnadal.

Skoða fæðingarvottorð

 

Hann var sonur hjónanna Hallgríms Þorsteinssonar aðstoðarprests og Rannveigar Jónasdóttur.

 

Jónas átti þrjú systkini. Þorsteinn var elstur, fæddur árið 1800, næst í röðinni var Rannveig, fædd árið 1802, þriðji í röðinni var Jónas og yngst var Anna Margrét, fædd árið 1815.

 

Árið 1808 fluttist Jónas með fjölskyldu sinni að Steinsstöðum í Öxnadal. Þar ólst hann upp til níu ára aldurs en þá missti hann föður sinn sem drukknaði í Hraunsvatni. Eftir föðurmissinn var Jónas sendur í fóstur til móðursystur sinnar að Hvassafelli í Eyjafirði og er talið að þar hafi hann dvalið til ársins 1820.

 

Jónas fermdist þann 27. maí árið 1821 heima í Öxnadal en veturna 1821-1823 dvaldi hann í Skagafirði þar sem hann var í heimaskóla hjá séra Einari H. Thorlacius.

 

Jónas stundaði almennt nám í Bessastaðaskóla í sex vetur frá 1823 til 1829 og naut til þess skólastyrks. Eftir útskrift frá Bessastaðaskóla flutti Jónas til Reykjavíkur og gerðist skrifari hjá Ulstrup bæjar- og landfógeta og bjó á heimili fógetans. Jafnframt því að vera skrifari fógeta var Jónas skipaður verjandi í nokkrum málum fyrir landsrétti.

 

Sagt er að veturinn 1831-1832 hafi Jónas beðið Christiane Knudsen en hún hafi hafnað bónorði hans.

 

Í ágúst árið 1832 sigldi Jónas frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Eftir að hafa staðist inntökupróf hóf hann nám lögfræði í Hafnarháskóla og bjó á Garði fyrstu fjögur árin í náminu á meðan hann naut Garðstyrks. Jónas flutti af Garði vorið 1836 og hafði þá snúið sér að námi í náttúruvísindum og fékk styrk úr Sjóðnum til almennra þarfa til að stunda rannsóknir og nám í náttúruvísindum. Náttúruvísindanáminu lauk Jónas svo vorið 1838.

 

Á námsárunum í Kaupmannahöfn stofnaði Jónas tímaritið Fjölni ásamt þeim Brynjólfi Péturssyni, Konráði Gíslasyni og Tómasi Sæmundssyni. Einnig orti hann kvæði, skrifaði sögur, samdi og flutti erindi og vann að ýmsum þýðingum.

 

Vorið 1837 fór Jónas til Íslands. Hann ferðaðist um landið um sumarið og stundaði rannsóknir í náttúruvísindum og sneri til baka til Kaupmannahafnar um haustið.

 

Í ágúst 1838 hlaut tillaga Jónasar um að Hið íslenska bókmenntafélag réðist í ritun Íslandslýsingar samþykki og var Jónas valinn í nefnd sem átti að sjá um framkvæmd verksins.

 

Vorið 1839 hélt Jónas aftur til Íslands til að stunda vísindarannsóknir og vinna við fyrirhugaða Íslandslýsingu. Á ferð sinni um landið þetta sumar ofkældist hann og þjáðist upp frá því af lungnameini. Hann dvaldi í Reykjavík veturinn 1839-1840 og var mikinn hluta vetrar rúmliggjandi.

 

Vorið 1840 vann Jónas að Íslandslýsingunni en jafnframt lagði hann til við Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags að haldnar yrðu veðurdagbækur víðsvegar um Ísland. Tillagan var samþykkt og var Jónas skipaður í þriggja manna nefnd um verkið.

 

Sumarið 1840 ferðaðist Jónas um Ísland og vann að ýmsum rannsóknum. Hann dvaldi í Reykjavík veturinn 1840-1841.

 

Sumarið 1841 fór Jónas í fjórðu rannsóknarferð sína um Ísland og dvaldi svo í Reykjavík veturinn 1841-1842 við ýmis vísindastörf og skýrsluskrif og kom m.a. á fót vísi að náttúrugripasafni. Einnig vann hann að þýðingu bókarinnar Stjörnufræði eftir G. F. Ursin sem kom út í íslenskri þýðingu í maí árið 1842.

 

Sumarið 1842 fór Jónas í fimmtu rannsóknarferð sína um Ísland. Um haustið, eftir að hafa ferðast sumarlangt um Austurland veiktist hann, og lá veikur þangað til hann hélt til Kaupmannahafnar frá Eskifirði.

 

Þegar til Kaupmannahafnar kom var hann ráðinn, ásamt Jóni Sigurðssyni, sem fastur starfsmaður Hins íslenska bókmenntafélags til að rita Íslandslýsingar.

 

Jónas dvaldi sumarið 1843 á Sóreyju á Sjálandi og vann að skýrslum frá Íslandsferðum en einnig að ritum um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi.

 

Jónas sneri aftur til Kaupmannahafnar frá Sórey í maí árið 1844 og dvaldi þar það sem eftir var ævinnar.

 

Að kvöldi þess 21. maí 1845 hrasaði Jónas í stiga á leið upp í herbergið sitt, í St. Pederstræde 140 í Kaupmannahöfn, og fótbrotnaði. Daginn eftir var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést að morgni 26. maí 1845, aðeins 37 ára gamall.

 

Útför Jónasar var gerð 31. maí 1845 og var lík hans grafið í Assistentskirkjugarði í Kaupmannahöfn. Hið íslenska bókmenntafélag kostaði jarðarförina.
Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 18:32

Merkir Íslendingar - Ásthildur Thorsteinsson

 

Ásthildur Thorsteinsson (1857 - 1938).

 

Merkir Íslendingar - Ásthildur Thorsteinsson

 

 

Ásthild­ur Jó­hanna Thor­steins­son fædd­ist 16. nóv­em­ber 1857 á Kvenna­brekku í Döl­um.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Guðmund­ur Ein­ars­son, pró­fast­ur og alþing­ismaður, og Katrín Ölafs­dótt­ir frá Flat­ey. Ásthild­ur var meðal tíu fyrstu nem­end­anna í Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík og varð efst í bekkn­um.

 

Eig­inmaður Ásthild­ar var Pét­ur J. Thor­steins­son stór­kaupmaður. Þau bjuggu á Bíldu­dal, í Hell­erup í Dan­mörku, Reykja­vík og Hafnar­f­irði, og byggðu húsið Galta­fell á Lauf­ás­vegi. Þau eignuðust ell­efu börn og komust tíu þeirra á legg.

 

Höfðings­skap­ur og gjaf­mildi Ásthild­ar urðu land­fleyg og á Bíldu­dal var hún sögð „sól­skinið sjálft fyr­ir all­an þann mann­fjölda“ og heim­ili þeirra í Hell­erup var sam­komu­hús ís­lenskra mennta­manna. Þegar hallaði und­an fæti hjá Pétri sagði Ásthild­ur að sér hefði þótt verst við það hvað hún hafði þá lítið til að gefa.

 

Ásthild­ur stofn­setti leir- og glervöru­versl­un í Kola­sundi og sá sjálf um rekst­ur búðar­inn­ar og þótti góður yf­ir­maður. Hún þótti hag­mælt og samdi sög­ur og ljóð.

 

Ásthild­ur lést 1. apríl 1938.Morgunblaðið laugardagurinn 16. nóvember 2019.


 Minnismerki Ásthildar og Péturs á Bíldudal var reist árið 1951.


 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 08:36

Dagur íslenskrar tungu

 

 

 

 

  -Dagur íslenskrar tungu-

 

 

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

 

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

 

Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.

 

Hinn 16. nóvember skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, sbr. 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma nr. 5/1991 . Einnig fer vel á því að aðrir dragi íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.

    -Himnakoss Jónasar- 16. nóv. 2019
 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

15.11.2019 20:04

Fólkið og fjárlögin

 

 

 

 

 -Fólkið og fjárlögin-

 

 

Verið öll hjartanlega velkomin

 

á opinn fund með Oddnýju og Ágústi!

 

 

Opinn fundur verður á laugardaginn 16. nóvember 2019 í húsnæði Samfylkingarinnar Eyrarvegi 5, Selfossi. kl. 11:00.Þau Ágúst Ólafur Ágústsson og Oddný G. Harðardóttir ætla að fara yfir umræðuna um fjárlögin sem fer fram í þessari viku, en auk þess verður tækifæri til að spjalla um hvað er að frétta af samgöngumálum, lækkun veiðigjalda til útgerðarinnar og heilbrigðismál.Tilvalið tækifæri til að ræða stöðuna í stjórnmálunum!Samfylkingin.
Skráð af Menningar-Bakki.