Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2020 Janúar

06.01.2020 17:20

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 


Skúli Thoroddsen (1859 - 1916)
 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.


 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.


Skúli Thoroddsen er langafi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.


 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.

 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.


 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.


 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.


 

Skúli lést 21.maí 1916.

 Skráð af Menningar-Bakki.

05.01.2020 21:15

-Hrútavinir og forsætisráðherra í Hafnarborg-

 

 

 

 

-Hrútavinir og forsætisráðherra í Hafnarborg-

 

 

Boðið var upp á leiðsögn í dag, sunnudaginn 5. janúar 2020, um yfirlitssýningu Hafnarborgar í Hafnarfirði á verkum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins á árunum 1920-1950.

Hana veitti Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og annar tveggja sýningarstjóra.

 

Meðal fjölmargra gesta voru Hrútavinir af Suðurlandi og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
.
Sjá:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/292750/


Skráð af Menningar-Bakki

05.01.2020 09:06

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 


Kristján IX konungur Danmerkur og Íslands með

stjórnarskra Íslands frá 1874. Ljósm.: BIB

 

 

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 

 

Stjórnarskrá „um hin sérstöku málefni Íslands“ var staðfest af konungi.Hún tók gildi 1. ágúst 1874. Alþingi fékk þá löggjafarvald og fjárveitingavald.Þetta var fyrsta stjórnarskrá landsins.Henni var breytt 18. maí 1920 og hún gilti að mestu óbreytt fram að lýðveldisstjórnarskránni 17. júní 1944.

 

 
 Skráð af Menningar-Bakki

05.01.2020 08:59

Merkir Íslendingar - Jón E. Guðmundsson

 

 

Jón E. Guðmundsson (1915 - 2004)

 

 

Merkir Íslendingar - Jón E. Guðmundsson

 

 

Jón Eyþór Guðmunds­son fædd­ist á Pat­reks­firði 5. janú­ar 1915. For­eldr­ar hans voru Guðmund­ur Jóns­son smiður, f. 1872, d. 1937, og Val­gerður Krist­ín Jóns­dótt­ir hús­móðir, f. 1876, d. 1968.

 

Jón var frum­kvöðull brúðuleik­húslist­ar hér á landi, lagði stund á nám í mynd­list, fyrst á Íslandi, en árið 1939 var Jóni veitt­ur náms­styrk­ur Dansk-ís­lenska fé­lags­ins og var hann við mynd­list­ar­nám í Kaup­manna­höfn í tvö ár.

 

Eft­ir að Jón sneri heim frá námi starfaði hann sem mynd­list­ar­kenn­ari, fyrst við Flens­borg­ar­skóla, Miðbæj­ar­skól­ann og loks við Barna­skóla Aust­ur­bæj­ar.

 

Jón kynnt­ist brúðuleik­húslist, þegar hann var við nám í Dan­mörku og ásetti sér að kynna lönd­um sín­um þessa list­grein. Skömmu eft­ir að hann sneri aft­ur til lands­ins stofnaði hann Íslenska brúðuleik­húsið. Um ára­bil ferðaðist hann um landið með brúðuleik­hús sitt. Síðar kom Jón á lagg­irn­ar brúðuleik­hús­bíl, sem hann ferðaðist einnig með vítt og breitt.

 

Jón var um tíma for­seti UNI­MA, alþjóðlegra sam­taka brúðuleik­hús­gerðarmanna.

 

Jón hélt fjöl­marg­ar sýn­ing­ar bæði á brúðum sín­um, högg­mynd­um og mál­verk­um. Jón sótti viðfangs­efni list­ar sinn­ar til ís­lenskra þjóðsagna og í líf ís­lenskr­ar alþýðu.

 

Jón var kvæntur Val­gerði M. Eyj­ólfs­dótt­ur, f. 6.10. 1917, d. 9.3. 2000, og eignuðust þau fjög­ur börn.

 

Jón lést 28. maí 2004.


Morgunblaðið.

Skráð af Menningar-Bakki

04.01.2020 08:35

Leiðsögn um sýningu á verkum Guðjóns

 

 

 

 

Leiðsögn um sýningu á verkum  -Guðjóns-

 

 

Boðið verður upp á leiðsögn á morg­un, sunnu­daginn 5. janúar 2020, kl. 14 um yf­ir­lits­sýn­ingu Hafn­ar­borg­ar í Hafnarfirði á verk­um Eyrbekkingsins Guðjóns Samú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins á ár­un­um 1920-1950. Hana veit­ir Ágústa Kristó­fers­dótt­ir, for­stöðumaður Hafn­ar­borg­ar og ann­ar tveggja sýn­ing­ar­stjóra.

 

Sýn­ing­in er sett upp í til­efni af því að öld er liðin frá því Guðjón lauk há­skóla­prófi í bygg­ing­ar­list, fyrst­ur Íslend­inga, árið 1919 og var skipaður húsa­meist­ari rík­is­ins ári síðar. Ágústa vann sýn­ing­una með Pétri H. Ármanns­syni.

 

 

Eitt af glæsihúsum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar er Háskóli Íslands.

Skráð af Menningar-Bakki

03.01.2020 17:29

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

        BIBarinn grúskar í myndasafninu

    
         -  Eyrarbakkafundur  -

 Skráð af Menningar-Bakki.

02.01.2020 17:13

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

 


Kristján Bersi Ólafsson (1938 - 2013).
 

 

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

 

 

Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.

 

Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli. Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts, föður Ragnars Gestssonar kennara á Eyrarbakka og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar. Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.

Ragnhildur var dóttir Gísla Árnasonar og Ragnhildar Jensdóttur, systur Ástríðar, ömmu Davíðs Gunnarssonar.

 

Systur Kristjáns Bersa:

Ásthildur skólaritari, móðir Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings og Tryggva Harðarsonar, fyrrv. bæjarstjóra og nú sveitarstjóra á Rekhólum, og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræðingur, móðir lögfræðinganna Gunnars og Margrétar Viðar.

 

Eftirlifandi eiginkona Kristjáns Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn:

Freydísi, Ólaf Þ., Jóhönnu sem lést 1973, og Bjarna Kristófer.

 

Kristján Bersi lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ 1971.

 

Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962-64, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965-70, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1970-72, skólastjóri þar 1972-75 og skólameistari þar 1975-99, er hann lét af störfum.

 

Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Íslands 1967-68, sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara og stjórn Hins íslenska kennarafélags og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var hann varaformaður Bandalags kennarafélaga 1983-87.

 

Kristján Bersi ritaði sögu Flensborgarskólans í 100 ár, útg. 1982. Hann skrifaði fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit auk þess sem hann var afkastamikill þýðandi og prýðilegur hagyrðingur.Kristján Bersi Ólafsson var í sigurliði Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaganna árið 1998. Í liðinu með honum voru Rakel Brynjólfsdóttir á Þingeyri sem er frá Vöðlum í Önundarfirði og Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri en hans rætur í föðurætt liggja að Höfða í Dýrafirði.

Kristján Bersi var ungur sendur í sveit til ömmu sinnar Bessabe Halldórsdóttur á Kirkjubóli; þar gekk hann í fjölbreytt bústörf og var m.a. síðasti kvíasmali landsins.


 

Kristján Bersi lést 5. maí 2013.


 

 

Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998

ásamt stjórnanda.

F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöðlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri,

Ragnheiður Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar

og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.

Skráð af Menningar-Bakki

02.01.2020 16:56

Fálkaorðan 1. janúar 2020

 


F.v.: Eliza Reid forsetafrú, forseti Íslands, Guðni Kjartansson, Ólöf Hallgrímsdóttir,

Sigurður Hannesson, Árni Oddur Þórðarson, Daníel Bjarnason,

Sigurður Reynir Gíslason, Guðríður Helgadóttir, Gestur Pálsson, Sigurborg Daðadóttir,

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson

og Margrét Bjarnadóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Hildi Bjarnadóttur.

 

 

Fálkaorðan 1. janúar 2020

 

 

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 1. janúar 2020, sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

 

Þeir eru:

1.

Árni Oddur Þórðarson forstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslensks atvinnulífs og útflutnings á sviði hátækni og nýsköpunar

2.

Daníel Bjarnason tónskáld og hljómsveitarstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar

3.

Gestur Pálsson barnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðis barna

4.

Guðni Kjartansson fyrrverandi íþróttakennari og þjálfari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íþrótta og skóla

5.

Guðrún Hildur Bjarnadóttir ljósmóðir, Þórshöfn, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð

6.

Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeilda Landbúnaðarháskóla Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar

7.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, Garðabæ, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar

8. Margrét Bjarnadóttir fyrrverandi formaður fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íþrótta og æskulýðsmála

9.

Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leikritunar og bókmennta

10.

Ólöf Hallgrímsdóttir bóndi, Mývatnssveit, riddarakross fyrir framlag til ferðaþjónustu og atvinnulífs í heimabyggð

11.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til velferðar dýra, og störf á vettvangi dýralækninga og sjúkdómavarna

12.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Reykjavík, riddarakross fyrir atbeina undir merkjum samtakanna Indefence og framlag til íslensks atvinnulífs

13.

Sigurður Reynir Gíslason rannsóknaprófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra jarðvísinda og kolefnisbindingar

14.

Valgerður Stefánsdóttir fyrrverandi forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og jafnréttisbaráttu döff fólks.Skráð af MenninagrBakki.