Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2020 Mars

03.03.2020 17:43

35 ÁR FRÁ STOFNUN LEIKFANGASMIÐJUNNAR ÖLDU HF

 

 

 

35 ÁR FRÁ

 

STOFNUN LEIKFANGASMIÐJUNNAR ÖLDU HF

 

Í gær, 2. marz 2020, voru liðin 35 ár síðan Leikfangasmiðjan Alda hf á Þingeyri var stofnuð af nokkrum bjartsýnismönnum.

 

Þessir kallar voru:

Þorkell Þórðarson, Líni Hannes Sigurðsson, Guðmundur Valgeirsson, Kristján Gunnarsson, Ólafur V. Þórðarson, Elís Kjaran Friðfinnsson allir búsettir á Þingeyri og Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. Hlutaféð var samkv. stofnsamningi 120 þús. kr.

 

Stjórn félagsins skipuðu:

Hallgr. Sveinsson, formaður, Ólafur V. Þórðarson fundaritari og Elís Kjaran Friðfinnsson, meðstjórnandi. Kristín Lýðsdóttir frá Þingeyri sá um bókhald í sjálfboðavinnu. Endurskoðendur voru þeir Tómas Jónsson og Guðmundur Friðgeir Magnússon á Þingeyri. Að sjálfsögðu einnig í sjálfboðavinnu! Reikningsuppgjör annaðist Ingimundur T. Magnússon, viðskiptafræðingur Rvk.

 

Alls voru haldnir 36 stjórnarfundir samkv. fundargerðabók, sá fyrsti 2. marz 1985 og sá síðasti 17. marz 1991.

 

Upphaf þessa ævintýris var að Hallgrímur Sveinsson hóaði saman hópi af áhugamönnum um atvinnumál á Þingeyri og nágrenni. Héldu þeir nokkra fundi á heimili hans og komu þar ýmsir aðrir við sögu en hér eru nafngreindir. Þá var auðvitað mikið talað og spekúlerað. Var meðal annars talað um að athuga með stofnun og starfrækslu eftirtalinna fyrirtækja:

Fiskréttaverksmiðja, bakarí, kexverksmiðja, samlokuframleiðsla, sælgætisverksmiðja, samsetningarverksmiðja fyrir alls konar tæki, sultugerð, fiskeldi, gjafavöruframleiðsla, skóiðnaður, ullariðnaður, teppaverksmiðja, búsáhaldaframleiðsla, tölvuframleiðsla og ýmislegt skylt henni, fatagerð, lífefnaiðnaður, einkum innyfli fiska, umbúðaframleiðsla og leikfangaframleiðsla. Margt fleira var skoðað og þar á meðal að kaupa fyrirtæki í rekstri. Leikföngin voru svo niðurstaðan.

 

Í bréfi frá Hallgr. Sveinssyni til félaga hans, sem þá var trúnaðarmál, en er það ekki lengur, segir m. a. svo:

„—–    Fyrst í stað skulu aðeins framleidd tvenns konar leikföng, nefnilega:

Vörubílar úr timbri. Hverjum bíl skal fylgja skráningarnúmer, t. d. Í-432, A-300 o.s.frv. Þá skulu fylgja hverjum bíl skoðunarvottorð. Enginn bíll skal vera eins málaður.

Fólksbílar úr timbri. Um þetta leikfang skulu gilda sömu lögmál og um vörubílinn. Ef til vill gæti þetta líka verið jeppi.

 

Auðvitað skiptir miklu máli að hönnun þessara leiktækja verði góð. Þetta verði sterkir og eigulegir bílar sem allir strákar vilja eignast. (Svo. Hvar voru stelpurnar þá?) Jafnframt verður þetta að vera auðvelt í framleiðslu. Erum við menn til að hanna þetta sjálfir?

 

Setjum svo að við klárum okkur af þessu. Þá mundi næsta skrefið vera útvegun húsnæðis hér á Þingeyri ásamt kaupum á „kombineraðri“ smíðavél og mönnum í vinnu. Reiknum með að þetta gangi líka upp. Þá er lokaskrefið eftir og það er sölumennskan.

Mín hugmynd er sú, að hver bíll verði pakkaður inn í sérstakan kassa, helst laglegan með einhverjum áletrunu

m. Þetta má þó ekki vera of dýrt. Nú. Síðan „köstum“ við þessu inn á markaðinn í vor með samræmdri auglýsingaherferð, til dæmis undir mottóinu:

Hvort er betra fyrir barnið þitt að glápa á videó eða fara út í bílaleik?

Er ekki liklegt að allir strákar vilji eignast bíl með númerinu hans pabba?

„—- Nú geri ég ráð fyrir að þið teljið þetta all svæsna loftkastalabyggingu hjá mér. Ef svo er,

þá er ekkert við því að gera. En eftir því sem ég hugsa þetta mál lengur þess betur líst mér á það. Hér er um að ræða lágmarksstofnkostnað, sem við ráðum alveg við sjálfir. Engin „hengingarlán“ eða opinber fyrirgreiðsla. Föllum eða stöndum sjálfir með okkar fyrirtæki eins og kallinn í Stykkishólmi.

Jæja drengir. Fimm þúsund vörubílar á segjum eitt þúsund krónur stykkið gerir fimm milljónir brúttó. Ég nefni þetta svona til umhugsunar.“

Svo mörg voru þau orð og fleiri. Segja má að þetta bréf hafi verið sá útgangspunktur sem leikfangasmiðirnir á Þingeyri horfðu til.

Kristján Gunnarsson frá Hofi hannaði svo vörubílinn og gerði vinnuteikningar. Var þar byggt á gamalli vörubílahefð sem hafði viðgengist hjá strákum hér vestra og víðar í áratugi. Konan hans Kristjáns, hún Alda Sigurðardóttir, gaf svo bílnum nafn og þar var kominn dýrfirski vörubíllinn Dúi. Það var auðvitað af því hann dúaði. Var með gúmmífjöðrum og alls konar öðrum útbúnaði sem var nýjung hjá Kristjáni.

Starfsmannafjöldi var breytilegur eftir árstímum fyrstu sex árin sem félagið starfaði. Vanalega 3-4 í fullu starfi.

Meðal þeirra voru: Róbert Daníel Kristjánsson, sem átti sennilega lengstan starfstíma, bráðungur þá, Elís Kjaran, Þorkell Þórðarson frá Auðkúlu, sem báðir höfðu titilinn verkstæðisformenn, Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúli,  Björn Henrý Kristjánsson frá Múla, Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, Sigurður Guðmundsson frá Hjarðardal,  Kristján Þórarinsson frá Þingeyri og Þórður J. Sigurðsson frá Ketilseyri. Hallgrímur Sveinsson var framkvæmdastjóri í hjáverkum og sendisveinn öll sex árin. Fjármál Öldunnar voru alla tíð erfið umrætt tímabil. Sum árin var þó hagnaður. Ekki var það óalgengt að sendisveinninn lánaði fyrirtækinu fjármuni þegar svo bar við.

Þegar upp var staðið og fyrirtækið selt Kaupfélagi Dýrfirðinga, fengu allir sitt.

 

Einn bíll á hverja 100 Íslendinga

Þann 1. nóv. 1987 símar Hulda Sigmundsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Þingeyri, frétt til blaðsins .

Þar segir hún m. a. svo:

„Leikfangasmiðjan Alda hf. á Þingeyri hefur nú starfað í tvö og hálft ár. Þar hafa starfað að meðaltali 4 starfsmenn í fullu starfi þetta tímabil. Aðal framleiðsluvara fyrirtækisins hefur verið dýrfirski vörubíllinn Dúi, sem nú er framleiddur í þremur gerðum. Tvö þúsund og fjögur hundruð stykki hafa verið smíðuð af leikfangabílnum Dúa, eða um einn bíll á hverja hundrað Íslendinga.

Þá hefur Leikfangasmiðjan Alda framleitt dúkkuvagna með gamla laginu, rugguhesta, kúluspil og nýja spilið Einmenning. Öll þessi leikföng eru úr tré sem og vörubíllinn Dúi.“

 

Kaupfélag Dýrfirðinga keypti Ölduna 1991 af eigendum hennar og rak hana í nokkur ár. Þá keypti Sófus heitinn Guðmundsson trésmíðameistari fyrirtækið. Síðan hefur Úlfar sonur hans framleitt Dúa bíla og selur þá á Netinu.

Nánar verður sagt frá rekstri Leikfangasmiðjunnar Öldu hf síðar á öðrum vettvangi.

Rúsínan í pylsuendanum: Þann 30. apríl n. k. (2015) mun Dúi litli koma á Evrópufrímerki sem verður dreift um allan heim!

 

Hallgrímur Sveinsson skráði fréttina upphaflega fyrir fimm árum og birti á Þingeyrarvefnum.

Skráð af Menningar-Bakki.

02.03.2020 17:39

Merkir Íslendingar - Sigurður Eggerz

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Sigurður Eggerz (1875 - 1945).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Eggerz

 

 

Sigurður Eggerz ráðherra fæddist á Borðeyri 1. mars 1875. Foreldrar hans voru Pétur Friðriksson Eggerz, kaupstjóri þar, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja.
 

Í ættum Sigurðar og fjölskyldu eru óvenju margir alþingismenn og ráðherrar, s.s. bróðir hans, Guðmundur, alþingismaður og sýslumaður, og tveir mágar hans, Páll Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, og Ólafur Thorlacius alþingismaður, faðir Kristjáns Thorlacius sem var formanns BSRB og varaþingmaður.
 

Þá var Sigurður kvæntur Solveigu, dóttur Kristjáns Jónssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra og Steingríms, alþingismanns og bæjarfógeta á Akureyri, en þeir voru synir Jóns Sigurðssonar, alþingismanns og héraðshöfðingja á Gautlöndum, og eru því af Gautlandsætt og Reykjahlíðarætt, fjölmennustu ráðherraætt landsins.
 

Tengdamóðir Sigurðar var hins vegar Anna Þórarinsdóttir, dóttir Þórarins Böðvarssonar alþingismanns sem átti ræturnar að Holti í Önundarfirði.
 

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1895 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1903. Hann var sýslumaður á nokkrum stöðum, lengst af i Vík í Mýrdal, var alþingismaður 1911-1915, 1916-1926 og 1927-1931. Hann varð ráðherra Íslands 1915 en sagði af sér ári síðar er konungur vildi ekki fallast á fyrirvarann um uppburð íslenskra mála í Ríkisráði Dana. Þá var Sigurður fjármálaráðherra 1917-20 og forsætisráðherra 1922-24.
 

Sigurður var síðan bankastjóri Íslandsbanka frá 1924 þar til bankinn var lagður niður 1930. Hann sinnti lögmannsstörfum í Reykjavík, var bæjarfógeti á Ísafirði 1932-34 og á Akureyri 1934-1945.
 

Sigurður var fyrirmannlegur og höfðinglegur á velli, þótti flekklaus, ljúfur og alþýðlegur, og umtalsverður áhugamaður um skáldskap eins og fleiri stjórnmálamenn þá.  
 

Sigurður lést 16. nóvember 1945.Skráð af Menniongar-Bakki.

01.03.2020 17:48

Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

 

 

Ingrid Kuhlman hvetur fólk til að halda upp á alþjóðlega hrósdaginn, sem er í dag, með því að hrósa að minnsta kosti þremur einstaklingum.

 

Alþjóð­legi hrós­dag­ur­inn er hald­inn hátíð­legur í dag um heim all­an. Hrós­dag­ur­inn var fyrst hald­inn í Hollandi fyrir 17 árum, en breidd­ist fljótt út og er nú haldið upp á hrós­dag­inn víða um heim, meðal ann­ars hér á landi.

 

Á vef­síðu alþjóð­lega hrós­dags­ins www.worldcompli­ment­da­y.com kemur fram að aðstand­endur hans stefni á að dag­ur­inn verði „já­kvæð­asti dagur heims­ins.“ Þeir benda jafn­framt á að engin mark­aðs­öfl teng­ist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga. Verið sé að höfða til einnar af grunn­þörfum manns­ins sem er að vera met­inn að verð­leik­um.

 

Hrós­dag­ur­inn snýst um að íhuga með­vitað það jákvæða í fari fólks og segja því með fal­legum orðum að þú kunnir að meta fram­lag þess. Ein­lægt og per­sónu­legt hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk. Það er ekk­ert sem hvetur meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan fólks en ein­lægt hrós. Hrós ýtir undir jákvæð mann­leg sam­skipti og felur í sér umhyggju og kær­leika. Það er ein­föld leið til að sýna vel­vild og þakk­læti í ys og þys hvers­dags­ins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hlið­arnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlut­irnir þurfa nefni­lega ekki að vera full­komnir til að vera góð­ir.

 

Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mik­il­vægt er að gang­ast við hrósi og sýna þakk­læti. Orðin „Takk fyrir fal­leg orð í minn garð“ eða „Virki­lega gaman að heyra“ skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar til­finn­ing­una að þú hafir tekið við hrós­inu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðu­efnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurt­eisi. Heldur er ekki ráð­lagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæm­ingi eða slá hrós­inu upp í fífla­gang. Segjum ein­fald­lega „Takk“ og með­tökum gjöf­ina sem hrós svo sann­ar­lega er.

 

Höldum upp á hrós­dag­inn með því að hrósa a.m.k. þremur ein­stak­ling­um, ann­að­hvort á sam­fé­lags­miðlum eða augliti til augliti, og stuðlum þannig að auk­inni jákvæðni og vellíðan í sam­fé­lag­inu.

 

 

Ingrid Kuhlman hrinti hrós­deg­inum á Íslandi af stað árið 2013 og stofn­aði Face­book síð­una Hrós dags­ins

Þar setja um 3.000 manns reglu­lega inn hrós.

 

Forsíðumynd sem Ingrid Kuhlman notar

Ingrid Kuhlman 
 Skráð af Menningar-Bakki.

01.03.2020 15:00

Leiklistarskóli BÍL 2020

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Reykjaskóli í Hrútafirði sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

Leiklistarskóli BÍL 2020

 

 

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga verður settur í tuttugasta og fjórða sinn að Reykjaskóla í Hrútafirði í sumar. Starfstími skólans er frá 13. – 21. júní 2020. 

 

Að þessu sinni verður boðið upp á 4 námskeið: 

 

Leiklist II – kennari Hannes Óli Ágústsson,

 

Leikstjórn I – kennari Árni Kristjánsson,

 

Leikarinn sem skapandi listamaður – kennari Rúnar Guðbrandsson

 

og Tjöldin frá – kennarar Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson.

 

Síðastnefnda námskeiðið er framhald á námskeiðinu Bak við tjöldin sem haldið var sumarið 2018. 

 

Nánari upplýsingar um skráningu í skólann og námskeiðin hér

 Skráð af Menningar-Bakki.

01.03.2020 12:04

Samningur við Lýðskólann á Flateyri

 

Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.  - mynd

Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og Lilja Alfreðsdóttir

mennta- og menningarmálaráðherra.

 

Samningur við Lýðskólann á Flateyri

 

Lýðskólar leggja áherslu á að veita víðtæka almenna menntun þar sem nemandinn er í fyrirrúmi. Slíkt nám miðar að því að gefa nemendum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og styrkleika og auka sinn skilning á sögu, menningu, virðingu fyrir lífsgildum annarra og innviðum lýðræðislegs samfélags.Með tilkomu nýrra laga um lýðskóla var fest í sessi fagleg umgjörð um starfsemi slíkra skóla hér á landi en fram að því hafði engin löggjöf gilt um þá. Reglugerð um lýðskóla er enn í mótun og því var miðvikudaginn 26. febrúar 2020 gengið frá tímabundnum samningi við Lýðskólann á Flateyri um stuðning ríkisins við starfsemi hans næstu þrjár annir. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri Lýðskólans á Flateyri skrifuðu undir samninginn.„Menntun er lykillinn að framtíðinni. Ljóst er að nemendur hér við lýðskólann eru hamingjusamir, þeir segja að umhyggja og hlýja einkenni Flateyri og því líði þeim vel. Það er einstakt að hitta nemendur sem njóta sín og finna sig í námi. Fjölbreytni er menntakerfinu afar mikilvæg, nemendur þurfa að hafa val um sitt nám. Það er því vel að námsframboð hér á landi hefur aukist mjög, ekki síst á framhaldsskólastiginu og að fleiri nemendur séu opnir fyrir námskostum t.d. á sviði verk- og tæknigreina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Samningurinn kveður á um 70 milljóna kr. stuðning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Lýðskólann á Flateyri sem mun bjóða upp á nám sem uppfyllir kröfur nýrra laga um lýðskóla og sækja um viðurkenningu sem slíkur skóli á samningstímanum.

 

Stjórnarráðið greinir frá.

 Skráð af Menningar-Bakki.