Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2020 Júní

30.06.2020 11:54

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

 

         BIBarinn grúskar í myndasafninu


   
      Bryggju-Sviðið á Stokkseyrarbryggju

 

 

 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki

29.06.2020 08:54

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

 

29. júní 1980 -

 

Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni

veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

 

 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2020 10:11

Merkir Íslendingar - Hallgrímur Sveinsson

 

 

 

Hallgrímur Sveinsson (1940 - 2020).

 

 

 

Merkir Íslendingar – Hallgrímur Sveinsson

 

 

 

Hallgrímur Sveinsson var fæddur í Reykjavík 28. júní 1940. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson húsasmiður og Hanna Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja.

 

 

Hallgrímur Sveinsson varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar 2020.

 

 

Hallgrímur lauk kennaraprófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heimavistarskólann á Jaðri við Reykjavík og var síðan forstöðumaður vistheimilisins í Breiðuvík í tvö ár. Hann var kennari í Auðkúluhreppi og síðan í barna og unglingaskólanum á Þingeyri og skólastjóri þar um árabil. Þau hjónin voru bændur og staðarhaldarar á Hrafns­yri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sig­urðssonar forseta, í rúm 40 ár og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.

 

 

Hallgrímur gaf út fjölda bóka í nafni Vestfirska forlagsins, ekki síst með sögum og fróðleik af Vestfjörðum. Hans eigin höfundar­verk voru þar á meðal. Bókatitlarnir voru orðnir a.m.k. 300 á rúmum 25 árum. Vann Hallgrímur að þessu verkefni og áhugamáli til dánardags. Hann ritaði einnig greinar í blöð, m.a. Morgunblaðið, og á Þingeyrarvef­inn, síðustu árin gjarnan í samvinnu við félaga sína í „Þingeyrarakademíunni“.

 

 

Hallgrímur kenndi handknattleik í Reykjavík og var virkur í félagsmálum fyrir vestan. Sat meðal annars í hreppsnefnd Auðkúluhrepps og var oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, sat í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga og sóknarnefnd.

 

 

Eftirlifandi eiginkona Hallgríms er Guðrún Steinþórsdóttir frá Brekku í Dýrafirði. Hún var með sauðfjárbúskap á Brekku í mörg ár og titlaði Hallgrímur sig þá „léttadreng“ á Brekku.

 

 

 

Hallgrímur Sveinsson.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2020 09:21

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

28. júní 2020 - 115 ár frá fæðingu Hjartar HjálmarssonarHundrað og tólf ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.
Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári. Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.

 Hjörtur Hjálmarsson (1905 - 1993)
 
Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2020 08:02

Úrslit forsetakosninga 27. júní 2020

 

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti og El­iza Reid for­setafrú á Grand Hót­el í gær­kvöldi. 
Ljósm.: mbl.is/?Krist­inn Magnús­son.

 

 

Úrslit forsetakosninga 27. júní 2020

 

 

Lok­aniður­stöður fyr­ir í öll­um kjör­dæm­um.

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hlaut 92,2% at­kvæða en Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son 7,8%.

 

Kjör­sókn var 66,9%, en 168.821 greiddi at­kvæði. Þar af voru auð og ógild at­kvæði 5.111, eða 4.043 auðir og 1.068 ógild­ir.

 

Á kjör­skrá voru 252.267.


 

 

 

Sjá:

https://www.ruv.is/x20


 Skráð af Menningar-Bakki

27.06.2020 20:23

27. júní 1835 - Vísur Íslendinga

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

27. júní 1835 - Vísur Íslendinga 

 

 

Vísur Íslendinga – Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur

 

– eftir Jónas Hallgrímsson eru fyrst sungnar opinberlega þann 27. júní 1835.

 

Það gerist í Hjartakershúsum í Danmörku.

 

 

 

    Vísur Íslendinga

 

 • Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur
 • þá gleðin skín á vonarhýrri brá?
 • eins og á vori laufi skrýðist lundur
 • lifnar og glæðist hugarkætin þá;
 • og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
 • og guðaveigar lífga sálaryl,
 • þá er það víst, að bestu blómin gróa
 • í brjóstum sem að geta fundið til.
 •  
 •  
 • Látum því, vinir, vínið andann hressa
 • og vonarstundu köllum þennan dag
 • og gesti vora biðjum guð að blessa
 • og best að snúa öllum þeirra hag.
 • Látum ei sorg né söknuð vínið blanda
 • þó senn í vinahópinn komi skörð
 • en óskum heilla’ og heiðurs hvörjum landa
 • sem heilsar aftur vorri fósturjörð.
 •  
 •  
 • Já, heill og heiður! Halldór okkar góður!
 • þú hjartans bestu óskum kvaddur sért;
 • því þú ert vinur vorrar gömlu móður
 • og vilt ei sjá að henni neitt sé gert.
 • Gakktu með karlmannshug að ströngu starfi,
 • studdur við dug og lagasverðið bjart
 • og miðla þrátt af þinnar móður arfi
 • þeim sem að glata sínum bróðurpart.
 •  
 •  
 • Og heill og heiður! hinir landar góðu!
 • sem hólmann gamla farið nú að sjá,
 • þar sem að vorar vöggur áður stóðu
 • og vinarorðið fyrst á tungu lá.
 • Hamingjan veiti voru fósturláði,
 • svo verði mörgum deyfðarvana breytt,
 • allan þann styrk af yðar beggja ráði
 • sem alúð, fjör og kraftar geta veitt.
 •  
 •  
 • Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi
 • því táradaggir falla stundum skjótt
 • og vinir berast burt á tímans straumi
 • og blómin fölna’ á einni hélunótt –
 • því er oss best að forðast raup og reiði
 • og rjúfa hvörgi tryggð né vinarkoss;
 • en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
 • að setjast allir þar og gleðja oss.
 •  
 •  
 • Látum því, vinir! vínið andann hressa
 • og vonarstundu köllum þennan dag
 • og gesti vora biðjum guð að blessa
 • og best að snúa öllum þeirra hag –
 • því meðan þrúgna gullnu tárin glóa
 • og guðaveigar lífga sálaryl,
 • þá er það víst, að bestu blómin gróa
 • í brjóstum sem að geta fundið til.
  Skráð af Menningar-Bakki.

27.06.2020 10:40

Forsetakosningar 27. júní 2020 - Kjörfundur að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

 

          -Forsetakosningar 27. júní 2020 -

 

 

         -Kjörfundur að Stað á Eyrarbakka-


 

.

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir.

.


F.v.: Lýður Pálsson, Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Birgir Edwald og María Gestsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

27.06.2020 09:26

Forsetakosningar 27. júní 2020

 

 

 

 

 Forsetakosningar 27. júní 2020

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

26.06.2020 09:38

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

 
 

 

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968 og er því 52 ára í dag.Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing.Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BAgráðu árið 1991.Eftir það lærði hann þýsku við háskólann í Bonn í Þýskalandi.Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997.Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu.Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London.Um starfsferil Guðna segir á vef forsetaembættisins að árin 2013-2016 var Guðni kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor.Áður var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og University of London.Jafnframt vann hann um árabil við afleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

 

 

Guðni er kvæntur Elizu Reid og kynntust þau á námsárum sínum við Oxford-háskóla á Englandi.Eliza er frá Kanada og lauk prófgráðum í nútímasögu í Oxford og í alþjóðasamskiptum við Torontoháskóla. Guðni og Eliza hafa verið búsett hérlendis frá árinu 2003.Börn þeirra eru:

Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013).

Guðni á dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur, viðskiptafræðingi og listakonu.


 Skráð af Menningar-Bakki.

25.06.2020 20:32

Minningarstund Hafliða Magnússonar

 

 

F.v.: ÞórarinnTheódór Ólafsson, Björn Ingi Bjarnason, Bjarni Harðarson og

         Jóhann Páll Helgason.

 

 

Minningarstund Hafliða Magnússonar

 

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars og Ljóða-Setur Litla-Hrauns komu saman í dag, 25. júní 2020 í Bókakaffinu á Selfossi, á degi níundu ártíðar Hafliða Magnússonar.

 

Hafliði lést þann 25. júní 2011 og var minnst í dag af virðingu og léttleika:
 

-Hafliða- við heiðrum nú
hann var engum líkur.
Virðing okkar virk sem trú
viljum vera slíkur.


 

 

F.v.: Þórarinn Theódór Ólafsson, Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.

.

 

 

F.v.: Þórarinn Theódór Ólafsson og Jóhann Páll Helgason.

.

 

.

 Skráð af Menningar-Bakki.