Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2020 Nóvember

29.11.2020 10:11

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga 2020

 

 

 

 

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga 2020

 

 

Bókaupplestur, jólaævintýri, gráglettin jól, jólalög og jólasýning Hússins

 

Það verður nóg um að vera á aðventunni hjá Byggðasafni Árnesinga. Í Húsinu verða skáld, jólaævintýri, ljúfir jólatónar og gömlu jólin. Öllum viðburðum verður streymt á Facebooksíðu Byggðasafns Árnesinga og hér á heimasíðu safnsins.

 

Sunnudaginn 29. nóvember, klukkan 16:00. Skáldastund í streymi. Rithöfundar lesa úr nýútkomnum verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka. Vilborg Davíðsdóttir les úr skálsögu sinni Undir Yggdrasil, Pjetur Hafstein Lárusson segir frá ljóðabók sinni Undir mánans fölu sigð og fer með nokkur ljóð, Guðjón Friðriksson les úr riti sínu Samvinna á Suðurlandi I-IV, Eyrún Ingadóttir les úr skáldsögu sinni Konan sem elskaði fossinn, Guðmundur Brynjólfsson les úr verki sínu um Eyjólf sýslumann Síðasta barnið og Guðrún Guðlaugsdóttir les upp úr glæpasögu sinni Hús harmleikja en sögusviðið er Eyrarbakki.

 

Þriðjudaginn 1. desember, klukkan 10:00. Ævintýrið um Augastein. Leikarinn og rithöfundurinn Felix Bergsson rifjar upp jólasögu sína „Ævintýrið um Augastein“. Viðburðinum verður streymt og eru nemendur í leik-og grunnskólum hvattir til að fylgjast með.

 

Alla aðventuna birtir safnið einn upplestur á dag á heimasíðu safnsins en jólasagan er í formi jóladagatals sem gaman er að sameinast um að fylgjast með á aðventunni. 

 

Sunnudaginn 6. desember, klukkan 14:00. Gömul og gráglettin jól. Eva María Jónsdóttir stjórnar fjölskyldustund fyrir unga og aldna í Húsinu þar sem í forgrunni verða hin gráglettnu jól og þræðir úr jólum fortíðar.

 

Sunnudaginn 20. desember klukkan 14:00. Sönghópurinn Lóurnar kemur og syngur undurfögur jólalög.

 

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin frá 14:00 – 17.00 þann 29. nóv. og helgarnar 5.-6. des. og 12.-13. des. Aðgangur ókeypis. Í safnbúð verða kærleikskúla og jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til sölu og rennur allur ágóði sölunnar til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.  

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.

 Skráð af Menningar-Bakki.

29.11.2020 08:17

Merkir Íslendingar - Bjarni Guðbjörnsson

 


Bjarni Guðbjörnsson (1912 - 1999)

 

 

Merkir Íslendingar - Bjarni Guðbjörnsson

 

 

Bjarni Guðbjörns­son banka­stjóri fædd­ist í Reykja­vík 29. nóvember 1912.

For­eldr­ar hans voru Guðbjörn Guðbrands­son bók­bands­meist­ari og Jens­ína Jens­dótt­ir.

 

Bjarni kvænt­ist Gunnþór­unni Björns­dótt­ur árið 1941 og þau áttu börn­in Björn Ragn­ar, Þór­dísi og Gunn­ar Þór.

 

Bjarni lauk gagn­fræðaprófi árið 1930 og vann ýmis störf næsta ára­tug­inn. Hann lauk kenn­ara­prófi frá KÍ 1941 og sama ár hóf hann störf hjá Útvegs­bank­an­um í Reykja­vík.

 

Eft­ir starfs­nám í Pri­vat­ban­ken í Kaup­manna­höfn og Skandi­naviska Ban­ken í Stokk­hólmi tók Bjarni við úti­bús­stjóra­stöðu Útvegs­bank­ans á Ísaf­irði 1950. Bjarni var far­sæll úti­bús­stjóri næstu 23 árin, á tíma sem eft­ir­spurn eft­ir láns­fé var miklu meiri en fram­boð og lán voru skömmtuð. Bjarni náði með mik­illi út­sjón­ar­semi að styrkja at­vinnu­líf Ísa­fjarðar á þess­um erfiðu tím­um.

 

Frá Ísaf­irði fór Bjarni suður 1974 og var eitt ár úti­bús­stjóri Útvegs­bank­ans í Kópa­vogi, en tók þá við sem banka­stjóri Útvegs­bank­ans og gegndi því embætti til starfs­loka 1983. Bjarni var virk­ur í fé­lags­mál­um, sat m.a. í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðar í 22 ár og þar í for­sæti í fjög­ur ár, í stjórn fisk­veiðasjóðs og iðnþró­un­ar­sjóðs og var norsk­ur vararæðismaður á Ísaf­irði í 22 ár.

 

Bjarni var alþing­ismaður Vest­f­irðinga fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1967-1974.

 

Bjarni lést 29. janú­ar 1999.

 


Morgunblaðið laugardaginn 28. nóvember 2020.

 Skráð af Menningar-Bakki.

28.11.2020 15:36

Úr myndasafninu

 

 

 

 

   -Úr myndasafninu-
BIBarinn grúskar í myndasafninu. Hrútavinafélagið Örvar heiðrar

 

á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri sumarið 2006.

 Skráð af Menningar-Bakki

25.11.2020 17:46

Foo Fighters hugsa hlýtt til Íslands á 25 ára afmælinu

 

 

Dave Grohl og hljómsveitin NilFisk. Ljósm.: Guðmundur Karl Sigurdórsson.

 

 

 

     Foo Fighters

 

 

 hugsa hlýtt til Íslands á 25 ára afmælinu

 

 

 

Bandaríska rokksveitin Foo Fighters fagnar 25 ára starfsafmæli í ár. Eins og gefur og skilja hafa hátíðarhöldin ekki alveg gengið upp hjá þeim enda ómögulegt að halda nokkurs konar afmælistónleika í ár eins og til stóð. Þess í stað hittust liðsmenn Foo Fighters á dögunum og rifjuðu upp fyrstu 25 árin og Ísland kom mikið við sögu.

 

Af yfirferð Foo Fighters að dæma er nokkuð ljóst að Ísland er þeim ofarlega í huga en hljómsveitin hefur spilað hér á landi þrisvar sinnum. Fyrsta heimsóknin er þeim sérstaklega minnistæð en hljómsveitin hélt tónleika í Laugardalshöll í ágúst 2003. 

 

Miðað við myndirnar sem þeir renna í gegnum virðist sem svo að Foo Fighters hafi komið til landsins í einkaþotu. Þegar til Íslands var komið nutu þeir þess að eiga frídag þar sem þeir fóru út að borða á Stokkseyri. Í myndbandinu tala þeir um daginn sem sinn uppáhalds frídag í sögu hljómsveitarinnar. Þeir fara í gegnum fjölmargar myndir sem eru teknar á Stokkseyri og nágrenni og ljóst að liðsmenn Foo Fighters og starfslið þeirra skemmtu sér konunglega.

 

Þegar þeir rifjuðu upp fyrstu tónleika sína hér á landi kom hljómsveitin Nilfisk einnig við sögu.

„Þetta er daginn eftir besta frídag allra tíma. Hræðilega þunnir eftir að hafa drukkið þennan skít, brennivín. Munið þið eftir upphitunarhljómsveitinni? Kvöldið áður vorum við allir í einhverju tjaldi að borða humar og alls konar og drekka brennivín. Við heyrðum í hljómsveit æfa sig í hlöðu hinum megin við götuna. Við fórum inn og fundum þrjá unglingsstráka, mig minnir að þeir hétu Nilfisk, að æfa sig og við spiluðum aðeins með þeim. Buðum þeim svo að hita upp fyrir okkur á tónleikunum næsta kvöld,” segir Dave Grohl, söngvari Foo Fighters
 

 


NilFisk í Laugardalshöllinni. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.
 Af: www.ruv.is


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

24.11.2020 06:58

Merkir Íslendingar - Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

 


Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (1917 - 1983).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

 

 

Þor­varður Kjer­úlf Þor­steins­son fædd­ist á Eg­ils­stöðum 24. nóvember 1917.

For­eldr­ar hans voru Þor­steinn Jóns­son, kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Héraðsbúa í Her­mes á Reyðarf­irði, og Sig­ríður Þor­varðardótt­ir Kjer­úlf, hús­freyja í Her­mes.

Þor­steinn var son­ur Jóns Bergs­son­ar, bónda, kaup­manns, pósts- og sím­stöðvar­stjóra og loks kaup­fé­lags­stjóra á Eg­ils­stöðum, og k.h., Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur hús­freyju.
 

Sig­ríður var dótt­ir Þor­varðar Andrés­son­ar Kjer­úlf, lækn­is og alþing­is­manns á Ormars­stöðum í Fell­um, og s.k.h., Guðríðar Ólafs­dótt­ur Hjaltested hús­freyju. Seinni maður henn­ar og stjúp­faðir Sig­ríðar var Magnús Blön­dal Jóns­son, prest­ur í Valla­nesi.

Þor­varður var bróðir Þor­geirs, lög­reglu­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli, föður Her­dís­ar fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðanda, og bróðir Jóns, föður Ei­ríks Jóns­son­ar fjöl­miðlamanns.
 

Börn hans og Önnu Einarsdóttur, fyrri eiginkonu hans, eru:

Einar - fv. umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Sigríður - verslunamaður (rak og átti um árabil verslunina Pipar og salt á Klapparstíg).

Margrét - hjúkrunarfræðingur.

Guðbörg Anna - dýralæknir (Dýralæknastofa Dagfinns)

Þorsteinn - búnaðarráðunautur.

Með Ólafíu Þorvaldsdóttur, fv. sambýliskonu átti hann tvær dætur, þær eru

Dagbjört Þyri - hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri

Þórunn - verslunarmaður

Með seinni eiginkonu sinni, Magdalenu Thoroddsen átti hann tvær dætur, þær eru:

Ólína Kjerúlf - þjóðfræðingur, fv. alþingismaður og skólameistari

Halldóra Jóhanna - prófastur í Suðurprófastdæmi.

Þá eignaðist hann ungur að aldri dótturina Dýrfinnu sem skrifuð er Jónsdóttir og búsett á Selfossi.

 

Þor­varður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1938, embætt­is­prófi í lög­fræði frá HÍ 1944 og fékk hdl-rétt­indi 1950. Hann hóf störf í at­vinnu- og sam­göngu­málaráðuneyt­inu 1944, varð full­trúi þar 1946 og deild­ar­stjóri 1971 og starf­rækti lög­manns­stofu í Reykja­vík um skeið sam­hliða störf­um í ráðuneyt­inu.

Þor­varður var bæj­ar­fóg­eti og sýslumaður á Ísaf­irði 1973-83 er hann baðst lausn­ar af heilsu­fars­ástæðum.

Um Þor­varð seg­ir Ármann Snæv­arr í minn­ing­ar­grein: „Hann var að eðlis­fari og öllu geðslagi friðsam­ur maður, ró­lynd­ur og æðru­laus, þótt á móti blési, maður með ríka rétt­lætis­kennd, trygg­ur og góður fé­lagi, hrein­lynd­ur og hrein­skipt­inn.“


Þor­varður lést 31. ágúst 1983.
 Skráð af Menningar-Bakki.

21.11.2020 06:56

Dynjandi í Arnarfirði

 

 

 

 

             

          Dynjandi

     
                 í Arnarfirði

 

                      18. nóvember 2020


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

21.11.2020 06:51

Merkir Íslendingar - Guttormur J. Guttormsson

 

                   (1878 - 1966)

 

 

Merkir Íslendingar - Guttormur J. Guttormsson

 

 

Guttormur J. Guttormsson fæddist 21. nóvember 1878 á Víðivöllum á Nýja-Íslandi við Winnipegvatn í Kanada.

Foreldrar hans, Jón Guttormsson og Pálína Ketilsdóttir, fluttu til Vesturheims þremur árum áður, þegar Öskjugos var nýhafið. Þau voru bæði úr Múlasýslu, Pálína frá Mjóanesi í Vallnahreppi í S-Múl. og Jón frá Arnheiðarstöðum í Valþjófsstaðarsókn í N-Múl. Bæði létust þau þegar Guttormur var á barnsaldri og hann þurfti að bjarga sér sjálfur. Hann fór víða og vann ýmis störf, en árið 1911 keypti hann jörð foreldra sína og bjó þar upp frá því.

 

Guttormur var bókhneigður og vel lesinn þrátt fyrir litla skólagöngu. Hann hneigðist snemma til ritstarfa og birtust kvæði hans fyrst í íslenskum vikublöðum í Kanada og fyrsta bók hans, Jón Austfirðingur, kom út í Kanada árið 1909. Viðfangsefni ljóða hans eru oft Ísland, en ekki síður erfiðleikar frumbyggjanna í Kanada, og vísaði hann þar oft í reynslu foreldranna og síðar sína eigin, sem bónda sem vann hörðum höndum allt sitt líf.

 

Kvæðasafn, heildarútgáfa ljóða Guttorms, kom út á Íslandi árið 1947. Hann er yfirleitt talinn eitt af bestu skáldum VesturÍslendinga á 20. öld, ásamt Stephan G. Stephanssyni og Káin, og eftir hann liggja bæði kvæði og leikrit.

 

Guttormur lést árið 1966.


Morgunblaðið laugardagurinn 21. nóvember 2020


 


Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2020 06:41

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 

 
 

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 

 

Í dag, 16. nóvember 2020, á degi ís­lenskr­ar tungu, eru 213 ár frá fæðingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Hann fædd­ist á Hrauni í Öxna­dal þann 16. nóvember 1807.

 

Jónas var son­ur Hall­gríms Þor­steins­son­ar, aðstoðarprests séra Jóns Þor­láks­son­ar, skálds á Bæg­isá, og Rann­veig­ar Jóns­dótt­ur af Hvassa­fell­sætt. Er Jón­as var átta ára drukknaði faðir hans.
 

Jón­as lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaup­manna­hafn­ar 1832, hóf laga­nám en söðlaði fljót­lega um, hóf nám í nátt­úru­fræði og lauk próf­um í nátt­úru­fræði (steina­fræði og jarðfræði) við Hafn­ar­há­skóla 1838.
 

Jón­as stofnaði árs­ritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynj­ólfi Pét­urs­syni, Kon­ráð Gísla­syni og Tóm­asi Sæ­munds­syni. Mark­mið Fjöln­is var að blása í þjóðfrels­is­glóð hníp­inn­ar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upp­lýsa hana um það besta í skáld­skap og vís­ind­um álf­unn­ar. Ljóð Jónas­ar, Íslands far­sæld­ar frón, sem er grísk­ur fimmliðahátt­ur, birt­ist í fyrsta ár­gangi Fjöln­is sem nokk­urs kon­ar stefnu­skrá hans.
 

Jón­as var, ásamt Bjarna Thor­ar­en­sen, boðberi nýrr­ar gull­ald­ar í ís­lenskri ljóðagerð, varð helsta skáld ís­lenskra stúd­enta í Höfn, hef­ur sl. 150 ár verið tal­inn ást­sæl­asta skáld þjóðar­inn­ar og jafn­framt eitt fremsta skáld Evr­ópu á sinni tíð.
 

Jónas­ar smíðaði fjölda nýyrða, m.a. aðdrátt­ar­afl, fjaður­magnaður, hita­belti, ljósvaki, sjón­ar­horn, sól­myrkvi, spor­baug­ur og vetr­ar­braut. Hann fékk rík­is­styrk til rann­sókna á nátt­úrufari Íslands, vann að því verki 1839-1842 og setti fram merk drög að kenn­ingu um land­mynd Íslands. Hann fór í rann­sókna­ferðir um landið, lenti í hrakn­ing­um síðsum­ars 1839, hafði næst­um orðið úti, fékk slæma brjóst­himnu­bólgu, lá rúm­fast­ur í Reykja­vík næsta vet­ur, en hélt til Kaup­manna­hafn­ar 1842 og var bú­sett­ur í Dan­mörku þrjú síðustu ævi­ár­in.


 

Jón­as fót­brotnaði illa er hann féll í stiga og lést á Friðriks­spít­ala í Kaup­manna­höfn 26. maí 1845.


 

 

Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn.

 
Skráð af Menningar-Bakki.

15.11.2020 11:25

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 Þuríður Ein­ars­dótt­ir (1777 - 1863)

 

 

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir, oft­ast nefnd Þuríður formaður, fædd­ist árið 1777 á Stétt­um í Hrauns­hverfi á Eyr­ar­bakka. For­eldr­ar henn­ar voru Ein­ar Ei­ríks­son, bóndi þar, og k.h. Helga Bjarna­dótt­ir.

 

Þuríður bjó í for­eldra­hús­um þar til hún varð 25 ára göm­ul. Hún byrjaði að róa á vor­vertíð hjá föður sin­um 11 ára göm­ul og gerðist full­gild­ur há­seti á vetr­ar­vertíð hjá Jóni í Mó­hús­um, þá rúm­lega tví­tug að aldri. Hún fékk leyfi frá sýslu­manni til að klæðast karl­manns­föt­um og klædd­ist ekki kven­manns­föt­um eft­ir það.

 

Síðan bjó hún í Stokks­eyr­ar­hverfi, lengst af á Götu og var formaður þar, fyrst á vor- og haust­vertíð, síðan á vetr­ar­vertíðum. Hún flutti á Eyr­ar­bakka 1830 og bjó þar til æviloka að und­an­skild­um ár­un­um 1840-1847 þegar hún dvald­ist við versl­un­ar­störf í Hafnar­f­irði. Fyrsta ára­tug­inn sem hún bjó á Eyr­ar­bakka var hún formaður í Þor­láks­höfn á vetr­ar­vertíðum og stýrði át­tær­ingi og aflaði vel. Hún var lengst af sjálfr­ar sín, ým­ist við smá­búhok­ur eða sem hús­kona á Skúms­stöðum þar til sein­ustu 8-9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveit­ar­styrk.

 

Þuríður bjó um tveggja ára skeið með manni að nafni Er­lend­ur Þor­varðar­son í Eystri-Mó­hús­um. Þau eignuðust stúlku sem hét Þór­dís en hún lést fimm ára göm­ul. Löngu síðar, eða árið 1820, gift­ist hún vinnu­manni sín­um, Jóni Eg­ils­syni, sem þá var 21 árs, en þeirra hjóna­band stóð ekki lengi.

 

Þuríður varð fræg fyr­ir að koma upp um Kambs­ránið, en það var rán sem framið var á bæn­um Kambi í Flóa 1827. Ræn­ing­arn­ir skildu eft­ir sig verks­um­merki m.a. skó, járn­flein og vett­ling. Hún taldi sig þekkja hand­bragðið á skón­um og að för á járn­flein­in­um pössuðu við steðja í eigu Jóns Geir­munds­son­ar á Stétt­um í Hraun­gerðis­hreppi, sem var einn ráns­mann­anna.

 

Þuríður formaður lést í Ein­ars­höfn 13. nóvember 1863.
 Skráð af Menningar-Bakki.

14.11.2020 12:51

Prestaköll sameinuð í Flóanum

 


Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Ingvar Magnússon.
 

 

 

Prestaköll sameinuð í Flóanum

 

 

• 8.180 sálir • Flói, Selfoss og strönd

 

Nú á dög­un­um tók gildi sú breyt­ing að Sel­foss- og Eyr­ar­bakka­presta­köll í Suður­pófast­dæmi voru sam­einuð, skv. því sem Kirkjuþing samþykkti á dög­un­um. Alls sjö kirkj­ur og jafn marg­ar sókn­ir eru inn­an hins nýja prestakalls, það er Hraun­gerðis-, Laug­ar­dæla-, Sel­foss-, Vill­inga­holts-, Eyr­ar­bakka-, Stokks­eyr­ar- og Gaul­verja­bæj­ar­sókn. Sókn­ir þess­ar ná yfir lág­lendið milli Ölfusár og Þjórsár og alls eru sókn­ar­börn­in 8.180 tals­ins.

 

Prest­ar hins nýja prestakalls verða áfram þeir sömu og þjónuðu áður á svæðinu. Sr. Guðbjörg Arn­ar­dótt­ir er sókn­ar­prest­ur hins nýja prestakalls og fer með ákveðið for­ystu­hlut­verk því sam­kvæmt. Prest­ar eru þeir sr. Gunn­ar Jó­hann­es­son og sr. Arn­ald­ur Bárðar­son.

 

Í til­kynn­ingu seg­ir að mark­miðið með þess­ari breyt­ingu fyrst og fremst að efla og auðga þjón­ustu kirkj­unn­ar á hverj­um stað og greiða fyr­ir sam­starfi og sam­vinnu presta.

 

„Með til­komu hins nýja prestakalls fáum við prest­arn­ir nú tæki­færi til að starfa nán­ar sam­an og skipu­leggja starf okk­ar og þjón­ustu á breiðari grunni. Það telj­um við afar já­kvætt og hlökk­um við mikið til að vinna sam­an að því, ásamt öðru sam­starfs­fólki okk­ar inn­an kirkj­unn­ar, að efla þjón­ustu kirkj­unn­ar okk­ar og auka breidd henn­ar og fjöl­breytni,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Þar er og þeirri ósk lýst að aðstæður í sam­fé­lag­inu kom­ist í eðli­legt horf fljót­lega svo aft­ur megi bjóða upp á fjöl­breytt helgi­hald og safnaðarstarf.sbs@mbl.is

Morgunblaðið laugardagurinn 14. nóvember 2020.

 

 
Skráð af Menningar-Bakki.