Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2021 Mars

24.03.2021 17:48

Hjallastefnufundur 24. mars 2015

 

 

 

 

--Hjallastefnufundur 24. mars 2015--
Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2021 20:50

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni.

 

Hún hafði verið átta ár í byggingu.

 

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins“.
 

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.

 

 


Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson (1887 - 1950)Skráð af Menningar-Bakki.
 

23.03.2021 19:34

Einmánuður byrjar í dag - 23. mars 2021

 

 

 

 

---Einmánuður byrjar í dag - 23. mars 2021---

 

 

Einmánuður, síðasti mánuður vetrar, hefst nú á þriðjudegi  20. til 26. mars en 10. mars til 16. mars í gamla stíl fyrir 1700. 

Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í elstu heimildum í tengslum við hreppssamkomu þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Síðar varð þessi dagur að heitdegi í Skagafirði, Eyjafirði og að nokkru í Þingeyjarsýslum. Samkomur, heitgjafir og helgihald héldust fyrsta dag einmánaðar þar til konungur bannaði heittdaginn 1744. Urðu embættismenn að ítreka það bann fram á 19. öld. 

Einmánuður er helgaður piltum og harpa stúlkum á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur áttu þorra og góu. Fyrsti dagur einmánaðar hefur verið kallaður  “yngismannadagur”  á síðustu öldum, og áttu stúlkur að fagna honum. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. 

Þessi kviðlingur um einmánuð var allkunnur á Vestfjörðum: 

Einmánuður minn, minn
gakk þú í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn. 


Til þess að vorið yrði gott þótti þetta besta veðráttan á útmánuðum eins og segir í eftirfarandi kviðlingi: 

Þurr skyldi þorri
þeysin góa
votur einmánuður
þá mun vel vora.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.


Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2021 17:55

Verndarsvæði í byggð | Kynningarfundur á Eyrarbakka

 

 

 

 

Verndarsvæði í byggð

 

 

 Kynningarfundur á Eyrarbakka

 

 

  • 29. mars 2021 kl. 20:00 - 22:00
  •  
  • Samkomuhúsið Staður á Eyrarbakka

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka.

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka. Á grundvelli þess mats, sem fram kemur í greinargerð verkefnisins, leggur bæjarstjórn til að sá hluti þorpsins á Eyrarbakka, sem samkvæmt aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030 fellur undir hverfisvernd, fái stöðu verndarsvæðis í byggð. Svæðið er um 28 ha að stærð og nær yfir elsta hluta Eyrarbakka þar sem flest hin svokölluðu aldamótahús standa og voru byggð út frá jörðunum Einarshöfn, Skúmsstöðum og Háeyri.

 

Markmið kynningarfundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum þá vinnu sem liggur orðið fyrir í formi greinargerðar og tillögu fyrir verkefnið ”Eyrarbakki - Verndarsvæði í byggð”

 

 

Minnt er á að skv. gildandi sóttvarnarreglum er hámarksfjöldi gesta á fundinum 50 manns. Fundinum verður einnig streymt í gegnum fésbókarsíðu sveitarfélagsins og þar verður jafnframt tekið á móti spurningum.

Nánar um Verndarsvæði í byggð

 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.


Sveitarfélagið Árborg

 


Skráð af Menningar-Bakki.

22.03.2021 17:47

Hjallastefnufundur fyrir 5 árum

 

 

 

 

--Hjallastefnufundur fyrir 5 árum--Skráð af Menningar-Bakki.

20.03.2021 07:26

Jafndægur að vori 20. mars 2021

 

 

 

 

Jafndægur að vori 20. mars 2021

 

 

Jafndægur að vori eru í dag 20. mars 2021 og er það nákvæmlega kl. 09:37

 

Þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og um það leyti er dagurinn um það bil jafn langur nóttunni hvar sem er á jörðinni.

 

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga, en þá taki við sumar til jafndægris á hausti.

 

Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

19.03.2021 21:23

Verzl­un­ar­skól­inn sigraði í Gettu bet­ur

 

 

 

 

Verzl­un­ar­skól­inn sigraði í Gettu bet­ur

 

 

Verzl­un­ar­skóli Íslands bar sig­ur úr být­um gegn Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík í úr­slitaviður­eign Gettu bet­ur nú í kvöld.

 

Sig­ur­inn var ör­ugg­ur en Verzló fékk 31 stigi á móti 17 stig­um Kvenna­skól­ans.

 

Ei­rík­ur Kúld Vikt­ors­son, Gabrí­el Máni Ómars­son og Sig­ur­björg Guðmunds­dótt­ir frá Eyrarbakka kepptu fyr­ir hönd Verzló.

 

Hild­ur Sig­ur­bergs­dótt­ir, Ari Borg Helga­son og Áróra Friðriks­dótt­ir skipuðu lið Kvennó.

 

.

.

.
.

 Skráð af Menningar-Bakki.

16.03.2021 08:47

Gvendardagur er 16. mars

 


Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri rétt eftir 1980.
 

 

 

Gvendardagur er 16. mars

 

 

 Gyllir ÍS 261 er 45 ára 16. mars 2021

 

 

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp.

 

Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld.

 

Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást.

 

Á síðasta fjórðungi 20. aldar var á Flateyri horft til Gvendardags sem mikils happadags í Önundarfirði eftir að skuttogarinn Gyllir ÍS 261 kom í fyrsta sinn til Flateyrar á Gvendardegi 16. mars 1976. Það var Útgerðarfélag Flateyrar hf. sem átti Gylli en það félag var dótturfélag Hjálms hf. á Flateyri sem var stofnaður þann 22. september 1968.

 

Gyllir heitir nú Stefnir ÍS- 28 og er gerður út frá Ísafirði og er 45 ára í dag - 16. mars 2021.

 

Nafnið Hjálmur var samþykkt á stofnfundi Hjálms hf. eftir tillögu Eysteins G. Gíslasonar fyrrum kennara á Flateyri. Í greinargerð með tillögu sinni benti Eysteinn á að “Hjálmur” væri vörn mikilvægasta líkamshlutarins og fyrirtæki sem þetta væri slíkt hið sama fyrir byggðarlag eins og Flateyri og Önundarfjörð. Fyrir væru nöfn félaga á Flateyri í sama dúr svo sem “Verkalýðsfélagið Skjöldur” og “Kvenfélagið Brynja.” Þessi tillaga var samþykkt með lófaklappi þó ágæt tillaga að öðru nafn hafi legið fyrir stofnfundinum í upphafi frá fundarboðendum.

 

 

-
Flateyri við Önundarfjörð rétt eftir 1980.
Skráð af Menningar-Bakki.

15.03.2021 17:53

Tónleikaferð Sigga Björns og Franziska Günther um Ísland í maí/júní 2021

 

 

 

 

 

    Tónleikaferð

 

 

  Siggi Björns og Franziska Günther

 

 

        um Ísland í maí/júní 2021

 

 

Bjartsýni! Bara Bjartsýni!

 

Við skötuhjúin erum langt komin með að bóka tónleikaröð á Íslandi í maí

og fram á sjómannadag.

 

Þetta er efni úr okkur eigin smiðju og sögur við hæfi, þ.e.s. "Lög og loginn sannleikur"

 

Svona lítur þetta út í augnablikinu.

Sennilega verður einhverju bætt við.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

12.03.2021 21:07

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

 


Ísólfur Pálsson (1871 - 1941).
Í gær voru 150 ár frá fæðingu hans.

 

 

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

 

 

Ísólfur Pálsson fæddist á Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi 11. mars 1871.

Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 1832, drukknaði 1887, bóndi og hreppstjóri á Syðra-Seli, og k.h. Margrét Gísladóttir, f. 1830, d. 1914, húsfreyja, en þau voru bæði komin af Bergsætt.

 

Foreldrar Páls voru hjónin Ólöf Magnúsdóttir og Jón Sturlaugsson, bóndi á Syðsta-Kekki í Stokkseyrarhr..Faðir Jóns var Sturlaugur Jónsson bóndi og forsöngvari í Grjótlæk, sonur Jóns Bergssonar b. í Grjótlæk. Annar sonur Jóns Bergssonar var Grímur, langafi Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Jón var sonur Bergs Sturlaugssonar sem Bergsætt er komin af en Bergur var fyrsti nafnkenndi forsöngvari Stokkseyrarkirkju.

 

Foreldrar Margrétar voru hjónin Sesselja Grímsdóttir og Gísli Þorgilsson, bóndi og formaður á Kaðlastöðum í Stokkseyrarhr., einnig nefndir Kalastaðir. Gísli var lengi forsöngvari á Stokkseyri.

 

Meðal systkina Ísólfs var Bjarni, organisti í Götu, faðir Friðriks tónskálds.

 

Ísólfur kvæntist Þuríði Bjarnadóttur, f. 4.7. 1872, d. 22.3. 1957. Þau eignuðust tólf börn, þar á meðal Pál, tónskáld og organista, Sigurð úrsmið og organista, og Pálmar hljóðfærasmið.

 

Ísólfur og Þuríður bjuggu í 20 ár á Stokkseyri og síðan í Reykjavík. Stundaði Ísólfur fyrst formennsku og var hann organisti við Stokkseyrarkirkju og stjórnaði kór og söngkvartett. Var orgelleikur hans annálaður, en hann virðist hafa verið sjálfmenntaður að flestu leyti.

 

Ísólfur fékkst nokkuð við hljóðfæraviðgerðir og svo fór að hann fór utan 1912 og lærði hljóðfærasmíði og -stillingar í Danmörku og Þýskalandi, og starfaði við það eftir að heim kom. Hann gerði m.a. upp orgelin í Fríkirkjunni og Dómkirkjunni og smíðaði orgel fyrir kapellu Háskóla Íslands.

 

Ísólfur samdi fjölda sönglaga og er þekktast þeirra Í birkilaut (Draumur hjarðsveinsins).

 

Ísólfur Pálsson lést 17. febrúar 1941.
Skráð af Menningar-Bakki.