![]() |
-Kaffihús- eldri borgara á Stokkseyri
Hér eru myndir frá -Kaffihúsi- eldri borgara á Stokkseyri í -Menningarverstöðinni Hólmaröst- á Stokkseyri.
Kaffihúsið var við lýði árin 1999 – 2006 hvað opið var frá kl. 07:30 – 11:30 á hverjum virkum degi allar vikur ársins og veitingar í boði húsráðenda.
Málverk á veggjum eru eftir Elfar G. Þórðarson
![]() |
||
, ,
|
![]() |
- 9. apríl 2021 -
- - Guðni Ágústsson - -
heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 72 ára
Fæddur á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949.
Foreldrar: Ágúst Þorvaldsson (fæddur 1. ágúst 1907, dáinn 12. nóvember 1986) alþingismaður og bóndi, móðurbróðir Guðjóns Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingveldur Ástgeirsdóttir (fædd 15. mars 1920, dáin 6. ágúst 1989) húsmóðir.
Maki (2. júní 1973): Margrét Hauksdóttir (fædd 3. apríl 1955) leiðbeinandi. Foreldrar: Haukur Gíslason og kona hans Sigurbjörg Geirsdóttir. Dætur: Brynja (1973), Agnes (1976), Sigurbjörg (1984).
Búfræðipróf Hvanneyri 1968.
Mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1976–1987. Skipaður 28. maí 1999 landbúnaðarráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 landbúnaðarráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.
Formaður Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi 1969–1974.
Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972–1975. Formaður kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi 1979–1986.
Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1980–1982. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982–1986.
Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1990–1998, formaður 1990–1993. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990–1997, formaður 1990–1993.
Formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins 1998–1999. Í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi 1990–1994. Í Þingvallanefnd 1995–2008.
Varaformaður Framsóknarflokksins 2001–2007, formaður hans 2007–2008.
Alþingismaður Suðurlands 1987–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2008 (Framsóknarflokkur).
Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1986.
Landbúnaðarráðherra 1999–2007.
2. varaforseti sameinaðs þings 1989–1990. 3. varaforseti Alþingis 1995–1999.
Samgöngunefnd 1991–1995 og 2007–2008, landbúnaðarnefnd 1991–1999 (formaður 1995–1999), heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1996, iðnaðarnefnd 2007–2008.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2008.
Heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi frá stofnun þess árið 1999.
![]() |
||||||
. .
|
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
|
--Vinir alþýðunnar - Kleinudagur--
9. apríl 2019
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
--- Úr myndasafninu ---
Flateyri við Önundarfjörð og árið er 1983
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Haukur Guðlaugsson fæddist á Eyrarbakka 5. apríl 1931 og verður því níræður á annan í páskum. „Ég fæddist að morgni páskadags meðan móðir mín var að hlusta á útvarpsmessuna. Það var því strax byrjað að messa yfir mér,“ segir Haukur.
Hann hóf píanónám 13 ára og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1951 undir handleiðslu Árna Kristjánssonar. Hann stundaði orgelnám við Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg 1955-1960 og var aðalkennari hans þar prófessor Martin Günther Förstemann. „Ég sá 20 óperur á þessum tíma og skoðaði helstu listasöfnin. Ég lærði mikið á því líka.“ Framhaldsnám í orgelleik stundaði hann við Accademia di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro Fernando Germani 1966, 1968 og 1972.
Haukur var tónlistarkennari og kórstjóri Karlakórsins Vísis á Siglufirði 1951-1955 og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi 1960-1974. Þá var hann einnig organisti og kórstjóri Akraneskirkju 1960-1982 og kórstjóri Karlakórsins Svana. Hann var söngmálastjóri íslensku þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar 1974-2001. Þá stóð hann árlega fyrir organista- og kóranámskeiðum á hinu forna biskupssetri í Skálholti í 27 ár.
Á starfsferli sínum stóð Haukur m.a. fyrir útgáfu um 70 nótna- og fræðslubóka fyrir kóra og organista. Hann hefur haldið orgeltónleika víða á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum og leikið einleik á orgel með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hafa kórar undir hans stjórn haldið tónleika á Íslandi og víða í Evrópu og í Ísrael. Þá hefur hann leikið á píanó í samleik á tónleikum, bæði með sellói, fiðlu og ýmsum blásturshljóðfærum og einnig með söngvurum, á Íslandi og í Evrópu.
Haukur og Gunnar Kvaran sellóleikari hafa spilað mikið saman, m.a. á eftirminnilegum minningartónleikum á 125 ára fæðingarafmæli Pablos Casals árið 2001, í fæðingarbæ hans Vendrell í Katalóníu. Grímhildur Bragadóttir, eiginkona Hauks, hefur einmitt þýtt ævisögu Casals á íslensku. Haukur hefur gert upptökur fyrir útvarp, sjónvarp og á hljómplötur og geisladiska. Hann gaf út tvo tvöfalda geisladiska (2011 og 2020) þar sem hann leikur á mörg orgel á Íslandi og í Hamborg. Hann hefur samið og gefið út Kennslubók í organleik í þremur bindum.
Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann er heiðursfélagi bæði í Félagi íslenskra organleikara og í Félagi íslenskra tónlistarmanna. Árið 1983 sæmdi Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands hann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og árið 2008 hlaut hann Liljuna, sérstök tónlistarverðlaun íslensku þjóðkirkjunnar.
Haukur hefur alla tíð farið flestra sinna ferða á reiðhjóli, löngu áður en það komst í tísku. Á meðan aðrir keyrðu um borð í Akraborgina, þá hjólaði Haukur um borð. „Nú hjóla ég ekki lengur, því miður. En ég spila daglega á píanóið og er að fara að spila með Gunnari Kvaran sumt af því sem við höfum spilað í gegnum árin. Við hjónin hugsum um okkur sjálf hér á Laufásvegi en fáum líka hjálp. Mér finnst annars líf mitt hafa verið háð tilviljunum en það hefur ræst svo vel úr öllu. Mér er gefin mikil lífsgleði, þótt ýmislegt hafi bjátað á eins og hjá öllum í lífinu.“
Eiginkona Hauks er Grímhildur Bragadóttir, f. 10.10. 1937, bókasafnsfræðingur og kennari. Þau bjuggu á Akranesi frá 1960-1995, en hafa síðan búið á Laufásvegi 47 í Reykjavík. Foreldrar Grímhildar voru hjónin Bragi Matthías Steingrímsson, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, dýralæknir, og Sigurbjörg Lárusdóttir, f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999, húsmóðir, skrifstofumaður og listakona. Þau voru lengst búsett á Egilsstöðum. Fyrri eiginkona Hauks er Svala Guðmunds Einarsdóttir, f. 23.1. 1932.
Dóttir Hauks og Svölu er:
1) Svanhildur Ingibjörg, f. 26.12. 1954, matráður, gift Guðmundi Sigurjónssyni, f. 27.9. 1946, verkstjóra. Þau eru búsett á Selfossi.
Börn:
a) Heiðrún Hödd, f. 1972 (barnsmóðir: Líney Traustadóttir) í sambúð með Pól Egholm. Barn: Nína Björk, f. 2011;
b) Sigurjón Vídalín, f. 1974, kvæntur Helenu Sif Zophoníasdóttur. Börn: Telma Sif (barnsmóðir: Maríanna Rúnarsdóttir), f. 1999, sambýlismaður er Alex Orri Runólfsson, f. 1997. Þeirra barn er Tristan Sölvi, f. 2018; Henrika Sif, f. 2011, og Friðrika Sif, f. 2014;
c) Karen f. 1977, gift Ívari Grétarssyni, f. 1984. Börn: Guðmundur Bjarni, f. 2003 (barnsfaðir: Brynjólfur Bjarnason), og Rakel Ingibjörg, f. 2011;
d) Haukur, f. 1981, kvæntur Sigríði Elínu Sveinsdóttur, f. 1983. Börn: Sveinn Ísak, f. 2010, Óliver Aron, f. 2015, og Hildur Svava, f. 2017;
e) Guðlaug Ingibjörg, f. 1993, í sambúð með Helga Má Guðmundssyni, f. 1991.
Synir Hauks og Grímhildar eru:
2) Bragi Leifur, f. 24.2. 1959, tölvunarfræðingur, búsettur í Reykjavík;
3) Guðlaugur Ingi, f. 12.7. 1965, forritari, kvæntur Suphaphon Tangwairam, f. 27.10. 1979, herbergisþernu. Þau eru búsett á Selfossi. Börn: a) Eva, f. 1986 (barnsmóðir: Katrín Guðlaugsdóttir). Sambýlismaður Evu er Pétur Óskar Pétursson, f. 1986. Börn: Óliver Már, f. 2014 (barnsfaðir: Torfi Már Jónsson), og Katrín Ósk, f. 2020. b) Nína, f. 2001 (kjörbarn af fyrra sambandi eiginkonu). c) Daníel Ingi, f. 2008.
Systkini Hauks:
Guðrún, f. 15.8. 1924 (samfeðra), skrifstofumaður, búsett í Reykjavík; Ingveldur f. 31.1. 1928, d. 5.4. 2017, bankastarfsmaður, búsett í Reykjavík; Jónas, f. 22.7. 1929, d. 29.11. 2019 atvinnurekandi, búsettur í Reykjavík; Páll, f. 28.8. 1939, atvinnurekandi í Svíþjóð; Steinunn f. 9.5. 1942, verslunarmaður, búsett í Reykjavík; Guðleif, f. 26.6. 1945, verslunarmaður, lengst af búsett í Reykjavík.
Foreldrar Hauks voru hjónin Guðlaugur Ingvar Pálsson f. 20.2. 1896, d. 16.12. 1993, kaupmaður á Eyrarbakka og Ingibjörg Jónasdóttir f. 22.3. 1905, d. 4.11. 1984 húsfreyja og listakona á Eyrarbakka.
![]() |
Morgunblaðið 3. apríl 2021.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
||
. .
|
Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skálholti
Guðsþjónusta var í dag, á föstudeginum langa 2. apríl 2021 klukkan 16:00.
Bein útsending var frá Skálholtsdómkirkju.
Vegna samkomutakmarkanna var þessi stund aðeins á netinu.
Skálholtskórinn söng tónlist tengda föstu og bænadögum.
Jón Bjarnason dómorganisti stjórnaði og leikur á orgel.
Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup las úr píslasögunni, þjónaði fyrir altari, leiddi bæn og blessaði.
------------------------------------------------------------------------------------------
Félagi Kirkjuráðs Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var við minnigarstein Önfirðingsins frá Holti, Brynjólfs Sveinssonar biskups og fjölskyldu, þegar; biskup, kórstóri og Skálholtskórinn gengu til Skálholtsdómkirkju sem tengdafaðir Önundarfjarðar, Hörður Bjarnason, teiknaði.
Bein útsending var frá Skálholtsdómkirkju og hér má sjá upptöku:
https://www.youtube.com/watch?fbclid=IwAR2l97hf6J-HPu4XQ9yDs88W8GAE1p6Vj7Bt5B8QRCDpTkMhy_uTedCgCS0&v=2wfOWsNEcOU&feature=youtu.be
Bendum sérstaklega á 11:00 mín -16:00 mín.
Þar er sálmurinn fallegi =Ég kveiki á kertum mínum=
Ljóð; Eyfirðingsins -Davíðs Stefánssonar-
Lag; Arnfirðingsins frá Hrafnseyri -Guðrúnar Böðvarsdóttur-
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Vegna sóttvarna eru margar kirkjur lokaðar og ekki messað þar um bænadaga og páska. Vilji fólk hlýða á helgistundir þá bendir Þjóðkirkjan á að sumar kirkjur streyma guðsþjónustum. Eins er hægt að hlýða á útvarp og sjónvarp.
Dagskráin þar er á þessa leið:
Á skírdag, 1. apríl, var útvarpað á Rás 1 guðsþónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Prestur var sr. Sigurður Jónsson.
Útvarpað verður á Rás 1 guðsþjónustu frá Laugarneskirkju 2. apríl, á föstudaginn langa, kl. 11.00. Prestur er sr. Davíð Þór Jónsson.
Þá verður á föstudaginn langa, 2. apríl, sjónvarpað á RÚV frá helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 17.00. Þar flytur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hugleiðingu.
Páskaguðsþjónustunni í Dómkirkjunni verður útvarpað á Rás 1 kl. 11.00, 4. apríl á páskadag, og sjónvarpað á RÚV þremur tímum síðar, kl. 14.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
|
Þann 27. mars sl. opnaði sýning á Eyrarbakkaljósmyndum Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns á Eyrarbakka. Sýningin er haldin í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.
Sigurður Kristjánsson (1896-1977) kaupmaður á Eyrarbakka var áhugaljósmyndari sem tók myndir af sínu nánasta umhverfi hvort sem það var fjölskyldan, heimilið, þorpið eða hátíðarhöld. Athyglisverðar eru ljósmyndir hans af gömlum húsum og staðsetningu þeirra sem gefa einstakt sjónarhorn á Eyrarbakka um miðja 20. öld. Mörg húsanna sem Sigurður fangaði með ljósmyndavél sinni eru nú horfin.
Sýningin er unnin í samvinnu við eiganda myndanna Jón Sigurðsson fangavörð son ljósmyndarans. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkti sýninguna.
Sýningin stendur til maíloka.
Opið verður kl. 14-17 frá 27. mars til 5. apríl.
Sýningin verður einnig opin á menningarhátíðinni Vor í Árborg dagana 22. til 25. apríl.
Í maí verður opið kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga. Utan þessara tíma verður hægt að skoða safnið og sýninguna eftir samkomulagi.
Skráð af Menningar-Bakki.
|
||
formaður kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. |
Forysta Landssambands eldri borgara virðist ráðalaus gagnvart skerðingarákvæðum á greiðslum almannatrygginga (TR) undanfarin mörg ár. Langur sjónvarpsþáttur nýverið um velferð aldraðra fjallaði ekkert um kjaramálin, en forsætisráðherra vék í ávarpi sínu þar að þeim lagfæringum sem ríkistjórn hennar hefði stuðlað að með sérstökum lögum um bætur til þeirra sem lítinn eða engan stuðning hefðu fengið, líklega um 800 manns. Stuðningurinn hefði getað numið kr. 129. 310 til hjóna eða sambúðarfólks á mánuði og kr. 170. 784 til einstaklinga með heimilisuppbót eftir að hafa greitt skatt af greiðslunum. En hindranir og flækjustig laganna voru með þeim ólíkindum, að í upphafi árs höfðu aðeins 141 einstaklingur sótt um !
Talið hefur verið að það myndi kosta ríkissjóð um 2 milljarða króna ef 45% skerðing vegna vinnulauna umfram kr 100 þúsund á mánuði yrði afnumin. Ekki er reiknaður með í því dæmi virðisaukinn af aukinni veltu fólksins, sem myndi koma til vinnu og ekki heldur lífsbati þeirra sem hafa kosið að sitja heima fullfrísk, fremur en að láta hirða af sér um 80% af því sem unnið yrði umfram þau laun. Ef þetta væri reiknað með tel ég að afnám skerðinganna myndi ekki kosta ríkisjóð neitt. Heldur hitt, að ríkissjóður myndi hagnast vegna aukinna tekna sem yrðu skattlagðar, ásamt veltu af virðisauka.
Skerðingarákvæði laga um almannatryggingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna eru taldar spara ríkissjóði um 26 milljarða króna.
Greiðslur sem eldri borgarar fá úr lífeyrissjóði eru af TR meðhöndlaðar sem fjármagnstekjur, og séu þær umfram kr 25 þúsund á mánuði, þá skerðast greiðslur frá TR um 45 %.
Ef lífeyrisgreiðslurnar væru hins vegar taldar launatekjur væru þær ekki skertar fyrr en við 100 þús króna markið. Í skattalaögum eru lífeyrigreiðslur þó skilgreindar sem laun og skattlagðar með miklu hærra hlutfalli en ef þær væru fjármagnstekjur . Í lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 er kveðið á um það í 2. gr., í 9. og 10. tl. að ekki sé mismunur á atvinnutekjum og atvinnutengdum lífeyrissjóðsgreiðslum.
Auk þessa eru lífeyrissjóðstekjur skattlagðar tvisvar, gagnvart þeim sem greiddu skatt af greiðslum í lífeyrissjóð frá 1969 til 1988, en eru nú skattlagðir á ný af sama stofni fjármagns.
Þessi hækkun er framkvæmd einu sinni á ári, fyrsta janúar. Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar er kveðið á um að bætur “skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.” Út frá þessari lagagrein kemst ríkistjórn árlega að þeirri niðurstöðu að miða við fjárlög, en ekki 69. greinina. Þannig lækkar í raun árlegt framlag ríkisjóðs til þessara greiðslna, miðað við verðlag og launaþróun í landinu.
Þeir segja: Aldrei hefur meira verið gert fyrir aldraða, eins og t.d. svar fjármálaráðherra við nýlegri fyrirspurn, sem birtist í Kjarnanum: „Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand¬anna af þeim sem fá bætur frá almanna¬trygg¬ingum batnað hrað¬ast á und¬an¬förnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand¬anna en þiggja þó eitt¬hvað úr almanna¬trygg¬inga¬kerf¬inu.”
Hvernig skyldi ráðherrann svara þeirri einföldu spurningu, að íslenska ríkið greiði hlutfallslega lægst allra þjóða innan OECD til eldri borgara gegnum TR?
Síðan segir ráðherrann að Íslendingar eigi að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi. Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum árlega um 26 milljarða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra, vegna áunninna lífeyrissjóðsgreiðslna þeirra sjálfra?
Forysta LEB gæti lagt fram tillögur til ríkisstjórnar um lágmarkslagfæringu á kjörum eldri borgara, sem næðu til þeirra sem verst eru settir í samræmi við samþykkt landsfundar um kjaramál frá 30.6.2020. Ef engin viðbrögð yrðu við því fyrir landsfund LEB á þessu ári, yrði að mínu áliti að leggja fyrir fundinn tillögu um að félög eldri borgara um land allt, stæðu saman að framboði undir nýrri forystu stjórnar LEB. Það gæti verið sjálfstætt framboð eða með samstarfi við annan flokk með skriflegum skuldbindingum stjórnar þess flokks um stefnu í þessum málaflokki og þátttöku í framboði, skilyrt aðeins til þátttöku á næsta þingi. Ef sérstakur flokkur eldri borgara næði kjöri til alþingis, myndu þessi mál njóta forgangs hjá flokknum, ásamt því að styðja önnur góð mál til heilla fyrir land og þjóð.
Séra Halldór Gunnarsson,
formaður kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is