Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2021 Maí

31.05.2021 20:07

Kleinustund á Litla-Hrauni

 


F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur Magnússon. Ljósm.: Ingvar Magnússon. 
 

 

 

Kleinustund á Litla-Hrauni

 

 

Kleinustund og kátir menn

kunna vel að meta.

Hamingju á -Hraunið- enn

-Hrútavinir- feta.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

30.05.2021 07:28

Merkir Íslendingar - Kristján J. Jóhannesson

 


Kristján J. Jóhannesson (1951 - 2006).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Kristján J. Jóhannesson


 

Kristján Jón Jóhannesson, fyrrum sveitarstjóri á Flateyri við Önundarfjörð, fæddist á Flateyri þann 30. maí 1951.

 

Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir, f. á Flateyri 19. júlí 1911, d. á Sólborgu, dvalarheimili aldraðra á Flateyri, 20. maí 1995, og Jóhannes Jón Ívar Guðmundsson frá Mosdal í Önundarfirði, f. 6. apríl 1908, d. 27. mars 1988.

Foreldrar Sigríðar Magnúsdóttur voru hjónin Magnús Jónsson frá Auðkúlu í Arnarfirði, skipstjóri á Flateyri og síðar á Akranesi, og Bjarney Steinunn Einarsdóttir frá Núpi í Dýrafirði.

Foreldrar Jóhannesar Jóns Ívars voru hjónin Guðmundur Jóhannesson og Jónína Kristjánsdóttir, sem bjuggu í Mosdal í Önundarfirði.

 

Kristján Jón var yngstur af fimm börnum þeirra Sigríðar og Jóhannesar.

Systkini hans:

 1) Bjarney Steinunn ,

2) Guðfinna,

3) Kári Ævar,

4) Gíslína Jónína.

 

Kristján Jón kvæntist þann 22. apríl 1972 Sólveigu Dalrósu Kjartansdóttur, fædd á Flateyri þann 14. júní 1951.

Sólveig lést á heimili þeirra hjóna á Sléttuvegi 7 í Reykjavík þann 15. júlí 2005. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálmfríður Guðnadóttir frá Kvíanesi við Súgandafjörð, f. þar 9. september 1916, d. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 28. ágúst 1997, og Kjartan Ólafsson Sigurðsson frá Gilsbrekku í Súgandafirði; d. í Reykjavík á 51. aldursári sínu þann 25. júní 1956.

 

Kristján Jón og Sólveig Dalrós eignuðust tvo syni:

Sá eldri, Kjartan  f. 16.3. 1971. d. 28. 7. 2008. Hann á dæturnar Telmu Sif, f. 27.3. 1993, móðir hennar er Lára Sverrisdóttir, og Sólveigu Dalrósu, f. 10.7. 1994, móðir hennar er Heiðrún Saldís Ómarsdóttir.
Hinn yngri, Ívar f. 24.4. 1976,  kona hans er Kristín Pétursdóttir, börn þeirra eru;  Svandís Rós, f. 16. 9 2005 og Kristján Pétur f. 14. 5. 2013

 

Kristján Jón Jóhannesson lauk skyldunámi á Flateyri og settist eftir það á skólabekk á héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði. Heimkominn aftur til Flateyrar fékkst hann um skeið við beitingu. Auk þess sem hann lék í danshljómsveitinni "Æfingu" sem fyrst kom fram þann 27. desember 1968 á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi á Flateyri.

Síðar gerðist hann verkstjóri hjá Flateyrarhreppi og var þá fenginn til þess að taka að sér starf sveitarstjóra, fyrst í afleysingum. Hann var síðan sveitarstjóri Flateyrarhrepps í 18 ár samfleytt. Þau Sólveig Dalrós fóru búnaði sínum til Reykjavíkur haustið 1996. Eftir að Kristján Jón var orðinn ekkjumaður fluttist hann aftur vestur til Flateyrar.

 

Kristján J. Jóhannesson andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 3. október 2006.

 

Minningarathöfn um Kristján Jón Jóhannesson fór fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. október 2006. Útför hans og eiginkonu hans, Sólveigar D. Kjartansdóttur var gerð frá Flateyrarkirkju 13. október 2006.
 


Hljómsveitin -ÆFING- í Vagninum á Flateyri fyrir 30 árum.

Á Sjómannadags- og BÚBBÓLÍNU-hátíð þann 2. júní 1991.
F.v.: Árni Benediktsson, Siggi Björns og Kristján J. Jóhannesson.

 

 

F.v.: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson og Siggi Björns.
.

 


Þarna er Karvel Pálmason kominn á svið með ÆFINGU

og Hendrik Tausen er skemmt.
.


Og skömmu síðar var Hendrik Tausen kominn á sviðið með ÆFINGU.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

30.05.2021 06:40

Guðrún Hafsteinsdóttir sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna

 

 

 

 

Guðrún Hafsteinsdóttir

 

sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna

 

 

Atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

sem fram fór í gær, laugardaginn 29. maí 2021.

 

Alls greiddu atkvæði 4.647 manns. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ógildir 114.

 

Í fyrsta sæti er Guðrún Hafsteinsdóttir með 2.183 atkvæði

 

Í öðru sæti er Vilhjálmur Árnason með 2.651 atkvæði í 1. – 2. sæti.

 

Í þriðja sæti er Ásmundur Friðriksson með 2.278 atkvæði í 1. – 3. sæti.

 

Í fjórða sæti er Björgvin Jóhannesson með 1.895 atkvæði í 1. – 4. sæti.

 

Í fimmta sæti er Ingveldur Anna Sigurðardóttir með 2.843 atkvæði í 1. – 5. sæti.

 

Í sjötta sæti er Jarl Sigurgeirsson með 2.109 atkvæði.

 

 

 

 

         Guðrún Hafsteinsdóttir 

ávarpar stuðningsmenn kl. 02:15 í nótt í Hveragerði.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

29.05.2021 07:14

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí 2021

 

 

 

 

      Prófkjör Sjálfstæðisflokksins

 

     í Suðurkjördæmi 29. maí 2021


 


Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, var í gær í Húsasmiðjunni á Selfossi

að hitta fólk eins og hann er duglegastur þingmanna að gera.


Þar brugðu á leik Hrútavinirnir með BLÁKORN f.v; Jóhann Páll Helgason, Selfossi,

Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka og Ásmundur Friðriksson.
.

 

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Bakki.

28.05.2021 15:04

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)

 

 

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu þann 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.
 

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.


Vilmundur var héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði 1917-31 og var jafnframt sjúkrahúslæknir á Ísafirði og var landlæknir 1931-59.

 

Vilmundur sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1922-31 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, var skólalæknir MR 1931-38, alþingismaður Ísafjarðarkaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn 1931-33 og í Norður-Ísfjarðarsýslu 1933-34 og frá 1937-41 er hann sagði af sér þingmennsku.
 

Vilmundur var stjórnarformaður Landspítalans 1931-33 og síðar Ríkisspítalanna 1933-59, sat í landskjörstjórn 1933-56, var formaður Manneldisráðs frá stofnun 1939-59, formaður skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands 1945-59 og forseti Læknaráðs frá stofnun 1942-59.
 

Vilmundur var mikill vinur Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og kemur Vilmundur víða við sögu hjá Þórbergi. Vilmundur var auk þess með áhrifamestu jafnaðarmönnum á sinni tíð og átti m.a. stóran þátt í því að þeir höfnuðu Jónasi frá Hriflu sem ráðherraefni í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934.
 

Vilmundur var víðlesinn, þótti afburðagreindur og skemmtilegur í viðkynningu.

 

Vilmundur Jónsson lést þann 28. mars 1972.

 

 


Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

24.05.2021 09:09

Frá Flateyri við Önundarfjörð

 

 

 

 

Frá Flateyri við Önundarfjörð
 

 

um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

23.05.2021 07:29

-Séð og Jarmað-

 

 

 

 

--- Séð og Jarmað ---

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

22.05.2021 09:14

Fiskiveisla fyrir tveimur árum

 

 
 

 

 

 -- Fiskiveisla fyrir tveimur árum --

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

18.05.2021 17:58

18. maí - afmæli Eyrarbakkahrepps

 

 

 

 

   -- 18. maí - afmæli Eyrarbakkahrepps --
 Skáð af Menningar-Bakki.

 

 

17.05.2021 14:23

17. maí 2021 - þjóðhátíðardagur Norðmanna

 

 

 

 

17. maí 2021 - þjóðhátíðardagur Norðmanna

 

 

Siggi Björn og Franziska Gunther halda frá Eyrarbakka í austur

 

hvar næstu tónleikar verða á morgun - 18. maí 2021 -

 

á Neskaupstað í Beituskúrinni kl. 20:00

 

 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.