Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2021 Júní

30.06.2021 19:15

Merkir Íslendingar - Eiríkur Ásgeirsson

 


Eiríkur Ásgeirsson (1921 - 1983).
 

 

Merkir Íslendingar – Eiríkur Ásgeirsson

 

 

Eiríkur Guðbjartur Ásgeirsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð fyrir 100 árum - þann 1. júlí 1921. Foreldrar hans voru Ásgeir Guðnason frá Ísafjarðardjúpi, f. 15. ágúst 1884 -  d. 23. nóvember 1973 , kaupmaður og útgerðarmaður á Flateyri, og Jensína Hildur Eiríksdóttir frá Hrauni á Ingjaldssoandi, f. 18. mars 1887 -  d. 11. febrúar 1947, húsmóðir.


Eiríkur og Jensína eignuðust 9 börn  sem voru: Guðni, Hörður, Gunnar, Sigríður Jóhanna, Eiríkur, Ebenezer Þórarinn,  Erla Margrét og Snæbjörn. Sjá  meðfylgjandi mynd:

 

Eiríkur stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands, og lauk verzlunarprófi árið 1942. Hann starfaði m.a. eftir það sem skrifstofustjóri hjá embætti Borgarlæknis í Reykjavík.

Árið 1951 var hann ráðinn sem forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og gegndi því starfi allt til dauðadags, árið 1983. Hann var jafnframt formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur um árabil, sem og formaður skipulagsnefndar fólksflutninga.

 

Eiríkur kvæntist Katrínu Oddsdóttur (f. 17.3.1923, d. 27.4.1982), foreldrar hennar voru Oddur Björnssonar og Sigríður Kristín Halldórsdóttir.  Eiríkur og Katrín eignuðust fjögur börn.

Þau eru:

Oddur, f. 1946,  líffræðingur og gæðastjóri, kvæntur Katrínu Finnbogadóttur

Hildur, f. 1947, kennari, gift Magnúsi Péturssyni,

Halldór, f. 1953, landfræðingur og kerfisfræðingur, kvæntur Svanlaugu Vilhjálmsdóttur,

Ásgeir, f. 1955, rekstrarhagfræðingur og bæjarstjóri, kvæntur Kristrúnu Davíðsdóttur.

Fjöldi afkomenda þeirra Eiríks og Katrínar eru alls 32.

 

Eiríkur Ásgeirsson lést á heimili sínu þann 13. október1983.

 

 

 

Börn Ásgeirs Guðnasonar og Jensínu Eiríksdóttir á Flateyri. Talið frá vinstri:

- Guðni f. 02.03 1914 - d. 26.05 1966 – Hörður f. 27.12 1915 - d. 23.10 1982

– Gunnar f. 07.06 1917 - d. 07.07 1991 - Sigríður f. 19.04 1919 – d. 21.03 1996

– Eiríkur f. 01.07 1921 - d.13.10 1983 - Ebenezer f. 15.05 1923 - d. 08.10 1997

– Erla f. 29.10 1928 - d.11.05 2007 – Snæbjörn f, 27.04 1931 - d. 09. 12. 2012.

.

 

Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR 1951 - 1983.

Myndin tekin á Kirkjusandi í október 1977, allur flotinn inni vegna verkfalls.

Eiríkur fæddist fyrir 100 árum, þann 1. júlí 1921. Hann lést 13. október1983.

Ljósmyndari: Hörður Vilhjálmsson. Heimild: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.Skráð af Menningar-Bakki.

 

29.06.2021 19:48

Bryggjuhátíð Stokkseyri 2021

 

 

 

 

--Bryggjuhátíð Stokkseyri 2021 --

 

 

 

FÖSTUDAGUR 2. júlí

09:00 - 21:00 Skálinn Stokkseyri
10:00 - 18:00 Heiðarblómi Gróðarstöð
11:00 - 18:00 Veiðisafnið | frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
12:00 - 21:00 Fjöruborðið
13:00 - 18:00 Gallerí Gimli
13:00 - 17:30 Draugasetrið | opið - extra reimt
14:00 - 18:00

Gallerí Svartiklettur | Menningarverstöðinni

 

KVÖLDVAKA Á STOKKSEYRARBRYGGJU

19:30  Andlitsmálning og blöðrudýr frá Sirkus unga fólksins
20:30 Setning Bryggjuhátíðar
20:30 Verðlaun fyrir best skreytta hús
20:50 Sirkus unga fólksins
21:30 Emmsjé Gauti
22:00 Bryggjusöngur á sviði bryggjunnar með Magnúsi Kjartani
22:00 Brenna / Blys
 23:00 Ball á Draugabarnum með Magnúsi Kjartani | aðgangseyri 2.000 kr.

 

LAUGARDAGUR 3. júlí

09:00 Fánar dregnir að húni
09:00 - 17:00 Kajak | tímapantanir í síma 695 2058 
10:00 - 21:00 Skálinn Stokkseyri
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar | Frítt fyrir 17 ára og yngri og frítt kaffi í pottinn
10:00 - 18:00 Heiðarblómi Gróðarstöð
11:00 Leikhópurinn Lotta | Pínulitla gula hænan á túni við Skálann | frítt
11:00 - 18:00 Veiðisafnið | frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
12:00 - 21:00 Fjöruborðið
13:00 - 16:00 Hringekja og hoppukastalar frá Hopp og Skopp , frítt
13:00 - 18:00 Knarrarósviti opinn | frítt inn
13:00 - 18:00 BrimRót | Ljósmyndasýning, 100 ára afmæli Gimli 
13:00 - 18:00 Gallerí Gimli
13:00 - 17:30 Draugasetrið | opið - extra reimt
14:00 Söguferð um Stokkseyri með Tóta |mæting við Ásgeirsbúð
14:00 - 16:00 Hestateyming | frítt
14:00 - 18:00 Gallerí Svartiklettur | Menningarverstöðinni
17:00 - 19:00 Frisbígolfmót á vellinum ofan við tjaldsvæðið | Allir velkomnir 
19:00 Grillað í görðum og þorpsstemming

 

SUNNUDAGUR 04. júlí

09:00 - 17:00 Kajak | tímapantanir í síma 695 2058  
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar | Frítt fyrir 17 ára og yngri og frítt kaffi í pottinn
10:00 - 21:00 Skálinn Stokkseyri
11:00 - 18:00 Veiðisafnið | frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
12:00 - 21:00 Fjöruborðið
13:00 - 18:00 Gallerí Gimli
13:00 - 17:30 Draugasetrið | opið - extra reimt
13:00 - 18:00 BrimRót | Ljósmyndasýning, 100 ára afmæli Gimli
13:00 - 18:00 Knarraósviti opinn | frítt inn
 14:00 Kira Kira býður upp á tónlistarinnsetningu í Knarrarósvita | frítt inn
14:00 - 18:00 Gallerí Svartiklettur | Menningarverstöðinni

 

 

Styrkaraðilar Bryggjuhátíðar eru: Sveitarfélagið Árborg, Búnaðarfélag Stokkseyrar, Kvenfélag Stokkseyrar, Ungmennafélag Stokkseyrar, Hagsmunafélag hestaeigenda á Stokkseyri, Fjöruborðið, Skálinn Stokkseyri, Kajakferðir ehf, Eyrarfiskur ehf, Krossfiskur ehf, Fölvir ehf, Gísli ehf, Gistiheimilið Kvöldstjarnan, Hásteinn ehf, Heiðarblómi Gróðrarstöð og Dagskráin 

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki

28.06.2021 17:50

Merkir Íslendingar - Hallgrímur Sveinsson

 

 

Hallgrímur Sveinsson

(1940 - 2020).

 

 

Merkir Íslendingar – Hallgrímur Sveinsson

 

 

Hallgrímur Sveinsson var fæddur í Reykjavík 28. júní 1940. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson húsasmiður og Hanna Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja.

 

Hallgrímur lauk kennaraprófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heimavistarskólann á Jaðri við Reykjavík og var síðan forstöðumaður vistheimilisins í Breiðuvík í tvö ár. Hann var kennari í Auðkúluhreppi og síðan í barna og unglingaskólanum á Þingeyri og skólastjóri þar um árabil. Þau hjónin voru bændur og staðarhaldarar á Hrafns­yri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sig­urðssonar forseta, í rúm 40 ár og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.

 

Hallgrímur gaf út fjölda bóka í nafni Vestfirska forlagsins, ekki síst með sögum og fróðleik af Vestfjörðum. Hans eigin höfundar­verk voru þar á meðal. Bókatitlarnir voru orðnir a.m.k. 300 á rúmum 25 árum. Vann Hallgrímur að þessu verkefni og áhugamáli til dánardags. Hann ritaði einnig greinar í blöð, m.a. Morgunblaðið, og á Þingeyrarvef­inn, síðustu árin gjarnan í samvinnu við félaga sína í „Þingeyrarakademíunni“.

 

Hallgrímur kenndi handknattleik í Reykjavík og var virkur í félagsmálum fyrir vestan. Sat meðal annars í hreppsnefnd Auðkúluhrepps og var oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, sat í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga og sóknarnefnd.

 

Hallgrímur Sveinsson varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar 2020.

 

Eftirlifandi eiginkona Hallgríms er Guðrún Steinþórsdóttir frá Brekku í Dýrafirði. Hún var með sauðfjárbúskap á Brekku í mörg ár og titlaði Hallgrímur sig þá „léttadreng“ á Brekku.

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

28.06.2021 07:02

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 


Hjörtur HJálmarsson (1905 - 1993).

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

Hjörtur Hjálmarsson fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði þann 28. júní 1905.Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970.

 

Hjörtur Hjálmarsson kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.

Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri.

 

Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.

 

Hjörtur Hjálmarsson lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum þann 17. nóvember 1993 á 89. aldursári.


 

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

26.06.2021 07:14

Miningarstund Hafliða Magnússonar

 

 --- Minningarstund Hafliða Magnússonar ---

 

Hafliði Magnússon

Fæddur 16. júlí 1935

Dáinn 25. júní 2011

 

Minningarstund í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 25. júní 2021

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Hafliði Magnússon fæddur 16. júlí 1935 - dáinn 25. júní 2011

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

25.06.2021 06:53

MERKIR ÍSLENDINGAR - HAFLIÐI MAGNÚSSON

 


Hafliði Magnússon (1935 - 2011).

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – HAFLIÐI MAGNÚSSON

 

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935. Foreldrar hans voru Bentína Kristín Jónsdóttir og Magnús Einarsson.

 

Systkini Hafliða:

sammæðra Elísabet Matthildur Árnadóttir, f. 1924.

Alsystkini: Sigríður, f. 1927, Óskar, f. 1933, tvíburasystir Hafliða, Guðlaug Ásta, f. 1935, Ásdís Guðrún, f. 1940.

 

Hafliði eignaðist tvær dætur, Björk og Sóldögg með sambýliskonu sinni og barnsmóður Soffíu Sigurðardóttur, þau slitu samvistum.

 

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.

 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð, foreldrar hennar voru Þórarinn Brynjólfsson og Guðrún Markúsdóttir. 

 

Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.

 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG.

 

 

Hafliði Magnússon lést þann 25. júní 2011 á heimili sínu á Selfossi.

 

Minningarathöfn um Hafliða Magnússon fór fram í Laugardælakirkju við Selfoss fimmtudaginn 30. júní 2011.

 

Hafliði  Magnússon var jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí 2011.

 

Prestur við minningarafhöfnina og útförina var séra Egill Hallgrímsson í Skálholti. Egill lést þann 9. júní s.l. og verður jarðsunginn á morgun, laugardaginn 26. júní frá Skálholtskirkju.

 


Hafliði Magnússon við upplestur í Sunnlenska bókakaffinu

á Selfossi í desember 2008.

F.v.: Steingrímur Stefnisson frá Flateyri, veitingamaður á Cafe Catalina í Kópavogi,

Hafliði Magnússon frá Bíldudal, fór á kostum við lesturinn, Elín Gunnlaugsdóttir

tónskáld og veitingamaður í Sunnlenska bókakaffinu, sitjandi við borðið;

Guðrún Jónína Magnúsdóttir frá Ingjaldssandi, síðan Þingeyringarnir

Regína Höskuldsdóttir og Gerður Matthíasdóttir.

Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

24.06.2021 21:13

24. júní 1000 - Kristnitakan

 

 

 

24. júní 1000   -   Kristnitakan

 

Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: „Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

22.06.2021 17:23

MERKIR ÍSLENDINGAR - STEINGRÍMUR HERMANNSSON

 

 
 
Steingrímnur Hermannsson (1928 - 2010)
 

 

     - MERKIR ÍSLENDINGAR –

 

- STEINGRÍMUR HERMANNSSON

 

 

Steingrímur fæddist í Reykjavík þann 22. júní 1928, sonur Hermanns Jónassonar, alþingismanns og ráðherra og eiginkonu hans, Vigdísar Oddnýjar Steingrímsdóttur.

 

Steingrímur Hermannsson ólst upp í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32 í Reykjavík sem sonur forætisráðherra, Hermanns Jónassonar.
Steingrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1948 og prófi í rafmarksverkfræði frá tækniháskólanum í Chicago árið 1951. Þá lauk hann  M.Sc.-próf frá California Institute of Technology í Pasadena árið 1952.


Eftir nám starfaði Steingrímur sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952—1953 og hjá Áburðarverksmiðjunni  1953—1954. Hann starfaði einnig sem  verkfræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955—1956. Hann var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957—1978.


Steingrímur var kjörinn á Alþingi 1971 fyrir Framsóknarflokkinn og sat þar til ársins 1994, fyrst fyrir Vestfjarðakjördæmi en frá 1987 fyrir Reykjaneskjördæmi. Hann var dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra frá 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og samgönguráðherra frá 1980 til 1983 þegar hann var skipaður forsætisráðherra. Hann tók árið 1987 við embætti utanríkisráðherra en var árið eftir forsætisráðherra á ný til 1991.
Steingrímur var formaður Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1994 og gegndi að auki fjölda trúnaðarstarfa og embætta.
Steingrímur  var seðlabankastjóri frá 1994 til 1998.


Steingrímur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sara Jane Donovan og þau eignuðust þrjú börn: Jón Bryan, Ellen Herdísi og S. Neil.

Seinni kona Steingríms var Guðlaug Edda Guðmundsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn:  Hermann Ölvir,  Hlíf og Guðmund.

 

Steingrímur Hermannsson lést þann 1. febrúar 2010.


 

Hér má sjá Steingrím Hermannsson og fleiri frambjóðendur í Vestfjarðakjördæmi á framboðsfundi á Þingeyri árið 1979.
Sjá  þessa slóð: https://www.youtube.com/watch?v=lI1gCMxbLHo

 

:

Björn Ingi Bjarnason og Steingrímur Hermannsson, f.v. forsætisráðherra,

á tröppum Ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu 32 í Reykjavík

þar semSteingrímur ólst upp. Húsið stóð áður á Sólbakka

við Flateyri sem íbúðarhús hvalfangarans Hans Ellefsen.

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

21.06.2021 07:04

21. júní 2021 - Sumarsólstöður

 

 

 

 

21. júní 2021  -  Sumarsólstöður


 

Í dag, mánudaginn 21. júní 2021, eru sólstöður að sumri, en þá er dagurinn lengstur hjá okkur.  Á því augnabliki snýr norðurpóll jarðar næst sólu.


 

Upp úr þessu fara dagarnir að styttast en þrátt fyrir það mun þó líklega hlýna enn um sinn því að meðaltali er hvað hlýjast í lok júlí.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

18.06.2021 21:00

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2021

 
 
 
 


 

       Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2021


                              24. - 26. júní

 

 

Skráð af Menningar-Bakki