Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2021 September

22.09.2021 18:24

Alþingiskosningar 25. sept, 2021

 

 

 

 

         Alþingiskosningar 25. sept. 2021


    Ný skoðanakönnun um fylgi flokka og framboða.

 


Skráð af Menningar-Bakki

 

20.09.2021 17:39

Merkir Íslendingar - Ásvaldur Guðmundsson

 


Ásvaldur Guðmundsson (1930 - 2021).
 

 

 

Merkir Íslendingar – Ásvaldur Guðmundsson

 

 

Ásvaldur Ingi Guðmundsson fæddist í Ástúni, Ingjaldssandi, þann 20. september 1930.

Foreldrar Ásvaldar voru Guðmundur Bernharðsson, f. 10. nóvember 1899 á Kirkjubóli í Valþjófsdal, d. 18. nóvember 1989, og Kristín Jónsdóttir, f. 21. júní 1901 á Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi, d. 23. nóvember 1969.

 

Systkini Ásvaldar voru:

Finnur Hafsteinn, f. 20. júlí 1926, d. 6. ágúst 1997, Bernharður Marsellíus, f. 7. júlí 1936, d. 17. júní 2015, Sigríður Kristín, f. 5. mars 1932, d. 8. ágúst 2016, Þóra Alberta, f. 31. mars 1942, d. 21. desember 2019.

 

Eftirlifandi eiginkona Ásvaldar er Gerða Helga Pétursdóttir, f. 7. júní 1938, frá Engidal í Skutulsfirði. Þau gengu í hjónaband 14. október 1961.

 

Synir þeirra eru þrír:

1) Pétur Ingi, f. 5. mars 1957, eiginkona Rebekka Jóhanna Pálsdóttir, f. 10. mars 1959. Dætur þeirra: Linda Björk, f. 1981, Gerða Helga, f. 1984. Dóttir Péturs: Kristín Guðmunda, f. 1976.

 2) Guðmundur Kristinn, f. 26. október 1962, sambýliskona Unnur Cornette Bjarnadóttir, f. 28. mars 1962. Börn þeirra: Unnar Kristinn, f. andvana 1999, Ásrós Helga, f. 2001. Synir Unnar: Guðmundur Heiðar, f. 1981, Ívar Már, f. 1984, Svanberg Rúnar, f. 1989, Ástvaldur, f. 1991.

 3) Sigurður Brynjar, f. 31. október 1963, eiginkona Árný Einarsdóttir, f. 23. janúar 1972. Börn þeirra: Sigrún Jónína, f. 1988, Stefanía Rún, f. 1990, Guðlaug Brynja, f. 1994, Einar Ásvaldur, f. 2001. Alls eru barnabarnabörn Ásvaldar og Gerðu orðin 18.

 

Ásvaldur vann að búskap með föður sínum frá æskuárum og á jarðýtum þess á milli. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og var búfræðingur frá Hvanneyri.

 

Ásvaldur og Gerða settu upp hringana 1. júlí 1956 uppi á Sandsheiði í fyrstu ferð hennar á Ingjaldssand og stofnuðu þau heimili í Ástúni 1959 og bjuggu þar með foreldrum Ásvaldar þar til þau tóku við búinu.

 

Ásvaldur hóf rekstur á jarðýtum ásamt félaga sínum Guðna Ágústssyni á Sæbóli, Ingjaldssandi og ráku þeir það félag saman í mörg ár.

 

Þau Gerða hættu búskap í Ástúni 1989 og fluttu að Núpi í Dýrafirði þar sem hann var húsvörður og staðarhaldari við Héraðsskólann. Þau fluttu á Hlíf 2 á Ísafirði 2019.

 

Lífsviðhorf og áhugamál Ásvaldar sáust vel á því að margir af hans bestu vinum og félögum voru tíu til tuttugu árum yngri en hann.

 

Ásvaldur byrjaði snemma að reyna sig við harmoniku og fór fljótlega að leika fyrir dansi í sveitinni. Hann var mikill áhugamaður um harmonikumúsík og spilaði á nikkuna nánast á hverjum degi fram á síðasta dag. Hann var heiðursfélagi í Harmonikufélagi Vestfjarða.Ásvaldur var mjög virkur félagsmálamaður í Ungmennafélaginu Vorblómi á Ingjaldssandi og einnig hjá Héraðssambandi Vestur Ísfirðinga sem í áratugi var með mikla starfsemi að Núpi í Dýrafirði.

 

Ásvaldur Ingi Guðmundsson lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þann 13. ágúst 2021.

Ásvaldur var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju þann 28. ágúst 2021.

______________________________________________________________________________


 

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður frá Brekku á Ingjaldsandi, ritaði minningarorð í Morgunblaðið á útfgarardagi Ásvaldar.„Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.“ Þetta lag með sinn ágæta texta var oft sungið á Ingjaldssandi í upphafi samkomu til að stilla saman strengi og binda tryggðabönd. Ekki var það verra ef spilað var undir á harmonikku og þannig sé ég fyrir mér Ása í Ástúni sem við nú kveðjum með þakklæti og virðingu.

 

Ási átti góða og langa ævi, en manni fannst hann eiga nokkuð eftir, en kannski var það eigingjörn ósk því hann lék stórt hlutverk þegar rifjaðar eru upp góðar minningar af Sandinum. Ég þakka fyrir liðið og ekki síst er ég þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja svo heilsteyptum manni í gegnum marga áfanga á lífsleiðinni.

 

Fyrst vil ég minnast hans sem kennara, en hann kenndi mér fimm vetur í Vonalandi. Þolinmæði og góðmennska einkenndi kennarann Ása, „so so hvaða hvaða“ heyrðist í Ása þegar orkan í okkur krökkunum fór úr böndum og hann var fljótur að stilla til friðar. Ég hef stundum reynt að muna klukkan hvað skólinn hófst á morgnana og hvað lengi hann stóð yfir daginn en það hefur ekki tekist. Tíminn var frekar afstæður á Sandi en hann dugði til að fara yfir það sem þurfti og Ási brýndi fyrir okkur að nýta hann vel, vanda okkur og ekki síst að njóta hans.

 

Ég minnist Ása í því félagsstarfi sem stundað var á Sandi, sem var nokkurt í ekki stærra samfélagi, og þá þurftu allir að vera með til að vel tækist til. Það var sá lærdómur sem maður tók með sér út í lífið; að taka ábyrgð og leggja sitt af mörkum til samfélagsins, hlutur Ása var stór í því uppeldi. Ási var alltaf liðsmaður í Ungmennafélaginu Vorblómi og tók ábyrgð í stjórn og að fylgja okkur eftir í félagsstarfi og íþróttum. Þegar Átthagafélagið Vorblóm var stofnað var Ási með og við getum þakkað honum að Vonaland, samkomuhúsið á Ingjaldssandi, var alltaf í nafni Vorblóms en hann vann að því, þegar Mýrahreppur tók þátt í sameinuðum Ísafjarðarbæ, að hlutur hreppsins í húsinu gengi til átthagafélagsins. Auk þess sem hann hlúði að húsinu og gekk í það viðhald sem þurfti.

 

Ekki var það síst persónan Ási sem gott var að umgangast og þekkja. Það er hægt að segja með sanni að hann hafi verið já-maður, sem stundum er sagt. Hann byrjaði alltaf samtal á því orði. „Já! komdu sæl,“ það lýsti honum ágætlega enda bölsýni og niðurrif fjarri hans málflutningi.

 

Ási var heppinn með lífsförunaut. Hann og Gerða voru góð hjón og samhent með öll verkefni sem þau tóku sér fyrir hendur, gagnkvæm virðing og ást einkenndi þeirra samband. Það var gott að koma að Ástúni og alltaf tekið vel á móti manni með góðgæti og góðu viðmóti. Ég votta Gerðu og fjölskyldunni allri innilega samúð.

 

Við á Sandi getum haldið minningu Ása sem best á lofti með því að finna sólskinsblett í heiði og setjast þar og gleðja oss eins og segir í kvæðinu.

 

Halla Signý Kristjánsdóttir, Brekku.


_______________________________________________________
 

    Ásvaldur Guðmundsson.

.

.

 

Mynd frá héraðsþingi H.V.Í. að Núpi í Dýrafirði snemma á

níunda áratugi síðustu aldar. Þessir miklu félagsmálamenn

fyrir vestan hafa aldrei verið með ræðukvíða enda hlaðnir ungmennafélagsanda.

F.v.: Bergur Torfason frá Felli í Dýrafirði, Jón Guðjónsson frá Veðrará í Önundarfirði, 

Ásvaldur Guðmundsson frá Ástúni á Ingjaldssandi og Hilmar Pálsson

frá Suðureyri við Súgandafjörð. Ljósm.: BIB
 


Skráð af Menningar-Bakki.
 

 

20.09.2021 17:20

Samferða góðu fólki í starfinu

 

 

 

-- Samferða góðu fólki í starfinu --

 

Sigríður Kristín Helgadóttir sóknarprestur – 50 ára
 

Sig­ríður Krist­ín Helga­dótt­ir fædd­ist 19. sept­em­ber 1971 (og varð því fimm­tug í gær).

„Ég fædd­ist á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík, for­eldr­ar mín­ir höfðu þá ný­verið flust á suðvest­ur­hornið frá Flat­eyri við Önund­ar­fjörð. Ég ólst upp í Hafnar­f­irði en alltaf leið mér best þegar skóla lauk og ég var send með flugi vest­ur á firði til ætt­menna.“

 

Á sumr­in dvaldi Sig­ríður á Flat­eyri ým­ist hjá móður­bróður sín­um og hans konu, Kristjáni Jó­hann­es­syni og Sig­ríði Ásgeirs­dótt­ur, eða hjá Mar­gréti Hagalíns­dótt­ur og Leifi Björns­syni. „Krakk­arn­ir á Flat­eyri voru í íþrótta­fé­lag­inu Gretti og keppti ég fyr­ir Grett­is hönd á héraðsmót­um á Núpi með ágæt­is ár­angri. Ná­lægðin við fjöll­in og hlíðina og fjör­una höfðu góð áhrif á barnið sem og gott fólk á Flat­eyri.“

 

Sig­ríður gekk í Engi­dals­skóla í Norðurbæ Hafn­ar­fjarðar en þegar komið var upp í miðdeild þurftu krakk­arn­ir sem bjuggu norðan meg­in við Hjalla­braut­ina að fara yfir göt­una í Víðistaðaskóla. „Mér leið ekki vel í þeim skóla en var dug­leg að læra. Ég sótti fram­halds­skóla út fyr­ir Hafn­ar­fjörð, gekk í Kvenna­skól­ann í Reykja­vík og blómstraði þar. Tók að mér for­mennsku í nem­enda­fé­lag­inu Keðjunni og út­skrifaðist með ein­kunn­ir sem gáfu af sér viður­kenn­ing­ar. Þaðan lá leiðin í HÍ.

 

Ég ætlaði mér að verða kenn­ari þegar ég yrði eldri en í röðinni við inn­rit­un í HÍ beind­ist at­hygl­in að náms­lýs­ingu guðfræðideild­ar­inn­ar. Ég inn­ritaði mig í guðfræðideild og þar var ég við nám næstu árin sam­hliða því að eign­ast eig­in­mann, dæt­ur og heim­ili. Ég forðaðist náms­lán­in, vann með námi í Rúg­brauðsgerðinni, vaskaði upp og þjónaði ráðamönn­um þjóðar­inn­ar til borðs. Áður hafði ég verið í ung­linga­vinn­unni, unnið við ræst­ing­ar og fisk­vinnu, allt sem gaf aur í vas­ann.“

 

Sig­ríður var kölluð til starfa í Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði árið 2000 og hlaut vígslu af hendi herra Karls Sig­ur­björns­son­ar bisk­ups 15.10. 2000. Fyrstu árin var hún í 25% starfs­hlut­falli. „Til að auka við tekj­urn­ar hljóp ég í for­falla­kennslu við Sala­skóla í Kópa­vogi. Smám sam­an jókst mitt starfs­hlut­fall hjá Frí­kirkj­unni svo starfið varð svo til fullt starf með öllu sem því fylg­ir.“ Sig­ríður jók við mennt­un sína og lauk prófi í fjöl­skyldumeðferðarfræði árið 2011 og var þá til skamms tíma hjá barna­vernd Kópa­vogs­bæj­ar. Þá var hún einnig heim­il­isprest­ur Hrafn­istu í Hafnar­f­irði í nokk­ur ár sam­hliða öðrum störf­um.

 

„Eft­ir 20 ára starf hjá Frí­kirkj­unni ákvað ég að hreyfa mig til og sótti um starf sókn­ar­prests í Breiðabólstaðarprestakalli. Prestakall­inu til­heyra fimm kirkj­ur og ein kap­ella, þ.e. Stór­ólfs­hvols­kirkja, Breiðabólstaður, Hlíðar­endi, Ak­ur­ey og Kross auk Voðmúl­astaðakap­ellu.

 

Í gegn­um starfið hef ég verið svo lán­söm að fá að vera sam­ferða góðu fólki og m.a. hef ég leitt sorg­ar­hópa á veg­um Ljóns­hjarta, nú hjá Sorg­armiðstöðinni í lífs­gæðasetri St. Jó.“ Sig­ríður gerðist fé­lagi í Rótarý­klúbbi Hafn­ar­fjarðar 2004 og gegndi stöðu for­seta starfs­árið 2020-21. „Mér þykir afar vænt um þann fé­lags­skap, hann er nær­andi og góður. Þá þykir mér ekki síður vænt um starf Hjóna­helg­ar á Íslandi. Við hjón­in erum flytj­end­ur á Lúth­erskri hjóna­helgi og höf­um eign­ast góða vini í gegn­um það starf, sem snýst um það að gera gott hjóna­band betra. Fjöl­skyld­an er ætíð í fyr­ir­rúmi og með henni á ég mín­ar bestu stund­ir.

 

Bók­mennt­ir hafa verið mér hug­leikn­ar frá því ég var barn, ég nær­ist einnig á góðum kvik­mynd­um og leik­húsi. Tónlist skip­ar einnig stór­an sess í mínu lífi, ég sótti söngnám í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs og lærði að beita rödd­inni hjá Önnu Júlí­önu Sveins­dótt­ur. Í því ferli tók ég þátt í upp­færslu á Töfraf­lautu Moz­arts og söng hlut­verk Papa­genu. Ég er í kirkju­kór Breiðabólstaðarprestakalls sem og Kammerkór Ran­gæ­inga. Við hjón­in erum dug­leg að ferðast um landið og ef við ferðumst er­lend­is þá eru það skíðaferðirn­ar og vin­ir og fjöl­skylda bú­sett er­lend­is sem einkum laða okk­ur út fyr­ir land­stein­ana.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­inmaður Sig­ríðar er Eyj­ólf­ur Ein­ar Elías­son, f. 9.10. 1971, for­stöðumaður fram­leiðslu­eld­húss Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þau búa á Breiðabólstað í Fljóts­hlíð. For­eldr­ar Eyj­ólfs eru hjón­in Ólöf Guðríður Jakobína Eyj­ólfs­dótt­ir, f. 26.7. 1942, frá Dyr­hóla­hverfi Vest­ur-Skafta­fells­sýslu, starfaði lengst af við fram­reiðslu­störf, og Elías V. Ein­ars­son, f. 25.12. 1942 í Reykja­vík, fyrr­ver­andi for­stjóri. Þau eru bú­sett í Hafnar­f­irði.

 

Dæt­ur Sig­ríðar og Eyj­ólfs eru:

1) Ólöf, f. 4.11. 1991, MSc í hnatt­væðingu og vist­vænni þróun frá NTNU, starfar sem hug­myndal­istamaður hjá Breach í Þránd­heimi. Kær­asti henn­ar er Pét­ur Grét­ars­son, arki­tekt hjá PKA (Per Knudsen Arki­tekt­kontor);

2) Gunnþór­unn Elísa, f. 13.6. 1995, kenn­ari og er í Björg­un­ar­sveit Hafn­ar­fjarðar, bú­sett í Hafnar­f­irði. Maður henn­ar er Sæmund­ur Bjarni Krist­ín­ar­son, nátt­úru­fræðing­ur hjá LHS. Dótt­ir þeirra er Eyja Sif, f. 5.11. 2020;

3) Agnes Inga, f. 13.8. 1999, verk­fræðinemi við HÍ, bú­sett í Hafnar­f­irði;

4) Krist­ín Helga, f. 30.12. 2000, dans­ari og hjúkr­un­ar­fræðinemi við HÍ, bú­sett á Breiðabólstað. Kær­asti henn­ar er Sölvi Steinn Sig­urðar­son, nemi í viðskipta­fræði við HÍ.

 

Systkini Sig­ríðar eru:

Sig­urður, f. 25.8. 1959, smiður, bú­sett­ur í Mos­fells­bæ;

Jóna Ágústa, f. 28.12. 1960, hús­móðir, bú­sett á Álfta­nesi;

Guðný Helga, f. 9.11. 1967, raf­einda­virki í Reykja­vík;

Elísa­bet Sif, 24.1. 1977, bú­sett á Sel­fossi.

 

For­eldr­ar Sig­ríðar voru hjón­in Ingi­björg Elísa­bet Jó­hann­es­dótt­ir, f. 14.7. 1939 á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð, d. 30.6. 2000, hús­móðir og verka­kona, og Helgi Sig­urðsson, f. 19.8. 1937 á Þing­eyri við Dýra­fjörð, d. 30.11. 2015, sjó­maður og fisk­verk­andi. Þau bjuggu lengst af í Hafnar­f­irði.

 
Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Bakki.

 


 

18.09.2021 19:56

Framboðsfundur 18. sept 2021

 

 

 

 

        --- Framboðsfundur 18. sept 2021 ---

 

 

Framboðsfundur Hrútavina

 

með kosningakræsingum í Svartakletti í Menningarverstöðinni

 

Hólmaröst á Stokkseyri - laugardaginn 18. september 2021.

 

- Lokafundur vegna alþingiskosninga nú laugardaginn 25. september 2021

 

og upphafsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Árborg

 

hinn 28. maí 2022.
 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

16.09.2021 17:45

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

-Sólaruppkoma 15. september 2019-
 

Hekla og Kría Sigurjóns Ólafssonar séð

 

frá Ránargrund á Eyrarbakka.


         Gullkvöld í Hallskoti við Eyrarbakka.

 

                                              16. september 2015

 

Siggeir Ingólfsson og Ari Björn Thorarensen

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

14.09.2021 21:35

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

 

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

Brynjólfur Sveinsson biskup fæddist þann14. september 1605 í Holti í Önundarfirði. 

Foreldrar hans voru Sveinn Símonarson prestur þar og seinni kona hans, Ragnheiður, dóttir Staðarhóls-Páls Jónssonar og Helgu Aradóttur. Var Jón Arason biskup langafi Brynjólfs.

 

Brynjólfur þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grísku maður. Hann var í Skálholtsskóla 1617-1623 og lærði við Kaupmanna hafnarháskóla 1624-1629. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmanna hafnar 1631 og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638. Þá fór hann heim til Íslands í heimsókn og ætlaði síðan að mennta sig enn frekar suður í Evrópu, var búinn að fá fjárstyrk til þess frá Hróarskelduháskóla, en var þá kjörinn biskup í Skálholti þvert gegn vilja sínum. Hann reyndi að koma sér undan embættinu, sagðist fyrst og fremst vera skólamaður og kennari en ekki guðfræðingur, en það var einmitt talin þörf á slíkum manni til að efla skólann í Skálholti og Brynjólfur var biskup næstu 35 árin.

 

Brynjólfur var áhugasamur um náttúruvísindi og hugvísindi, safnaði fornritum og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Biskupsstóllinn í Skálholti þótti dafna vel í biskupstíð Brynjólfs, enda var fremur gott í ári og Brynjólfur góður fjáraflamaður.

 

Brynjólfur kvæntist Margréti Halldórsdóttur, f. 4.12. 1615, d. 21.7. 1670.

Foreldrar hennar: Halldór Ólafsson, lögmaður á Grund í Eyjafirði, og k.h. Halldóra Jónsdóttir Björnssonar Jónssonar Arasonar. Voru þau Brynjólfur þremenningar og þurftu undanþágu til hjú skaparins.

 

Þau eignuðust sjö börn en einungis tvö þeirra komust á legg. Halldór sonur þeirra dó hálfþrítugur í Yarmouth á Englandi 1666. Ragnheiður dóttir þeirra eignaðist barn í meinum og lést ári eftir barnsburðinn, einungis 22 ára gömul. Brynjólfur tók son hennar, Þórð Daðason, að sér og arfleiddi að öllum eigum sínum. Pilturinn lést aðeins 11 ára gamall og skildi Brynjólfur því enga afkomendur eftir sig.

 

Brynjólfur lést þann 5. ágúst 1675.

 

 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

13.09.2021 21:13

MERKIR ÍSLENDINGAR - ÁGÚST H. PÉTURSSON

 
 

Ágúst H. Pétursson (1916 - 1996).

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – ÁGÚST H. PÉTURSSON

 

 

Ágúst H. Pétursson fæddist í Bolungarvík þann 14. september 1916. 


Sonur Péturs Sigurðssonar sjómanns og Kristjönu Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju.

 

Fyrri kona Ágústs var Helga Jóhannesdóttur sem lést 1941 og eignuðust þau Kristjönu póstfulltrúa og Helga sendiherra.

Sonur Ágústs og Maríu Valdimarsdóttur var Emil Pétur skipstjóri sem lést 2015.

Seinni kona Ágústs var Ingveldur Magnúsdóttur sem lést 2011 og er sonur hennar Hafsteinn B. Sigurðsson bifreiðarstjóri en dætur Ágústs og Ingveldar eru Ásgerður hárgreiðslumeistari og Ásthildur skrifstofumaður.


Ágúst lauk prófi frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði 1934.

 

Ágúst nam bakaraiðn í Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík og hlaut meistararéttindi 1942. Hann rak Brauð- og kökugerð í Reykjavík 1944-51 og á Patreksfirði 1951-54.
 

Ágúst sat í sveitarstjórn Patrekshrepps 1954-88, var sýslunefndarmaður, oddviti Patrekshrepps 1954-58 og 1978-82 og var sveitarstjóri 1958-63.

Ágúst var margsinnis í framboði í alþingiskosningum vestra eins og meðfylgjandi blaðaúrklippur sýna.

 

Ágúst var skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsinu Skildi hf. á Patreksfirði en síðast starfaði hann hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.

 

Ágúst sat í stjórn Bakarasveinafélags Íslands og Bakarameistarafélags Reykjavíkur, var einn af stofnendum Söngfélagsins Hörpu í Reykjavík, formaður FUJ og sat í stjórn SUJ, sat í flokksstjórn og miðstjórn Alþýðuflokksins 1942-85, formaður skólanefndar Iðnskólans og Patreksskólahverfis, sat í stjórn Sjúkrasamlags Patreksfjarðar og í sáttanefnd, var stofnfélagi Lionsklúbbs Patreksfjarðar og formaður hans.

 

Um Ágúst sagði Sighvatur Björgvinsson í minningargrein:

„Ágúst H. Pétursson var fjölhæfur maður. Hann var vel máli farinn og ritfær vel. Hann átti mikið og gott safn bóka og las mikið. Hann var framkvæmdasamur og áræðinn, kappsmaður til verka og frumkvæðismaður um margt. Hann var jafnvel að sér til handa og hugar, lagtækur smiður og hlífði sér aldrei.“

 

Ágúst H. Pétursson lést  þann 1. mars 1996.

 

 

Alþýðublaðið að greina frá framboði fyrir Alþýðuflokkinn

í fyrri alþingiskosningunum árið 1959 þar sem Ágúst

er í framboði í Barðastrandarsýslu.
.


Skutull birtir framboðslista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi

í seinni alþingiskosningunum árið 1959. Ágúst í þriðja sæti.

.

.

Skutull birtir framboðslista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi

í  alþingiskosningunum árið 1963. Ágúst í þriðja sæti.

.
 

.

Skutull birtir framboðslista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi

í  alþingiskosningunum árið 1967. Ágúst í þriðja sæti.

.

.

Skutull birtir framboðslista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi

í  alþingiskosningunum árið 1959. Ágúst í öðru sæti.

.
 

 


 

 

Skráð af Menningar Bakki.

 

12.09.2021 21:13

BIBarinn grúskar í myndasafninu:

 

 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

Af lífi og leikjum Hólmarastarmanna og gesta -

á Fiskislóð í Reykjavík í febrúar 1991.

 

F.v.: Jóhann Hjörtur Emilsson, Þórður Gunnarsson, Sigurdór Sigurðsson,

Björn Ingi Bjarnason og Sigurður Sigurdórsson.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

12.09.2021 21:03

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu
 


Í Shell-Skálanum á Stokkseyri um síðustu aldamót.


Standandi f.v.: Borgar Þorsteinsson, Elsa Kolbrún Gunnþórsdóttir

og Jón Zóphoníasson.

Sitjandi f.v.: Hannes Sigurðsson, Henning Fredriksen

og Sveinbjörn Guðmundsson.Skráð af Menningar-Bakki.

 

12.09.2021 06:58

MERKIR ÍSLENDINGAR - JÓN HÁKON MAGNÚSSON

 

 

Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014)

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – JÓN HÁKON MAGNÚSSON

 

 

Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík þann 12. september 1941.

For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.


Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést árið 2016.

Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.


Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.


Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.


Jón Há­kon var blaðafull­trúi á 1100 ára af­mæli Íslands­byggðar 1974.

Jón Hákon var fréttamaður á frétta­stofu RÚV Sjón­varpi 1970-79 og var þá m.a. um­sjón­ar­maður með umræðuþætti um er­lend mál­efni. Hann var markaðsstjóri hjá Vökli hf 1979-81 og fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Haf­skips hf 1982-85.


Jón Há­kon stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri KOM, kynn­ing­ar og markaðar ehf. á ár­un­um 1986-2013.


Jón Há­kon sat í stjórn FÍB 1967-70, Ful­bright-stofn­un­ar­inn­ar á Íslandi 1968-72, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, var for­seti Rot­ary­klúbbs Seltjarn­ar­ness 1979-80, um­dæm­is­stjóri Rot­ary-um­dæm­is­ins 1993-94, sat í stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins og Versl­un­ar og viðskipta 1978-82, var formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi 1985-90, sat í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness, var þar for­seti bæj­ar­stjórn­ar um skeið og gegndi ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Jón Hákon annaðist rekst­ur fjöl­miðlastöðvar­inn­ar í tengsl­um við leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs í Reykjavík árið 1986.
 

Jón Há­kon lést þann 18. júlí 2014.

 

 

Í Húsinu á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.
F.v.: Hjónin  Áslaug Harðardóttir, Jón Hákon Magnússon (Önfirðingur),

hjónin Þórunn Vilbergsdóttir og Óskar Magnússon (Önfirðingur). 

 
 

 

Skráð af Menningar-Bakki.